Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Sameining spítala: Stjórn Borg-- arspítala bíður átekta Á FUNDI sem haldinn var í stjórn Borgarspítala í gærdag var farið yfir stöðu mála og skýrsla heilbrigðisráðherra um sameiningu Borgarspítala og Landakots kynnt. Jóhannes M. Gunnarsson, yfirlæknir spítai- ans, sagði eftir fundinn að þeir myndu bíða átekta í sameining- armálum og fyigjast með fram- vindu þeirra hjá Landakoti. Eng- ar ákvarðanir eða yfirlýsingar voru gerðar á fundinum. „Við sjáum ekki ástæðu til að rasa um ráð fram í þessu máli og viljum sjá hvernig mál þróast hjá Landakoti," sagði Jóhannes. „Ann- ars var aðaimál fundarins að kynna stjóm spítalans skýrslu heilbrigðis- ráðherra en stjórnin sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við nein atriði í henni.“ Skýrsla sú sem Jóhannes vitnar til var unnin af nefnd undir for- sæti Páls Sigurðssonar fyrir heil- brigðisráðherra um sameiningu Borgarspítalans og Landakots og útdráttur úr henni hefur birst í fjölmiðlum. Jóhannes sagði að stjóm spítalans hefði hins vegar ekki gefist tækifæri til að fjalla um skýrslu þessa fyrr en nú. Castro kom um borð í Gaiu og sagði af sér sjóferðasögu Fidel Castro, forseti Kúbu, kom til að taka á móti víkingaskipinu Gaiu þegar það kom til Kúbu á dögunum og við það tækifæri var myndin að ofan tekin. Castro er fimmti frá hægri en honum á hægri hönd eru íslendingarnir í leiðangrinum, Gunnar M. Eggertsson og Ríkharður Pétursson. Castro á vinstri hönd er svo Ragnar Thorseth, leiðangurs- stjóri. Gaia er nú í höfn í Kingston á Jamaíka en fer þaðan á annan dag jóla áleiðis til Costa Rica, þangað sem komið verður á þrettándanum. í næsta áfanga liggur leið skipsins til Rio de Janero. í skeyti sem Morgunblaðinu hefur borist frá Ríkharði og Gunnari segir að við kom- una til Havana hafi floti hraðbáta tekið á móti leiðangrinum og á hafnar- bakkanum hafí Castro verið fremstur í flokki þúsunda manna sem fagn- að hafi sæförunum. Hann hafí stigið um borð og heilsað upp á mann- skapinn en síðan hafí tekið við 2 klukkustunda dagskrá með skemmtiat- riðum og ræðuhöldum undir blaktandi íslenskum og norskum fánum. „Stórkostlegar móttökur og aðbúnaður allur eins og best verður á kos- ið,“ segir í skeytinu. Castro hafi sýnt skipinu mikinn áhuga og meðal annars mætt í boð sem sænska sendiráðið hélt leiðangrinum, en mörg ár eru liðin síðan hann þekktist slíkt boð síðast. Við það tækifæri hafi hann leikið á als oddi, og sagt sjóferðasögu af sjálfum sér, frá siglingu sinni milli Mexíkó og Kúbu fyrir byltinguna. Dagana á Kúbu var skipið opið almenningi og var stanslaus straumur gesta allan tímann. Banda- ríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut gat ekki slegist í för með skipinu eins og staðið hafði til en í hans stað fór kúbanski rithöfundurinn Ant- onio með til Jamaíka. Sjómenn mótmæla samkomulagi um afsláttinn: Skálafell og Bláfjöll: Mjög lítið vantar á að lyftur opni MJÖG lítið vantar nú á að hægt verði að opna skíðalyftur í Skálafelli og Bláfjöllum. Mælt er með að skíðafólk fylg- ist vel með um helgina því ef snjó- ar dálítið í fjöll og veður verður gott eru horfur á því að hægt verði að opna einhverjar lyftur. Símanúmeri símsvara skíða- svæðanna hefur verið breytt úr 80111 í 801111, þ.e. tölunni 1 verið bætt við gamla númerið. Hörð mótmæli víða um land Minni skerðing en lagt var upp með, segir Guðmundur Hallvarðsson nAntrnmfTifmTiT • f _ »•* ■ i i n n ■ «■ ■ k n/n ■ » . . . . FORYSTUMENN sjómanna víða um land hafa mótmælt harðlega því samkomulagi sem náðst hefur á Alþingi um sjómannaafslátt- inn. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands ís- lands, segir að forystumenn sjómanna víða um land hafi haft sam- band við skrifstofu sambandsins til að lýsa yfir óánægju sinni með samkomulagið og að hljóðið í þeim hafi verið svona upp og ofan. Boðaður hefur verið fundur í framkvæmdasljórn Sjómanna- sambandsins í dag til að ræða þetta mál. Vélstjórafélag íslands boðaði til almenns félagsfundar um málið í gærdag og þar var samþykkt sam- hljóða ályktun þar sem framkomn- um hugmyndum ríkisstjómarinnar um sjómannaafsláttinn er mót- mælt harðlega. í ályktun þessari segir m.a.: „Verði hugmyndirnar að veruleika er verið að skerða sjómannaafsláttinn um a.m.k. 10-11,5%, ekki bara til þeirra sem hafa sjómennsku að hlutastarfi heldur einnig til hinna sem hafa hana að aðalstarfi ...“ Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, segir að þeim þyki sem fulltrúar þeirra á Alþingi hafi brugðist í þessu máli og komið aftan að sjómönnum með því sam- komulagi sem gert var. „Hvað aðgerðir gegn þessu varðar má nefna að kjarasamningar okkar eru nú lausir og það er Ijóst að við munum reyna að sækja þessa kjaraskerðingu í komandi samn- ingum," segir Helgi. „En með að- gerðir eins og siglingar í land eða annað í þeim dúr verður beðið þar til eftir hátíðirnar." Elías Björnsson, formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum, segir að menn þar muni ekki taka fyrirhugaðri skerð- ingu á sjómannaafslætti þegjandi. „Okkur finnst þetta samkomulag vera nokkuð snúið dæmi en það verður aldrei samþykkt að okkar menn taki á sig skerðingu sökum SVEITARFÉLÖG sem ekki hafa reiknað með áformuðum sparnað- arráðstöfunum ríkisins við ákvörðun um hlutfall útsvara geta ekki að óbreyttu hækkað útsvar þó lagðar verði á þau auknar byrðar en verða að skera niður annars staðar eða taka lán, að sögn Snorra Ól- sen, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt lögum um tekju- stofna sveitarfélaga eiga sveitarsljórnir að tilkynna útsvör til fjármála- ráðuneytisins eigi síðar en 15. desember en ekki hefur verið amast við því að tilkynningar berist seinna. Snorri var spurður að því hvort útsvars gætu hækkað útsvarshlut- þau sveitarfélög sem ekki hefðu fallið sagði hann að það væri ekki reiknað með fyrirhuguðum áformum hægt að óbreyttu. Aftur á móti benti ríkisins um spamað við útreikning hann á að hægt væri að hækka út- þess að fólk hefur verið skráð á skipsrúm en ekki unnið þar,“ seg- ir Elías. Aðspurður um hvort Eyjasjó- menn hyggðust grípa til aðgerða svarar Elías að samningar séu lausir og verkfallsheimild fyrir hendi. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur, segir það eðlilegt að sjómenn bregðist við hvers konar kjara- skerðingu. „Tillaga fjármálaráð- herra sem haft hefði í för með sér skerðingu á sjómannaafslætti um rúmar 500 milljónir var óraunhæf- Ég og Guðjón A. Kristjánsson höfum staðið hér í viðræðum við fjármálaráðherra og auðvitað er því ekki að neita að við vildum ná þessu fram með öðrum hætti en endanlega varð úr. Það er hins vegar okkar mat að þegar upp var staðið hafi skerðingin orðið all- verulega minni heldur en fjármála- ráðuneytið lagði upp með,“ sagði Guðmundur. Sveitarstjórnir geta ekki hækkað útsvör að óbreyttu Tilkynningn um útsvar ber að skila í síðasta lagi 15. desember svar við álagningu 1993 eða taka sérstaklega á málinu með því að afturkalla auglýsingar sem búið væri að birta og setja inn í lög eða reglugerðir frá félagsmálaráðuneyt- inu að frestur yrði lengdur og sveit- arstjórnum gefinn einhver tími til að endurskoða útsvarið. Snorri sagði að það væri þó erfiðleikum bundið því hlutfall útsvars þyrfti að vera komið á hreint þegar greidd væru fyrirframlaun um áramót. Mjólkurfræðingar boða aftur verkfall Mjólkurfræðingafélag íslands hefur boðað tímabundið verkfall frá og með miðnætti föstudaginn 27. desember til miðnættis 2. jan- úar, en upp úr viðræðum aðila slitnaði á fundi í fyrrinótt hjá ríkis- sáttasemjara. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins miðaði í samkomulagsátt á fundinum en ennþá eru atriði sem staúda í vegi fyrir samkomulagi. laga um sjö daga fyrirvara á boð- un verkfalls ekki verið fullnægt. Mjólkurfræðingar tóku þann kost að láta ekki reyna á málið fyrir Félagsdómi heldur boða verkfall á nýjan leik. Lára Júlíusdóttir, framkvæmda- stjóri ASÍ, sagðist telja að nóg væri að tilkynning um verkfall bærist aðilum á venjulegum skrif- stofutíma. Verkfallsboðendur þyrftu að sjá til þess að boðun bærist á réttan stað, en þyrftu ekki að tryggja að hún bærist til vitundar viðkomandi, þó ríkar kröfur yrði að gera til þeirra sem boðuðu verkfall. Hún ráðlegði að ef menn boðuðu verkfall með sím- bréfí óskuðu þeir eftir staðfestingu á að það hefði borist. Mjólkurfræðingar höfðu boðað verkfall frá 26. desember og til- kynnt um það með símbréfí til ríkissáttasemjara, sem barst þang- að eftir klukkan 16 þegar skrif- stofan hafði lokað. Vinnuveitendur telja að til þess að verkfall sé lög- lega boðað þurfi aðilar málsins að hafa vitneskju um að það hafi verið boðað og því hafi skilyrði H Si li H lít Jt i A. A O. A JL It $ Lesbók fylgir ekki Morgun- blaðinu í dag. Jólalesbókin hef- ur verið borin út til kaupenda | i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.