Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 7/4- „Donald Trump erað hugsa, um a% kcutpa SuÍur-AmeriJcu '' Ast er... ... að njóta þess að gefa engu síður en þiggja. Með morgnnkaffinu HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu . .. Meira um jól í Þýskalandi Gabriela Jonason sagði eftirfar- andi sögu af síðustu jólum sínum í Þýskalandi árið 1944: Þá um veturinn hafði verið tilkynnt að það yrðu engin jólatré seld og jól án jólatijáa eru snautleg að mati Þjóðveija því tréð er mikið atriði í jólahaldinu. En við þekktum ís- lenska konu sem bjó út í skógi og rak skóla í sögunarmyllu og hún bauðst til að útvega okkur jólatré. Ég ákvað að fara sjálf og ná í það. Þetta var talsvert löng leið og ég þurfti að ganga frá lestarstöðinni og inn í skóginn til þess að ná í það. Þegar ég var kominn inn í skóginn blasti við mér sérkennileg sjón. Allur skóg- urinn var skreyttur með silfur- ræmum, hvert einasta tré var jóla- tré. Seinna frétti ég svo að Eng- lendingar vörpuðu þessum silfur- ræmum niður til þess að villa um fyrir varnarliði Þjóðveija. En það var mjög friðsamlegt og fallegt að ganga þessa Iöngu leið alein í skóginum. Þegar ég kom svo að sögunarmyllunni kom í ljós að tréð hafði verið sent á lestarstöð- ina. Er ég kom þangað voru á því kertastubbar og fólkið á stöðinni kom til máls við mig og sögðust þau hafa fengið tréð lánað til þess að halda jól með jólatréi kvöldið áður. Að hjúkra öldruðu fólki Gömul kona hringdi og sagðist hafa heyrt hjúkrunarforstjóra Landakots lýsa því yfir í útvarpi að hjúkrunarfólkið myndi allt ganga út ef spítalanum yrði breytt í öldrunardeild. Sagðist konan furða sig mjög á þessum ummæl- um því þama væri í mörgum til- vikum um að ræða fólk sem hefði menntað sig á kostnað þess fólks, meðal annars, sem nú væri orðið aldrað. Önnur kona hringdi einnig út af þessum ummælum og sagðist eiga aldraða móður sem kæmist hvergi að á sjúkrahúsi og þyrfti hún þess þó með. Hún sagðist því vera afar hissa á þessari yfirlýs- ingu hjúkrunarforstjórans og það yrði þá bara að fá fólk erlendis frá til þess að hjúkra öldruðum ef íslenskt- hjúkrunarfólk kærði sig ekki um það. Hanski Fóðraður leðurhanski fannst laugardaginn 14. des. í Meðal- holti. Upplýsingar í síma 613011. Selskapsveski Kona tapaði selskapsveski mánudaginn 16. des. í Pósthús- stræti. í því voru gleraugu, pen- ingar og penni. Veskið er dökk- blátt og plíserað. Finnandi hringi í síma 656827 fyrir hádegi eða á kvöldin. Þjóðleikhúsið og borgin Karlmaður hringdi og vildi taka undir orð konu j Velvakanda 19. des. sem vörðuðu Þjóðleikhúsið og byggingu bílahúss á Hverfis- götu. Hann sagði að best væri að borgin greiddi ríkinu skuldir sínar í stað þess að eyða fé í þetta bíla- geymsluhús og ríkið gæti notað þá peninga í þágu ÞJóðleikhúss- ins. Jólagjöfin og kökukarfa hurfu Kona hringdi og sagðist hafa verið að fara frá heimili sínu á Laufásvegi miðvikudaginn 18. des um hádegisbil. Á meðan hún opn- aði bílinn sinn hafði hún lagt jóla- gjöf og smákökur í körfu á topp bílsins. Þar gleymdi hún svo öllu saman og ók af stað en áttaði sig þó fljótt og var þá allt fokið af. Hún ók þá til baka og á horni Laufásvegar og Njarðargötu voru kökumar allar í molum en jóla- gjöfín og karfan undan kökunum voru á bak og burt. Konan var á gulum Citroén bragga og biður hún þá sem tóku eftir atvikinu að hafa samband við sig eða að sá sem tók gjöfína og körfuna hringi í sig í síma 626921 eða 11377. FRÁBÆR LJÓSMYNDABÓK Ámm saman hefur RAX sýnt okkur mannlíf og menningu á síðum Morgunblaðsins með augum lista- manns. Ljósmyndabók' hans, sem Hagall gefur út um þessar mundir, er listaverk þar sem listræn vinnu- brögð og þekking á þeim möguleik- um sem nútíma ljósmyndatækni leggur mönnum í hendur skila hér frábæra verki. í hraða nútímans er fengur að því að fá þvílíka bók sem kennir okkur að horfa með augum listamanns á umhverfi okk- ar. Að lokum vil ég þakka lista- manninum fyrir að hafa fært okkur þetta verk á tímum þegar listin á hvað erfíðast uppdráttar. Einar Vilhjálmsson Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt bréf frá einum