Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 45
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastfóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Landakot og Borg- arspítali Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Ríkisstjórnin ótrúlega g’lámskyggn á breiðu bökin egar systumar á Landakoti hættu rekstri Landakots- spítala fyrir rúmum áratug var ákveðið að reka spítalann áfram sem sjálfseignarstofnun og með sama rekstrarformi og þar hafði tíðkazt. Sá grundvallarmunur er á starfsháttum á Landakoti og öðrum sjúkrahúsum í Reykjavík, að læknir, sem leggur sjúkling inn á Landakoti er ábyrgur fyrir hon- um meðan hann dvelur á spítalan- um. Helzta röksemdin fyrir því að reka Landakotsspítala áfram með óbreyttu rekstrarformi var sú, að það væri heppilegt að geta borið saman tvö ólík rekstrarform á sjúkrahúsum. Jafnframt skap- aðist ákveðin samkeppni á milli, sem gæti almennt stuðlað að auk- inni hagkvæmni í spítalarekstri. Þegar á heildina er litið hefur rekstur Landakotsspítala gengið vel frá því að sjálfseignarstofnun- in tók við spítalanum. Þó er ljóst, að eitthvað fór úr böndum í rekstri spítalans fyrir nokkrum árum en síðustu misseri hefur verið ráðin bót á því. A undanförnum misserum hef- ur mjög verið rætt um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík. Nánast allir þeir ráðherrar, sem komið hafa að þessum málum, sama í hvaða flokki þeir hafa verið, hafa verið sammála um að forsenda fyrir spamaði í rekstri sjúkrahúsa í Reykjavík væri sú, að reka tvo hátæknispítala hér en ekki þijá. í þessum umræðum hefur mest verið fjallað um sameiningu Borg- arspítala og Landakotsspítala. Erlent ráðgjafarfyrirtæki, sem starfaði fyrir ríkisspítala, var á öðru máli. Niðurstaða þess var sú, að reka ætti Landakot áfram sem litla sjálfstæða einingu en sameina Borgarspítala og Landspítala. Röksemd hinna er- lendu ráðgjafa var sú, að við þyrftum ekki á tveimur hátækni- spítölum að halda. Einn mundi duga okkur en samkeppni á milli tveggja slíkra sjúkrahúsa um starfsmenn og tækjabúnað yrði til þess að auka kostnað óhóflega mikið. Lítið hefur verið rætt um til- lögu hinna erlendu ráðgjafa en áherzla verið lögð á að ná sam- komulagi um sameiningu Borgar- spítala og Landakotsspítala. Aug- ljóst er, að alvarlegur skoðana- ágreiningur hefur verið um málið meðal starfsmanna Landakots- spítala. Úrslitum ræður hins veg- ar nú, að samkvæmt því samkom- ulagi, sem gert var við systurnar á sínum tíma, er ekki hægt að ganga til þessarar sameiningar fyrr en að nokkrum árum liðnum, nema með samþykki þeirra. Slíkt samþykki liggur ekki fyrir og þess vegna verður alla vega frest- un á sameiningu. Hér skal ekki lagður dómur á það, hvort sameining þessara tveggja spítala er skynsamlegur kostur. Spyrja má, hvort áfram- haldandi rekstur Landakotsspít- ala gæti orðið upphaf að nýjum þætti í heilbrigðisþjónustu okkar, þar sem sjúklingar og aðstand- endur þeirra ættu annan valkost en nú er fyrir hendi í heilbrigðis- kerfinu, m.ö.o., að sjúklingar eða aðstandendur greiði fyrir þjón- ustu á Landakoti. Fólk geti valið um, hvort það vill kaupa slíka þjónustu og fá hana hugsanlega skjótar en ella eða fá þjónustuna án endurgjalds á Landspítala eða Borgarspítala. Hitt er alveg ljóst, að á meðan engin niðurstaða er fengin í sam- einingarmálinu hlýtur ríkisvaldið að tryggja viðunandi rekstur Landakotsspítala. