Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Rjúfum einangrunina Chandos-útgáfan breska gefur út geisladisk með frumflutningi Sinfóníuhijómsveitar Islands á verkum Rakhmanínovs Við upptökur í Háskólabiói. FYRIR nokkru var ákveðið í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Is- lands að reyna að koma hljóm- sveitinni á framfæri ytra. Ástæður eru nokkrar, þeirra ekki síst að auka metnað innan sveitarinnar, sem þó er nægur fyrir, og að gefa hljómsveitinni tækifæri á að fá gangrýni fyrir flutning sinn frá virtum gagn- rýnendum um heim allan. Hljómsveitin gerði á endanum samning við Chandos-útgáfuna, sem er ein virtasta útgáfa heims á klassík, um útgáfu á níu diskum og í vikunni kom sá fyrsti út, þar sem hljómsveit- in frumflytur tvö verk eftir Rakhmanínov. Runólfur Leifsson hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands sagði útgáfuna eiga sér alllangan aðdraganda. „Það var ákveðið af stjórn sinfón- íunnar fyrir nokkrum árum að stefna að því að komast á alþjóða- markað og því farið að leita að samstarsfsaðila ytra. Á sama tíma kom Igor Buketoff, sem var aðal- stjómandi hljómsveitarinnar í tvö ár fyrir um það bil 20 árum og hefur haldið tryggð við ísland síð- an, með þá hugmynd að taka upp fyrir útvarpið ópemna Monna Vanna eftir Rakhmanínov, sem þá var óflutt, vegna höfundarrétt- armála." Monna Vanna er í raun aðeins fyrsti þáttur ópem, því Rakhman- ínov náði aldrei að ljúka við verk- ið. Hann hófst handa við óperuna haustið 1906, en var þá um svip- að leyti að vinna við aðra sinfóníu sína og píanókonsert nr. J. Hann lauk síðan við fyrsta þáttinn vorið 1907 og lýsti mikilli ánægju sinni með hann. Þrátt fyrir það lauk hann aldrei við meira, en mágkona Rakhmanínovs, Sophie Stain, leit- aði til vinar hans, Igors Buket- offs, og bað hann að ganga frá óperuþættinum og gera hann hæfan til fiutnings. Það var auð- sótt og Buketoff fékk snemma þá hugmynd að fyrsta hljómsveit til að taka upp Monnu Vanna yrði Sinfóníuhljómsveit íslands. Píanókonsertinn á sér nokkuð aðra sögu, en hann hóf Rakhman- ínov að semja 1914, en ýmislegt, þó sérstaklega bylting bolsévikka í Rússlandi 1917, hindraði hann í að ljúka smíðinni. Rakhmanínov flúði til Skandinavíu með fjöl- skyídu sína og síðan til Bandaríkj- anna, þar sem hann gerðist kon- sertpíanisti til að framfleyta fjöl- skyldunni. Hann hafði því ekki mikinn tíma aflögu til að semja, og því beið píanókonsertinn til 1926, að Rakhmanínov tók sér spilafrí til að ljúka við verkið. Gagnrýnendur tóku verkinu nán- ast allir ilia, sumir svo illa að þeir urðu sér til skammar, en það er önnur saga. Þessar viðtökur tóku svo á Rakhmanínov að hann breytti píanókonsertinum nokkr- um sinnum upp frá því, en ekki alltaf til bóta að margra mati. Það var svo enn Igor Buketov sem kom því í kring að Sinfónían fékk leyfi til að flytja fyrstu útgáfu píanó- konsertsins, sem ekki hefur heyrst opinberlega síðan 1927. Runólfur segir að samhliða því sem undirbúningur hófst á að flytja þessi verk leitaði Sinfónían til Chandos, sem sendi hingað menn til að hlusta og urðu þeir mjög hrifnir, en það tók sinn tíma að ná samningum. Upptakan var svo gerð í febrúar á þessu ári og svo var skrifað undir Chandos- samninginn í sumar. Til að gera samninginn mögu- legan fékk Sinfónían opinberan styrk, en komið hefur fram gagn- rýni á að þessi háttur sé hafður á. Runólfur segir þó ekkert mæla gegn því að íslenskur tónlistar- flutningur sé styrktur og að ís- lenskir flytjendur geti komi sér á framfæri ytra. „Til viðbótar má geta þess að einnig verða gerðir diskar eingöngu með íslenskri tónlist. Þar með erum við koma íslenskum höfundum á framfæri og einhvers staðar verður að byrja. Það skiptir ansi miklu máli að ijúfa þá einangrun sem við erum í hérlendis, því menn eru alltaf að bera sig saman við það sem er að gerast í öðrum löndum og okkur hefur oft vantað að fá gagnrýni frá öðrum löndum. Við fundum það þegar við fórum til Norðurlanda að spila og fengum frábæra gagnrýni að við vorum himinlifandi, sem styrkir okkur.