Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 HVfllR HNAKKAPÚÐAR - HIKIÐ ÚRVAL Borgartúni 26, sími (91) 622262 Verð sleiRS kr. 2.61fi,- kasta til að siökkva ó Veri aöeins kr. 1.631,- Selt I Jólaskeilunni, Faxafeni XJöfóar til Jd fólks í öllum starfsgreinum! GuðrúnM. Þorbergs- dóttír - Kveðjuorð Fædd 5. maí 1961 Dáin 10. desember 1991 Fyrstu minningar mínar af Guð- rúnu eru bundnar við að koma í heimsókn til hennar til Reykjavík- ur, þegar við bjuggum úti á landi. Þá mín ég þar sem ég stóð og starði lotningarfull, hrifin, og svona hálf- partinn öfundsjúk á litla yngismær, eldrauðhærða, í fallegum pífukjól. Hún var að fara í dans. Seinna meir kom ég oftar inn á þetta heim- ili eftir að ég fluttist suður. Þetta heimili á Hverfisgötu 54, þar sem Regnboginn er nú, var hin mesta Paradís fyrir börn. Þar var allt til sem barnshugurinn gimtist. En þarna buggu afi minn, Þorbergur, seinni kona hans, Kristín og bömin þeirra fimm; Ásmundur, Kristinn, Einar, Stefán og svo eina stúlkan og yngsta barnið, Guðrún Margrét. Fleiri bjuggu þarna líka t.d. einn af eldri bræðmnum; Bragi, sem afi hafði átt með fyrri konu sinni. Eins og áður var sagt var þetta ævintýr- aheimur fyrir krakka. Sumir komu þarna inn og þótti nóg um að sjá dót og drasl alls staðar að þeirra mati en þama voru ævintýrasýning- ar. Langur gangur var þarna þar sem tjöld voru fyrir herbergjunum í stað dyra. Stórkostlegt var að fara þarna í feluleiki og halda leik- sýningar bak við tjöldin. Þetta fékk ég alltaf að upplifa með Guðrúnu og stundum bræðrum hennar. Guðrún var einu ári yngri en ég. Hún virkaði þó oftast eldri en ég. Persónuleiki hennar var mjög sterk- ur, sterkur vilji og einurð, ásamt léttri gamansemi einkenndu hana. Hún hafði þann frábæra hæfileika að geta töfrað og heillað allt um- hverfið upp úr skónum. Þetta þótt mér undraverður eiginleiki. Guðrún var skapmikil og hafði oft sitt fram. Þó hafði hún oft ljúfa og skemmti- lega framkomu. Hún var virkilega kraftmikil og ekki fyrir að láta deig- an síga. Við áttum saman ævintýra- legar stundir upp í sumarbústað Fæddur 8. desember 1942 Dáinn 16. desember 1991 Þegar andlát ber að með jafn skyndilegum hætti og hér varð, verður mönnum oft orða vant. En við viljum, með þessum línum, minnast vinar okkar og samstarfs- manns til margra ára, Þorsteins Hermannssonar frá Kambhóli. Þorsteinn var fæddur 8. desem- ber 1942 og var því aðeins 49 ára er hann lést. Kynni okkar af Þorsteini voru löng, vegna samstarfs hjá Norður- verki hf. og Vör hf. Hann var ráð- inn vinnuvélastjóri hjá Norðurverki árið 1967 og vann hjá fyrirtækinu allt þar til það var selt til Reykjavík- ur 1988, síðustu árin sem verk- stjóri verkamanna og vinnuvéla- stjóra. Frá 1988 gegndi hann sömu störfum hjá Vör. Ástæður þess að Þorsteinn varð verkstjóri á sínum tíma voru meðal annars þeir eiginleikar hans, að kunna að umgangast samstarfs- menn sína á þann hátt sem ekki sem er átthyrndur í laginu (Hexag- on). Þar grilluðum við pylsur yfir arineldinum, borðuðum rækjusalat og salat með majónesi, eplum og rúsínum á kexi. Fórum í bátsferðir; gönguferðir og fleira. Eru það ógleymanlegar minningar. Eitt sumarið þegar við Guðrún höfum verið ca. 10-11 ára og Stebbi bróð- ir hennar svolítið eldri reyndum við að beijast við að búa til kvikmynd. Stebbi var kvikmyndatökumaður- inn. Eftirminnilegt er atriði þegar Guðrún renndi sér niður lítinn foss þegar hún var að elta bófann. Því miður tókst þessi kvikmynd ekki eins og skyldi en minningarnar iifa eftir sem áður. Nokkrum árum seinna