Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 57 Fatnaður Það er ekki víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu góð föt skipta miklu máli, ef reiðhjól er notað árið um kring. Fötin þurfa að halda vatni og vindi, vera létt og geta „andað“. Það eru til ýmiss kon- ar efni á markaði í dag, en þekktast þeirra er líklega GORE-TEX. Þessi efni eru fremur dýr og kosta flíkur úr þessum efnum ekki undir 10 þús. krónum. Samt sem áður getur það skipt sköpum að búa sig rétt í hjól- reiðar. Það skal þó tekið fram, að menn svitna í þessum fötum við mikla áreynslu. Það sem gerir þessi föt frábrugðin öðrum fötum, t.d. úr næloni, er að menn þorna fyrr ef þeir svitna. Sumir kannast við það að blotna fyrst og fremst af svita í hefðbundnum regngalla, og því skiptir miklu máli að vanda valið á fataefnunum. En það eru ekki aðeins efnin, sem skipta máli, það er líka hönnunin á flíkinni. Sumar flíkur hafa loftraufar á bakinu. Það er góð hönnun því að þá kemur loft inn að framan, leikur um líkamann og kemst út að aftan. Það er ekki nema í verstu veðrum sem betra er að vera í algerlega lokuðum flíkum. Flesta daga ársins er veðurfar svo gott, að það nægir að hafa vindheld efni aðeins á framanverðum líkam- anum og yfir axlirnar. Næst líkamanum er mjög gott að vera í „polarfleece-“ eða ullarflíkum. Þau halda eiginleikum sínum, þó svo að þau blotni. Varist bómullarefni. Það er ekki aðeins að þau þorna seint heldur er nær því ógerningur að þvo fötin svo að svitalykt fari úr þeim. Best er að velja föt sem þvinga ekki, en leggjast þó að líkamanum, svo að þau taki á sig sem minnstan vind. Af þessum sökum eru skokk- gallar yfirleitt ekki góðir til hjólreiða. Eitt er það, sem hver maður ætti að eiga sem ætlar sér að hjóla árið um kring. Það eru legghlífar, sem hlífa skóm og leggjum að fram- anverðu. Þær taka við óhreinindum og bleytu sem skvettist frá framhjól- inu. Þessar legghlífar er ekki unnt að fá hér á landi en það gerir ekki til því að lítið mál er að sníða þær sjálf(ur). Efnið í þessar hlífar er unnt að fá í Seglagerðinni Ægi og er þunnt PVC. Legghlífarnar eru bundnar um leggina með teygjum eða áfestum „velcro“-lásum (fransk- ur rennilás). Þessar hlífar má svo hafa með sér í lítilli hnakktösku og grípa til þeirra þegar bleyta er á götum. Nú má fá hjólreiðaskó í nær öllum reiðhjólaverslunum og góðum sport- vöruverslunum. Þessir skór líkjast léttum gönguskóm nema þeir hafa rauf fyrir hásinina, sem gefur aukinn sveigjanleika um ökklann. Undanf- arin misseri hefur úrval hjólreiða- fatnaðar verið að aukast. Nú má fá hjólreiðafatnað frá KarrimOr og Löffner í Skátabúðinni, Castelli í Markinu, Frank Shorter í GÁP og síðar mun Örninn fá fatnað frá TREK. Sumir segjast ekki geta verið í hjólreiðafatnaði í vinnunni og geti því ekki hjólað til vinnu. Þeir ættu þó að athuga hvort ekki sé mögu- leiki á að hafa fataskipti á vinnu- stað. Það er öllum til bóta að nota önnur farartæki en einkabílinn til að koma sér á milli staða, það er til alls að vinna. Þettá er fremúr spurningin um að þora að skipta um lífsstíl og láta skynsemina ráða. Ýmsir möguleikar Þeir sem hafa meiri áhuga á að nota reiðhjólið til leiks ættu að hafa hjól sín brettalaus og sem léttust. Ef hjólin eru brettalaus, er miklu auðveldara að skjótast í gegnum djúpa skafla. Það er fátt skemmti- legra en að slást við blindbyl þá daga sem bílar sitja fastir úti um allan bæ, sjálfum sér og öðrum til skapraunar. I ráun ætti fremur að kyrrsetja einkabílinn yfir vetrar- mánuðina. Það er í raun óeðlilegt að þvælast í ófærðinni með bíl sem vegur u.