Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBÉR 1991 W'r’Í+' /’HKÖartýo ■JARNARNESftW SuAurnm''’*'*'*, *v Boa*r«i«í>d< \*i*&&* reykjavík KORPAi Ú'farsW? GEITHÁLS/'" TvStjn*- HAFNARFJÖRÐUR . • <_■ i'-. «. ; „ -■ i .yiwömðtvi , HAMRANES^55 Húsf eN^BURFELLSLINA 3B v" YFIRLITSMYND ~Atrfiftfí ningu f f Kortið sýnir háspennulínurnar og hvernig þær koma inn á höfuðborgarsvæðið. Nýja Iínan er merkt „Búrfellslína 3B“. 390 milljóna króna há- spennulína tekin í notkun LANDSVIRKJUN tók á fimmtudag í notkun nýja háspennulínu, sem eykur mjög öryggi við afhendingu raforku til allra rafmagnsnotenda á suðurhluta Faxaflóasvæðisins. Aætlaður kostnaður við gerð línunnar er um 390 milljónir króna, en endanlegar kostnaðartölur liggja enn ekki fyrir, en talið er að þær séu allnokkru lægri en áætlaður kostnað- ur. Línan liggur frá Hamranesstöð sunnan Hafnarfjarðar, austur fyr- ir Helgafell og er tengd Búrfellslínu 2 á Sandskeiði. í frétt frá Landsvirkjun segir, að þessum tíma frá virkjunarsvæðinu þegar ákveðið hafi verið að reisa nýja aðveitustöð við Hamranes sunn- an Hafnarfjarðar, en hún var tekin í notkun í október 1989, hafi jafn- framt verið talið nauðsynlegt að næsta háspennulína frá Þjórsár- Tungnaársvæðinu yrði lögð þangað án viðkomu á Geithálsi. Aukin áherzla var lögð á þetta mál þegar selta í tengivirkinu á Geithálsi olli umtalsverðu rafmagnsleysi 12. febr- úar 1989. Ekki var talin þörf á nýrri línu á fyrir austan til Reykjavíkur, og því valin sú leið að reisa 220 kV há- spennulínu frá Hamranesi í áður- nefnda Búfellslínu 2, en sú lína ligg- ur sem kunnugt er um Land, Holt og Ölfus yfir Hellisheiði að Geit- hálsi. í nýju línunni eru 64 turn- stæði og er heildarlengd hennar 24,4 kílómetrar. Verktaki við gerð línunnar var JVJ hf., Hafnarfírði. Á þessu ári var lokið vegarslóða og unnið að for- steypu undirstaða, en það verk vann Loftorka hf., Borgarnesi. Stálsmíði vegna undirstaða vann Málmur hf., Húsavík, og jarðvinna var í umsjá Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi. Stálmöstrin framleiddi Icomsa á Ítalíu, leiðari er frá Hydro GA Feral í Svíþjóð, einangraraskálar frá Sicamex í Frakklandi, jarðvír og stagvír frá Transelectro í Ungveija- landi og tengibúnaður frá Sicamex í Frakklandi og Brödrene Berntsen í Noregi. Línumenn Landsvirkjunar sáu um samsetningu mastra og að reisa þau og strengja leiðara og jarðvír. Hönnun línunnar önnuðust verkfræðistofurnar Hönnun hf. og Línuhönnun hf. undir umsjón verk- fræðideildar Landsvirkjunar en eftir- lit var í höndum sömu verkfræði- stofa undir stjóm byggingadeildar Landsvirkjunar. Stjórn veitustofnana: Heimiluð verði hluta- fjáraukning í Islenska vatnsfélaginu hf. STJÓRN veitustofnana hefur samþykkt að leita eftir samþykki borgarráðs um heimild til 4ra milljón króna hlutafjáraukningu í íslenska vatnsfélaginu hf. Er það í samræmi við 20% hlut Vatns- veitunnar í fyrirtækinu. í samþykkt stjórnar veitustofnana kemur fram að stjórnin líti á þátt- töku Vatnsveitu Reykjavíkur í félag- inu sem frumkvöðlastarf. Stefnt sé að sölu á hlut hennar í fyrirtækinu þegar uppbyggingu félagsins er lok- ið og reksturinn kominn á framtíðar- grunn. „Stjórn veitustofnana lýsir yfír, að það er hennar skoðun, að vatnsöflun á vegum Vatnsveitu Reykjavíkur á vatni til útflutnings standi öllum til boða.“ Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram bókun í stjóminni þar sem segir meðal annars að, „Fyrir ári síðan var ákveðið að stofna fyrirtækið ís- lenska vatnsfélagið hf. Þar eigum við 20% hlut á móti 80% eignarhlut Vífilfells hf. og Hagkaupa. Eg sam- þykkti þá stofnun fyrirtækisins, þó að ég gagnrýndi hvernig stofnun þess bar að. Samkvæmt fundargerð- um V.R. voru það forsvarsmenn Sólar hf., sem fyrst óskuðu eftir vatni til útflutnigns árið 1987. Kostnaður Vatnsveitu Reykjavík- ur vegna undirbúnings vatnsútflutn- ings var á árinu 1990 kr. 23.211.000, þar af fóru 16.752.000 í vatnsöflun eða borholuna í Gren- krika. Eg tel augljóst að vatnið úr borholunni í Grenkrika standi öðmm til boða er hyggja á útflutning vatns. Sveitarfélög og stofnanir þeirra geta tímabundið átt hlut í fyrirtækjum, sem stuðla að nýsköpun í atvinnulíf- inu en varast ber að festa fé í sam- kegpnisfyrirtækjum. Eg mun samþykkja þessa aukafj- árveitingu upp á 4 milljónir í hlutafé en treysti síðan þeim öflugu fyrir- tækjum, sem eiga íslenska vatns- félagið, að sjá um markaðsmál er- lendis, það er ekki í okkar verka- hring.“ Kennarasam- band Islands: Viðræðum um kjara- samninga slitið SLITNAÐ hefur upp úr við- ræðum samninganefndar ríkisins og kjararáðs Kenna- rasambandsins um nýjan kja- rasamning. I yfirlýsingu frá Kennarassambandinu segir, að samninganefnd ríkisins hafi á samningafundi á mið- vikudag talið ógerlegt að setja fram útfærðar hug- myndir um inntak kjara- samnings eins og óskað hafði verið eftir og því líti kjararáð Kennarasambandsins svo á að slitnað hafi upp úr viðræð- um. Telur kjararáð Kennarasam- bandsins sér ekki fært að hefja þær aftur fyrr en skrifleg út- færsla samninganefndar ríkis- ins liggi fyrir. Ákveðinn hefur verið fundur í fulltrúaráði Kennarasambandsins 11. jan- úar þar sem afstaða verður tek- in til þess hver viðbrögð félags- ins verða. Eins og kvikmynd sem ég sé fyrir mér — segir Leó E. Löve spennusagnahöfundur „ÉG BYGGI sögur rnínar upp eins og um kvikmyndir væri að ræða, og sé þær líka fyrir mér þannig,“ segir Leó E. Löve lögfræð- ingur, sem sendi fyrir skemmstu frá sér sína þriðju skáldsögu, spennusögu sem nefnist Ofurefli. Og hann segir að önnur aðalá- stæðan fyrir því að hann fór að skrifa sé sú að honum hafi fund- ist að íslendingar ættu að geta gengið að íslenskum spennusög- um, rétt eins og ekki síður en að öllum þeim þýddu spennusögum erlendum sem hér eru á markaði. Leó segir að ekki megi rekja söguþráð nýju bókarinnar of ítar- lega, hún sé þannig byggð að hún byggi upp spennu og ekki megi skemma hana fyrir væntanlegum lesendum. „En þráðurinn er eitt- hvað á það leið að aðalpersónan, íslenski rithöfundurinn Davíð Ei- ríksson, flækist í net glæpahrings og neyðist til nokkurrar samvinnu við glæpamennina því þeir ráðast að hans helgustu tilfinningum. Rithöfundurinn hyggst samt reyna að spoma gegn því valdi sem glæpahringurinn virðist hafa yfir honum, hann hefur eina vís- bendingu og hún leiðir hann fyrst til Bretlands og síðan til Norður- írlands. Þar þvælist hann inn í aðgerðir stríðandi fylkinga, kynn- ist af eigin raun þeim hörmungum og fær upplýsingar um það allt frá fyrstu hendi.