Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Jltargiiiifclafri Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjávík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Vegalaus æska Islendingar eru að vakna upp við þá nöturlegu staðreynd að í velferðarþjóðfélagi okkar er að finna nokkurn hóp æsku- fólks sem í reynd á hvergi höfði sínu að halla. I umfjöllun Morg- unblaðsins um málefni vega- lausra barna á síðustu vikum hefur einnig komið glöggt fram að sá hópur barna og ungmenna sem svo er komið fyrir, hefur farið ört vaxandi á síðustu fimm árum og mun vaxa enn hraðar á næstu árum ef ekkert verður að gert. Það er í sjálfu sér ekki til nein einhlít skýring á því hvers vegna börn og unglingar flosna upp frá heimilum sínum á við- kvæmasta aldursskeiði og lenda á vergangi. Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Einholtsskóla, segir til dæmis í viðtali hér í blaðinu nýlega að ein aðalástæðan sé að börnin hafi skort öryggi og fasta umgjörð í tilverunni. Stundum megi kenna um skorti á samvinnu á milli heimilis og skóla, eða rekja það til tíma- bundinna eða langvarandi erfíð- leika á heimili, flakks á milli skóla vegna búsetubreytinga og fleira af því tagi. Afleiðingin er þó oftast sú að ungmennin ná hvergi að festa rætur og öðlast því ekki nauðsynlegt öryggi og viðurkenningu í hópi jafnaldra eða í tengslum við skólanámið. Samfélagið birtist 'þeim í öllu sínu miskunnarleysi með vax- andi tengslaleysi og aukinni samkeppni á sama tíma og sam- hjálp innan fjölskyldna og sam- félags er á undanhaldi. Allt leið- ir þetta að lokum til þess að sjálfstraustið brestur og bitur- leikinn elur af sér fjandsamlega afstöðu til þjóðfélagsins og þeirra leikreglna sem þar gilda. Næsta skref er ef til vill neysla á forboðnum vímuefnum og þar á eftir gripdeildir og rán til að fjármagna fíknina. Þessi víta- hringur er alþekktur. Því miður verður líklega seint þróað fullkomið velferðarkerfi með svo þéttriðnu öryggisneti að unnt verði að firra öll börn því hlutskipti að eiga erfiða æsku í einhverjum skilningi. Vegalaust barn getur í sjálfu sér átt heimili og íjölskyldu en umkomuleysi þess lýsir sér í því að fjölskyldan er ófær um að veita því trausta forsjá og góð uppeldisskilyrði. Innan sjálfs uppeldiskerfisins býr aftur næmasta þekkingin á því að greina veglaust barn í þessum skilningi, þar sem eru forskólinn og skólinn, fóstrurnar og kenn- ararnir. Það er hins vegar alvar- legt mál þegar ábendingum þessara aðila til Félagsmála- stofnunar er ekki sinnt vegna þess að þar skortir mannafla og úrræði til að taka á málum, eins og komið hefur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. í frumvarpi til nýrra laga um vemd barna og ungmenna er gert ráð fyrir því að barnavernd- armál verði flutt frá mennta- málaráðuneyti til félagsmála- ráðuneytis, og í viðtali við Morg- unblaðið hefur Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra lagt áherslu á að veita verði meira fé til barnaverndar- og uppeldismála. Ráðherra telur íslendinga standa öðrum ná- grannaþjóðum langt að baki í þessum efnum svo og varðandi skipulag, fræðslu, rannsóknir og forvarnastarf. Er bent á að skýrslur frá 1987 sýni að íslend- ingar leggi einungis um 0,66% af vergri þjóðarframleiðslu í þjónustu við börn og unglinga á sama tíma og Danir og Svíar verji um 2% til þessara mála. Jóhanna Sigurðardóttir telur þetta til marks um að mannleg verðmæti séu á undanhaldi í þjóðfélaginu og aðrir hlutir hafi þar meiri forgang. Menn gleymi því hins vegar oft hvað það kosti þjóðfélagið síðar í auknum