þ.b. eitt til tvö tonn þegar hægt er að ferðast á 13 kg reið- hjóli. En hvað um það, það þurfa allir að vera svo „tæknilegir" í dag. Nú má fá nagladekk á fjallahjól. Þau fást í GÁP, Fálkanum og Ern- inum og bjóða þessar verslanir hver sína gerð. Þó að nagladekk séu ekki vel séð undir bílum, má búast við að malbikið fari ekki eins illa þegar reiðhjól á í hlut. Sumir hafa búið til sín eigin nagladekk með skrúfum, en þau hafa ekki enst lengi. Sumir vilja frekar vera á grófum dekkjum. Þau þurfa að hafa gott grip sem og hliðargrip og hreinsa sig sjálf. Þar er auðvelt að mæla með dekkjum eins og Panaracer Smoke 2,1. Segja má að á þeim sé hreinlega bannað að vera á malbiki. Svo má nýta sér þekkingu þeirra sem valta um stræti og íjöll á sínum „sálarkreppujeppum" og verða sér úti um belgmikil dekk. Hér hefur verið unnt að fá 2,5 tommu „Spec- ialized GC Extreme“ og síðar verða kannski fáanleg 2,6 tommu Fisher Beartrax-dekk. Þegar dekkin eru orðin svona breið, verða gjarðir líka að vera breiðar, yfír 25 mm, svo að hleypa megi lofti úr dekkjunum og hjóla á loftlitlum dekkjum. Breiðar gjarðir koma líka í veg fyrir að dekk fari af felgunni. Þessi útfærsla er þó ekki alveg gallalaus því að flest dekk eru svokölluð „skinwall", eða með þunnum hliðum til að létta þau. Ef lengi er hjólað á loftlitlum dekkj- um er hætta á að gjarðirnar skeri hliðar dekkjanna. Nokkrir framleið- endur eru þó farnir að bjóða svoköll- uð „blackwall“-dekk- með gúmmíhúð á hliðunum, en þar er líka töluverð- ur þyngdarmunur. Oryggismál Það hjólar enginn hjólreiðamaður að vetri til án þess að hafa ljós á hjóli sínu. Það má segja að tæknin hafi rutt sér braut á þessu sviði sem öðrum. Ef svo fer sem horfir, mun dínamórinn heyra sögunni til. Þó hafa þeir verið að batna undanfarin ár með betri nýtni og endingu. Með tilkomu „skinwall“-dekkja hafa litlir hlaðanlegir geymar og halogen-ljós orðið vinsæl. Nú er unnt að fá 12 volta kerfi með 30 watta halogen- ljósum með háum og lágum geisla. Reyndar er ekki hægt að fá þennan búnað hér á landi en hann fæst í Bandaríkjunum. Úrval ljósa er þó stöðugt að aukast hér á landi. T.d. er nú hægt að fá 2,4 watta halogen- ljós með 6 volta 4 Ah-rafgeymi. Þetta ljós getur enst í 4 til 6 tíma. Ljósmagnið frá þessu ljósi nægir til að halda éðlilegum hraða á slæmum malarvegi. Þeir sem vilja hins vegar smíða sér svona Ijós með hleðslu- tæki, eiga ýmsa kosti. Vandamálið er hins vegar það að 6 volta halogen- perur eru nánast ófáanlegar hér á landi. Nú er komin á markaðinn ný tegund ljósa sem fá rafmagn úr tveimur rafhlöðum af AA-stærð. Ljós þessi byggjast á blikkandi ljósadíóðum og endast rafhlöðurnar í u.