Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 73 ugglega til skila til vinkvenna okkar erlendis. Að loknu námi eiginmann- anna var þráðurinn tekinn upp að nýju, og hefur haldist síðan. Það er því stórt skarð hoggið í vinahóp- inn okkar. Fyrir utan saumaklúbbinn höfð- um við Gullý mjög náið samband. Og ég get einhvern veginn ekki ímyndað mér lífið án hennar. Gullý mín er ekki á sínum stað. Hún var svo stór þáttur í daglega lífi mínu. Við deildum saman gleði og sorg. Og þar átti ég trausta vinkonu. Vinkonu sem ávallt var tilbúin til að hlusta á og tala við mig. Gullý var tilfinningarík og hlý persóna. Hún var ófeimin og fijáls í viðmóti, og oft dáðist ég að hversu ræðin hún var í fjöimenni og vel inni í öllum málum. Hún kom alveg sérlega vel fyrir sig orði og skrifaði mjög skemmtilega. Það verður því notalegt að geta flett upp í bréfun- um frá henni sem hún sendi mér frá Svíþjóð og geta yijað sér um hjartaræturnar við að rifja upp gamlar og góðar stundir sem við Gullý áttum svo margar saman. Nú þegar Gullý mín er horfin á braut og ég fæ hennar ekki notið lengur. Eins og áður kom fram eignuð- umst við Gullý báðar börn fyrir um ári síðan. aldrei gleymi ég tilhlökk- uninni hjá okkur báðum rétt fyrir jólin í fyrra. Þá sátum við vinkon- urnar allar saman og löguðum jóla- konfekt og óðum styttist í hjá okk- ur Gullý að litlu gullmolarnir okkar litu dagsins ljós. Og ófáar voru sím- hringingarnar á miili okkar, hvernig líður þér, er ekkert að gerast? Við biðum báðar í ofvæni. Ekki hafði mig órað fyrir því þá að engin kon- fektgerð yrði í ár, við ætluðum að stefna að henni vikunni eftir af- mæli litla Baldurs. En elsku Gullý er ekki lengur á meðal vor. Gullý átti yndislegan mann, ynd- islegan vin okkar allra, og yndisleg þrjú lítil börn. Hún og Teitur höfðu komið sér upp fallegu húsi í Grafar- voginum og björt framtíðin virtist blasa við þeim. En svona er lífíð, það er ekkert öruggt og sjálfgefíð. Ég vona að Gullý minni líði vel þar sem hún dvelur nú, eitthvað æðra er henni ætlað, eitthvað æðra sem ég fæ ekki skilið. Einhvern tím- ann kemur að því að ég fæ að hitta Gullý vinkonu mína aftur. Ég veit að hún verður þar þegar kallið kem- ur. Við höfum nú misstj Gullý, en minningin um góða vinkónu er mér ljóslifandi og áþreifanleg, minning sem aldrei verður frá mér tekin. Ég vil þakka Guði fyrir þær ljúfu stundir sem ég átti með henni og bið hann að gæta hennar. Elsku Teitur, Björn, Ásta og Baldur, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni og áfram á lífsleið- inni. Sigga Bergmann Það er verið að undirbúa hátíð- ina. Matarboðin munu þjappa fjöl- skyldum saman og jólakortin styrkja vinatengslin. Þá kemur fréttin og við erum minnt á smæð okkar. Vinkona mín er dáin. Allt í einu virðist allt svo tilgangslaust. I myrkrinu er þó sólargeisli.Við eig- um minninguna til að vera þakklát fyrir. Ég kynntist Gullý á Svíþjóðar- árum okkar í Lundi þar sem við vorum grannar. í útlöndum verður mikill samgangur og góð samstaða meðal íslendinga. Við Gullý bjugg- um í sama hverfi og kynntumst fljótt. Við urðum nánar vinkonur ekki síst vegna þess að við eignuð- umst hressa og pattaralega stráka á sama tíma. Við þurftum því oft hvor á annarri að halda til að bera saman bækur okkar um uppeldi. Þyrfti önnur að bregða sér frá þá var barnapössun og bijótagjöf ekk- ert vandamál. Við sinntum þessu hvor fyrir aðra án vandkvæða enda strákunum sama hvaðan gott kom bara að þeir fengju sopann sinn. Þegar ég lít yfír myndaalbúmið má sjá myndir sem tala máli minn- inganna. Grillveisla í hverfinu. Gullý, Teitur og við hjónin að spila. Við Gullý að krókna úr kulda við að reyna að selja Svíunum íslensku ullina á torginu á ísköldum laugar- dagsmorgni. Það var margt sem við tókum okkur fyrir hendur og alltaf var Gullý tilbúin að redda málunum með bros á vör. Minnisstæðast er þegar tengdaforeldrar mínir voru í heimsókn og tengdamamma átti afmæli. Ég var í skóla og gaf mér ekki tíma til að halda henni veislu þann daginn. Þetta barst til eyma Gullýjar sem brá skjótt við og bauð okkur öllum í dýrindis kvöldmat. Eftir heimkomuna til íslands fækkaði heimsóknunum en Gullý leit til mín í vinnuna með reglulegu millibili. Bara til að segja halló eða þá rétta gleraugun. Síðast hittumst við í afmælisveislu okkar hjónanna í september og Gullý var jafn hress og alltaf> Örlögin hafa hagað því svo að tvær ungar konur hafa horfið svip- lega úr vinahópnum í Svíþjóð. Heimsóknir Gullýjar verða ekki fleiri og skammdegið verður enn svartara. Við Hannes vottum Teiti, bömunum, foreldrum og systkinum innilegustu samúð. Stella ERFÐASKRÁIN Verð kr. 1.580.- KOLA PORTIÐ M^RKa-ÐXtOfcf OPIÐ: Laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frákl. 11-17. o ° Velkomin í verslunina Jötu, við Laugaveginn ofanverðan. Hálft hundrað bílastæða norðan búðarinnar. Það tilheyrir jólunum að fara í Jötuna. Opið virka daga frá 9 - 22.00 Laugardaga frá 10-22.00 Sunnudaga frá 18-22.00 Sendum í póstkröfu. l/erslunin Hátúni 2 ® 25155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.