Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 40

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Hljómdiskur með tón- list eftir Jón Nordal ÍSLENSK tónverkamiðstöð hef- ur sent frá sér nýjan hljómdisk með fjórum hljómsveitarverk- um eftir Jón Nordal. Diskurinn er gefinn út í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur og að hennar frumkvæði. Stjórn- arndi sveitarinnar er Paul Zu- kofsky. Diskurinn er í röð diska, sem nefnd hefur verið „Portra- it“ og dregur hver um sig upp mynd af einu tónskáldi. Jón Nordal stundaði tónlist- arnám í Reykjavík á æskuárunum og útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1948 í píanóleik og ári síðar í tónsmíðum. Eftir það nam hann tónsmíðar viða um Evr- ópu og komst í kynni við framúr- stefnutónlist og ýmis fremstu tón- skáld samtímans. Hann hefur frá árinu 1945 samið yfir 30 stærri verk, konserta, hljómsveitarverk, leikhústónlist, kórverk, kammer- verk og einleiksverk fyrir píanó og orgel. Á nýja disknum eru eftirtalin verk: Adagio frá 1966 fyrir flautu, píanó, hörpu og strengi; Epitafion, samið 1974 til minningar um Ein- ar Vigfússon sellóleikara, harm- Jón Nordal tónskáld. ljóð fyrir hljómsveit; Concerto lirico frá 1975 fyrir strengi og hörpu samið fyrir Kammerhljóm- sveitina í Uppsölum og Tvísöngur frá 1979 fyrir fiðlu, víólu, píanó, slagverk og strengi og var skrifað að beiðni Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Malmö. Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 af 12 hljóðfæralei- kurum. Verðlaun fyrir útvarpsstörf HARALDUR Sigurðsson blaða- maður við danska ríkisútvarpið hefur fengið verðlaufl, sem danska ríkisútvarpið veitir, Christian KrÚger-verðlaunin. Nema þau 15.000 dönskum krónum. Verð- launin fær Halldór fyrir störf að útvarpsmálum. Við verðlaunafhendinguna, sem fram fór í Utvarpshúsinu í Kaup- mannahöfn söng íslenzkur kirkju- kór. REDSTONE „CRAZYBOY“ SJ0NVARPS- LEIKJATÖLVAN ★ Fullkomlega samhæfö fyrir Nintendo-lelki. ★ Vélinni fylgir fjöldi frábærra leikja, þ.m.t. Super Mario Bros. ★ 2 Turbo stýri- pinnar og tengingar við sjónvarp. ★ Stereo-útgangur fyrir heyrn- artól. ★ A/V-útgangur. ★ íslenskar leiðbeiningar. Verödæmi á leikjum: Super Mario 2 kr. 2.980. Super Mario 3 kr. 2.980. Turtles II kr. 3.390. Robocop II kr. 2.980. Soccer kr. 2.980. Double Dragon 1 kr. 2.780. Double Dragon III kr. 2.980. Top Gun 2 kr. 2.980. Devil Boy 1 kr. 2.980. Devil Boy II kr. 2.980. Devil Boy III kr. 2.980. Live Force kr. 2.980. Batman kr. 2.980. Chip and Dale kr. 2.980. •• Verö: Með 20 leikjum kr.13.490 stgr. Með 42 leikjum kr. 14.990 stgr. Með 76 leikjum kr. 19.900 stgr. TÖLVULAND Borgarkringlunni, sími 91-688819 Síðustu dagana fyrir jól er jafnan mikið álag í verslunum landsins, og mæta kaupmenn því með lengri opnunartíma. Viðskiptavinir geta einnig átt von á heimsóknum jólasveina og fleiri uppákom- um. Lokasprettur jólaverslunarinnar framundan: Lengii opnunartími verslana og mikið um uppákomur MIKIÐ um það fyrir jólin að verslanir standi fyrir ýmis konar skemmtunum, viðskiptavinum til ánægju og afþreyingar í jóla- ösinni. Á flestum stöðum verður opið á sunnudag, og hér fer á eftir yfirlit yfir opnunartíma helstu verslunarmiðstöðva í Reykjavík og nágrenni dagana fyrir jól. Einnig fylgir yfirlit yfir hvað gestir og gangandi mega eiga von á að fyrir augu beri á þessum stöðum. Kringlan Verslanir í Kringlunni verða opnar til klukkan 22.00 laugar- daginn 21. desember. Á sunnudag 22. desember verða þær opnar frá klukkan 13.00 til 18.00 og á Þor- láksmessu til klukkan 22.00. í frétt frá Kringlunni er skýrt frá því að jólasveinar verði á stjái alla daga fram til jóla og verða þeir með sérstakar skemmtanir laugardag klukkan 13.00 og 14.00, sunnudag klukkan 13.30, 14.30, 17.00, og 17.30, en á Þor- láksmessu klukkan 18.30 og 19.00. Þá munu hópar úr Sinfó- níuhljómsveit æskunnar leika létt sígild lög í Kringlunni. Auk venjulegra bifreiðastæða Kringlunnar verðá bílastæði við Verslunarskóla, Hús verslunar- innar og norðan við Utvarpshúsið til afnota fyrir viðskiptavini Kringlunnar. Miðbærinn Miðbæjarfélagið hefur beðið Morgunblaðið að vekja athygli á að ýmsar uppákomur verða í miðbæ höfuðborgarinnar laug- ardaginn 21. desember. Jólasveinar munu skemmta ungum sem öldnum frá klukkan 13.00 til 14.00 og aftur frá klukk- an 15.00 til 16.00. í kaffihúsum miðbæjarins mun Jóna