þ.b. 200 til 300 klukkustundir. Það er ekki nóg að þau gefi frá sér ljós heldur eru þau líka glitaugu, sem fást í þremur litum. Þessi ljós má hengja á hjólið eða utan á fötin. Því henta þau einnig hestamönnum, skokkurum, vegavinnumönnum og fleirum. Þó þessi ljós blindi ekki bíl- stjóra ættu þó allir að taka eftir þeim í notkun. Hjálmanotkun eykst sem betur fer. Það hefur sannast að alvarlegum slysum á reiðhjólamönnuni fækkar. Um 80% slysa á reiðhjólamönnum eru höfuðáverkar, svo að til mikils er að vinna. Margir hafa ekki viljað nota hjálm útlitsins vegna, en það skal tekið fram að notkun hjálma er að verða að tísku. í raun er lífið meira virði en hégómaskapur. ÍFHK íslenski fjallahjólaklúbburinn hef- ur -verið starfræktur undanfarna mánuði. Hann hefur haldið kappleiki og farið í helgarferðir. Þeir sem áhuga hafa á fjallahjólum og reið- hjólanotkun almennt, ættu endilega að láta skrá sig í næstu reiðhjóla- verslun. í stuttu máli sagt vill klúbb- urinn ná fólki saman, sem áhuga hefur á að bættri hjólreiðamenningu, ferðalögum, kappleikjum og einfald- lega að kynnast öðru fólki með sömu áhugamál. Sem stendur heldur klúb- burinn ekki reglulega fundi en þeir hafa verið auglýstir í reiðhjólaversl- unum. Allir þeir, sem áhuga hafa á einhveiju starfi innan klúbbsins, hvort sem þeir búa úti á landi eða í Reykjavík, eru eindregið beðnir um að hafa samband við reiðhjóla- verslanirnar í Reykjavík. Höfundur er áhugamaður um lyólreiðar. Sárindi og „sölu- aukningarverðlaim“ eftir Þorvald Ragnarsson Þekktur leikhúsmaður og menn- ingarfrömuður, Sveinn Einarsson, skrifaði kostulega grein, sem birt- ist í Morgunblaðinu 11. desember sl. um verðlaun og sölumennsku, þar sem hann sér ástæðu til þess að opinbera óánægju sína, sárindi og gremju með tilnefningar til hinna íslensku bókmenntaverð- launa 1991. Ástæðan: Bók hans „íslensk leiklist 1“ var ekki á með- al þeirra fræðirita, sem tilnefnd voru. En ekki virðist Sveinn hafa mikið álit á þeim verðlaunum, sem hann telur þó ástæðu til að harma að hafa ekki verið tilnefndur til: „Þetta eru ekki bókmenntaverð- laun heldur söluaukningarverðlaun og auglýsingamennska.“ Það er eins og mig rámi í gamla dæmisögu um eitthvað svipað, var það ekki Esóp: Um refinn, sem sannfærðist um að vínberin, sem honum hafði mistekist að ná, væru hvort sem er súr. Eitt var það þó að mig minnir, sem refurinn hafði umfram Svein; hann lét það vera að kenna öðrum um ófarirnar. En mannlegt eðli lætur ekki að sér hæða. í tilviki Sveins var það víst útgefandinn, sem hafði ekki sinnu eða löngun til að leggja frumheijaverkið fram og klúðraði þar af leiðandi dálítið einkennilegri upphefð, sem Sveinn átti ef til vill í vændum: Sem sagt þeirri að hljóta verðlaun, sem honum þykja ekki bara nauðaómerkileg heldur raunar einnig þess eðlis, að forseti Islands ætti alls ekki að ljá þeim lið! Það er alveg hárrétt hjá Sveini Þorvaldur Ragnarsson „að það upphefur mann enginn né niðurlægir nema maður sjálfur“. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. PH-80 KVARTKÚLA epol ■ Faxafeni 7 sími 687733 PANTHELLA DISKOS öpið laugardag 10-22. Suniuidag 13—18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.