“ Brian Couzens, forstjóri Chand- os, sagði að fyrir nokkrum árum hefði sér borist upptaka með leik Sinfóníuhljómsveitarinnar og hreifst hann af gæðum upptö- kunnar og leik hljómsveitarinnar. „Síðan barst fyrirspurn um útgáfu og ég fór til íslands að ræða við hljómsveitarmenn um efnisskrá meðal annars, enda skiptir efnis- skráin mestu máli þegar allir eru að spila það sama. Við sáum snemma að þetta væri hljómsveit sem vert væri að taka upp og sem hægt væri að koma á framfæri um heim allan. í upphafi stóð til að taka upp níu diska með Petri Sakari, en þá kom upp sú hugmynd að byrja á Rakhmanínov-verkunum, sem ekki hafa áður verið gefin út. Til að gera það enn eftirsóttara hafði Buketov einnig tryggt Sinfóníunni liðveislu Sherrili Milnes, og við ákváðum að slá til, þó það félli í raun utan upphafiegrar áætlunar um útgáfuröð undir stjórn Petri Sakari. Þetta varð og allmiklu dýrari útgáfa en upphaflega stóð til, en vei þess virði. Þetta er líka óvenjuleg plata að því leyti að ég man ekki eftir að til sé plata þar sem sett eru saman ópera og pían- ókonsert. Umslagið kostaði líka sitt, enda ákváðum við að rétt væri að hafa fyrstu útgáfuna í viðhafnarumbúðum, þótt það hafi þýtt tafir í vinnslu." Brian sagðist hafa heyrt af því að skoðanir væru skiptar á ís- landi um Chandos-samning Sinfó- níunnar, en sagðist hafa lagt áherslu á það við Sinfóníuna að menn þyrftu að gera upp við sig hvort hún ætti að stefna að því að vera staðbundin hljómsveit sem leikur eingöngu fyrir lítinn innan- landsmarkað, eða reyna að hasla sér völl ytra og eiga þá möguleika á að fara í tónleikaferðir utan. „Um leið og menn fara að gefa út vandaðar plötur fá þeir við- brögð utan heimalandsins, sem eru hljómsveitinni mikilvæg ef hún á að ná að þróa sig og þroska. Menn hrifust einnig af þeirri hug- mynd að kynna ísland í gegnum tónlist og ákváðu að afla þess íjár sem til þurfti. Ég hef heyrt ýmislegt af ís- lenskri tónlist og hún er mjög áhugaverð og ég er viss um að okkur muni takast að gera góðar plötur með íslenskri tónlist. Fyrst þurfum við að gefa út þrjá eða íjóra góða diska til að vinna hljómsveitinni nafn, en það þarf að fara varlega í upphafí, því við viljum jú selja plöturnar og fáir hafa áhuga á íslenskri tóniist til að byrja með.“ Trúariátningar Hjálmars Hljómdiskur með söng Hljómeykis Sönghópurinn Hljómeyki hefur sent frá ser sinn fyrsta hljóm- disk með tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Verkin á diskinum eru fjögur talsins, þeirra viðamest er Messa í fimm hlutum, en einnig eru þar Gamalt vers, Ave Maria og Kvöldvísur um sumar- mál við samnefnt Ijóð Stefáns Harðar Grímssonar. Stjórnandi Hljómeykis við þessar upptökur er tónskáldið sjálft, Hjálmar H. Ragnarsson, sem gaf sér tíma í vikunni til að segja nánar frá tónverkunuin og tilurð þeirra. „Efni þessa disks er tónleika- dagskrá sem Hljómeyki hefur flutt víða um land undanfarin misseri við góðar undirtektir. Hljómeyki er sextán manna kór sem skipar óneitanlega nokkra sérstöðu meðal íslenskra kóra,“ segir Hjálmar og bætir við: „Þetta er eini kórinn þar sem allir með- limir eru starfandi tónlistarfólk og langmenntað í tónlist, söng og hljóðfæraleik. Þessi kunnátta skil- ar sér auðvitað í vinnunni með kórnum og þau hafa einbeitt sér að fiutningi nýrra íslenskra verka. Tónverkin á hljórndiskinum krefj- ast mjög mikillar söngkunnáttu og kórtækni og þau þeirra sem samin eru sérstaklega með kórinn í huga hlífa honum hvergi né er dregið úr tæknilegum kröfum.