“ Leó bætir því við að hann hafi farið út og kynnt sér aðstæður og staðhætti eins vel og mögulegt var, og vonast hann til að bókin gefi innsýn í þennan heim, um leið og hún sé spennandi. Ofurefli er þriðja spennusaga Leós og hann segir tvennt hafa valdið því að hann fór að skrifa bækur. „Annars vegar sú eigin- girni að ég hugsaði með mér að það gæti enginn annar c-n ég sjálf- ur komið hugsunum mínum á blað, og mér fundust þær hugsan- ir sem voru að bijótast um í kollin- um vera þess virði að ég spreytti mig. Hins vegar það að ég á mjög bágt með að sætta mig við það að reyfarar, og alveg burtséð frá því hvaða gæðaflokki þeir til- heyra, séu þýddir á íslensku og boðnir íslenskum lesendum. Ég taldi að íslendingar - og í þessu tilfelli ég - gætu gert jafn vel og margt af því sem þýtt er af erlend- um tungum. Og í tengslum við þetta ímyndaði ég mér að Islend- ingar vildu frekar fá venjulegan reyfara frá íslendingi heldur en sams konar reyfara frá útlend- ingi.“ Leó samþykkir það að ekki sé hefð fyrir því að íslendingar skrifi alþjóðlegar spennusögur, en hann segist byggja þetta upp í huga sínum eins og um kvikmynd væri að ræða. „Og lesendur bókanna hafa haft á orði að þær minni í mörgu á kvikmyndir. Ég hef gert það af ásettu ráði að lesa ekki Morgunblaðið/Einar Falur Leó E. Löve, lögfræðingur og spennusagnahöfundur. spennubækur í nokkur ár, því ég vil ekki standa sjálfan mig að því að fá hugmynd, og nota, sém ég gæti síðan með einhverjum hætti ásakað mig um að stela frá öðrum - ég vil frekar gera það óvart. Fyrirmyndin er líka eins og kvikmynd sem ég sé fyrir mér, og áður en ég sest niður til að skrifa er ég búinn að sjá heildar- sviðið fyrir mér. Þá byrja ég á kafla eitt og held síðan áfram, skrifa söguna með staðhátta- og persónulýsingum, og samtölum eins og vera ber, beint inn á tölv- una. Tölvan er ákaflega gott og skemmtilegt tæki, það er gott að leiðrétta textann og svo er hægt að ganga algjörlega frá honum fyrir prentun. Það er bráð- skemmtilegt að skrifa á tölvu, ef maður ber það saman við það hvernig er að skrifa á ritvél. Þó læt ég rithöfundinn í sögunni nota ritvél, en það er bara til að hann fái útrás fyrir skapsmunina,“ seg- ir Leó og brosir. Leó er lögfræðingur að mennt og starfrækir fyrirtæki, en fínnur sér samt tíma til að skrifa. „Eftir lögfræðiprófið vann ég við dóm- stóla í níu ár, þá sá maður ýmis- legt forvitnilegt og skyggndist einstöku sinnum inn í hugar- fylgsni manna sem lent höfðu öfugu megin við strikið sem rétt- vísin dregur. Stundum gat maður ekki gert að því að brosa að ýms- um hlutum sem þeir klúðruðu en hefðu getað komist upp með, haf- andi þetta hugarfar,“ segir Leó og brosir. „Síðan fór ég að reka fyrirtæki og þar hefur losnað um mig upp á síðkastið- og hef þess vegna haft betri tíma til að velta skrifunum fyrir mér. Og þegar maður er búinn að hugsa upp söguþráð þá eru sjálf skrifin ekki svo ýkja tímafrek, en plottið er alltaf að malla í huganum." -efi Höfðar til .fólksí öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.