Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 59 Stormsker og fjöl- miðlagagnrýni eftir Kristján Valby Ég get ekki lengur orða bundist yfir vitleysunni sem daglega renn- ur úr penna Ólafs M. Jóhannesson- ar „fjölmiðlagagnrýnanda" Morg- unblaðsins. Oft hefur mér blöskrað glámskyggni hans, skilningsleysi og tilgangslaust froðusnakk um menn og málefni, en steininn tók úr laugardaginn 23. nóv. þegar hann fann sig knúinn til að lof- syngja textagerð Jóns Sigurðsson- ar bankamanns, en lýsa frati á kveðskap Sverris Stormskers sem hann flutti fyrir skemmstu á Bylgj- unni í Reykjavík síðdegis. Ólafur sagði að textar Jóns væru „snilld- artextar“, en kveðskap Stormskers kallaði hann „hnoð“. Ég var svo heppinn að heyra upplestifr Storm- skers úr bók sinni, og það verð ég að segja sem mikill áhugamaður um íslenskt mál og góða ljóðlist, að þar var verulega vandaður og hnyttinn kveðskapur á ferðinni. Það fer ekki á milli mála að Storm- sker hefur mjög gott vald á ís- lenskri tungu, rími og ljóðstöfum, og hann virðist gæddur óvenjulegu næmi á spaugilegar hliðar orð- anna, og reyndar tilverunnar yfir höfuð, og verður hnyttni hans að teljast einstök. Það ljóð sem hann las á Bylgjunni bar þessum hæfi- leikum hans glöggt vitni, en það var ekki við því að búast að Ólafur bæri skynbragð á það frekar en svo margt annað sem hann hefur tjáð sig um. Ólafí rataðist hins vegar satt á munn þegar hann sagði: „Undirritaður er sannfærður um að söngtextar dagsins hafa mikil áhrif á málkennd uppvaxandi kynslóðar.“ Vissulega er þetta rétt , en hvers vegna í ósköpunum þá að hnýta í Stormsker, þann texta- höfund þjóðarinnar sem einna best kann að fara með stuðla og höfuð- stafi og íslenskt mál yfír höfuð, en segja svo að Jón Sigurðsson sé snillingur. Við skulum skoða brot úr einum „snilldartexta" Jóns Sig- urðssonar, sem Ólafur kallar svo: Nína átti heima á næsta bæ, ég næstum það ekki skilið fæ, hún var eftir mér alveg 6ð - ég fékk bréf og í því stóð: Kristján Valby Og svo stóð einhver vitleysa í bréfinu, í svipuðum gæðaflokki og erindið hér að ofan. Erindið er kolvitlaust ort og fádæma klaufa- legt í alla staði. Of langt er á milli stuðlanna í fyrstu línunni, þriðja línan er ofstuðluð og höfuðstafur- inn í fjórðu línu myndar stuðul móti orðinu í, sem einnig er brag- fræðilega rangt. Svona textagerð kallast í daglegu tali leirburður, en þess háttar „kveðskapur“ er því miður einkennandi fyrir „snilld“ Jóns. En Ólafur er á öðru máli; honum fínnst þetta hafa bætandi „áhrif á málkennd uppvaxandi æsku“ og kallar þetta „snilld". En lítum nú á brot úr kveðskap Storm- skers sem birtist í fýrstu ljóðabók hans, Kveðið í kútnum, sem kom út þegar höfundurinn var „ekki einu sinni kominn með kosninga- rétt“, eins og stendur á bókarkáp- unni: Óljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífíð fært í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg, en það er gleðin ekki. Þetta ljóð er álíka vel ort og það ljóð sem Stormsker las upp á Bylgj- unni, þótt innihaldið sé gjörólíkt, en um það ljóð fór Ólafur þessum orðum í grein sinni: „Slíkt hnoð hefði ekki komist í útvarpið á blómatíma Jóns bankamanns. Það er einhver úrættun í þessu auglýs- ingasamfélagi.