Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 GETRAUNIR ÍÞRÍrmR FOLK ■ MICHAEL Thomas, sem kom inná sem varamaður hjá Liverpool fyrir Mölby í 2:1 sigri gegn Totten- ham á miðvikudaginn, verður í fyrsta sinn í bytjunarliðinu í dag, þegar Liverpool fær Manchester City í heimsókn. ■ THOMAS var keyptur í staðinn fyrir Steve McMahon, sem gengur að öllum líkindum yfir í City að leik loknum. Thomas og McMahon v,erða saman á miðjunni í dag. ■ PETER Reid, þjálfari og leik- maður City, velur sjálfan sig senni- lega í liðið og verður þá á miðj- unni. „Liverpool lék vel gegn Tott- enham og er á fleygiferð, en við höfum fullan hug á að sigra eins og í fyrri leiknum á Main Road í ágúst,“ sagði Reid. ■ MARK Walters verður í hópn- um hjá Liverpool. ■ PAUl Merson hefur verið veik- ur alla vikuna, en lék með b-liði Englands og skoraði gegn Spáni á miðvikudag og verður sennilega með Arsenal í dag. Hann hefur ekki misst úr leik á tímabilinu. ■ GEORGE Graham sagði að •’Merson, David Seaman, Nigel Winterburn, David Rocastle og Kevin Kampbell, sem léku allir á Spáni, væru útkeyrðir eftir ferða- lagið. „Þetta er ekki besti undirbún- ingurinn fyrir leik gegn Everton," sagði Graham. Hann hafði samt ekkert á móti landsleiknum og sagði skiljanlegt að menn sínir vildu leika fyrir landsliðið, því þeir væru mjög metnaðarfullir. ■ TONY Cottee hefur náð sér eftir meiðsli og verður með Everton mdag. ■ ROBERTO Baggio verður miðheiji Ítalíu með Vialli gegn Kýpur í Evrópukeppninni í dag. Ítalía þarf eitt stig til að tryggja sér annað sætið í riðlinum á eftir Sovétríkjunum og verður þá í við- bragðsstöðu ef Sovétríkin v taka ekki þátt í úrslitakeppninni. ■ TRAPA TTONI, þjálfari Ju- ventus, segir að Baggio sé ómögu- legur miðhetji en þeim mun betri á miðjunni. Sacchi, landsliðsþjálfari, er á öðru máli og með því að hafa Baggio frammi, getur hann sett Gianfranco Zola hjá Napólí á miðjuna. ■ JEAN-Pierre Papin verður sennilega valinn knattspyrnumaður Evrópu á morgun. ■ ÞÝSKIR fréttamenn völdu meistaralið Kaiserslautern sem lið ársins í Þýskalandi. ■ TERRU Butcher, fram- kvæmdastjóri Coventry, er hættur að leika með liðinu og við það lækka laun hans um 100 þús. ísl. kr. á viku. Vikulaun hans verða „aðeins“ 300 þús. krónur. ■ JÚRGEN Kohler hjá Juvent- us, er besti leikmaðurinn í ítölsku knattspyrnunni að mati frétta- manna þar í Iandi. Kohler, sem er fastamaður í þýska landsliðinu, hefur slegið í gegn á sínu fyrsta keppnistímabili með Juventus. trrraciíí-'ásitelse**- «»c sérstakt lið Lothar Matth'áus. Ríkisstjórn Úkraníu fór þess á leit við Alþjóða ólympíunefnd- ina, IOCj í fyrradag að hún viður- kenndi Olympíunefnd Úkraníu og geri henni kleift að senda sérstakt lið íþróttamanna á Olympíuleikana í Barcelona næsta sumar. Bent er á að 15 þjóðir hafi viðurkennt Úkra- níu sem sjálfstætt ríki. Moldavía og Georgía höfðu áður sent IOC samskonar erindi, en aðstoðar- íþróttamálaráðherra Sovétríkjanna sagði fyrr í vikunni að Sovétríkin myndu senda sameiginlegt lið til Barcelona. Sovétríkin tóku fyrst þátt í Olympíuleikum 1952 og síðan hefur íþróttafólk frá Úkraníu unnið til meira en 400 verðlauna á Ólympíu- leikum og þar af fengið 177 gull- peninga. 93 Úkraníumenn voru í liði Sovétríkjanna á ÓL í Seoul 1988 og uppskáru þeir 53 verðlaunapen- inga, þar af 19 gull. Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, sagði fyrir skömmu að fulltrú- um ríkja innan núverandi Sovétríkja yrði boðið til höfuðstöðva IOC í Sviss í mars n.k. til að finna lausn á þátttöku Sovétríkjanna, nýja sam- veldisins eða einstakra ríkja innan þeirra. Knattspyrnusamband Úkraníu hefur þegar ákveðið að knatt- spyrnumenn frá Úkraníu megi leika fyrir hönd Sovétríkjanna í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í Sví- þjóð í júní n.k., en hefur sagt sig úr sovésku deildinni og stofnað eig- in sex liða deild. „Við getum endurheimt Evrópumeistaratitilinn," segir Mattháus, íyrirliði Þjóðverja Bryan Robson, fyrirliði United. Á myndinni hér til hliðar sjást Bobby Charlton, sem var meistari með félag- inu 1967 og Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri. BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, skaut töppum úr