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, hefur gert tillögu um skipt- ingu fjárveitingar, sem felur í sér, að starfsemi Landakotsspít- ala verður lömuð. Vinnubrögð af þessu tagi eru hvorki sæmandi ríkisstjórn, heilbrigðisráðherra eða fjárveitingavaldinu. Raunver- ulegur sparnaður næst ekki í rík- isrekstrinum með fljótfærnisleg- um og vanhugsuðum ákvörð- unum. Þótt ríkisstjórnin hafi rekið sig á óvænta hindrun í viðleitni til að sameina tvo spítala getur hún ekki látið standa sig að því að kippa fótunum undan rekstri ann- ars spítalans áður en málefnaleg niðurstaða er fengin í málinu í heild. Arðgreiðsl- ur hlutafé- laga Ríkisstjórnin hefur rökstutt til- lögu um, að ekki skuli líta á arðgreiðslur hlutafélaga, sem kostnað þegar kemur að skatt- lagningu með því, að þannig sé þetta í öðrum löndum. Þetta er rétt. Slík lagaákvæði eru eða hafa verið í gildi, m.a. í Bandaríkjun- um. A síðasta áratug voru áhrifin þau í Bandaríkjunum að fyrirtæki tóku gífurlega fjármuni að láni en sóttu starfsfé sitt síður á hluta- bréfamarkaðinn. Niðurstaðan er sú, að fjölmörg bandarísk fyrir- tæki eru stórskuldug og háir það rekstri þeirra mjög, m.a. í hinni hörðu samkeppni við japönsk fyr- irtæki. Hér eru atvinnufyrirtæki alltof skuldug en hafa séð nýja mögu- leika á fjármögnun með útboði hlutabréfa. Telur ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, að það sé atvinnulífinu til framdrátt- ar að beina því í ríkara mæli en orðið er inn á lánamarkaðinn?! FULLTRÚARÁÐ Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar lýsir sig ósammála fjölmörgu í ný- framkomnum tillögum ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum. í í bréfinu segir að Framkvæmda- stjóm Verslunarráðs íslands vilji enn vara við breytingum á tekju- skatti fyrirtækja samkvæmt þeim hugmyndum, sem nú séu til með- ferðar á Alþingi. Það sé óþolandi fyrir íslenskt viðskiptalíf að þurfa sífellt að sæta handahófskenndum breytingum á tekjuskattslögum og vera sem pólitísk skiptimynt í sam- skiptum stjórnmálamanna. Jafnframt segir að íslenskt efna- Breiðholti var slitið í gær, föstu- daginn 20. desember kl.14 í Fella- og Hólakirkju. Á haustönn stunduðu tæplega 1500 nemendur nám í dagskólan- um á sjö sviðum skólans: bóknáms- sviði, féalgsgreinasviði, heilsu- gælsusviði, listasviði, matvæla- sviði, viðskiptasviði og tæknisviði í dagskólanum og rúmlega 1000 nemendur stunduðu margvísleg nám m.a. í réttindanám í kvöldskó- lanum. 149 kennarar eru við skól- ann. Að þessu sinni útskrifast 72 stúdentar, 60 úr dagskóla og 12 úr kvöldskóla. Hæstu einkunn hlaut Kristin Hrönn Þorbjörnsdóttir af náttúru- fræðibraut dagskólans. Verðlaun Rotaryklúbbs Breiðholts hlaut Jó- hann Gunnar Jóhannssön. ályktun félagsins segir m.a. að áform ríkisstjórnarinnar um fjöldauppsagnir opinberra starfsmanna séu ákaflega van- hugsuð. hagslíf sé nú á leið í dýpstu efna- hagslægð sína frá stofnun lýðveld- isins og að eina leiðin til að komast út úr þessum erfiðleikum sé með uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Slíkar breytingar á tekjuskatti fyrir- tækja auki verulega erfiðleika at- vinnulífsins, sérstaklega með því að þrengja möguleika til öflunar nýs eigin fjár með útgáfu hlutabréfa og bæta því enn á samdráttinn í efna- hagslífinu og auka atvinnuleysi. Við athöfnina í gær var málverk Sigurðar Sigurðarsonar af sr. Guð- mundi Sveinssyni fyrsta skóla- meistara skólans afhjúpað. Kór skólans söng undir stjórn Ernu í ályktun fulltrúaráðsins segir einnig: „Félagsleg samhjálp er að ýmsu leiti gloppóttari á íslandi en í öðrum löndum, sem við berum okkur gjarnan saman við og getur fækkun opinberra starfsmanna hér ekki leitt til neins annars en verri velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin áformar að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, sem í þokkabót verða svipt tekjum. í heild er fjárhagur sveitarfélag- ahna með þeim hætti að hann leyf- ir ekki viðbótarverkefni, nema því aðeins að útsvar verði hækkað. Rík- isstjórn, sem hefur það að markm- iði að lækka skatata er ekki sæm- andi að ástunda slíkan feluleik.