Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 36
>36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Geir Þór Jóhanns- son - Minning Fæddur 6. október 1977 Dáinn 13. apríl 1992 Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom, S. Egilsson) Elskulegur frændi er dáinn. Þetta er víst staðreynd þó erfitt sé að trúa því. Geir Þór var stóri frænd- inn sem mikið var litið upp til af yngri frændsystkinum. Fæðing hans var mikil gleði foreldrum hans. Þarna var kominn annar Geir, því fyrsta bam þeirra fórst af slysförum aðeins 8 ára að aldri. Geir Þór eign- aðist svó bróðurinn Amar Þorkel sem nú er 13 ára. Margs er að minnast því Geir Þór var einstakur. Hann var fyrir- myndarbam að öllu leyti. Átti auð- velt með að læra og var blíður og góður. Orð fá ekki lýst þeim sára söknuði sem við finnum. Margar góðar minningar eigum við í hjört- um okkar um hann sem eiga eftir ^að ylja okkur um ókomin ár. Frændfólkið á Grundarfirði og afí og amma í Furugerði þakka all- ar þær gleðistundir sem hann veitti þeim. Elsku Ema, Jói, Amar, Ág- úst, Áslaug, pabbi, mamma, Bagga og allir ástvinir. Megi algóður Guð styrkja ykkur i allri ykkar sorg og þig, elsku systir, að komast yfir veikindi þín. Hildur, Atli, Anna Björk, Þór Örn og Hjalti Geir, Grundarfirði. Kveðja frá Hlíðaskóla Svo djúp er þöpin við þína sæng, og þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dapr og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Vorið með birtu og fegurð gefur okkur nýjar vonir og fyrirheit. Við horfum á blómkolla brjótast fram sem oft þurfa að heyja harða bar- áttu við áföll og hret, og verða aldrei blóm. „í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega og eins og fræin sem dreymir undir snjónum dreymir hjarta þitt um vorið." (Kahil) Hópur glaðra nemenda leggur af stað í langþráða skíðaferð. Til- hiökkun skin úr hverju andliti. Páskaleyfi framundan og stutt í skólalok. Skyndilega bregður hinni fögru vorbirtu, ský dregur fyrir sólu, hugurinn myrkvast. Nemandi úr bekk mínum 9. E.S., Geir Þór Jóhannsson, verður fyrir svo alvar- legu slysi, að vonin sem við héldum í brást. Geir var ekki aðeins efnilegur og góður nemandi. Hann var einlægur og tilfinninganæmur og hafði góða nærveru. Geir hafði gert sínar fram- tíðaráætlanir og átti sér stóra drauma. Þar hefði hann orðið öllum til sóma. Höggið er þungt þegar svo skjótur endi er bundinn á líf efnilegs ungmennis sem virtist eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Það er þungbær reynsla fyrir bekkjarsystkin að verða vitni að svo hörmulegum atburði. Ég bið Guð að blessa þau og styrkja vegna þessa þunga áfalls. Ég bið þess að hið fagra fordæmi sem Geir gaf með sinni stuttu veru með okkur mildi sorgina og söknuðinn. Á sárri skilnaðarstundu kveð ég Geir með þakklæti fyrir samfylgdina sem var rofin allt of fljótt. Dýpstu samúðarkveðjur flyt ég og starfsmenn Hlíðaskóla foreldr- um hans og öðrum aðstandendum. Megi minningin um góðan dreng vera þeim huggun harmi gegn. Hin ljúfa minning angar eins og reyr. Um andann leikur heitur sunnanþeyr, en himnar blána, heimur birtist nýr sem hugann fyllir von - sem aldrei deyr. (Davíð Stefánsson) Blessuð sé minning Geirs Þórs Jóhannssonar. Edda Snorradóttir. Sannleikur þessara hendinga er hvað nærgöngulastur við ástvini og