Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 86

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 86
86 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 GETRAUNIR ÍÞRÍrmR FOLK ■ MICHAEL Thomas, sem kom inná sem varamaður hjá Liverpool fyrir Mölby í 2:1 sigri gegn Totten- ham á miðvikudaginn, verður í fyrsta sinn í bytjunarliðinu í dag, þegar Liverpool fær Manchester City í heimsókn. ■ THOMAS var keyptur í staðinn fyrir Steve McMahon, sem gengur að öllum líkindum yfir í City að leik loknum. Thomas og McMahon v,erða saman á miðjunni í dag. ■ PETER Reid, þjálfari og leik- maður City, velur sjálfan sig senni- lega í liðið og verður þá á miðj- unni. „Liverpool lék vel gegn Tott- enham og er á fleygiferð, en við höfum fullan hug á að sigra eins og í fyrri leiknum á Main Road í ágúst,“ sagði Reid. ■ MARK Walters verður í hópn- um hjá Liverpool. ■ PAUl Merson hefur verið veik- ur alla vikuna, en lék með b-liði Englands og skoraði gegn Spáni á miðvikudag og verður sennilega með Arsenal í dag. Hann hefur ekki misst úr leik á tímabilinu. ■ GEORGE Graham sagði að •’Merson, David Seaman, Nigel Winterburn, David Rocastle og Kevin Kampbell, sem léku allir á Spáni, væru útkeyrðir eftir ferða- lagið. „Þetta er ekki besti undirbún- ingurinn fyrir leik gegn Everton," sagði Graham. Hann hafði samt ekkert á móti landsleiknum og sagði skiljanlegt að menn sínir vildu leika fyrir landsliðið, því þeir væru mjög metnaðarfullir. ■ TONY Cottee hefur náð sér eftir meiðsli og verður með Everton mdag. ■ ROBERTO Baggio verður miðheiji Ítalíu með Vialli gegn Kýpur í Evrópukeppninni í dag. Ítalía þarf eitt stig til að tryggja sér annað sætið í riðlinum á eftir Sovétríkjunum og verður þá í við- bragðsstöðu ef Sovétríkin v taka ekki þátt í úrslitakeppninni. ■ TRAPA TTONI, þjálfari Ju- ventus, segir að Baggio sé ómögu- legur miðhetji en þeim mun betri á miðjunni. Sacchi, landsliðsþjálfari, er á öðru máli og með því að hafa Baggio frammi, getur hann sett Gianfranco Zola hjá Napólí á miðjuna. ■ JEAN-Pierre Papin verður sennilega valinn knattspyrnumaður Evrópu á morgun. ■ ÞÝSKIR fréttamenn völdu meistaralið Kaiserslautern sem lið ársins í Þýskalandi. ■ TERRU Butcher, fram- kvæmdastjóri Coventry, er hættur að leika með liðinu og við það lækka laun hans um 100 þús. ísl. kr. á viku. Vikulaun hans verða „aðeins“ 300 þús. krónur. ■ JÚRGEN Kohler hjá Juvent- us, er besti leikmaðurinn í ítölsku knattspyrnunni að mati frétta- manna þar í Iandi. Kohler, sem er fastamaður í þýska landsliðinu, hefur slegið í gegn á sínu fyrsta keppnistímabili með Juventus. trrraciíí-'ásitelse**- «»c sérstakt lið Lothar Matth'áus. Ríkisstjórn Úkraníu fór þess á leit við Alþjóða ólympíunefnd- ina, IOCj í fyrradag að hún viður- kenndi Olympíunefnd Úkraníu og geri henni kleift að senda sérstakt lið íþróttamanna á Olympíuleikana í Barcelona næsta sumar. Bent er á að 15 þjóðir hafi viðurkennt Úkra- níu sem sjálfstætt ríki. Moldavía og Georgía höfðu áður sent IOC samskonar erindi, en aðstoðar- íþróttamálaráðherra Sovétríkjanna sagði fyrr í vikunni að Sovétríkin myndu senda sameiginlegt lið til Barcelona. Sovétríkin tóku fyrst þátt í Olympíuleikum 1952 og síðan hefur íþróttafólk frá Úkraníu unnið til meira en 400 verðlauna á Ólympíu- leikum og þar af fengið 177 gull- peninga. 93 Úkraníumenn voru í liði Sovétríkjanna á ÓL í Seoul 1988 og uppskáru þeir 53 verðlaunapen- inga, þar af 19 gull. Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, sagði fyrir skömmu að fulltrú- um ríkja innan núverandi Sovétríkja yrði boðið til höfuðstöðva IOC í Sviss í mars n.k. til að finna lausn á þátttöku Sovétríkjanna, nýja sam- veldisins eða einstakra ríkja innan þeirra. Knattspyrnusamband Úkraníu hefur þegar ákveðið að knatt- spyrnumenn frá Úkraníu megi leika fyrir hönd Sovétríkjanna í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í Sví- þjóð í júní n.k., en hefur sagt sig úr sovésku deildinni og stofnað eig- in sex liða deild. „Við getum endurheimt Evrópumeistaratitilinn," segir Mattháus, íyrirliði Þjóðverja Bryan Robson, fyrirliði United. Á myndinni hér til hliðar sjást Bobby Charlton, sem var meistari með félag- inu 1967 og Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri. BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, skaut