útgjöldum til heilbrigðis- og fé- lagsmála að rækja ekki betur barnavemdarmál og forvarnar- starfið. Meðal úrræða sem félags- málaráðherra nefnir er skamm- tímavistun til að taka við börn- um 2-4 mánuði vegna tíma- bundinna erfiðleika á heimilum en hún væntir þess að rekstur heimilis fyrir vegalaus börn sem þurfi lengri vistun, fái farsæla lausn í samráði við sveitarfélög og samtökin Barnaheill. Það er full ástæða til að gefa hugmyndum félagsmálaráð- herra góðan gaum, og ekki síð- ur að taka undir þá hvatningu hennar að mótuð verði heildar- stefna í fjölskyldumálum á Is- landi. Hitt er jafn ljóst að flest- ar kosta þessar hugmyndir auk- in fjárframlög sem eru torsótt við núverandi aðstæður í ríkis- fjármálum. Því verða að koma til breyttar áherslur og tilfærsla fjármuna milli málaflokka, því að öllum má ljóst vera að ís- lenskt þjóðfélag sættir sig ekki við vegalausa æsku við að íslensk börn og unglingar séu á vergangi. Velferð barna okkar er og verður forgangsmál. Morgunbláðið/Sverrir Fulltrúar BKR, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Krisljánsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Berta Kristinsdóttir, Vigdís Einarsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir, á fundi með Sighvati Björns- syni heilbrigðisráðherra. BKR mótmælir hæm gjaldtöku fyrir lyf o g læknisþjónustu BANDALAG kvenna í Reykjavík samþykkti á þingi nýlega mótæli gegn launamisrétti og hækkun gjalda fyrir læknisþjónustu, heilsu- gæslu og lyf og skoraði á sljórnvöld að sjá til þess að tryggja sjúkra- rými fyrir aldraða. Konur úr bandalaginu hittu heilbrigðistráðherra að máli til að fylgja ályktununum í ályktun sem samþykkt var á þing- inu segir að launabil milli einstakra hópa í þjóðfélaginu verði stöðugt meira og launabil milli karla og kvenna hafi ekkert breyst á sl. 10 til 15 árum þrátt fyrir öfluga baráttu kvenna fyrir bættum kjörum. 5 teknirvið innbrot í bíl FIMM piltar um tvítugt voru handteknir á páskadagsmorgun við innbrot í bifreið við Sólheima. íbúi við götuna varð piltanna var og gerði iögreglu viðvart. Er lög- reglan kom á staðinn reyndu þrír piltanna að flýja en tókst ekki. Piltarnir voru á höttunum eftir útvarpstæki bifreiðarinnar og voru búnir að rífa úr henni hluta af mæla- borðinu er að var komið. Tveir þeirra voru við þá iðju en þrír biðu í bíl í grenndinni. Við leit lögreglu í bifreið piltanna fannst efni sem hugsanlega var talið fíkniefni svo og- áhöld til fíkniefnaneyslu. og tillögunum eftir. BKR telur nauðsynlegt að hækka skattleysismörk og draga þannig úr áhrifum minnkandi kaupmáttar, sem helst komi niður á lágtekjuhópum, en þar séu konur í miklum meirihluta. Ennfremur telur bandalagið brýnt að heimavinnandi maki fái að nýta skatt- kort sitt til fulls. Þá mótmælir bandalagið harðlega skerðingu á lífeyrisgreiðslum almann- atrygginga og þeirri aðför að kjörum aldraðra, öryrkja og sjúklinga sem felist í hækkun gjalda fyrir læknis- þjónustu, heilsugæslu og lyf. BKR telur að ná megi fram sama sparnaði í heilbrigðiskerfinu með bættu skip- ulagi og samvinnu milli sjúkrastofn- ana. BKR skorar á heilbrigðisráðherra og borgaryfirvöld að sjá til þess að sjúkrarými fyrir aldraða sé fyrir hendi þegar þeir geti ekki lengur búið í heimahúsum eða vistheimilum vegna heilsubrests. Þá hvetur BKR til skjótra úrlausna í málefnum ósakhæfra afborgamanna og geðsjúkra fanga. Þeim tilmælum er einnig til heil- brigðisyfitvalda að St. Jósefssystrum verði reistur minnisvarði að aflokinni samkeppni meðal listamanna. Nokki Talsverð umferð var um hálendið