Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 72

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Guðbjörg Bjarm- an — Kveðjuorð Fædd 14. september 1954 Dáin 14. desember 1991 , Síðastliðinn laugardag, 14. des- ember, barst okkur sú fregn að Gullý hefði látist þá um nóttina. Okkur setti hljóðar. Af hveiju Gullý? Af hvetju er ung kona tekin frá eiginmanni og þremur ungum bömum? Eflaust spyija margir sömu spuminga en engin fást svör- in. Við systurnar vomm svo lánsam- ar að fá að kynnast Gullý og fjöl- skyldu hennar er við dvöldumst á sumrin á æskuheimili hennar á Víðivöllum í Skagafirði. Þar var gott að vera og eigum við ógleym- anlegar minningar þaðan bæði frá fyrri og seinni tíð. Gullý var þeim hæfileika gædd að gera alltaf gott úr öllu, hún var hlý og góð og vin- ur vina sinna. Elsku Unnur, Björn, Teitur, Björn, Ásta, Baldur og systkini, megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum sorgartímum. Kristín, Erla, Auður Möller, Emilía Björg og Sjöfn Björnsdætur. Síðastliðinn laugardag helltist svartnættið yfir okkur er Teitur hringdi og lét okkur vita af láti Gullý konu sinnar. Við fyllumst sorg og reiði yfir óréttlæti þessa heims. Þau voru þung sporin í Dal- húsin þennan laugardag og við minnumst þess, að fyrir réttu ári fórum við í fyrstu formlegu heim- sóknina þangað í þeim tilgangi, að samgleðjast þeim með nýja heimilið þeirra og fagna fæðingu Baldurs. Okkur var strax ljóst, að Baldur var jafn vel lukkaður og eldri systk- inin, þó það væri með öllu óljóst hvort hann fengi rauðbrúnan lubba eins og Bjössi bróðir eða ljósrauða lokka eins og Ásta systir. Húsið var líka orðið jafn vistlegt og búast mátti við þar sem smekkvísi Gullý var viðbrugðið. Hún var mikill fag- urkeri og gerði kröfu til umhverfis síns, enda naut hún sín til fulls er þau komu sér fyrir á nýjum stað. Hún lagði línurnar og Teitur sá um framkvæmdina. En notalegheitin sem fylgdu því að heimsækja þau, tengdust ekki síst hennar persónu. Því hún var ákaflega félagslynd og iífsglöð og að eyða dagparti eða kvöldstund með þeim hjónum, var ávísun á örugga skemmtun. í minn- ingunni finnst okkur sem alltaf hafi verið glatt á hjalla þegar við hittumst og mikið hlegið. Gullý kynntumst við á háskólaár- unum hér heima. Hún varð strax ein af hópnum hjá þeim er stunduð- um ná.m með Teiti í efnafræðinni. Hún var ekki bara konan hans Teits — heldur var hún „hún Gullý“ með ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, ekki síst landbúnaðarmálum, en þau hjón áttu það til, að búa til umræðu- þátt um landbúnað í miðju hófi. Aðrir brostu þá góðlátlega á meðan þessi kvöldvissa rispa gekk yfir. Það var reisn yfir Gullý og eftir nær- veru hennar var tekið, en jafnframt hafði hún til að bera einskonar bamslega einlægni sem flestir hafa tapað er komið er vel fram á fer- tugsaldurinn. Hún gat verið óvægin í gagnrýni sinni á ýmislegt í fari annarra en það leyfist þeim einum sem ekki álíta sig yfir aðra hafnir. Enda var gagnrýnin yfirleitt á rök- um reist og það er eftirsóknarverð- ur eiginleiki að vera samkvæmur sjálfum sér, geta sagt sína skoðun og staðið á henni. Þótt þú vitir að hún fellur í misgóðan jarðveg hjá viðstöddum. Tengslin við Gullý og Teit urðu meiri eftir að háskólanámi lauk hér heima og haldið var til frekara náms í Lundi. Það fór ekki framhjá nein- um í þeirra vinahópi, að þau voru eitt. Þau voru alltaf nefnd í einu orði Gullý og Teitur — Teitur og Gullý. Enda var Gullý ákaflega stolt af Teiti. Hans velgengni í skóla og starfi dugði henni ágætlega. Hans metnaður var einnig hennar. Henn- ar metnaður lá annars staðar og okkur var ljóst að hvað Teit snerti var ekkert nema það besta nógu gott fyrir Gullý. Það var ekki síst Gullý að þakka að vinatengslin rofnuðu aldrei, því hún var ákaflega vinrækin. Við töluðum oft um það og vorum þakklát