töppum úr kampavínsflöskum í Leverkus- en, eftir að lið hans hafði tryggt sér farseðilinn í úrsiitakeppi EM í Svíþjóð, með því að vinna Luxemborg, 4:0. „Strákarnir hafa leikið vel að undanförnu og sýna að þeir leika best und- ir pressu," sagði Vogts. Lothar Mattháus, fyrirliði þýska liðsins, sem hefur aldrei verið betri, þó að hann sé 30 ára, sagði að þýska liðið sé komið í þann gæðarflokk sem það var í HM á Italíu. „Ef við höldum áfram að leika eins og við höfum leikið síð- ustu fjóra leiki okkar, þá hef ég trú á að við getum endurheimt Evrópu- meistaratitilinn í Svíþjóð,“ sagði Mattháus. Þjóðverjar leika fjóra vináttu- landsleiki áður en þeir halda til Svíþjóðar - gegn ítölum, Tékkum, Tyrkjum og einnig vonast þeir eftir að leika gegn írum eða Portúgölum. Úkranía óskar I eftir að senda * „Hef trú á að United fari alla leið“ - segir Paul McGrath, fyrrum leikmaður Man. United, sem leikur með Aston Villa á Old Trafford í dag. Robson og Sharpe klárir í slaginn BRYAN Robson, fyrirliði Man- chester United og hinn efnilegi Lee Sharpe hafa náð sér eftir meiðsli og leika með gegn As- ton Villa á Old T rafford í Man- chester í dag. „Ég er nú með alla leikmenn mína heila - í fyrsta skipti síðan ég kom til Old T rafford,11 sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd., sem tók við liðinu 1986. Man. Utd. og Leeds há nú mikið einvígi um Englands- meistaratitilinn. Robson hefur misst af tveimur síðustu leikjun United vegna meiðsli á fæti - vöðvi tognaði. Sharp hefur átt við meiðsli að stríða í nára í sjö mánuði, eða síðan hann fagnaði sigri með félögum sínum í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, þegar United lagði Barcelona. Hann hefur leikið þijá leiki með unglinga- liði félagsins á tíu dögum og hefur staðist prófið. „Við eigum erfiða leiki framund- an yfir jólin og því er gott að vera með'alla leikmennina heiia,“ sagði Ferguson. Það verða margir kunnir kappar sem koma á Old Trafford, eins og Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, sem var áður stjóri hjá United og leikmenn- irnir Paul McGrath, miðvörður og markvörðurinn Les Sealey. McGrath hefur trú á því að United vinni meistaratitilinn nú - í fyrsta sinn síðan 1967. „Eftir að ég sá United leika gegn Chelsea á Stamford.Bridge, sá ég að leikmenn félagsins hafa alla burði til að fara alla leið og fagna meistaratitli. Leikmennirnir eru sterkir og góðir. Liðið er betra en þegar ég lék á Old Trafford með leikmönnum eins og Gordon Strachan og Jesper Ols- en. Nú leika ungir og stórgóðir leik- menn með liðinu, eins og Ryan Giggs og Lee Sharpe.“ United vann Chelsea, 3:1. Leeds leikur úti gegn Notting- ham Forest í dag. Besti árangur- inn ,ygleymdislM Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi bréf: Enn einu sinni hefur stjórn Skotsambands íslands gengið fram hjá besta árangri ársins í skotfimi, við val á íþróttamanni ársins í skotfimi. Að þessu sinni var í annað sinn valinn Einar Páll Garðarsson, haglabyssumað- ur og fyrrverandi stjórnarmaður í Skotsambandinu. I bæði skiptin sem hann var valinn voru aðrir en hann með besta árangur ársins. ■ _ Tryggvi Sigmanson í Noregi (Islenskur ríkisborgari) hlaut 575 stig í loftskammbyssu í Finnlandi í júlí 1991. Besti árangur Einars Páls Garðarssonar sem vitað er um er hinsvegar aðeins 189 stig í Haglabyssu Skeet í Leirdal í sumar. Það svarar til 572 stiga í Loftskammbyssu. Auk þess fara mótin í Leirdai ekki fram í samræmi við alþjóða- reglur. Er stjórn Skotsambandsins ekki búin að blekkja ÍSÍ og ís- lensku þjóðina nógu lengi með þessum makalausa titli? Carl J. Eiríksson Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk Úrslit Mín spá 1 x 2 01 • —7.1-/.J— Arsenal : Everton 8 2 2 14-6 Chelsea : Oldham 4 2 0 13-4 Liverpool : Manchester City 5 2 1 18-8 Manchester Utd. : Aston Villa 7 3 1 28-11 Norwich : Queens Park R. 4 2 2 6-5 Sheffield Wed. : Wimbledon 1 1 2 2-4 West Ham : Sheffield Utd. 1 0 0 5-0 Blackburn : Derby 5 0 0 15-3 Brighton : Millwall 1 1 1 1-1 Grimsby : Leicester 1 1 0 4-2 Middlesbro : Oxford 1 1 1 1-1 Port Vale : Wolves 1 0 1 4-3 Sunderland : Portsmouth 1 2 1 7-5 Þjóðvevjar óstöðvandi KNATTSPYRNA OLYMPIULEIKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.