“ Spegillinn einn getur tjáð Ólafi hvað úrættun er. Eg held að Ólaf- ur hafi með þessari grein sinni endanlega dæmt sig úr leik sem blaðamann í hugum þúsunda les- enda, lesenda sem bera skynbragð á góða ljóðlist. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er ekki hæfur tii verksins. Ábyrgir menn með skilningarvitin í lagi eiga að skrifa fjölmiðlagagnrýni, ekki menn eins og Ólafur. Slíkir menn eiga eingöngu að koma nálægt blaðamennsku með því að selja blöðin niður í bæ. Útlitið er orðið svart þegar vanhæfir menn eru farnir að hafa af því atvinnu hjá virtu blaði að sverta okkar bestu listamenn í fullkomnu ábyrgðar- og dómgreindarleysi og ýta þannig undir ranghugmyndir hjá þjóðinni um viðkomandi listamenn. Á sínum hérvistardögum var Steinn Stein- arr úthrópaður sem ræfill og hnoð- ari, en nú er Steinn í tísku, en nú er jafnframt í tísku, eins og reynd- ar á öllum tímum, að úthrópa Steina samtíðar sinnar. Vel má vera að Stormsker sé orðinn vanur skítkasti og skilningsleysi landa sinna, en ég á erfitt með að venj- ast því, fyrir hans hönd. Ég óska honum til hamingju með nýju ljóða- bókina, sem hann kallar því skemmtilega réttnefni Vizkustykki og ég bíð gagnrýninnar-sem hún fær hjá menningarvitum þjóðar- innar með sársaukablandinni til- hlökkun. Höfundur er nemi. HfÓNABAND ' BERTU Verð kr. 1.680.- Þoð eru margar dstæður... ...fyrir því að flestir atvinnumenn í íshokký nota BaUEr-skauta: SUPERFEET Bauer „Superfeet,,-innleggið er í fjórum hlutum: 1 Ultrilure® yfirborðið sýgur í sig raka og heldur fætinum þurrum. 2 Engarde® hindrar bakteríur og sveppamyndun. 3 Frelonic 1® lagar sig eftir ilinni til aukinna þæginda. 4 Frelonic 2® er styrktarlag sem eykur stuðn ing við hælinn og deyfir högg. SKAUTA- TEGUNDIR SEM NHL- LEIKMENN NOTA: Mkroc 58% 17% 11% 9% 5% FORMFIT® „Formfit Plus”-tungan er sú eina sem er hönnuð fyrir hægri og vinstri fót. Tungan er þrískipt og helst alltaf á miðjum legg. FLOLITE® Flolite” ökkla- púðarnir laga sig að fætinum, þannig að skórinn verður eins og „klæðskera- saumaður”. Tvær breiddir: D: Fyrir meðal fót EE: Fyrir breiðan fót Bauer skautarnir kosta trá kr. 5.990, Póstkrötusími 91-679955 KRINGLU skautar þeirra BESTU Borgarkringlunni Cooper ÍSHUKKÝVÖHUR Tonal Kynning í dag frá kl. 14-17 Snyrtinámskeið Gjafakort ■$■ ■$■ Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók IUW PVATOW m Rikið ■ 1 RIKIÐ eftír PLATON Eitt helsta heimspekirit sögunnar. ✓ .Zslensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Kristján Ámason þýddi bundið mál. I þessu elsta sljómspekiriti vestrænnar menningar setur Platon (427-347 f. Kr.) fram hugmyndir um fyrirmyndarríkið, hvemig því skuli stjómað og fyrir komið. Hann leitar eftir heilladrýgsta fyrirkomulagi fyrir heildina fremur en að samfélagi þar sem hver og einn fær að njóta sín að vild. Þar með skipar Platon sér í sveit þeirra sem em andsnúnir lýðræði. Ríkið er viðamesta ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, tæpar 800 bls. 1 tveimur bindum með öskju. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlÐUMtllJ 21 • PÖSTHÓLF8935 • 128 REYKJAVlK • SlMI 91-679060 1816 Jjj 1991 ■$■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.