Einars- dóttir spila jólasöngva á harmon- iku frá klukkan 14.00 til 16.00. í Hlaðvarpanum mun Grýla hrella gesti og gangandi klukkan 15.00 og mun hún verða á kreiki til klukkan 16.00. Þá mun hljóm- sveitin „Hver þekkir þær“ spila í Hlaðvarpanum og nemendur Söngskólans munu syngja jóla- söngva. Landbankinn í Áust- urstræti verður opinn gestum og gangandi milli kiukkan 13.00 og 17.00, þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Landsbankakórinn mun taka lagið og Grýla kemur í heimsókn. Þá mun sönghópur taka lagið á Lækj- artorgi við undirleik harmoniku klukkan 14.00 og í Landsbankan- um klukkan 14.30 í tilefni árs söngsins. Borgarkringlan Á laugardag verður opið í Borg- arkringlunni frá kl. 10.00 til 22.00. Þá munu 40 félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika frá kl. 13.00 til 14.00, og á eftir mun Óskar Einarsson leika jólalögin á flygil fram á kvöld. Sunnudaginn 22. desember verður opið frá kl 13.00 til 18.00, og meðan á opnunartíma stendur mun Helga Þórarinsdóttir leika á lágfiðlu og Reynir Sigurðsson á flygil. Á Þorláksmessu leika Helga og Reynir aftur frá kl. 12.00 til 18.00, en svo tekur Jólaband Kópavogs við og skemmtir gest- um með léttri sveiflu fram til klukkan 23.00. Laugavegur Laugavegurinn iðar af lífi um jólin og þéttskipuð dagskrá er laugardag, sunnudag og Þorláks- messu. Laugardag 21. des. er opið frá kl. 10.00 til 22.00. Landsbanka- kórinn syngur fyrir utan Lauga- veg 77 klukkan 13.00, og hálftíma síðar birtist jólasveinninn á Laugaveginum og gefur bömun- um gjafir. Klukkan 14.00 eru skemmtiatriði jólasveina og Landsbankakórinn tekur lagið á ný, en nú við Laugaveg 7. Klukk- an 16.00 syngja söngyarar frá Óperusmiðjunni og kvöldinu lýkur með leik sjö manna blásarasveit- ar, frá klukkan 20. Sunnudag 22. des. er opið frá kl. 13.00 til 18.00, og hefst dag- skrá klukkan 13.00 með söng Kórs Austurbæjarskóla. Klukkan 14.00 verður jólasveinninn á ferð- inni með gjafir og góðgæti fyrir yngstu kynslóðina, og klukkan 15.00 gengur Kór Selásskóla syngjadi niður Laugaveginn. A Þorláksmessu verður opið frá kl. 9.00 til 23.00. Jólasveinninn gjöfuli verður á ferð í kerru sinni frá klukkan 13.30 ásamt fleiri félögum sínum, og Kór Austur- bæjarskóla syngur á ný klukkan 15.00. Blásarasveit leikur klukk- an 20.00. Eiðistorg Laugadag kl. 14.00—15.00 verður Draumalínan og Conný með tískusýningu á undirfatnaði á 3. hæð, en einnig verða jóla- sveinar á sveimi um torgið. Frá klukkan 15.00—16.00 leikur skólahljómsveit Tónskóla Sel- tjarnarness og Bossanova Band. Klukkan 16.30 er jólaball með Ellý Vilhjálms, Bjarna Arasyni, trúðum og jólasveinum. Opnunartímar verða sem hér segir: laugardag 21. des. kl. 10.00—22.00; sunnudag 22. des. kl. 13.00—18.00; Þorláksmessu 23. des. kl. 9.00 til 23.00. Garðatorg og Mikligarður Miðvangi Á báðum stöðunum verða uppá- komur laugardag, sunnudag og á Þorláksmessu. Milli klukkan 15.00 og 18.00 verður jólasvein- asprell, bjöllukór að svissneskum sið, Brassband Sthallha Hú treður upp og Karl Möller leikur af fingr- um fram á orgelið. Opnunartímar á Garðatorgi eru frá 9.00 til 20.00 á laugardag, frá 11.00 til 20.00 á sunnudag, og frá 9.00 til 23.00 á Þorláksmessu. í Miklagarði Miðvangi verður opið til klukkan 22.00 alla dagana. Mjódd Á laugardaginn 21. des. verður opið frá 9.00—20.00 í Kaupstað í Mjódd. Jólasveinar mæta á stað- inn klukkan 14.00, og hálftíma síðar hefst tveggja klukkustunda löng dagskrá með ýmsum skemmtikröftum. Þeir sem koma fram eru André Bachmann, Ellý Vilhjálms, Bjarni Arason, íslands- meistararnir í rokkdansi, trúður- inn Jógi og svo auðvitað jólasvein- arnir. Sunnudag 22. des. verður opn- að kl. 13.00, og mun þá Karl Möller spila jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. Klukkan 15.30 þeytir brassband Sthallha Hú horn sín í anddyrinu. Klukkan 16.00 klingir bjöllukór klukkum sínum og á eftir fylgir Karlakór Reykjavíkur, og hefst söngurinn klukkan 17.00. Klukkan 18.00 mæta hressir jólasveinar á svæðið og syngja og leika. Lokað verður kl. 20.00 Á Þorláksmessu 23. des. verður opið kl. 9.00—22.00 ogjólasvein- arnir mæta klukkan 14.00. Klukkan 15.00 mæta André Bac- hmann, Ellý Vilhjálms, Bjarni Ara og fleiri, og dagskrá laugardags- ins endurtekin. Klukkan 17.00 byrjar bjöllukórinn og Sthallha Ilú blæs í lúðra klukkan 18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.