Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Tannréttingalæknar; Tryggingastofnun endursendir yfir 4 þúsund skýrslur Morgunblaðíð/Sigurgeir Jónasson Mikil mildi var að enginn vegfarandi skyldi vera á ferli er bjargið féll úr Klifinu, og líklega hafa fiskkörin hlíft húsi Fiskmarkaðarins við skemmdum. Vestmannaeyjar: Bjarg hrundi úr Klifinu Vestmannaeyjum. STÓRT bjarg hrundi úr Klif- inu í Eyjum aðfaranótt annars í páskum. Bjargið hefur þeyst niður hlíðar Klifsins og stöðv- ast á fiskikörum við hús Fisk- markaðs Vestmannaeyja. Bjargið, sem vegur hundruð kílóa, klofnaði úr bergvegg austantil í Klifínu. í grasbrekk- unni fyrir neðan má sjá merki þess að það hefur henst í loftköst- um niður hlíðina. Fór bjargið gegnum vamargarð sem settur hefur verið upp við veginn inn á Eiði, sem liggur undir fjallshlíð- inni, yfir veginn og endaði ferð þess á hrúgu fiskkara sem stóðu utan við hús Fiskmarkaðar Vest- mannaeyja og braut nokkur þeirra. Grímur TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur endursent tannréttingalæknum á fimmta þúsund skýrslur vegna endurgreiðslna tannréttingakostnaðar þar sem þess er krafist að tannréttingalæknar fylli þær út með fullnægj- andi hætti. Að sögn Teits Jónssonar, formanns Tannréttingafélagsins, hafa tannréttingalæknar fallist á að fara að óskum stofnunarinnar og fylla út eyðublöðin sem fylgja umsóknum um endurgreiðslur sjúkra- trygginga. Skömmu fyrir páska ákvað Trygg- ingastofnun að endursenda tannrétt- ingalæknum allar skýrslumar til endurútfyllingar en þá höfðu verið afgreiddar milli 40 og 50 umsóknir í stofnuninni en alls lágu þá fyrir um 4.500 umsóknir um endurgreiðsl- ur. „Það er rétt að við höfum að til- mælum landlæknis fallist á að ganga alla leið í þessu. Við gerum það nauð- ugir vegna þess að við viljum ekki bijóta lögin en lagabókstafurinn ger- ir ósanngjarna kröfu til okkar um að skila hvaða upplýsingum sem Tryggingastofnun fer fram á að við gefum,“ segir Teitur Jónsson, for- maður Tannréttingafélagsins. „Lagabókstafurinn gefur Trygginga- stofnun nánast ótakmarkaðan rétt til að krefjast pappírsvinnu af okkar hendi. Landlæknir túlkaði þetta svo að okkur bæri skylda til að fylla þetta út og undir það beygðum við okkur,“ sagði Teitur. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Trygginga- stofnunar, sagði að búið væri að afgreiða milli 40 og 50 umsóknir en þar sem skýrslumar hefðu Viðræður um nýja kjara- samninga hefjast að nýju ÁKVEÐIÐ var á samráðsfundi samninganefnda Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasam- bands Islands að hefja að nýju viðræður um nýja kjarasamninga og hafa áfram samráð og samflot þar um, en viðræður hafa leg- ið niðri um rúmlega tveggja vikna skeið. Samninganefndir Alþýðu- sambands íslands og vinnuveitenda hafa verið boðaðar til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10. „Við héldum fund núna með efni og ég fagna því og vona að Vextirnir skiptu einnig launafólk mjög miklu máli, sem margt hvert væri skuldsett. Honum fyndist það ekki sannfærandi að ekki væri hægt að fá hækkun fyrir almennt launafólk þannig að kaupmáttur- inn í júní næðist meðan þessir end- ar væru lausir. ekki verið fylltar út eins og áskil- ið er hefði verið ákveðið að endur- senda þær læknunum. Sagði hún að búist væri við að rétt útfylltar skýrslur bærust aftur til stofnun- arinnar innan skamms þannig að hægt yrði að hefja afgreiðslu þeirra. Að sögn Teits fara skýrslurnar, endurútfylltar, að berast Trygginga- stofnun á ný á næstu dögum. -----» ♦ 4----- Þykkvibær: Kaupa kart- öflur og selja á hærra verði DÆMI eru um að kartöflubændur í Þykkvabæ kaupi kartöflur í öðr- um landshlutum og selji aftur á hærra verði, að sögn Páls Guð- brandssonar í Hávarðarkoti í Þykkvabæ. Páll sagðist vita tvö dæmi um að kartöflubændur keyptu kartöflur til að selja aftur, í öðru tilfellinu 12-15 tonn af Héraði, en í hinu um 10 tonn frá Homafirði. Þá hefði hann heyrt að von væri á 100 tonnum af kartöfl- um úr Eyjafirði. Um ástæðuna fyrir því að eigendur kartaflanna sæju hag í að selja uppskeruna öðrum kartöflu- bændum sagðist Páll telja að þeir hefði orðið undir á markaðnum. Hvað kaupenduma í Þykkvabæ varðaði sagði Páll að sennilega væru þeir komnir langt með að selja sínar birgðir. „Þetta kemur okkur hinum spánskt fyrir sjónir. Ennþá er mikið til af kartöflum hér og hægara að kaupa þær af næsta manni en að fara t.d. austur á Hérað eftir þeim,“ sagði Páll. BSRB og