Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 -T)4 Alþjóðleg Lráðstefna íOsló DAGANA 22. til 24. apríl næst- komandi stendur Norður- landaráð fyrir alþjóðlegri þing- mannaráðstefnu í Ósló, þar sem rædd verða m.a. umhverfismál, efnahags- og samgöngumál. Ráðstefnuna sitja auk fulltrúa norrænu þjóðþinganna þing- menn frá löndunum kringum Eystrasalt. Samtals eiga 18 þing fulltrúa á ráðstefnunni, en full- i trúar frá Kalingradsvæðinu ; sitja hana sem áheyrnarfulltrú- ar. Ráðstefnan er önnur í röð- i. inni, en finnska þingið hélt sams 4 konar ráðstefnu í upphafi árs f 1991. f Slíkar ráðstefnur verða væntan- * lega haldnar árlega eða annað i hvert ár til skiptis í löndunum sem i liggja að Eystrasalti. íslensku i þingmennimir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Hjörleifur ( Guttormsson sækja ráðstefnuna. í Morgunblaðið/Björn Blöndal Eldsneyti dælt á eina af T-Bird vélunum á Keflavíkurflugvelli, áður en haldið var út á hafið að nýju. Vélar af þessari tegund voru staðsettar hér á landi í 32 ár, eða lengst allra véla. Sjaldséðir „fuglar“ á Keflavíkurflugvelli Keflavík. FYRIR nokkrum dögum höfðu fimm þotur frá kanadíska flughern- um viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, á leið sinni vestur um haf frá Þýskalandi. Vélamar eru af tegundinni T- Bird, sem Bandaríkjamenn hönn- uðu í lok síðari heimsstyijaldar- innar, og vom síðan framleiddar á fímmta og sjötta áratugnum. Þetta var fyrsta orrustuþota Bandaríkjamanna og kallaðist hún P-80. Vélar af þessari tegund voru staðsettar hér á landi í 32 ár, frá árunum 1954-86. Þær vora notaðar sem æfingavélar og ávallt kallaðar T-Bird. Að sögn Friðþórs Eydals, upp- lýsingafulltrúa varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, var verið að flytja vélarnar frá Baden í Þýska- landi þar sem kanadlski herinn notaði þær við þjálfun. En þeirra væri ekki lengur þörf þar sem Kanadamenn væru að draga her sinn heim frá landinu. Friðþór sagði að með vélunum hefði verið fylgdarvél óg hefðu þær haldið héðan til Goose Bay á Nýfundna- landi á leið sinni til Kanada. -BB í / i i i i Hrefna Björk Gylfadóttir. Margrét Elisabet Knútsdóttir. ýV Röng myndbirting ÞAU LEIÐU mistök urðu í páskablaðinu við birtingu mynda af þátttakendum í Fegurðarsamkeppni íslands 1992, að engin mynd birtist af Hrefnu Björk Gylfadóttur, Fegurðardrottningu Vesturlands, en í staðinn var tvíbirt mynd af Margréti Elisabetu Knútsdóttur frá Keflavík. Um leið og myndir birtast hér af stúlk- unum tveimur, eru þær beðnar afsökunar á þessum mistökum. Bresk samtök um verndun hvala: Skorað á Islendinga áð veita ekki frek- ari háhyrningaleyfi BRESK samtök um hvala- og höfrungaverndun skora á íslensk stjórn- völd að veita ekki frekari leyfi til að veiða háhyrninga til að selja á sædýrasöfn. Samtökin krefjast þess að allar slíkar veiðar verði bannað- ar og fönguðum háhyrningum verði sleppt aftur í náttúrulegt um- hverfi sitt ef mögulegt er. Samtökin Whale and Dolphin Conservation Society gáfu nýlega út skýrslu um háhyrningaveiðar og ^eðferð á dýranum í sædýrasöfnum. Sámtökin kynntu útkomu skýrslunn- ar á blaðamannafundi á íslandi í ljósi þess að flestir háhyminganna sem sem nú eru í erlendum sædýrasöfn- um vora veiddir við Island. Sean Whyte formaður og stofn- andi samtakanna sagði á blaðamann- afundinum, að í kjölfar viðræðna sem tenn hefði átt við umhverfisráðherra íslands á síðasta ári hefði íslenski sjávarútvegsráðherrann ekki veitt leyfi til að veiða háhyrninga með söiu í sædýrasöfn fyrir augum. Um var að ræða fjóra háhyrninga sem Fána, styrktaraðili Sædýrasafnsins í Hafnarfirði, vildi veiða. Whyte sagð- ist mjög ánægður með þessi viðbrögð íslenskra stjómvalda og sagði skýrsl- una renna enn frekari stoðum undir að leyfa ekki frekari veiðar á þessum dýrum. í skýrslunni, sem skrifuð er af Erich Hoyt, kemur fram að nú séu 35 háhyrningar lifandi af 127 dýrum Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Verjum ungu kynslóðina fyrir ávana- og fíkniefnum AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn 23. mars. í ályktunum fundarins er m.a. minnt á að tóbak og áfengi er í hópi ólöglegra ávana- og fíkniefna þegar börn og unglingar eiga í hlut, fagnað er vakningu meðal almennings um heilbrigðan lífsstíl og mótmælt er birtingu mynda af reylgandi fólki. Félagið sinnir fjölbreyttum við- fangsefnum en þó fyrst og fremst fræðslu um krabbamein og krabba- meinsvarnir og nær sú starfsemi meira eða minna til allra landshluta þó að hún sé að sjálfsögðu öflugust á höfuðborgarsvæðinu. Þar, og raunar víðar, fara fulltrúar félags- ins árlega í allar deildir 6.