Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 55 Árbók Ferðafélagsins; Norðan byggða milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda ÚT ER komin árbók Ferðafélags íslands fyrir árið 1992: Norðan byggða milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eftir Björn Hróarsson jarð- fræðing. í fréttatilkynningu Ferðafélags- ins segir m.a.: „Aðalefni árbókar- innar er að vanda land- og leiðalýs- ing ásamt náttúrufræðilegu og sögulegu efni sem tengist viðkom- andi landsvæði. Að þessu sinni er farið í eyðibyggðir norður í Suður- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Uppskeruannir í gróðurhúsum Selfossi. Vortíminn með uppskeruönn- um er runninn upp í gróðurhús- unum. Paprikuuppskeran er komin á fulla ferð hjá bændum á Flúðum. Fyrstu sendingar frá þeim komu á markað fyrir nokkru. Uppskeran er fyrr á ferðinni en áður og ánægjan því meiri. Á myndinni sýna hjónin Georg Ottósson og Guðbjörg Runólfsdóttir, garðyrkjubændur á Jörfa, Kolbeini Runólfssyni sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna vænar paprikur. - Sig. Jóns. Þingeyjarsýslu: um Látraströnd og Keflavíkurdal, um Pjörður og Flat- eyjardal og Flateyjardalsheiði, um Náttfaravíkur svo og um aðliggj- andi ljallendi. Lesandi fylgir höf- undi á gönguferð um svæðið þar sem komið er við á hvetjum bæ og margir nefndir til sögunnar sem þar eiga spor í djúpi aldanna. Farnir eru fjallvegir milli byggða, svo sem um Leirdalsheiði þar sem ökufært er um hásumardag og um Uxa- skarð þar sem göngumenn verða að treysta á eigin fætur. Á leiðinni kveða í eyrum margar af vísum Látra-Bjargar bæði þær sem al- kunnar eru og ýmsar sem lesendur fá að kynnast í fyrsta sinn í þess- ari bók. Litið er á handverk geng- inna kynslóða, þau sem varðveist hafa, vísað á morgunverk árrisullar húsmóður þar sem er söðulsessa mætisgóð í nálægu byggðasafni og bent á nostursamlega gerð útihús niðri á sjávarkambi sem Ægir brýt- ur smám saman og fer þar dijúgur hluti ævistarfs mikilhæfs manns. Þannig vakir þjóðsagan í þessari bók. Höfundur gerir glögga grein fyrir jarðfræðilegri byggingu svæð- isins, hvemig það hefur hlaðist af jarðeldi, fergst af jöklum, brotnað af tog- og höggkröftum, skorist af vatnsrennsli, svarfast af vindum. Gróðurfari er gerð skil svo og dýr- um láðs, lagar og lofts. Bókina prýða 130 myndir og hefur höfund- ur tekið meginhluta þeirra. Guð- mundur Ó. Ingvarsson hefur teikn- að staðfræðilega uppdrætti og skýr- ingamyndir í bókina. I bókinni er gerð grein fyrir starf- semi Ferðafélagsins á árinu 1990 og því sem framundan er. Þetta er 65. árbókin í ritröð Ferðafélagsins en á þessu ári eru einmitt 65 ár síðan félagið var stofnað. Á skrif- stofu félagsins fást árbækur frá upphafí á um 48 þúsund krónur. Árgjald þessa árs er þijú þúsund krónur og er árbókin innifalin." Ferðafélagið er enn til húsa að Öldugötu 3, en í maímánuði flyst aðsetrið í nýja félagsheimilið að Mörkinni 6 í Reykjavík. VANN MN FJðLSKYLM? Heildarvinningsupphæöin : 132.712.148 kr. Röðin : 121-XX1-2XX-1X21 13 réttir: 12 raðir á 2.986.020 - kr. 12 réttir: 285 raðir á 79.160 - kr. 11 réttir: 3.759 raöir á 6.350 - kr. 10 réttir: 31.232 raöir á 1.610 - kr. Þaö kom engin rööfram meö 13 réttum hérlendis um helgina. Viö trúum því aö Svíar hafi andaö léttar þvl viö höfum veriö betri tipparar en þeir margar undanfamar vikur. Vinnings- hlutfalliö er um 65% hérlendis frá því samstarfiö hófst. BETRA VERÐ GENERAL SP0RTIVA dekkin eru frönsk-þýsk gæðavara á hreint frábæru verði. Þú getur treyst á mýkt, rásfestu og góða endingu - og ekki spillir verðið sumarskapinu. STÆRÐ: VERÐ: 155 R 13 3.810.