Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 37 styrkja okkur öll á svona stundu, þá sérstaklega foreldra hans, bróð- ur, ömmur og afa. Minningin lifir um ljúfan dreng, hafi hann þökk fyrir allt og allt. Þó lífið enginn skilji, verði guðs vilji. Steini og Jóna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Með þessum ljóðlínum langar okkur frændsystkinin að kveðja okkar ástkæra frænda sem var svo skyndilega hrifinn á brott frá okkur. Guð blessi hann og varðveiti og alla hans fyölskyldu. Hafi hann þökk fyrir allt. Steini, Diddi og Þóra. Sólin er hnigin til viðar í lífi ungs og efnilegs pilts, Geirs Þórs Jó- hannssonar. Hressir og kátir unglingar fóru í saklaust skíðaferðalag, Geir kom ekki heill til baka. Við, fjölskylda Lárusar, kynnt- umst Geir haustið 1990 þegar þeir félagarnir byijuðu saman í Hlíða- skóla. Við erum hryggari en orð fá lýst yfir því áð fá ekki að njóta samveru hans lengur, en jafnframt ríkari eftir kynnin. Okkur langar til að þakka Geir fyrir einstaklega ljúfa viðkynningu. Minningin um hann lifir. Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson) Fjölskyldan Eskihlíð lOa. ÓKEYPIS HEIMSENDINGAR- ÞJÓNUSTA FRÁ KLUKKAN 11:30 TIL 23:00 ALLA DAGA BRAGAGATA 38A Það er erfitt að sætta sig við að Geir sé dáinn. Okkur datt ekki í hug að dauðaslys mundi gerast í þessari skemmtilegu skíðaferð. Á meðan hann lá á spítalanum neituð- um við að trúa því að hann mundi deyja. Fréttin um andlátið kom eins og hnífsstunga í bakið. Og okkur finnst svo óréttlátt að hann hafi verið hrifinn svona snöggt í burtu. Það verður erfitt að venjast auða sætinu í bekknum okkar eftir páskafríið þó við reynum að sætta okkur við það. Geir var alltaf mjög hress og skemmtilegur. Honum gekk vel í skólanum og hafði mikla lífsorku. Hann hafði glæsta framtíðar- drauma og stefndi hátt. Hann var mikill mannvinur því hann níddist ekki á neinum og var góður við alla. Með þessum orðum viljum við minnast góðs vinar og bekkjarfé- laga. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst. og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (D.S.) Bekkjarfélagar 9. E.S., Hlíðaskóla. Innan íþróttahreyfingarinnar læ- rist ungu fólki að takast á við lífið. Þar er því skapaður vettvangur til að eignast félaga í leik og keppni. Þar er ungu fólki kennt að það verður að taka sigrum með hóg- værð og tapi með reisn. Það veitir okkur sem störfum að félagsmálum hjá Knattspyrnufélag- inu Val mesta ánægju að fylgjast með einstaklingum sem ganga til liðs við félag okkar og ná árangri í íþrótt sinni og taka út félagslegan þroska um leið. Geir Þór Jóhannsson stundaði körfubolta hjá Val. Það var feiminn en kurteis drengur sem byijaði að koma á æfíngar hjá 9. flokk körfu- knattleiksdeildar Vals í haust. Með áhuga og ástundun náði hann tök- um á íþróttinni og sem meir var um vert, hann eignaðist félaga og féll inn í hóp þeirra drengja sem fyrir voru. Við Valsmenn samhryggjumst nánustu fjölskyldu Geirs og öllum þeim sem eiga um sárt að binda á þessari sorgarstund. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar Valsmanna. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals. Sljórn og þjálfarar körfu- knattleiksdeildar Vals. Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31Ó99 tiiki s+n* Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. ÖFLUGRI HREYFLAR Bensínhreyfbr með eldsneytisinnsprautun 4ra strokka 1,4 litra, V,8 Íítra, 2,0 lítra og V6 2,8 lítra VerS frá kr. 1.051.200 ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ AUKIÐ ORYGGI Sérstyrkt yfirbygging - Aflögunarbitar fremst á burðarvirki M # HEKLA GÆÐASTIMPILL LAUGAVEG1174 GEGNUM ÁRIN SIMI695500 MEIRI UMHVERFISVERND Þrívirkur hvarfakútur með súrefnisskynjara Endurvinnanleg plastefni samkvæmt staðal- merkingu # Bíll ársins í Evrópu 1992 RÚMBETRI Meira höfuðrými - Meira axlarými meira fótarými - Betri sæti AUKIN AKSTURSHÆFNI Meiri sporvídd aftan og framan - Meira hjólahaf - Meira fjöðrunarsvið - Betri hemlun NÝ YFIRBYGGING Avalar útlinur - Lægri vindstuðull Fullkomin ryðvörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.