“ Síðan segir, að stjórnin sé ótrú- lega gláskyggn á breiðu bökin í þjóðfélaginu, því að í tillögum ríkis- stjórnarinnar sé tregðast við að skattleggja fjármagnstekjur, hafn- að sé að koma á fleiri en einu skatt- þrepi og þvertekið sé fyrir að leggja á hátekjuskatt. Á hinn bóginn sé álögum hlaðið á aldraða, námsfólk, bamafólk og sjúka og að fyrirsáan- legt sé að lífskjör þessara hópa muni stórversna fyrir vikið og að ráðstafanimar séu ekki til þess fallnar að greiða fyrir kjarasamn- ingum. Guðmundsdóttur. j Skólameistari Fjölbrautskólans í Breiðholti er Kristín Arnalds. Skólinn hóf göngu sína 1975 og var fyrsti fjölbrauta- skóli landsins. Framkvæmdastjórn Verslunarráðsins: Varað við breytingfum á tekjuskatti fyrirtækja FRAMKVÆMDASTJÓRN Verslunarráðs íslands afhenti s.l. fimmtu- dag Friðrik Sophussyni, fjármálaráðherra, bréf vegna stjómarfrum- varps til breytinga á tekju-og eignarskattslögum, sem nú er til meðferðar á Álþingi. Skorað er á stjórnvöld að hætta við áformað- ar breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og gefa atvinnulífinu starfs- frið. Stúdentshúfurnar settar upp. Morgunblaðið/Sverrir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 72 stúdentar útskrifaðir í gær FJÖLBRAUTASKÓLINN Guðlaug Einarsdóttir(t.v.) eiginkona sr. Guðmundar Sveinssonar fyrrverandi skólameistara afhjúpaði málverk af manni sínum. Með henni á myndinni er Kristín Arnalds núverandi skólameistari. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 45 Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ við skólaslit. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ: 29 stúdentar brautskráðir FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ brautskráði í gær 29 stúd- enta og 2 nemendur með lokapróf af eins til tveggja ára braut- um. Athöfnin fór fram í skólanum og fluttu ávörp Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari, sem afhenti nemendum prófskír- teini, Arai Emilsson, formaður skólanefndar og Ólafur E. Rún- arsson nýstúdent. I ávarpi skólameistara kom fram að ýmsar nýjungar eru á döfinni í skólastarfinu. Hann nefndi m.a. sérstakan skólasamn- ing sem gerður er í tilraunaskyni fyrir þetta skólaár. Kennarar vinna meira í skólanum en áður og jafnframt er leitast við að bæta kjör þeirra. Hann gat þess einnig að hafinn væri undirbún- ingur að því að byggja nýtt hús- næði fyrir skóiann. Bestum árangri nemenda náði Anna Guðrún Hugadóttir á félagsfræðibraut, með ágætisein- kunn í 39 áföngum. Flestum námseiningum náði Eðvarð Ing- ólfsson á hagfræðibraut, 171 ein- ingu, en lágmarksfjöldi eininga til stúdentsprófs er 140. Sakadómur Reykjavíkur: Síbrotaxnaður sýknaður af kröfu um sérstaka gæslu SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi fjölskipaðs sakadóms sýkn- að Steingrím Njálsson, 49 ára gamlan mann, sem margsinnis hefur verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, af þeirri kröfu ákæruvaldsins að honum verði gert að sæta sérstökum öryggisráð- stöfunum að lokinni afplánun refsingar með miði að því að stemma stigu við frekari afbrotum mannsins og áfengissýki hans og að koma fram lyfjameðferð í því 'skyni að vinna gegn kynferðislegummisþroska hans. Krafa þessi var byggð á því að maðurinn teldist hættulegur vana- afbrotamaður sem ekki hafi látið skipast við