-kr. 165 R 13 3.985.- kr. 175/70 R 13 4.410,- kr. 185/70 R13 4.790,- kr. 185/70 R14 5.190,- kr. PANTAÐU TÍMA! Hjá Sólningu getur þú sparað þér tíma og peninga með því að hringja og panta tíma - og við skiptum um dekk um leið og þú mætir. SÓLMNG SMIÐJUVEGI 32-34 / SÍMI 4 48 80 Fáksmenn sigurveg’arar Um leið og verðlaun voru afhent í einstaklingskepninni voru einnig afhent verðlaunum fyrir stiga- keppnina. Lengst til vinstri Magnea Rós Axelsdóttir Herði, á Drottningu, Sara Ósk Weeley Gusti, á Stíganda, Guðmar Þór Pétursson Herði, á Mána, Marta Jónsdóttir Mána, á Sóta og Lilja Jónsdótt- ir Fáki, sem sigraði í tölti bama, á Geisla. Þau Sara, Guðmar og Lilja hampa verðlaunum fyrir árangur félaga þeirra í stigakeppninni. Bikarmótið í Reiðhöllinni: Hestar Valdimar Kristinsson EINS OG oftast áður vom það Fáksmenn sem vora í aðalhlut- verkum bikarmótsins sem um árabil hefur verið haldið í Reið- höllinni. Illutu þeir 1726.17 stig, ríflega sextíu stigum meira en Gustsmenn sem urðu í öðra sæti með 1661,92 stig. Sörli í Hafnar- firði varð í þriðja sæti með 1606,17 stig. Fákur varð stigahæstur í fullorð- insflokki og unglingaflokki, Gustur stigahæstur í ungmennaflokki og Hörður í bamaflokki og er það annað árið í röð sem Hörður sigrar í bamaflokki. Auk bikarkeppninnar var um að ræða einstaklingskeppni þar sem hart var barist. Breyting varð á röð fimm efstu í úrslitum í flestum ef ekki öllum greinum. Þeir Sigur- bjöm Bárðarson Fáki og Halldór Viktorsson Gusti báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur en þeir sigmðu í þeim þremur greinum sem þeir kepptu í. Sigurbjörn í fullorð- insflokki og Halldór í ungmenna- flokki. Sigurbjöm Bárðarson vann gott afrek í fimmgangi en þar þurfti hann að heyja bráðabana til að tryggja sér sæti í úrslitum og þegar þangað kom gerði hann sér lítið fyrir og sigraði ömgglega. Margt góðra hesta kom fram á þessu móti sem hófst á skírdag en hlé var gert föstudaginn langa og síðan haldið áfram laugardag og lauk mótinu um kvöldið. Það voru hestaíþróttafélögin á suðvestur- hominu sem þátt tóku í mótinu, Máni, Sörli, Gustur, Andvari, Fák- ur og Hörður, og völdu liðstjórar félaganna athyglisverðasta liðið sem var lið Harðar. Nöfn hestanna komu ekki fram í skrám á þessu móti og er því ekki getið um þau hér sem er óneitanlega bragðdauf- ara en ella. Er því rétt að hvetja þá sem standa munu fyrir næsta móti að ári að gera þar bragarbót. Eins og gefur að skilja er þáttur hestanna í svona keppni ekki svo lítill og hestamenn vilja jú vita nöfn hrossanna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gunnar Þorsteinsson sigraði í tölti unglinga á hryssunni Perlu, auk þess varð hann annar í fjórgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.