urðu at- burðir sem tengdu okkur saman. Pabbi minn (hálfbróðir Guðrúnar) lést snögglega þegar ég var 14 ára. Var það mikið og þungt áfall. Ári síðar þegar Guðrún var 14 ára lést pabbi hennar (afí minn). Skömmu síðar kom Guðrún til mín með þá uppástungu um að ég myndi flytja til hennar á Bergstaðastræti 46 upp á ris, en móðir hennar bjó á neðri hæðinni. Varð það úr þegar ég var rétt orðin 17 og Guðrún 16 að við bjuggum saman á Bergstaða- strætinu. Við höfðum ætlað að mála og gera allt mögulegt saman í Bergstaðastrætinu sem þó varð ekki af. Þegar þangað kom, kom í ljós að hugir okkar hneigðust í ólík- ar áttir. Eg var með allan hugann við skólann og fyrsta kærastann en með honum var ég öllum stund- um. Guðrún var líka í skóla en átti marga vini og líf hennar snérist að mestu um þá og dansinn. Þó ekki værum við mikið saman á þessu tímabili, þá á ég margar og góðar minningar á þessum stað og kynnt- ist að sjálfsögðu Guðrúnu og Krist- ínu móður hennar vel. Og reyndar minni föðurfjölskyldu. Eftir á er ég mjög þakklát fyrir þetta tímabil sem var u.þ.b. tvö ár. Einn daginn kynnti Guðrán mig fyrir þreklegum, ung- um, rauðhærðum manni, Páli. Kom er öllum eiginlegur — hann var fyrst og fremst vinur og samstarfs- maður, frekar en verkstjóri í þeirri merkingu sem margir leggja í orðið og einnig reynsla hans af margvís- legum framkvæmdum er hann vann við sém vinnuvélastjóri. Áður en Þorsteinn hóf störf hjá Norðurverki hafði hann unnið ýmis störf tengd landbúnaði og sjávarút- vegi. Skólaganga Þorsteins innan hins almenna menntakerfis var ekki löng — og engan bar hann titilinn — en þekking hans og reynsla úr skóla lífsins var svo yfírgripsmikil að þau voru ófá skiptin sem verkfræðingar og aðrir, sem unnu að verktaka- störfum, leituðu fanga í reynslu- sjóði Þorsteins þegar góðra ráða var þörf. Hann var víðlesinn og vel heima á flestum sviðum. Hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og yndi af að taka þátt í umræðum um hvaðeina sem bar á góma. Mest alla ævi var Þorsteinn heilsuhraustur, eða kvartaði að í ljós síðar að þar hafði Guðrán valið góðan mann. Ætíð síðan hefur Páll verið umtalaður af öllum í fjöl- skyldunni sem léttur í lund, einstak- lega umhyggjusamur, hlýr og nat- inn maður. Ekki gerði maður sér grein fyrir á þessum árum sameiginlegt hlut- verk þeirra er fram liðu stundir. Ekkert var eins fjarlægt á þessum tíma en að þessi kraftmikla stúlka sem virtist óstöðvandi í atorku ætti eftir að þurfa að berjast við ban- vænan sjúkdóm. Stúlka sem hvorki reykti né drakk og lifði heilbrigðu lífi og hafði óþrjótandi orku og dansaði alltaf af lífí og sál. Leiðir okkar skildu um mörg ár. Mín beið búseta úti á landsbyggðinni og einn- ig erlendis. En Guðrán var heima í Reykjavík, vann hjá Orkustofnun og ejgnaðist tvö böm, Sigurð Óskar og Ástu Kristínu sem er 4 ára og líkist móður sinni. Ekki kann ég að rekja sjúkdómssögu Guðránar eða sögu hennar síðustu árin. Hins vegar vissi ég að veikindi hennar byrjuðu fyrir u.þ.b. 3-4 árum. Ég hef bara hitt hana þrisvar á þessum síðustu árum. Áttum við þá tvisvar langar umræður saman. Eftirminni- legt var síðara skiptið þegar Guðrún sagði mér nákvæmlega frá því þeg- ar hún hafði legið dauðvona og tek- minnsta kosti ekki við samstarfs- menn sína og fáir voru þeir dagar er hann lét sig vanta í vinnu. Þó Þorsteinn kvartaði ekki við samferðamenn sína má vel vera að hann hafi síðustu misseri kennt þess sjúkdóms er dró hann svö skyndilega til dauða. Snemma á þessu ári komu í ljós alvarleg veikindi hjá honum og gekkst