Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 83 SAMBÍ I ■■ I ■ ■ I ■ lULMJXI Sjá auglýsingar frá Sambíóunum á næstu opnu fyrir framan BÍÓHÖLLIN - BÍÓBORGIN - SAGA-BÍÓ Furðulegt fjölskyldulíf Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Addamsfjölskyldan („The Addamsfamily“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Hand- rit: Caroline Thompson og Larry Wilson. Aðal- hlutverk: Anjelica Hus- ton, Raul Julia, Christop- her Lloyd. Orion. 1991. Nyjasta jólamyndin í kvikmyndahúsum Reykja- víkur í ár er gaman- hryllingsmyndin Addams- fjölskyldan en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í þessum mánuði og hefur halað inn ógi’ynni af doll- urum vestra. Þar þekkja menn líka vel sjónvarps- þættina frá 1964, sem myndin er gerð eftir, og skopteikningarnar eftir Charles Addams í „The New Yorker“, en hann var höf- undur Addamsfjölskyldunn- ar. Hún er því ekki alókunn fólki vestra eins og hún er hér heima þar sem fáir ef nokkrir þekkja þessa kynd- ugu fjölskyldu. Það er alveg þess virði að kynnast henni. Addamsarnir, hjónin Anj- elica Huston og Raul Julia Raul Julia og Anjelica Huston í Addamsfjölskyldunni. með tvö börn sín, gera út á svartan húmor eins og hanh verður svartastur og þau búa í samræmi við það. Ollu þvi sem okkur þykir kært og gott þykir þeim fásinna ein. „Ertu ekki óhamingju- söm?“ spyr Julia konuna sína. „Jú, frábærlega,“ svarar hún alsæl. Börnin eru sífellt að koma sér í hræðileg vandræði. Leik- föngin eru pyntingartól af ýmsum stærðum og gerð- um, janfnvel heill raf- magnsstóll. Þjónn þeirra er eins og Frankenstein sjálf- ur, þau geyma fullkomna norn í kjallaranum og gælu- Fleiri prakkarastrik Kvikmyndir Amaldur Indriðason Prakkarinn 2 („Problem Child 2“). Sýnd í Laugarás- bíói. Leiksljóri: Brian Le- vant. Aðalhlutverk: John Ritter, Michael Oliver, Jack Warden, Amy Yasbeck. Bandaríkin. 1991. Prakkarinn í samnefndri gamanmynd Laugarásbíós er lítill rauðhærður og frekn- óttur óþekktarangi sem vílar ekki fyrir sér að fremja skelfilegustu hrekki á þeim sem hann hefur vanþóknun á. Hans siðblinda hugarfar skapaði vinsældir sem rétt- lættu framhaldsmynd. Prakkarinn 2 er nákvæmlega eins og fyrirrennarinn, ómerkileg í alla staði. Ekki er nóg með að sami brandarinn sé endurtekinn aftur og aftur (hversu oft er hægt að hlægja að sömu prakkarastrikunum?), heldur er hann á einkar lágu plani í þetta sinn. Miðpunkturinn er óhemjulangur og ósmekk- legur ælubrandari í tívolíi þar sem bunurnar ganga upp úr fólki í að manni finnst nokkr- ar mínútur. En manni leiðast ekki ein- göngu < prakkarastrik stráksa, sem kannski yngstu krökkunum þykja smellin, sagan er svo væmin í þokka- bót að það er með ólíkindum. Sjónvarpsleikarinn John Ritter, sem alltaf virðist í vandræðum með sjálfan sig, fer með aðalhlutverkið, leik- ur fósturföður litla skrímslis- ins. Hann flytur í nýtt hverfi og millakerling fær augastað á honum og vill giftast hon- um — guð má vita af hveiju — en stráksi vill hann giftist hjúkrunarkonunni í skólan- um sínum, indælli í alla staði. Að fáu er hlægjandi í myndinni, ef nokkru. Verið er að tutla restinni af hug- myndinni á filmu og kastað mjög til þess höndunum. Stærsta prakkarastrikið er myndin sjálf. ISLENSKA OPERAN sími 11475 'TöfrafCautan IWMMMI cftir W.A. Mozart Örfáar sýningar eftir. Sýning föstudaginn 27. des. kl. 20.00, uppselt. Ósóttar pantanir verða seldar í dag. Sýn. sunnudaginn 29. desember kl. 20.00. Sýn. föstudaginn 3. janúar kl. 20.00. Ósóttar pnntanir cru scldar tvcimur dögum fyrir sýningardag. Töfrandi jólagjöf: Gjafakort í Óperuna! Miðasalan opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00 á sýningardögum. Sími I 1475, | | dýrið er afskorin hönd sem þeytist um alla ganga, teflir skák og klórar húsbónda sínum í hausnum. Þegar við komum til sögu syrgir Addamsfjölskyldan föðurbróðirinn Fester en glæpahyski sem girnist íjár- sjóð Addamsanna sér að einn af þeim er nauðalíkur honum og dulbýr hann sem Fester (Christopher Lloyd) og sendir „heim“ við mikinn fögnuð fjölskyldunnar. Hann á að komast að því hvar fjársjóðurinn er geymdur en leiðin þangað reynist honum ekki auðveld. Myndin er að sönnu frumleg um margt og eink- ar vel gerð að öllu því sem snýr að kvikmyndatöku, leikmyndum og búningum að ekki sé talað um