fyrir að eiga vini sem gáfust ekki upp á okkur, þrátt fyrir mikið sinnuleysi okkar við að halda sambandi í dagsins önn. Nú þegar við sitjum og syrgjum erum við minnt á það að taka ekk- ert sem sjálfgefið. Við erum ríkari af að hafa kynnst Gullý og geta talið okkur vini hennar. Okkur er enn einu sinni bent á að tapa ekki áttum í lífinu og gleyma ekki að rækta það sem mestu máli skiptir. Það er sárt að hugsa til þess að hún fái ekki að sjá börnin sín vaxa úr grasi — taka þátt í gleði þeirra og sorgum. Ennþá dapurlegra er að þau skuli ekki fá að hafa mömmu sér við hlið er þau vaxa úr grasi. Teitur, við vitúm að orð eru létt, þegar staðið er frammi fyrir missi ástvinar. Þú og börnin eigið okkar innilegustu samúð. Við vitum að þegar upp er staðið stendur þú þig vel bæði sem móðir og faðir, eins og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Megi minningin um Gullý verða ykkur ljós í myrkrinu. Margrét Geirsdóttir, Gísii Guðmundsson. Nótt eftir dáinn dag á draums míns bæjarhól, og gleymt hvert gleðilag, sem gall í dagsins sól, og ljóð hvert liðið burt, og liðið allt, sem var, og horfin sýn - en hvurt? - Nei, hér gefst ekkert svar._ (Guðm. Danielsson, ísl. kvæði.) Besta vinkona mín er dáin. Frænkan sem deildi með mér gleði og sorg alla tíð frá benskudögum okkar í Skagafirði er nú ekki til staðar til að létta mér þyngsta okið fram að þessu. Hrifin burt úr faðmi eiginmanns og þriggja ungra barna. Söngurinn hljóðnaður. Gullý minni þakka ég órofa tryggð við mig og mína. Elsku Teitur, Björn, Ásthildur, Baldur, Unnur, Ásta, Björn og aðr- ir ástvinir. Megi minningin um góða stúlku með ótakmarkað hjartarými auðvelda ykkur þann lífsveg sem þið hljótið nú að ganga. Olla, Diddi, Knútur Birgir og Magga Dedda. Það var erfitt að trúa þeirri frétt að Gullý væri dáin. Það er enn erfið- ara að sætta sig við þá staðreynd, það er eins og hafi bætt í skamm- degismyrkrið. Hvati hinna daglegu anna er fjarlægur, en spurningar um líf og dauða áleitnar. Því er móðir og eiginkona í blóma lífsins hrifin á brott? Það er fátt um svör. Gegnum sorg og trega þrengja sér góðar minningar. Minningar um einlæga og jákvæða vinkonu, um glettrii hennar og góðvild. Minningar um yndislegar sam- Kveðjuorð: Anna Bjamadóttir Fædd 11. júlí 1897 Dáin 9. desember 1991 Ég var svo lánsöm að þekkja ömmu mína. Ég elskaði hana og virti. „Nei, sjáðu tunglið, Kristrún,“ sagði hún oft við mig, þegar ég leiddi hana heim á köldum vetrar- kvöldum, og hún teygði sig upp í mót himninum og augun Ijómuðu, líkt og hún sæi tunglið í fyrsta sinn. Samt hafði hún lifað í níutíu ár og tunglið lengur. Hún vitnaði einu sinni í rajðu í enskt skáld sem segir, að fagrir hlutir verði enn fegurri fyrir ást þeirra, sem hafi elskað þá á undan oss. Fyrir mér verður tunglið aldrei bara tungl. Ein merkasta kenning íslenskra fræða leitast við að sýna fram á að þráðurinn í íslenskum bókmennt- um hafi aldrei slitnað og það geti talist hornsteinn íslensks þjóðernis. Mætti ekki segja að óslitinn þráður milli kynslóðanna væri annar horn- steinn þjóðernis? Að hann hafi aldr- ei slitnað, ekki átt það á hættu fyrr en nú? Amma mín var nánast jafn göm- ul og ég er núna þegar hún stóð neðst í Bakarabrekkunni, 1. des- ember 1918, og horfði á íslenska forsætisráðherrann og danska skip- herrann og fánana sem sumir blöktu við hún en aðrir í hálfa stöng. Og hún sagði frá þessu og það var öðruvísi en í sögubókunum og dag- blöðunum og sjónvarpinu og út- varpinu og Iítilli stelpu fannst svolít- ið leiðinlegt að það skyldi ekki vera eins flott. En smám saman skildi hún að það var ekki flott vegna þess að það var raunverulegt og smám saman varð 1. desember meira en tóm kíisja. Ólíkt flestum stúlkum þeirra tíma fór Anna Bjamadóttir í menntaskól- ann en var ekki tolleruð frekar en aðrar stúlkur. Hún var afburða- námsmaður. Fyrir