endurtekna refsidóma og læknismeðferð en hann hefur frá 1963 verið sakfelldur fyrir ýmis kon- ar kynferðisafbrot gegn 14 drengjum á aldrinum 7-15 ára. Alls hefur maðurinn frá árinu 1963 hlotið 26 refsidóma fyrir kynferðisaf- brot, þjófnaði, líkamsárásir, fjársvik, skjalafals og ölvun og réttindaleysi við akstur í samtals 11 ára og 3 'A mánaða fangelsi. Auk þess hefur hann hlotið 16 sektir fyrir brtot á umferðar- og áfengislögum. I tengslum við dóm vegna kynferð- isafbrot var maðurinn þann 11. júní 1990 í sakadómi dæmdur til að sérs- takrar öryggisgæslu að lokinni af- plánun 18 mánaða refsingar í fang- elsi. í Hæstarétti var þessi dómur mildaður í 12 mánaða fangelsi og kröfunni um sérstaka gæslu að lok- inni afplánun var hafnað þar sem ákæruvaldið þótti ekki hafa gert grein fyrir því hvort gæslu af þessu tagi yrði komið við annars staðar en í fangelsi. Manninum var svo veitt reynslu- lausn á l'/z mánuð af eftirstöðvum þessarar 12 manaða fangelsisvistar en sú reynslulausn var afturkölluð að fáum dögum liðnum þar sem mað- urinn hafði ekki hlýtt skilmálum hennar. í framhaldi af því var sérstök ákæra gefin út af ríkissaksóknara, þar sem krafa sú sem nú hefur verið hafnað, var gerð. Henni var í fyrstu vísað frá sakadómi en með dómi Hæstaréttar var sakadómi gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að þrátt fyrir langan afrota- feril mannsins telji dómurinn ekki unnt að segja til um það með neinni vissu hversu líklegt sé að hann muni bijóta af sér í framtíðinni en frá því hann losnaði úr fangelsi fyrir 10 mánuðum hefur hann svo vitað sé einu sinni gerst brotlegur við umferð- arlög. Við mat á því hversu líklegur hann sé til afbrota sé ekki við annað að styðjast en sakaferil mannsins og læknisfræðileg gögn málsins þar sem m.a. komi fram að afbrigðileg kyn- hegðun sem maðurinn sé talinn hald- inn eldist ekki af fólki þótt hún fari minnkandi með aldrinum. Dómurinn vísar til þess að Hæsti- réttur hafi ekki talið unnt að dæma manninn til gæslu af þessu tagi þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að sú gæsla gæti farið fram annars stað- ar en í fangelsi og segir að krafa ákæruvaldsins í þessu máli sé í raun framhald þess máls sem þar var fjall- að um. Þá segir: „Ákæruvaldið hefur í þessu máli fært fram gögn sem dómurinn telur sýna að gæsla samk- vælmt 66. og 67. gr. almennra hegningarlaga sé ekki tiltæk annars staðar en í fangelsi. Þótt dómurinn telji það ekki í verkahring dómstóla að kveða á um það, hvar menn, er dæmdir hafa verið til gæslu sam- kvæmt tilvitnuðum ákvæðum séu vi- staðir, þykir hins vegar rétt vegna samhengis þessa máls og þess hluta málsins samkvæmt ákæru frá 2. apríl 1990, sem að framan greinir og í til- efni af ofangreindum dómi Hæsta- réttar og málavöxtum að öðru leyti, að taka fram, að dómurinn telur, að öryggisráðstafanir gagnvart ákærða í því skyni er ákæruvaldið hefur kraf- ist í máli þessu og lýst er í ákær- unni, eigi ekki og geti ekki, eðli sínu samkvæmt, farið fram í fangelsi. Með vísan til framanritaðs telur dómurinn ekki vera uppfyllt skilyrði til að dæma ákærða til að sæta öryggisráðstöfun- um samkvænit 66. og 67. grein al- mennra hegningarlaga." Því var maðurinn sýknaður af öll- um kröfum ákæruvaldsins og greiðsla alls sakarkostnaðar og 150 þúsund króna málsvarnarlauna til Ragnars Aðalsteinssonar hrl., felld á ríkissjóð. Dóminn kváðu upp sakadómaramir Arngrímur ísberg, dómsformaður, Guðjón St. Marteinsson og Helgi I. Jónsson. -------»--♦<------- Doktorspróf í samanburð- armálfræði JÓN Axel Harðarson lauk í fe- brúarmánuði síðastliðnum dokt- orsprófi í indóevrópskri saman- burðarmálfræði við háskólann í Freiburg í Þýzkalandi. Doktorsritgerð- in fjallar um rótar- aðrista, sem er sér- stök formdeild sagna, í indóevr- ópska frummálinu og afdrif þeirra í indóírönsku og grísku. Áður hafði Jón Axel lokið B.A.