samferðafólk, þegar einhverjum er á morgni lífsins kippt burtu á einu ólánsaugnabliki og engu verður framar um þokað. Þannig snerti a.m.k. sú fregn mig er Geir Þór Jóhannsson, þessi fríði og háttprúði unglingur, hafði orðið fyrir slysi í skíðabrekkum Bláfjalla og var ekki hugað líf. Geir Þór var miðsonur Jóhanns Geirssonar og konu hans Ernu Þor- kelsdóttur, rösku ári eldri en Arn- ar, sá yngsti, en þama er ekki ein slysabáran stök því fyrir 16 árum misstu þau frumburð sinn, Geir, einnig í hörmulegu slysi. Þau Jó- hann og Ema slitu samvistir árið 1989. Það snjóþunga og erfiða vor réðst það með okkur Jóhanni, vini mínum, að Geir Þór kæmi hingað að Skjaldfönn til snúninga um sauð- burðinn. Það em mikil umskipti fyrir 11 ára snáða, sem ekki hefur farið úr foreldrahúsum eða komist ofar í verklegum metorðastiga en að bera út blöð í götunni sinni, að vera allt í einu orðinn þónokkuð mikilvægt tannhjól í sigurverki hins daglega lífs og starfs á afskekktum sveitabæ. En Geir Þór hafði þá heimafylgju sem dugði; greind, að- lögunarhæfni og vilja til að gera sitt besta, ásamt gnægð af þolin- mæði. Oft skorti húsbóndann í sauðburðinum tíma til að útlista þetta eða hitt svo vel fyrir nýja liðs- manninum sem þurft hefði en ef drengnum fannst húsbóndinn ekki sem sanngjarnastur — sem eflaust hefur oft verið, þó að ekki hefði hann hátt um það — var hægt að jafna þá reikninga er fram á sumar- ið kom, með því að máta hann í skák. Geir Þór ílentist svo fram til hausts og stóð sig svo vel að hann kom aftur til starfa næsta sumar. Vegna breytinga á heimilishög- um mínum á síðasta ári dró úr þörf fyrir liðsauka utan fjölskyldunnar, en Geir Þór hafði þó getið sér það orð að auðvelt var að ráða hann til sumarvista hjá öndvegisfólki í næstu sveit, Páli og Önnu í Neðri- Bæ á Snæfjallaströnd. Þar gat hann sér hið besta orð fyrir dugnað og ljúflyndi og er nú sárt saknað ekki síst af Haraldi, syni Páls og Önnu, en þeir Geir Þór voru á líku reki. Þeir áttu sér sameiginlegt áhuga- svið, þar sem tölvur voru, en Geir Þór var einn þeirra fjölmörgu ung- menna, sem heillast hafa af þessum töfrasprotum nútímans. Grunur minn er að framtíð hans hefði orðið á því sviði, hefði honum auðnast lengri aldur. En nú eru þáttaskil, tjaldið fallið og þó að skammt dugi fátækleg samúðarorð til ástvina sem mikið hafa misst, verður minningin um góðan dreng lengi í hug okkar, sem fengu að vera honum samferða. En meðan árin þreyta hjðrtu hinna, sem horfa á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Megi það vor vera huggun harmi gegn. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn ísafjarðardjúp. Það verður allt fátæklegt sem er teiknað með stöfum sem mynda orð. Ég segi þetta af því að það er ekki hægt að lýsa þeirri sorg sem er í hjarta mínu í dag, miðvikudag- inn 22. apríl, þegar Geir Þór Jó- hannsson, bróðursonur minn, verð- ur til moldar borinn aðeins fjórtán ára að aldri. Hann sem var svo hress og kátur að leggja upp í skíða- ferðalag með skólafélögum sínum, að hann skuli nú allur. En það er nú svona samt. Það sem er okkur dýrmætast er tekið frá okkur. Og við spyijum, af hverju? En svörin koma ekki. Því það er einu sinni svo, að því meira sem maður veit, þess betur komumst við að því hversu lítið við vitum. Geir Þór frændi minn verður mér um margt