prófið í íslensk- um stíl veðjaði hún á að efnið yrði hvað þau helst vildu verða. Og í huganum smíðaði hún ritgerð um móðurhlutverkið. Móðir hennar, Steinunn Sveins- dóttir, sém sjálf hafði ung stúlka lesið heima með ungum piltum sem gátu farið í skóla og orðið stúdent- ar, lagði á það ríka áherslu við dóttur sína að hún yrði sjálfstæð manneskja. Það mun því ekki hafa komið annað til greina en elsta dóttir Bjarna Sæmundssonar leitaði æðri menntunar. Sjálf vildi hún sigla, en það var stríð svo hún komst hvergi. Ekki strax. Þess í stað settist hún í Há- skólann, sem þá var í Alþingishús- inu, og tók að sér kennslu í mennta- skólanum, aðeins á tuttugasta ald- ursári. I hinum barnunga Háskóla lagði hún stund á norræn fræði í þrjá vetur. Veturinn 1917—18 sat hún á loftinu í Næpunni með vettl- inga á höndunum og skrifaði orð á seðla fyrir Islensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndal. Það var frostavet- urinn mikla. Haustið 1919 bauðst henni, að tilstuðlan Sigfúsar Blöndal, styrkur til náms við Westfield College í Englandi. Styrkurinn var miðaður við nám í ensku sem aðalgrein og íslensku sem aukagrein og Bjarni Sæmundsson féllst á að þiggja hann en standa að öðru leyti straum af námi dóttur sinnar. Svo hún fór. Það er erfitt fyrir manneskju, sem hefur alist upp við að skjótast til útlanda á nokkrum klukkustund- um, að gera sér í hugarlund hvað það var á þeim tíma að sigla. Fyrstu jólin sem amma dvaldi í Englandi var henni boðið til fjölskyldu skóla- systur sinnar. Þá hafði hún nýlega fregnað lát litlu systur sinnar níu ára gamallar og þegar aðfanga- dagskvöld virtist verða sem hvert annað kvöld hjá fjölskyldunni sagð- ist amma, í bréfi til foreldra sinna, hafa fundið til skelfilegrar heim- þrár. En hún fór í bestu fötin sín innan undir hversdagsfötin og hóf sig í hátíðarskap þrátt fyrir allt. Önnur.jól á Englandi fór hún til rússneskrar fjölskyldu sem flúið hafði byltingu bolsévikka og var ætiað að kenna heimasætunni lat- ínu. Raunar hefur allt skólalífið á Westfield yfir sér ævintýrablæ: Ungar menntastúlkur skunda urn grasbala og súlnagöng á svörtum skikkjum með bók undir hendi, koma saman á kvöldin í herbergi einnar þeirra, lesa, spjalla, drekka te. Þær stunduðu íþróttir, kappróð- ur, hokkí og tennis og fóru í leik- hús og á tónleika; sáu Pavlóvu dansa. En ungu menriirnir af þess- ari kynslóð voru flestir fallnir, hetj- urnar voru ungskáldin sem létu líf- ið í stríðinu sem hlyti að verða hið síðasta, svo voru aðrir, og þeir blöstu alstaðar við, sagði amma, sem höfðu bara einn fót eða eina hönd. Og vonirnar voru bundnar við Þjóðabandalagið. í fyrirlestrum um Shakespeare, sem amma flutti í Reykjavík vetur- inn eftir að hún kom heim og eru fyrsti vísir að kennslu í ensku við Háskóla íslands og vafalaust ein- hverjir alfyrstu háskólafyrirlestrar sem kona hélt á íslandi, segir hún aðalefni allra harmleikja skáidsins vera hið sama: Tortímingu göfugrar sálar. Það sem veldur falli allra hetj- anna í harmleik Shakespeares er það, sem Englendingar kalla „the tragic flaw“, eða veikleiki í lyndis- einkunninni, sem stendur í nánu sambandi við hið göfugasta í eðli mannsins. Og' örlögin fara svo hrapallega með þessa menn, að þeir lenda einmitt í þeim vandræð- um, sem ein gátu orðið til þess að leiða í ljós þennan veikleika þeirra. Ef Othello hefði verið í sporum Hamlets hefði t.d. allt farið vel, og ef Hamlet hefði verið í sporum Othellos, hefði ekkeit orðið úr harmleiknum. Othello hafði það ein- lyndi sem Hamlet vantaði og Ham- let hafði þá mannþekkingu, sem hefði getað bjargað Othello. Ef til vill er sálarháski unglinga samur á öllum tímum og ef til vill er vandinn í raun ávallt hinn sami. Kannski liggur munurinn þar sem manneskjurnar mæta fyrirheitun- um fremur en í tímanum og aðstæð- unum. Anna Bjarnadóttir