Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Ég mátti vita að þið kæmuð. Eg hjálpaði pabba að tæma vínskápinn. Ast er... ... að þurrka snjóinn af bílrúðunni fyrir hana. TM Reg U.S Pat Olf. — all rights reserved e 1992 Los Angeles Times Syndlcate Spilaðu heldur eitthvað sem hann kann ekki. vTí» HOGNI HREKKVISI ohANNV/if? AÐ HJÁLPA /HÉR AE> F/NNA T/ND.4 KÚLU. " JWiorgittiMsaííil* BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Dáin, en lifa þó? Frá Richardt Ryel: HVENÆR maðurinn raunverulega er látinn? Kvenprestur að nafni Kirsten Nielsen „dó“ á skurðarborði í New York 28 ára að aldri. Kirsten lifði það þó af að segja frá eigin dauða- stund. „Ég fór til himna,“ sagði hún, „og þar hitti ég mann sem ég er viss um að var Jesúm Krist- ur. Við ræddum líf mitt og mistök og möguleika í framtíðinni, enda þótt ég hafi aðeins verið „dáin“ í 11 mínútur. Ég kaus að snúa aftur þótt hann segði mér, að það yrði mikið og tilfinnanlegt átak. Kirsten þreytist aldrei á að segja söfnuði sínum frá þessari reynslu sinni. Við starfs- bræður sína segir hún „það eru allavega forréttindi að hafa talað við vinnuveitanda sinn“. Fritz Hermann 49 ára „dó“ líka. Hann drukknaði meðan hann var að kafa við Noreg. Fritz fylgdist vel með lífgunartilraunum á sjálf- um sér, er hann sveif tvo metra yfír sínum eigin líkama. Fritz var dáinn í fímm mínútur. „Það var hlýtt og notalegt," sagði hann, „og um stund ákvað ég að verða eftir. En svo varð mér hugsað til fjöl- skyldu minnar, og mér snérist hug- ur. Ég ákvað að snúa aftur til lifs- ins.“ Einnig Fritz er í dag við bestu heilsu. Dáin, en lifa þó. Við deyjum öll, ekki aðeins einu sinni. Flest okkar, eða allir sem náð hafa 70 ára aldri, hafa dáið a.m.k. 12-15 sinnum. Við erum alltaf að deyja, og alltaf að endurfæðast, allt lífið. Talið er að allar frumur mannslík- mans hafi endurnýjað sig á fimm ára fresti, flestar miklu fyrr. Heila- frumurnar hafa þannig allar endumýjað sig innan þriggja mán- aða. Þetta minnir mig raunar á að ýsan sem ég át í gær, er í dag orðin að endurminningum um prakkarastrik sem ég framdi fyrir 50 árum. Hárið vex og húðin skrælnar, en innyflin skolast einnig smám saman öll út. Mest af þessu gengur eins og vitað er niður úr okkur, sem saur og þvag. Ég er því enganveginn sami maðurinn ídag, og ég var í gær. Ekkert veit ég hvað varð um manninn með sama nafni (mig sjálfan) sem gekk í skónum mínum fyrir fímm árum síðan ... Æji já, því skyldum við raunar taka okkur sjálf allt of hátíðlega. Þetta samsafn af ýsu, slátri, baun- um og bolaspaði, kalorium, hitaein- ingum, próteini, eggjahvítuefni. Og ekki ráðum við skiptingu litn- inga, en undir þeim er gæfumunur- inn komin, hvort við fæðumst sem fiskar, froskar, flóðhestar eða menn. RICHARDT RYEL Sellerod Park 12, 1-17 2840 Holte Danmörku Tillaga um breytt framtíðarskipuíag Frá Höllu Sigríði Margrétardóttur: ÉG er einn borgarbúi í Reykjavík sem kem með lítilmótlega tiliögu sem gæti reynst framtíðinni vel en hún er þessi: „Ég mundi vilja láta nota hesta í staðinn fyrir bíla og byggja lítil hesthús í staðinn fyrir bflastæði. Nú, við mundum náttúrlega láta gamalt og fatlað fólk fá nokkra bíla. Nú, það verða ekki neinar bensín- stöðvar, fólk sem vinnur þar mun fara daglega með heypoka í hvert hús. Bílaverkstæði breytast í hest- fóðrunar- og skeifustöðvar. En ís- lenska hestakynið mun verða mun vinsælla. Við mundum samt að sjálfsögðu ekki hverfa til fortíðarinnar því að hraðskreiðar jámbrautarlestir mundu flakka milli landsfjórðunga bg flugvélar og bátar yrðu á stöðug- um ferðalögum. Nú, landið yrði mun meiri ferða- mannastaður og við myndum græða talsvert á því. Fólk mundi rækta hrossakynið betur. Einnig mundi fólk nota reið- hjól mun betur. Vandamálið með að fólk keyrir út og suður með til- heyrandi orkusóun og mengun- arstybbu mundi verða úr sögunni því fólk færi bara fara allt á hest- um, hraðlestum og reiðhjólum. Hrossataðið mundi nýtast í safn- hauga svo fólk gæti