Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Hljómdiskur með tón- list eftir Jón Nordal ÍSLENSK tónverkamiðstöð hef- ur sent frá sér nýjan hljómdisk með fjórum hljómsveitarverk- um eftir Jón Nordal. Diskurinn er gefinn út í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur og að hennar frumkvæði. Stjórn- arndi sveitarinnar er Paul Zu- kofsky. Diskurinn er í röð diska, sem nefnd hefur verið „Portra- it“ og dregur hver um sig upp mynd af einu tónskáldi. Jón Nordal stundaði tónlist- arnám í Reykjavík á æskuárunum og útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1948 í píanóleik og ári síðar í tónsmíðum. Eftir það nam hann tónsmíðar viða um Evr- ópu og komst í kynni við framúr- stefnutónlist og ýmis fremstu tón- skáld samtímans. Hann hefur frá árinu 1945 samið yfir 30 stærri verk, konserta, hljómsveitarverk, leikhústónlist, kórverk, kammer- verk og einleiksverk fyrir píanó og orgel. Á nýja disknum eru eftirtalin verk: Adagio frá 1966 fyrir flautu, píanó, hörpu og strengi; Epitafion, samið 1974 til minningar um Ein- ar Vigfússon sellóleikara, harm- Jón Nordal tónskáld. ljóð fyrir hljómsveit; Concerto lirico frá 1975 fyrir strengi og hörpu samið fyrir Kammerhljóm- sveitina í Uppsölum og Tvísöngur frá 1979 fyrir fiðlu, víólu, píanó, slagverk og strengi og var skrifað að beiðni Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Malmö. Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 af 12 hljóðfæralei- kurum. Verðlaun fyrir útvarpsstörf HARALDUR Sigurðsson blaða- maður við danska ríkisútvarpið hefur fengið verðlaufl, sem danska ríkisútvarpið veitir, Christian KrÚger-verðlaunin. Nema þau 15.000 dönskum krónum. Verð- launin fær Halldór fyrir störf að útvarpsmálum. Við verðlaunafhendinguna, sem fram fór í Utvarpshúsinu í Kaup- mannahöfn söng íslenzkur kirkju- kór. REDSTONE „CRAZYBOY“ SJ0NVARPS- LEIKJATÖLVAN ★ Fullkomlega samhæfö fyrir Nintendo-lelki. ★ Vélinni fylgir fjöldi frábærra leikja, þ.m.t. Super Mario Bros. ★ 2 Turbo stýri- pinnar og tengingar við sjónvarp. ★ Stereo-útgangur fyrir heyrn- artól. ★ A/V-útgangur. ★ íslenskar leiðbeiningar. Verödæmi á leikjum: Super Mario 2 kr. 2.980. Super Mario 3 kr. 2.980. Turtles II kr. 3.390. Robocop II kr. 2.980. Soccer kr. 2.980. Double Dragon 1 kr. 2.780. Double Dragon III kr. 2.980. Top Gun 2 kr. 2.980. Devil Boy 1 kr. 2.980. Devil Boy II kr. 2.980. Devil Boy III kr. 2.980. Live Force kr. 2.980. Batman kr. 2.980. Chip and Dale kr. 2.980. •• Verö: Með 20 leikjum kr.13.490 stgr. Með 42 leikjum kr. 14.990 stgr. Með 76 leikjum kr. 19.900 stgr. TÖLVULAND Borgarkringlunni, sími 91-688819 Síðustu dagana fyrir jól er jafnan mikið álag í verslunum landsins, og mæta kaupmenn því með lengri opnunartíma. Viðskiptavinir geta einnig átt von á heimsóknum jólasveina og fleiri uppákom- um. Lokasprettur jólaverslunarinnar framundan: Lengii opnunartími verslana og mikið um uppákomur MIKIÐ um það fyrir jólin að verslanir standi fyrir ýmis konar skemmtunum, viðskiptavinum til ánægju og afþreyingar í jóla- ösinni. Á flestum stöðum verður opið á sunnudag, og hér fer á eftir yfirlit yfir opnunartíma helstu verslunarmiðstöðva í Reykjavík og nágrenni dagana fyrir jól. Einnig fylgir yfirlit yfir hvað gestir og gangandi mega eiga von á að fyrir augu beri á þessum stöðum. Kringlan Verslanir í Kringlunni verða opnar til klukkan 22.00 laugar- daginn 21. desember. Á sunnudag 22. desember verða þær opnar frá klukkan 13.00 til 18.00 og á Þor- láksmessu til klukkan 22.00. í frétt frá Kringlunni er skýrt frá því að jólasveinar verði á stjái alla daga fram til jóla og verða þeir með sérstakar skemmtanir laugardag klukkan 13.00 og 14.00, sunnudag klukkan 13.30, 14.30, 17.00, og 17.30, en á Þor- láksmessu klukkan 18.30 og 19.00. Þá munu hópar úr Sinfó- níuhljómsveit æskunnar leika létt sígild lög í Kringlunni. Auk venjulegra bifreiðastæða Kringlunnar verðá bílastæði við Verslunarskóla, Hús verslunar- innar og norðan við Utvarpshúsið til afnota fyrir viðskiptavini Kringlunnar. Miðbærinn Miðbæjarfélagið hefur beðið Morgunblaðið að vekja athygli á að ýmsar uppákomur verða í miðbæ höfuðborgarinnar laug- ardaginn 21. desember. Jólasveinar munu skemmta ungum sem öldnum frá klukkan 13.00 til 14.00 og aftur frá klukk- an 15.00 til 16.00. í kaffihúsum miðbæjarins mun Jóna Einars- dóttir spila jólasöngva