Þorsteinn undir aðgerð á sl. sumri. Ekki er ólíklegt að rannsókn- ir, aðgerðir, sjúkrahúsvist og endur- hæfíng hafi reynt á bolrif Þor- ist að sigra dauðann í það skiptið. Samgladdist ég henni þá innilega. Hún sagði mér þá líka að hún hefði af mörgum verið kölluð „krafta- verkið“ þegar þetta gerðist og hún reis upp á ný til þess að starfa í þágu lífsins. Eftir að Guðrún náði sér á strik aftur tókst henni t.d. að verða Islandsmeistari í dansi, ári síðar. Þótti henni sjálfri það ótrúlegur árangur eftir það sem á undan hafði gengið. Guðrún heimsótti aðra krabba- v meinssjúklinga eftir að hún náði sér sjálfri á strik til að þeir fengju tækifæri til þess að tala við mann- eskju sem einnig hafði barist við krabbamein og hefði meiri mögu- leika að skilja þá en þeir sem ekki höfðu gengið í gegnum þessa lífs- reynslu. Efast ég ekki um að þar hafi Guðrún unnið göfugt starf að reyna að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda. Þegar maður horfir yfír þau 30 ár sem Guðrán lifði hér á jörðinni þá finnst mér hún skilja margt eft- ir sig. Lífíð þrátt fyrir allt ekki til- gangslaust. Lífsþróttur og þýður hlátur hennar lifa stöðugt í minn- ingu okkar sem eftir eru. Líf Guð- ránar skilaði henni ekki því sem margir sækjast eftir, ríkidæmi, frægð eða völdum. Hins vegar er ég viss um að æðri tilgangur með lífí hennar hefur verið mikill. Sú lífsreynsla sem hún og Páll gengu í gegnum sameiginlega, þar sem þau horfðust í augu við dauðann, hefur vafalaust verið ógnvekjandi og nóg til að bijóta flestar mann- eskjur niður. Eftir því sem ég fæ best séð var það ekki raunin. Hjá Guðrúnu og Palla sigraði kærleikur- inn ótt.ann og þeirra sterka og sam- eiginlega trá á líf eftir dauðann. Fyrir mig sem aðstandanda hefur verið stórkostlegt að sjá að í stað þess að Palli standi eftir sem niður- brotinn maður þá stendur nú eftir andlega sterkur og þroskaður mað- ur. Guðrún og Palli hafa verið það sterk í baráttu sinni að ég upplifi að við sem höfum á einhvem hátt kynnst því eigum að reyna að end- urvarpa þeim ljóma, þeim Ijóma þar sem kærleikurinn og trúin sigra óttann. Melkorka E. Freysteinsdóttir (Kolla) steins, enda óvanur slíku og viljinn til að stunda störf sín alltaf í fyrir- rámi. Einn er sá þáttur í fari Þorsteins sem ekki var veigaminnstur í verk- stjórastarfinu. Það var framkoma við unglinga. Þolinmæði hans við þá sem voru að stíga fyrstu skref sín á vinnumarkaðnum var mikil og oft miklu meiri en við hinir feng- um skilið. Ekki er vafamál að fjölmargt ungt fólk minnist Þorsteins með sérstökum hlýhug vegna samstarfs við hann fyrstu sumur eða ár þess á vinnustað, þó það hafi e.t.v. ekki alltaf kunnað að meta leiðbeining- arnar þegar þær voru gefnar. Við undirritaðir munum sakna samvistanna við Þorstein og ávallt minnast hans með. hlýhug og virð- ingu. Við þökkum fyrir vináttuna og samstarfíð, sem aldrei bar skugga á þessi ár. Þorsteinn var ókvæntur og barn- laus og átti mestan hluta ævinnar heimili á Kambhóli í Arnarnes- hreppi. Hann verður jarðsunginn í dag frá Möðruvallakirkju í Hörg- árdal. Við sendum systkinum og öðrum ættingjum Þorsteins innilegar sam- úðarkveðjur. Franz Árnason, Hallgrímur Skaptason, Páll Sigurjónsson. Minning: Þorsteinn Hermanns- sonfrá Kambhóli SIEMENS Litlu raftœkin frá gleðja augað! SIEMENS Kafflvélar, hrœrlvélar, brauðrlstar, vöfflujárn, strokjárn, handþeytarar, eggjaseyöar, hraðsuðukönnur, áleggshnífar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpstelklngarpottar o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.