farið að rækta meir svo garðarnir yrðu mun fal- legri (ég verð samt að viðurkenna að það gæti fylgt þessu einhver hrossa(skíta)lykt. Þessi lítilmótlega tillaga mundi spara stórfé í vegaframkvæmdum þar sem nú yrði aðeins þörf á mjó- um stígum, (miklu skemmtilegra en hraðbrautir). En bílar mundu verða sendir út til útlanda þar sem þeir færu í end- urvinnslu, þá yrðum við sú þjóð sem mengar minnst. Þessa lítilmótlegu tillögu mundi ég gjarnan vilja að væri birt ein- hvers staðar. HALLA SIGRÍÐUR MARGRÉTARDÓTTIR, Hofteigi 20, Reykjavfk. Yíkveiji Reykvíkingar og væntanlega einnig íbúar nágrannabyggð- arlaga höfuðborgarinnar hafa sann- arlega verið iðnir yfir hátíðirnar við að skoða hið nýja Ráðhús Reykja- víkur, því í fréttum í fyrrakvöld var greint frá því að gestir hússins væru þegar orðnir á milli 40 og 50 þúsund sem hlýtur að mega skoð- ast sem íslandsmet, þegar haft er í huga að í gær var rétt vika síðan Ráðhúsið var vígt með pompi og pragt og veislum miklum. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á borgaryfirvöldum að sitt sýndist hveijum um ágæti veisluhaldanna og fram komu efasemdir um nauð- syn þess að bjóða 1500 manns til veislna á kostnað skattgreiðenda Reykjavíkur í tilefni vígslunnar. Víkveiji fær ekki betur séð en þess- ar efasemdir hafi átt fullan rétt á sér, þegar litið er til þeirrar stað- reyndar að þegar hafa yfir 40 þús- und manns séð ástæðu til þess að skoða herlegheitin, án þess að hafa verið boðnir í sérstaka veislu af til- efninu. Borgarstjóri sagði í útvarps- viðtali að morgni vígsludagsins: Ég held að það sé nú mál að linni þess- um sendingum til Ráðhússins og til borgaryfirvalda. Almenningur er farinn að meta þetta hús, það er skrifar alveg greinilegt og það er tíma- skekkja það sem er sífellt' verið að klifa á í þessu neikvæða umtali, nöldri og naggi sem birtist hér í hveijum leiðaranum af öðrum í dagblöðum." xxx Er það ekki einmitt málið, að almenningur er farinn að meta þetta hús, eins og borgarstjór- inn sagði, án þess þó að leggja blessun sína yfir bruðl og óhófleg veisluhöld fyrir 1500 manns? Erþað í verkahring borgarstjóra að segja til um hvort fjölmiðlar og almenn- ingur mega gagnrýna hvernig hann ákveður að veija þeim fjármunum sem koma úr vasa reykvískra skatt- borgara? Gott og vel: Kannski má afgreiða slíka gagnrýni sem „nei- kvætt umtal, nöldur og nagg“ eins og borgarstjórinn gerir, en það er hvorki í hans valdi, né nokkurs annars, sem betur fer, að mati Vík- veija, að segja: Nú skulu allar gagn- rýniraddir þagna! Auðvitað var ítar- leg frásögn af vígslu Ráðhússins í fjölmiðlum að henni lokinni, og Morgunblaðið var þar engin undan- tekning. Víkveiji hafði af öllum þessum frásögnum mest gaman af örlitlum ramma á baksíðu Morgun- blaðsins á skírdag, þar sem greint var frá því að lögreglan í Reykjavík hefði þriðjudeginum á undan tekið þijá útigangsmenn í vörslu sína, þegar þeir hefðu ætlað að sækja veislu við formlega opnun Ráðhúss Reykjavíkur. Utigangsmennirnir hefðu verið stöðvaðir í Vonarstræti á leið til veislunnar. Þeir hefðu ver- ið uppábúnir og ódrukknir, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar, en úr þvi síðarnefnda voru þeir sagðir hafa ætlað að bæta þegar í Ráðhúsið kæmi. Víkveija finnst miður að lögreglan skuli hafa verið með svona fyrirbyggjandi ráðstaf- anir og telur viðbrögð hennar við því að hitta þijá prúðbúna róna i Vonarstræti allt of sterk. Raunar er Víkveiji þeirrar skoðunar að rón- arnir þrír, sem gætu allt eins heitið Bogi, Órvar og Hjörvar, hefðu getað sett skemmtilegan svip á partíið og hrist hraustlega upp í þotuliðinu, hefðu þeir fengið að gerast boð- flennur í boði Reykvíkinga óáreitt- ir. Hvernig var það annars, hafði lögreglunni borist njósn af mein- fyndnum áformum rónanna, eða var lögreglan bara að „hreinsa til“ í miðborginni til þess að enginn skuggi félli nú á þá ímynd sem yfirvöld vildu skapa á veisludaginn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.