á harmon- iku frá klukkan 14.00 til 16.00. í Hlaðvarpanum mun Grýla hrella gesti og gangandi klukkan 15.00 og mun hún verða á kreiki til klukkan 16.00. Þá mun hljóm- sveitin „Hver þekkir þær“ spila í Hlaðvarpanum og nemendur Söngskólans munu syngja jóla- söngva. Landbankinn í Áust- urstræti verður opinn gestum og gangandi milli kiukkan 13.00 og 17.00, þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Landsbankakórinn mun taka lagið og Grýla kemur í heimsókn. Þá mun sönghópur taka lagið á Lækj- artorgi við undirleik harmoniku klukkan 14.00 og í Landsbankan- um klukkan 14.30 í tilefni árs söngsins. Borgarkringlan Á laugardag verður opið í Borg- arkringlunni frá kl. 10.00 til 22.00. Þá munu 40 félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika frá kl. 13.00 til 14.00, og á eftir mun Óskar Einarsson leika jólalögin á flygil fram á kvöld. Sunnudaginn 22. desember verður opið frá kl 13.00 til 18.00, og meðan á opnunartíma stendur mun Helga Þórarinsdóttir leika á lágfiðlu og Reynir Sigurðsson á flygil. Á Þorláksmessu leika Helga og Reynir aftur frá kl. 12.00 til 18.00, en svo tekur Jólaband Kópavogs við og skemmtir gest- um með léttri sveiflu fram til klukkan 23.00. Laugavegur Laugavegurinn iðar af lífi um jólin og þéttskipuð dagskrá er laugardag, sunnudag og Þorláks- messu. Laugardag 21. des. er opið frá kl. 10.00 til 22.00. Landsbanka- kórinn syngur fyrir utan Lauga- veg 77 klukkan 13.00, og hálftíma síðar birtist jólasveinninn á Laugaveginum og gefur bömun- um gjafir. Klukkan 14.00 eru skemmtiatriði jólasveina og Landsbankakórinn tekur lagið á ný, en nú við Laugaveg 7. Klukk- an 16.00 syngja söngyarar frá Óperusmiðjunni og kvöldinu lýkur með leik sjö manna blásarasveit- ar, frá klukkan 20. Sunnudag 22. des. er opið frá kl. 13.00 til 18.00, og hefst dag- skrá klukkan 13.00 með söng Kórs Austurbæjarskóla. Klukkan 14.00 verður jólasveinninn á ferð- inni með gjafir og góðgæti fyrir yngstu kynslóðina, og klukkan 15.00 gengur Kór Selásskóla syngjadi niður Laugaveginn. A Þorláksmessu verður opið frá kl. 9.00 til 23.00. Jólasveinninn gjöfuli verður á ferð í kerru sinni frá klukkan 13.30 ásamt fleiri félögum sínum, og Kór Austur- bæjarskóla syngur á ný klukkan 15.00. Blásarasveit leikur klukk- an 20.00. Eiðistorg Laugadag kl. 14.00—15.00 verður Draumalínan og Conný með tískusýningu á undirfatnaði á 3. hæð, en einnig verða jóla- sveinar á sveimi um torgið. Frá klukkan 15.00—16.00 leikur skólahljómsveit Tónskóla Sel- tjarnarness og Bossanova Band. Klukkan 16.30 er jólaball með Ellý Vilhjálms, Bjarna Arasyni, trúðum og jólasveinum. Opnunartímar verða sem hér segir: laugardag 21. des. kl. 10.00—22.00; sunnudag 22. des. kl. 13.00—18.00; Þorláksmessu 23. des. kl. 9.00 til 23.00. Garðatorg og Mikligarður Miðvangi Á báðum stöðunum verða uppá- komur laugardag, sunnudag og á Þorláksmessu. Milli klukkan 15.00 og 18.00 verður jólasvein- asprell, bjöllukór að svissneskum sið, Brassband Sthallha Hú treður upp og Karl Möller leikur af fingr- um fram á orgelið. Opnunartímar á Garðatorgi eru frá 9.00 til 20.00 á laugardag, frá 11.00 til 20.00 á sunnudag, og frá 9.00 til 23.00 á Þorláksmessu. í Miklagarði Miðvangi verður opið til klukkan 22.00 alla dagana. Mjódd Á laugardaginn 21. des. verður opið frá 9.00—20.00 í Kaupstað í Mjódd. Jólasveinar mæta á stað- inn klukkan 14.00, og hálftíma síðar hefst tveggja klukkustunda löng dagskrá með ýmsum skemmtikröftum. Þeir sem koma fram eru André Bachmann, Ellý Vilhjálms, Bjarni Arason, íslands- meistararnir í rokkdansi, trúður- inn Jógi og svo auðvitað jólasvein- arnir. Sunnudag 22. des. verður opn- að kl. 13.00, og mun þá Karl Möller spila jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. Klukkan 15.30 þeytir brassband Sthallha Hú horn sín í anddyrinu. Klukkan 16.00 klingir bjöllukór klukkum sínum og á eftir fylgir Karlakór Reykjavíkur, og hefst söngurinn klukkan 17.00. Klukkan 18.00 mæta hressir jólasveinar á svæðið og syngja og leika. Lokað verður kl. 20.00 Á Þorláksmessu 23. des. verður opið kl. 9.00—22.00 ogjólasvein- arnir mæta klukkan 14.00. Klukkan 15.00 mæta André Bac- hmann, Ellý Vilhjálms, Bjarni Ara og fleiri, og dagskrá laugardags- ins endurtekin. Klukkan 17.00 byrjar bjöllukórinn og Sthallha Ilú blæs í lúðra klukkan 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.