Kennarasambandinu og samflotið verður áfram í viðræðun- um við atvinnurekendur," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. Aðspurður hvað hefði gerst yfir páskana sem hefði breytt stöðunni í deilunni þannig að menn teldu ástæðu til að setjast aftur að samn- ingaborðinu sagði Björn að það hefði alltaf verið gert ráð yrir að viðræður hæfust einhvern tíma aftur. Þeir ætluðu að athuga hvort hljóðið hefði eitthvað breyst í at- vinnurekendum og það þyrfti einn- ig að ræða atvinnumálin og vaxta- málin við þá og ríkisvaldið. „Við fögnum því mjög að við- ræður séu teknar upp aftur,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Vinnuveitendasambands ís- lands. „Við teljum að það hafi orð- ið öllum til mikils skaða hvað þetta hefur dregist og vonum innilega að það verði gengið til samninga," sagði Einar Oddur ennfremur. „Niðurstaðan er sú að við höfum rætt það af hálfu BSRB, Kennara- sambandsins og Alþýðusambands- ins hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samfloti og sam- vinnu við gerð kjarasamninga og það er samdóma álit okkar að svo sé,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Við fórum yfir ýmis atriði sem lúta að kjarasamn- ingunum, innihald og hugsanlega tímalengd samninga og það er vilji til að samræma sjónarmiðin í því takist að semja hið allra fyrsta,“ sagði Ögmundur. Aðspurður hvort eitthvað hefði breyst í stöðunni yfir páskana sagði hann það ekki vera annað en vaxandi vilji í samfélaginu öllu fyrir því að samningar yrðu klárað- ■ir og það hefði ekki staðið á launa- fólki. Viðsemjendurnir hefðu slitið viðræðum vegna þess að þeir treystu sér ekki til að ganga til samninga á mjög hógværum grundvelli og hann tryði ekki öðru en það yrði breyting á þeirri af- stöðu. „Það er með þá von í bijósti sem menn vilja setjast að samn- ingaborði aftur og öll ábyrgð á að upp úr hafi slitnað hvílir á okkar viðsemjendum, atvinnurekendum og ríkisvaldinu,“ sagði Ögmundur. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sagðist ganga til við- ræðna hóflega bjartsýnn. Það vantaði ákaflega mikið á einhveij- ar aðgerðir í atvinnumálum. At- vinnuleysið nú væri ekki eins og það sem skotið hefði upp kollinum á síðustu 20 til 25 árurn staðbund- ið eða tímabundið. Það ætti sér dýpri og margþættari orsakir og hann vildi sjá aðgerðir í tengslum við kjarasamninga sem sneru þess- ari þróun við. Eins væri ennþá mjög losaralegt með vaxtalækkan- ir og þar lægju ekki hreinar yfirlýs- ingar fyrir. Bankamir hefðu skotið sér undan því. Lækkun vaxta skipti stóran hlut fyrirtækja meira máli en það sem bæri á milli í kaupi. Helstu leikrit Strind- bergs gefin út á íslensku Einar Bragi þýddi og annað- ist útgáfuna HELSTU leikrit sænska skálds- ins Augusts Strindbergs hafa verið gefin út í íslenskri þýðingu Einars Braga skálds, sem einnig annaðist útgáfuna. Um er að ræða 20 leikrit Strindbergs í tveimur bindum, sem samtals eru rúmlega 1.100 blaðsíður. Norræni þýðingarsjóðurinn veitti styrk til útgáfu verksins. í formála segir Einar Bragi meðal annars að með útgáfu þessa verks sé seint og um síðir efnt ævagamalt heit um að þýða áður en hann yrði allur helstu leikrit Strindbergs á íslensku. Þau hafi orðið 20 talsins áður en upp var staðið, og þótt á ferð sé allríflegt úrtak þeirra verka sem Strindberg skrifaði fyrir svið hafi valið í flest- um tilfellum verið nær sjálfgert, svo mörg séu þau leikrit hans sem ekki hafi verið framhjá gengið. Hin sem spyija mætti hvort taka hefði átt fram yfir önnur engu síðri hefði hann í aðra röndina valið með hliðsjón af þörf og möguleik- um íslenskra leikfélaga, og voni August Strindberg hann að safnið gefi sanna mynd af leikskáldinu August Strindberg og leiði til aukinna samskipta hans og íslensks leikhúsfólks. Orðrétt segir Einar Bragi í for- málanum: „Þó að Strindberg lyki ævigöngu sinni tæpum áratug áður en ég hóf mína eru kynni mín orðin dijúgum lengri og nán- ari af honum en flestum sem þrammað hafa þrautaveginn með mér. Þau hófust fyrir liðlega fimm- Einar Bragi tíu árum og voru slitrótt framanaf en þeim mun samfelldari þegar frá leið. Seinustu fimm árin höfum við setið saman að bralli frá morgni framá kvöld virka daga sem helga. Það er mögnuð lífsreynsla sem ekki var alltaf tekin út með sæld- inni en ég vildi samt ógjarna hafa farið á mis við. Er nú aðeins eftir að þakka skáldinu samvistirnar og biðja þjóðina vel að njóta verka þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.