i verið eins mikil og í fyrra. Hún sej páskana þó margir hefðu sjálfsagl nokkrir ökumenn vélsleða hvíldu s Yfirheyrslur öldunj Nauðsyi gjöld til - sagði Sigmund A SIGMUND A. Rogich, sem for- seti Bandaríkjanna hefur til- nefnt í embætti sendiherra á Is- Verkfall mjólkurfræð- inga kært til Félagsdóms Vinnuveitendasamband íslands hefur ákveðið að kæra verkfall Mjólk- urfræðingafélags íslands til Félagsdóms og verður málið þingfest í dag. Aðeins verður hægt. að pakka rúmlega helmingi þeirrar mjólkur í Mjólkurstöðinni í Reykjavík sem hefði þurft í þessari viku vegna verkfallsins og yfirvinnubanns mjólkurfræðinga. í vikunni hefði þurft að pakka hálfri milljón lítra en vegna aðgerða mjólkurfræðinga er gert ráð fyrir að ekki verði hægt að pakka nema um 270 þúsund lítr- um, að sögn Péturs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Mjólkursamsölunnar. Hið fyrsta af þremur einsdags verk- föllum mjólkurfræðinga í Mjólkurs- amsölunni í Reykjavík og Mjólkusam- lagi KEA á Akureyri átti að hefjast á miðnætti í nótt. Næsta verkfall er á föstudag og það þriðja á mánudag- inn kemur, en unnið verður við pökk- un mjólkur aðra daga. Jafnframt er í gildi yfirvinnubann í öllum mjólkurs- amlögum á landinu. Pétur sagði að Ijóst væri að það yrði skortur á mjólk á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. Rjómi myndi líklega duga langleiðina og enginn skortur ætti að verða á öðrum vörum svo sem jógurt, skyri og ýmsum G-vörum. Enginn sáttafundur hafði verið boð- aður í gær í kjaradeilunni og sagði ríkissáttasemjari eftir að hafa kannað hug deiluaðila að hvorugur hefði séð ástæðu til þess að boða til fundar. Geir Jónsson, formaður samninga- nefndar mjólkurfræðinga, sagði að deilan snerist einkum um hagræðingu innan iðnaðarins, en mjólkurfræðing- ar hefðu ekki fengið að vera aðilar að þeirri umræðu. Þeir hefðu lagt fram hugmyndir um lengri aðlögunartíma ef um uppsagnir væri að ræða til dæmis svo tækifæri gæfíst til endur- menntunar. Stéttin hefði búið við nokkuð gott atvinnuöryggi og liðið fyrir það að vissu leyti í launum. Nú væri það liðin tíð og því fyndist þeim ekki óeðlilegt að farið væri yfir málið, en það virtist vera þungt undir fæti. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að verkfalls- boðunin og yfirvinnubannið væru hvort tveggja ólöglega boðaðar að- gerðir. Þeir hefðu reynt að finna út úr því utan réttar hvort, ákvörðunin um verkfallið væri ólögleg, en því hefði verið hafnað að upplýsa um það og í fjölmiðlum hefði verið vísað á að það væri eðlilegt að láta reyna á það fyrir dómi. Þeir hlytu að taka þeirri áskorun. „Eins er kröfugerðinni þann- ig háttað að við erum þeirrar skoðun- ar að verkfall til þess að framfylgja henni sé ólögmætt. Það er sérstaklega þung skylda sem hvílir á okkur um að bera þetta mál undir dómstóla af því þarna er um svo augljósa misbeit- ingu á rétti hinna fáu til að troða á hagsmunum hinna mörgu að ræða,“ sagði Þórarinn ennfremur. Hann sagði að sex mjólkurfræðingar í Mjólkurs- amsölunni stöðvuðu fyrirtæki þar sem störfuðu á annað hundrað manns og kæmu í veg fyrir dreifingu á 150 þúsund manna markað. Geir sagðist ekkert skilja í VSÍ að vera að draga í efa lögmæti aðgerða mjólkurfræðinga. Ef þeir meintu eitt- hvað með þessu ættu þeir auðvitað að fara með málið fyrir Félagsdóm og hann kvaðst fagna því að það hefði verið gert. Geir kvaðst ekkert óttast niðurstöðuna, enda hefðu mjólkur- fræðingar staðið að þessum aðgerðum nú með sama hætti og þeir hefðu gert í gegnum árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.