lesenda sinna, sem er svohljóðandi: „Það er margt gott, sem við les- um í þessum litla dálki þínum í Morgunblaðinu og í dag (síðastlið- inn laugardagur - innsk. Víkveija) bætist ein góð við. Gallinn er bara sá að blórabögglarnir era aðeins iðnaðarmenn og sendibílstjórar - hvers vegna? Mér dettur ekki í hug að halda að Víkveiji sé að hræsna eða að hann sé svo fáfróður að halda að þessar tvær stéttir séu dæmigerðar fyrir skattsvik á íslandi. Við vitum um nótuerfiðleikana frá tannlækn- um, ýmis þjónustufyrirtæki bjóða viðskipti með og án nótu og fleira mætti telja. Reynslan af hinum háa sölukatti hlaut að segja okkur að enn víðtæk- ari virðisaukaskattur myndi ekki verða betri hvað þetta varðar, enda fengum við þau svör frá nágranna- löndunum sem hafa haft VSK um áraraðir, að höfuðvandamálið væri „svört vinna“. Þetta vissu landsfeð- umir og allir embættimennirnir, en gerðu lítið til þess að hagnýta sér þá vitneskju, þegar VSK var lög- leiddur. Málið snýst ekki eingöngu um að svíkja fé frá ríkisjóði, það varðar einnig samkeppnisaðstöðu fyrir- tækja. Það munar miklu að geta boðið 24,5% niður fyrir þeim frómu, auk þess sem búast má við því að önnur skattlagning sparist. Ég tek undir gagnrýnina á nótu- laus viðskipti, en þrátt fyrir baráttu ýmissa samtaka gegn nótulausum viðskiptum ber lítið á aðgerðum stjórnvalda, þegar frá er talin aug- lýsingastarfsemi fyrrverandi fjár- málaráðherra varðandi búðarkass- ana. - Rétt eins og kaupmenn séu verri en aðrir. Óneitanlega læðist sá granur að okkur, sem vitum hve útbreidd þessi starfsemi er, að landanum þyki gott að geta svindlað svona hver á öðram og enginn vorkennir ríkis- sjóði. Kveðja, Árni Brynjólfsson.“ XXX A Iplöggum, sem Árni sendir með til upplýsingar máli sínu kemur fram að í Noregi sé gert ráð fyrir að „svarti vinnumarkaðurinn“ velti um 30 milljörðum norksra króna. Það er á íslenzku rétt tæpir 300 milljarðar króna. Ekki hefur Vík- veiji heyrt tölur um veltu „svarta vinnumarkaðarins“ hérlendis, en sé hann jafnumfangsmikill og í Noregi má gera ráð fyrir háum fjárhæðum. Allir þessir fjármunir fara því fram- hjá ríkissjóði, ekki aðeins 24,5 pró- sentin, heldur einnig þær tekjur, sem, þannig eru færðar út úr tekju- skattskerfinu. Þama er mál, sem hið opinbera þyrfti að taka á og vissulega væri unnt að gera það með breyttum reglum um virðisauk- askatt. Það þarf að gera ein- staklingnum það persónulega hag- kvæmt að farið sé að settum regl- um. XXX Víkveija hefur borist eftirfar- andi tilskrif frá Hrefnu Ing- ólfsdóttur, blaða- og upplýsingafull- trúa Pósts og síma vegna hugleið- inga hér í þessum dálki fyrir röskri viku um póstþjónustuna. í bréfí Hrefnu segir: Víkveiji skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 7. desember um bréf nokkurt sem barst honum tæpum átta vikum eftir að það var fyrst póstlagt. Skiljanlega sættir hann sig ekki við hinn óeðlilega langa tíma sem leið þar til hann fékk blað- ið í hendur. Það gerir póstþjónustan ekki heldur og er Víkveiji beðinn afsökunar á þessum mistökum. Reynt hefur verið að leita skýr- inga á því af hveiju þetta tiltekna bréf barst svona seint. Þar sem Morgunblaðið er með pósthólf verð- ur að telja lang líklegast að við flokkun í hólfin hafi bréf Víkveija fyrir mistök verið lagt í pósthólf einhvers annars. Sá hinn sami hafi hins vegar ekki skilað því aftur inn til póstsins fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Svona mistök eru slæm og er reynt eins og hægt er að koma í veg fyrir að slíkt hendi. Það er þó nánast einsdæmi að svona lang- an tíma taki að koma pósti á áfang- astað. Reyndin er sú að á höfuð- borgarsvæðinu er 95% af þeim pósti sem berst, áður en pósthús loka, er borinn út til viðtakenda daginn eftir og þetta hefur fengist staðfest í póstkönnunum sem unnar eru af óháðum aðilum. Þegar samgöngur eru greiðar er því póstþjónustan mjög hraðvirk. Hins vegar geta allt- af komið upp einstök tilfelli þar sem mannleg mistök valda töfum á eðli- legri póstdreifingu. Þá er ekkert annað að gera en að biðjast afsök- unar og reyna að sjá til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.