“ Hjálmar hefur langa reynslu af kórstjórn, hann stjórnaði Há- skólakórnum ,um árabil og reynd- ar er Gamalt vers eitt þeirra fjöl- mörgu verka sem Hjálmar samdi fyrir þann kór. Textinn er gömul íslensk bæn sem ort er í orðastað barns. Stærsta verkið á diskinum, Messa, er samið á nokkrum árum, fyrsti hlutinn er frá árinu 1982 en Hjálmar lauk við Messuna 1989 og Hljómeyki frumflutti hana í heild á Sumartónleikum í Skálholtskirkju hið sama ár. Messan er samin við latneska messutexta og form tónverksins mótast af hinum hefðbundnu messuliðum: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Hjálmar segir tónskáld hafa glímt við þessa trúarlegu texta og samið við þá kirkjuleg verk, allt frá miðöldum, og það sé skoðun hans að tónskáld á hveijum tíma eigi að ganga á hólm við texta af þessum toga. „Við smíði verksins varð ég að taka afstöðu til inni- halds textanna og það er hollt hveijum manni. Hins vegar te'k ég dálítið öðruvísi á þessu en margir fyrirrennarar mínir. Sam- kvæmt hefðinni er venjan að syngja Credoið (trúaijátninguna) með einurð og festu en hjá mér er hún sungin af miklum ákafa og ofsa. Þá er lokasöngurinn Agn- us Dei (guðslambið) fjörugur gleð- isöngur í stað virðulegrar kyrrðar. Sumir hafa spurt hvort þetta sé tónlist þess sem þráir að trúa en á erfitt með að segja hug sinn alian. Það má að nokkru til sanns vegar færa en ég hef orðið var við að túlkun mín hefur hróflað við ýmsum kennimönnum og hefð- bundnum hugmyndum þeirra um hvernig eigi að meðhöndla þessa texta,“ segir Hjálmar. Textarnir í Messu Hjálmars eru sungnir á latínu en þýðingar þeirra á íslensku og reyndar tvö Önnur tungumál fylgja með í vönduðum bæklingi. „Upplýsingarnar sem þar fylgja eru fróðleiksnáma fyrir þá sem vilja kynna sér form og uppbyggingu messugjörðarinnar." Maríubæn, Ave María, er eins og nafnið gefur til kynna lofgjörð til Maríu guðsmóður. „Þessi lof- gjörð hefur verið viðfangsefni tón- skálda á öilum tímúm. Mín skoðun er sú að okkar lúterska kirkja Morgunblaðið/Einar Falur „Tónlist þess sem þráir að trúa,“ segir Hjálmar H. Ragn- arsson um tónlist sína á nýjum hljómdiski. hafi illu heilli sniðgengið þau gildi sem felast í dýrkuninni á guðs- móður. í mínum huga er guðsmóð- irin skjól lítilmagnans, mýktin sem við öll leitum að í smæð okkar.“ Síðasta verkið á diskinum, Kvöldvísur um sumarmál, er af dálítið öðrum toga en þó má kannski finna skyldleikann ef grannt er skoðað. „Mér hefur allt- af fundist þetta ljóð eitt hið feg- ursta sem ort hefur verið á ís- lenska tungu á þessari öld. Mynd- lýsingar eru sterkar og litadýrðin mikil. Þá má finna í ljóðinu trúar- legan streng þar sem Stefán Hörð- ur dásamar sköpunarverkið og í bakgrunni þess ómar hinn hreini tónn.“ Utgefandi hljómdisksins er ís- lensk tónverkamiðstöð og er þetta sjöundi diskurinn sem kemur út á hennar vegum á þessu ári. Þetta er sannarlega metár í útgáfusögu tónverkamiðstöðvarinnar og að sögn Hjálmars er tónverkamið- stöðin orðin öflugasti kynninga- raðilinn á íslenskri tónlist erlendis. Þess má reyndar geta að Ríkisút- varpið hefur stutt dyggilega við útgáfustarfsemina með því að leggja til upptökur á fjóra hljóm- diska. Hljómdiskur sá er hér um ræðir er hins vegar kostaður af Hljómeyki með styrk frá Garðabæ en uppfökur fóru fram í Studio Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Myndlistar- maðurinn Jón Oskar sá um útlit og hömáun bæklingsins. Loks má þess gepa að þetta er fyrsti hljóm- diskurinn sem hefur að geyma tónlist eftir Hjálmar eingöngu og því er útgáfan fyllilega tímabær og ekki síður að söngur Hljómeyk- is sé hijóðritaður til útgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.