var braut- ryðjandi. Það var hún sem hlóð vörðurnar. Til þess þarf kjark og til þess þarf sálin að eiga uppsprett- ur. Hún var húmanisti, tileinkaði sér umburðarlyndi, vildi skilja en ekki dæma. Hennar uppsprettur voru manneskjur og skáld: Hún kunni Jónas nánast allan og vitnaði verustundir í góðum vinahópi, sem hún sameinaði. Við biðjum guð að styrkja ástvini hennar í sorginni. Ragga og Bergur Það var á laugardagsmorgni í erli jólaundirbúningsins að mér barst upphringing og tilkynnt um andlát vinkonu minnar, hennar Gullý. Nei, það gat ekki verið, það gat ekki staðist, og við sem vorum sam’- an deginum áður í tilefni árs afmæl- is sonar hennar. Gullý sem þá var svo hress og við vinkonurnar stát- uðum okkur af litiu gullmolunum okkar sem fæddust báðir fyrir um ári síðan. En þetta var ekki draumur, þetta var blákaldur veruleikinn. Hver vegna, hver er tilgangur- inn? Frá eiginmanni og þremur litl- um börnum. Ótal spurningar, en engin svör. Aldrei hefði ég trúað því að lífið gæti verið svona grimmt og sársaukafullt. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Gullý vinkonu minnar. Það eru hartnær sautján ár síðan við Gullý kynntumst og hefur okkar vinátta staðið traust síðan. Margt kemur upp í hugann og væri allt það sem við Gullý höfum upplifað og brallað saman sjálfsagt efni í heila bók. Fljótlega eftir kynni okkar stofn- uðum við ásamt sameiginlegum vin- konum okkar saumaklúbb. Upphaf- lega vorum við fimm og hittumst reglulega. Á þeim stundum var margt spjallað, um alvöru lífsins, tilgang þess og framhald. Ýmsar tilgátur litlu þar dagsins Ijós. Þann- ig leið tíminn í nokkur ár og svo kom að því að Gullý og Teitur fluttu búferlum til Svíþjóðar um tveggja ára skeið. Á sama tíma flutti önnur sauma- klúbbsvinkona okkar eriendis, því eiginmenn beggja hugðu á fram- haldsnám. Þrátt fyrir það flosnaði saumaklúbbur okkar vinkvennanna ekki upp. Við þrjár sem eftir sátum héldum áfram að hittast og sáu bréfaskriftir til þess að allt sem fram fór í saumaklúbb kæmist ör- í hann þegar vinur hennar lést úr berklum í blóma lífsins: Fljúgðu á vængjum morgunroðans. Og sagði svo í bréfí: „... hlýtur það að vera svo, að það sé „qualitas", en ekki „quantitas“ lífsins, sem mesta þýð- ingu hefur." Hún var alltaf bein í baki, jafn- vel þegar hárið vat' orðið hvítt og stafurinn ómissandi. Hún hafði staðið af sér mótbyr ævinnar. Og hann var ærinn. Hún bjó yfir gleð- inni og viljanum til að lifa, leita og njóta. Vildi ferðast, sjá og skoða, kynnast og læra. Fór ung á hest- baki um ísland þvert og endilangt og um Evrópu upp á eigin spýtur. Hún ruddi brautina, hlóð vörðurnar og komst alla leið. Fyrsta endur- minning hennar var tengd fagnað- arlátum vegna aldamóta í Reykja- vík. Hún ætlaði að standa á Þing- völlum og fagna þúsund ára af- mæli kristnitöku. Hún verður ekki þar. Mikilvægi þess að eiga sér fyrir- myndir verður seint metið að fulln- ustu. Það eru brautryðjendur sem breyta heiminum og brautryðjendur verða fyrirmyndir. Anna Bjarna- dóttir gerði hluti þrátt fyrir kvíða, sorg, mótbyr og það að hún var kona. Hún hóf sig upp fyrir aðstæð- ur sínar. Fyrir vikið urðu aðstæður okkar hinna aðrar. En það er hún sem hefur sett mælikvarðann. Ef til vill hefðu framakvarðar nútím- ans viljað sjá hærra skor, möguleika á framhaldsnámi við Harvard í Bandaríkjunum nýtta, starfsævinni eytt í annað en kennslu í fámennum héraðsskóla uppi í afdal eins og margir hefðu nefnt Reykholt í Borg- arfirði, sérstaklega á fjórða ára- tugnum þegar samgöngur voru með öðrum hætti en nú. En amma gift- ist manninum sem hún elskaði, sinnti starfi sem henni líkaði og varð auðug af flestu öðru en pening- um. Mælikvarðarnir vora hennar eigin: Sjálf á ég mér enga ósk heit- ari en fengið gert þá að mínum. Kristrún Heimisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.