kampavínsflöskum í Leverkus- en, eftir að lið hans hafði tryggt sér farseðilinn í úrsiitakeppi EM í Svíþjóð, með því að vinna Luxemborg, 4:0. „Strákarnir hafa leikið vel að undanförnu og sýna að þeir leika best und- ir pressu," sagði Vogts. Lothar Mattháus, fyrirliði þýska liðsins, sem hefur aldrei verið betri, þó að hann sé 30 ára, sagði að þýska liðið sé komið í þann gæðarflokk sem það var í HM á Italíu. „Ef við höldum áfram að leika eins og við höfum leikið síð- ustu fjóra leiki okkar, þá hef ég trú á að við getum endurheimt Evrópu- meistaratitilinn í Svíþjóð,“ sagði Mattháus. Þjóðverjar leika fjóra vináttu- landsleiki áður en þeir halda til Svíþjóðar - gegn ítölum, Tékkum, Tyrkjum og einnig vonast þeir eftir að leika gegn írum eða Portúgölum. Úkranía óskar I eftir að senda * „Hef trú á að United fari alla leið“ - segir Paul McGrath, fyrrum leikmaður Man. United, sem leikur með Aston Villa á Old Trafford í dag. Robson og Sharpe klárir í slaginn BRYAN Robson, fyrirliði Man- chester United og hinn efnilegi Lee Sharpe hafa náð sér eftir meiðsli og leika með gegn As- ton Villa á Old T rafford í Man- chester í dag. „Ég er nú með alla leikmenn mína heila - í fyrsta skipti síðan ég kom til Old T rafford,11 sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd., sem tók við liðinu 1986. Man. Utd. og Leeds há nú mikið einvígi um Englands- meistaratitilinn. Robson hefur misst af tveimur síðustu leikjun United vegna meiðsli á fæti - vöðvi tognaði. Sharp hefur átt við meiðsli að stríða í nára í sjö mánuði, eða síðan hann fagnaði sigri með félögum sínum í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, þegar United lagði Barcelona. Hann hefur leikið þijá leiki með unglinga- liði félagsins á tíu dögum og hefur staðist prófið. „Við eigum erfiða leiki framund- an yfir jólin og því er gott að vera með'alla leikmennina heiia,“ sagði Ferguson. Það verða margir kunnir kappar sem koma á Old Trafford, eins og Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, sem var áður stjóri hjá United og leikmenn- irnir Paul McGrath, miðvörður og markvörðurinn Les Sealey. McGrath hefur trú á því að United vinni meistaratitilinn nú - í fyrsta sinn síðan 1967. „Eftir að ég sá United leika gegn Chelsea á Stamford.Bridge, sá ég að leikmenn félagsins hafa alla burði til að fara alla leið og fagna meistaratitli. Leikmennirnir eru sterkir og góðir. Liðið er betra en þegar ég lék á Old Trafford með leikmönnum eins og Gordon Strachan og Jesper Ols- en. Nú leika ungir og stórgóðir leik- menn með liðinu, eins og Ryan Giggs og Lee Sharpe.“ United vann Chelsea, 3:1. Leeds leikur úti gegn Notting- ham Forest í dag. Besti árangur- inn ,ygleymdislM Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi bréf: Enn einu sinni hefur stjórn Skotsambands íslands gengið fram hjá besta árangri ársins í skotfimi, við val á íþróttamanni ársins í skotfimi. Að þessu sinni var í annað sinn valinn Einar Páll Garðarsson, haglabyssumað- ur og fyrrverandi stjórnarmaður í Skotsambandinu. I bæði skiptin sem hann var valinn voru aðrir en hann með besta árangur ársins. ■ _ Tryggvi Sigmanson í Noregi (Islenskur ríkisborgari) hlaut 575 stig í loftskammbyssu í Finnlandi í júlí 1991. Besti árangur Einars Páls Garðarssonar sem vitað er um er hinsvegar aðeins 189 stig í Haglabyssu Skeet í Leirdal í sumar. Það svarar til 572 stiga í Loftskammbyssu. Auk þess fara mótin í Leirdai ekki fram í samræmi við alþjóða- reglur. Er stjórn Skotsambandsins ekki búin að blekkja ÍSÍ og ís- lensku þjóðina nógu lengi með þessum makalausa titli? Carl J. Eiríksson Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk Úrslit Mín spá 1 x 2 01 • —7.1-/.J— Arsenal : Everton 8 2 2 14-6 Chelsea : Oldham 4 2 0 13-4 Liverpool : Manchester City 5 2 1 18-8 Manchester Utd. : Aston Villa 7 3 1 28-11 Norwich : Queens Park R. 4 2 2 6-5 Sheffield Wed. : Wimbledon 1 1 2 2-4 West Ham : Sheffield Utd. 1 0 0 5-0 Blackburn : Derby 5 0 0 15-3 Brighton : Millwall 1 1 1 1-1 Grimsby : Leicester 1 1 0 4-2 Middlesbro : Oxford 1 1 1 1-1 Port Vale : Wolves 1 0 1 4-3 Sunderland : Portsmouth 1 2 1 7-5 Þjóðvevjar óstöðvandi KNATTSPYRNA OLYMPIULEIKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.