leikinn, sem er mjög góður. Tækni- brellurnar eru líka fyrsta flokks. Það er ekki nóg með að húmorinn sé kolsvartur heldur er svart yfirgnæf- andi litur myndarinnar og hæfir efninu vel. Drauga- legt húsið er illa lýst og drungalegt, klæðnaðurinn er allur svartur og persón- .urnar dökkar yfirlitum. Huston er eins og sambland af norn og söngkonunni Cher, svartklædd frá hvirfli til ilja en náhvít í framan með eldrauðar varir og afar kynþokkafull. Lloyd er með bitastæðasta hlutverkið sem Fester og gerir því sér- lega góð skil með hausinn að eilífu grafinn oní munk- akufli og með skoplegan undrunarsvip yfir öllu því sem fram fer í húsinu. Julia er sprækur og hressilegur skylmingakappi í líkingu vi Eroll Flynn og börnin tvö falla fullkomlega í hlutverk sín. Húmorinn svarti hentar á okkar tímum og myndin er kærkomin tilbreyting frá væmnum fjölskyldulýsing- um bandarískra bíomynda. En á endanum reynist hand- ritið rýrt, söguþráðurinn varla upp á marga físka og brandararnir, sem allir snú- ast um þá grunnhugmynd að það sé skemmtilegast að vera vondur, missa aðdrátt- araflið þegar líða fer á myndina og þeir verða allir tilbrigði við sama stef í leik- stjórn Barry Sonnenfelds. Á marga þeirra vantar lokahnykkinn alveg eins og það vantar lokahnykkinn hér til að gera ágæta mynd frábæra. J5b 1 Rómeó og Júli'a eftir William Shakespeare . Frumsýning 2. jóladag kl. 20, uppselt, 2. sýn. fös. 27. des. kl. 20, 3. sýn. lau. 28. des. kl. 20, 4. sýn. sun. 29. des. kl. 20, 5. sýn. lau. 4. jan. kl. 20, 6. sýn. sun. 5. jan. kl. 20, 7. sýn fim. 9. jan. kl. 20. H mijties er & a eftir Paul Osborn Fös. 3. jan. kl. 20. Fim. 16. jan. kl. 20. Lau. 11. jan. kl. 20. Sun. 19. jan. kl. 20. Fös. 10. jan. kl. 20. Mið. 15. jan. kl. 20. LITLA SVIÐIÐ: eftir David Henry Hwang Lau. 18. jan. kl. 20. JEIENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Fim. 2. jan. kl. 20.30, uppselt. Fös. 3. jan. kl. 20.30, uppselt. Mið. 8. jan. kl. 20.30. Fös. 10. jan. kl. 20.30. Lau. II. jan. kl. 20.30. Mið. 15. jan. kl. 20.30. Fim. 16. jan. kl. 20.30, 50. sýning. Lau. 18. jan. kl. 20.30. Sun. 19. jan. kl. 20.30. BUKOLLA barnalcikrit cftir Svein Einarsson. Sýn. lau. 28. des. kl. 14. Sun. 29. des. kl. 14. Sun. 5. jan. kl. 14. Lau. 11. jan. kl. 14. Sun. 12. jan. kl. 14 Síöustu sýningar. Gjafakortþjóðleikhússins - ódýr ogfalleg gjöf Miöasalan cr opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram aö sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun- um i síma frá kl. 10 alla virka daga. Creiöslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. FRUMSÝNINGARGESl'IR: Sérstakur fjórréttaöur hátíðar- matseðill 2. jóladag. Borðapantanir í miðasölu. Lcikhúskjallarinn. ATH. SYNINGAR HEFJAST KL. 16.30 A ÞORLAKSMESSU Ómótstæðileg teiknimynd með íslensku tali, full af spennu, alúð og skemmtilegheitum. Óliver og Ólafía eru munaðarlaus vegna þess að Hroði, fuglinn ógur- legi, át foreldra þeirra. Þau ákveða að reyna að safna liði í skóginum til að lumbra á Hroða. ATH. ISLENSK TALSETNIIMG Leikst)óri: Þórhallur Sigurðsson. Aðalhlutverk: Bessi Bjarnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sig- urjónson, Laddi, Örn Árnason o.fl. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Miðaverð kr. 500. 0 CARMELA Sýnd kl. 9 og 11. - ★★★ ri.K. dv. HOMO FABER Sýnd kl. 7,9 og 11. FRUMSÝNIR JÓLAMYNDINA BIUJNO KIRBY isTLIa' CKYöTAL FUGLASTRÍÐIÐ í LUMBRUSKÓGI ASTRIKUROG BARDAGINN MIKLI ' W\' ' A l JW- Sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 300 ★ ★ ★ I.Ö.V. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9og 11. Bönnuð innan 16 ára. LUKKULÁKI Sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 300. FELIX Sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 300. DAN’IFL STEKN Aldeilis frábær gamanmynd í hæsta gæðaflokki, sem fær þig til að engjast um öll gólf. Þegar við segjum grín, þá mcinum við gríííín. Billy Crystal og félagar komu öllum á óvart í Banda- ríkjunum í sumar og fékk myndin gríðarlega aðsókn; hvorki meira né minna en 7.800.000.000 kr. komu í kassann. Komdu þér í jólaskapið með því að sjá þessa mynd. ★ ★ ★ A.I. MBL. Aðalhlutverk: Billy Crystal, Daniel Stern, Bruno Kirby, Helen Slater, Jack Palange. Sýnd kl. 4.30,6.45,9 og 11.15. UNGIR HARÐJAXLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.