minnisstæður. Hann var góður vinur vina sinna, allt sem hann tók sér fyrir hendur kom frá hjartanu. Ef á hann var hallað stóð hann fast á sínu, eins og klettur, og aldrei þoldi hann órétt, hvorki gegn sér né öðrum. í námi komu þessir eiginleikar honum til góða, hann átti einstaklega létt með nám- ið og árangur hans þar sem og annars staðar var mjög góður. Hann æfði körfubolta með Val og var þar vel liðinn. Frændi minn var efnispiltur. Nú verður þessi frændi minn lagður til hinstu hvílu hjá bróður sínum og nafna, Geir, sem lést af slysförum ásamt Kristjáni Geir frænda sínum, 2. apríl 1976. Saman njóta þeir nú blessunar Guðs. Megi góður Guð gefa styrk for- eldrum, bróður, ömmum og afa, og öllum aðstandendum öðrum, því þess er nú mikil þörf. Ég kveð þig nú, sú kveðja er blandin trega. Svo hjálpi mér, Guð, hún geymist eilíflega. Leiði þig Kristur til lífs í æðra heimi. Ljós þitt hann verði og geymi þig eilíflega. (S.G.) Siggi frændi. í dauðans faðm nú fallið er og fólt og kalt þar sefur það barn, ó Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. Ó, Faðir, lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þín mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. (Helgi Hálfdánarson) í dag göngum við erfið spor, já erfið eru þau, því við erum að fylgja til hinstu hvíldar okkar ástkæra frænda og vin Geir Þór, en hann var sonur Jóhanns Geirssonar og Ernu Þorkelsdóttur. Saman áttu þau þrjá syni og í dag erum við áð kveðja þeirra annan son. Á undan var genginn þeirra elsti sonur Geir, er lést af slysförum ásamt frænda sínum Kristjáni Geir, 2. apríl 1976. Blessuð sé minning þeirra. Eftirlif- andi er Arnar Þorkell, sem sér á eftir ástkærum bróður. Á svona stundum stöndum við ráðþrota og spyrjum hvers vegna? Hver er það sem ræður því hver er næstur? Dauðinn er okkur alltaf sama ráðgátan og við erum alltaf jafn illa undir það búin að mæta honum. Hann kemur oft sem lang- þráður vinur þegar jarðvistin er orðin óbærileg vegna sjúkleika, þreytu eða aldurs. En oft birtist hann jafn óvænt og sviplega og nú hefur gerst. Hvers vegna eru börn- in okkar hrifín á brott, ung og sak- laus? En við fáum engin svör. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Við trúum því að það sé tek- ið vel á móti elsku Geir Þór okkar og honum hafi verið ætlað annað og meira hlutverk á æðri stigum. Elsku Jói, Erna, Arnar og aðrir ástvinir, munið að minningin um ljúfu drengina okkar er Ijós í lífi okkar. Við sendum öllum aðstandendum Geirs Þórs okkar hugljúfu samúðar- kveðjur og biðjum algóðan guð að Sérútgáfa um tölvur fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins fimmtudaginn 7. mal. Meðal efnis verður fjallað um helstu nýjungar á sviði tölvubúnaðar og hugbúnaðar, hvort heldur er fyrir tölvunet fyrirtækja og stofnana eða heimilistölvur. Þá verður „tölvuuppeld" íslenskra barna einnig til umfjöllunar og það hvernig tölvur geta nýst ungmennum í leik og starfi. Allt frá einföldum leikjatölvum upp í öflugri vélar og hugbúnað sem nýtist þeim frá grunnskóla og fram yfir háskólaprófið. >J9-00 mánudaginn 4. Sími auglýsingadeildar er 69 11 11 Skilafrestur á óunnum auglýsingum er til kl. 17.00 þann 4. maí, en skilafrestur á tilbúnum filmum er til kl. 18.00 þriðjudaginn 5. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.