-prófí í latínu og íslenzku við Háskóla Islands og magisterprófi í samanburðarmál- vísindum við Freiburgarháskóla. Jón Axel starfar við/ háskólann í Dr. Jón Axel Hardarson. Freiburg. Foreldrar Jóns Axels eru Hörður Jónsson og Edda Axelsdóttir. Bók um Alþmgi hið forna eftir Einar Pálsson KOMIN er út ný bók eftir Einar Pálsson, sem nefnist Alþingi hið forna. Er þetta tíunda bókin sem Einar Pálsson ritar um uppruna íslenzkrar menningar. I kynningu útgefanda segir m.a.: „I bók þessari er byggt á því sem menn vissu áður; flest sem ritað hefur verið um efnið er gaumgæft og haft til hliðsjónar. Síðan er aukið við því sem komið hefurj ljós við rannsóknir undanfarinna áratuga. Eðli Alþingis er athugað og leitað að uppruna þess og fyrirmyndum. Efniviðurinn nær þannig langt aftur fyrir íslandsbyggð. Skýrð eru tengsl Alþingis við heims- mynd miðalda, goðafræði, tónlist, heimspeki, tímatal og tölvísi. Einkum er gerð grein fyrir umgjörð Alþingis hins forna; uppbyggingu þess og hvar það stendur rótum í fornum fræðum. Aftan við meginmál eru tólf skýringa- myndir, tilvitnana- og nafnaskrá. í hinni nýju bók er sett fram kenn- ing um grundvöll hins forna íslenzka goðaveldis. Mun það í fyrsta sinn, sem sett er fram ákveðin og skýr niður- staða um þau efni. Til skamms tíma hafa menn haldið, að enga hliðstæðu við Alþingi íslendinga væri að finna á Vesturlöndum; niðurstaða þessa rits Einar Pálsson er gagnstæð; Alþingi hið forna byggðist á merkustu hugmyndum og vönduðustu stjórnskipan fomra sam- félaga. Umgjörð hins íslenzka goða- veldis var skipuleg og föst í sniðum — og í beinu samræmi við mikilvæg- ustu heimsmyndarfræði fornaldar." Breytingar á endurgreiðslu námslána (miðað er við meðaltekjur í starfsgrein) Einstaklingur í leiguhúsnæði. Starf: Viðskiptafræðingur 200 þús. kr. Breytt kerfi* Arslán 432.000 f ' Tekiðlán 1.728.000 120 1 I Námstími 4 ár 80. 40 n \ Gildandi kerfi** 25 ára 30 35 40 45 50 55 60 65 Einstætt foreldri m. eitt barn. Starf: Framhaldssk.kennari 120 Árslán 648.000 Tekið lán 1.944.000 Námstími3ár *Breytt kerfi skv. frumvarpi til laga um LÍN. Endurgreiðslur hefjast ári ettir námslok. Vextir 3%. Tekjutenging: 4% fyrstu 5 áriin, 8% eftir það. "Endurgreiðslur hefjast þremur árum eftir námslok. Vextir 0%. Tekjutenging 3,75%. Frumvarp um Lánasjóð námsmanna: Arlegar greiðslur tvöfaldast ÁRLEGAR greiðslur viðskiptafræðings af námsláni sínu hækka úr 90-100 þúsund á ári samkvæmt núgildandi kerfi í um 200 þús- und ef frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem lagt hef- ur verið fram á Alþingi nær fram að ganga. Greiðslur framhalds- skólakennara tvöfaldast, hækka úr um 40 þúsund krónum í um 90-100 þúsund krónur á ári, eins og meðfylgjandi línurit bera með sér. Þau eru endurbirt frá í gær vegna þess að kvarði yfir endur- greiðslur var ekki réttur. I framangreindum dæmum er miðað við einstakling í leiguhús- næði. Viðskiptafræðingurinn tekur lán í fjögur ár, samtals 1.728.000 þúsund, en framhaldsskólakennar- inn í 3 ár, samtals 1.296.000. Við- skiptafræðingurinn greiðir lánið upp á milli þrítugs og fertugs, en framhaldsskólakennarinn er fram- undir fimmtugt að greiða sitt lán. Auk þess eru einnig línurit yfir greiðslur einstæðra foreldra í námi, einnig viðskiptafræðings og framhaldsskólakennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.