-10. bekkja í grunnskólum með fræðslu um skaðsemi tóbaks og gildi heil- brigðra lífshátta. Að aðalfundinum loknum flutti Guðmundur Vikar Einarsson dós- ent, sérfræðingur á handlækninga- deild Landspítalans, erindi um krabbamein í blöðruhálskirtli. Jón Þorgeir Hallgrímsson yfir- læknir var endurkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára. Páll Gíslason yfirlæknir sem verið hafði í stjórn félagsins um 19 ára skeið baðst undan endurkjöri. í stað hans var María S. Héðinsdóttir skólastjóri kosin í stjórnina en hún sem veidd höfðu verið fyrir sædýra- söfn síðan 1961. Af þessum 35 dýr- um voru 32 veidd við ísland en alls hafa 55 dýr verið veidd við Island síðan 1961. í skýrslunni kemur fram að há- hyrningar eigi erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í sædýrasöfnum. Talið er að meðalaldur háhyrninga sé 50 ár fyrir kvendýr og 29 ár fyrir karl- dýr en aðeins eitt þeirra dýra sem hefur verið nokkur ár í varastjórn. Einnig baðst Erna Jónsdóttir ritari undan endurkjöri en hún hefur ver- ið varamaður í stjórn síðustu 9 ár- in. Vora þeim Páli og Ernu þökkuð giftusöm störf í þágú félagsins. I stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur era nú, auk þeirra Jóns og Maríu, Erla Einarsdóttir gjald- keri, Olafur Haraldsson aðstoðar- sparisjóðsstjóri, Sigríður Lister hjúkranarforstjóri, Sveinn Magnús- son héraðslæknir og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir. Varamenn í stjórn eru Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur, Katrín Fjeldsted læknir og Reynir Tómas Geirsson læknir. Framkvæmda- stjóri félagsins er Þorvarður Örn- ólfsson. Félagsmenn eru á sautj- ánda hundrað. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundinum: Ályktanir um tóbaksmál o.fl. samþykktar á aðalfundi Krabba- fangað hefur verið hefur náð meðal- aldrinum samkvæmt skýrslunni. Ofangreind samtök voru stofnuð árið 1987 og telja nú um 30 þúsund félagsmenn að sögn Seans Whyte, langflesta í Englandi. Samtökin hafa mjög beitt sér gegn grindadrápi Færeyinga og staðið fyrir auglýs- ingaherferðum í Bretlandi og víðar gegn því. meinsfélags Reykjavíkur 23. mars 1992. 1. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fagnar þeirri um- ræðu sem verið hefur undanfar- ið um stöðu og réttindi barna í þjóðfélaginu. Um leið heitir fundurinn á landsmenn að sam- einast um að veija ungu kynslóð- ina fyrir þeirri vá sem henni staf- ar af hvers kyns ávana- og fíkni- efnum, löglegum sem ólögleg- um, og minnir á að áfengi og tóbak eru í flokki ólöglegra efna þegar í hlut eiga börn og ung- lingar að ákveðnum aldursmörk- ,um. Fundurinn skorar á þá sem selja tóbak og áfengi að kapp- kosta að fara þar að lögum og biður alla sem láta sér annt um æsku landsins að hlutast til um að það sé gert. 2. Aðalfundurinn fagnar þeirri vakningu sem orðið hefur meðal almennings um heilbrigði og hollustu, hér á landi sem víða annars staðar. Að baki liggur aukin almenn fræðsla um áhrif lífshátta og umhverfís á líf manna og heilsufar og vaxandi skilningur á ábyrgð hvers ein- staklings á eigin heilsu. Heilsu- boðorð krabbameinssamtakanna eru dæmi um slíka fræðslu. Þessi vakning lýsir sér í nýjum lífsstíl með áherslu á heilbrigða lífs- hætti, svo sem hollt mataræði, hreyfingu og útiveru, tóbaks- bindindi og hófsemi í neyslu áfengra drykkja. Fundurinn væntir að þessi hollu viðhorf verði varanleg í þjóðfélagi okkar. 3. Aðalfundurinn heitir á útgefend- ur og ljósmyndara blaða og tímarita að forðast að birta myndir af reykjandi fólki, ekki síst ef um er að ræða áhrifa- miklar fyrirmyndir ungs fólks, til dæmis vinsæla tónlistarmenn, sýningarfólk og leikara. Sömu áskorun er beint til allra þeirra sem framleiða efni til sýningar í sjónvarpi og í kvikmyndahús- um. Fundurinn lýsir einnig þeirri skoðun að reykingar á leiksviði séu úrelt fyrirbæri, og ekki leng- ur verjandi, bæði vegna þess að um er að ræða neyslu á hættu- legu ávanaefni og vegna þess að þær fara í bága við rétt með- leikara og áhorfenda á reyklausu andrúmslofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.