Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Af spamaði ráðherra eftir Leif Jónsson Á dögum Stalíns var einu skáldi af íslandi boðið til Kremlar. Eftir þá för vissi Steinn Steinarr hver h'afði fundið upp friðinn. Það voru Rússar. Sjálfir fóru þeir frjálslega með friðinn, en ætluðust til að aðr- ir héldu. Háttalag þetta minnir ekki lítið á hegðun núverandi ríkisstjórn- ar íslands, sem lætur svo sem hún hafi fundið upp sparnaðinn. Kröf- urnar um spamað og aðhaldssemi eru gerðar til almennings meðan flottræfilsháttur ásamt með rán- dýru fyrirhyggjulausu gæluverk- efnabrambolti einkennir gerðir landsfeðranna. Víkur nú sögunni til ráðherra heilbrigðismála. Fyrir hartnær ári skeiðaði Sig- hvatur Björgvinsson fram á völlinn nýdubbaður ráðherra og tilkynnti landslýð að sér hefði verið uppálagt að spara fjóra milljarða í heilbrigð- isgeiranum. Þetta virtist verðugt verkefni ungum og kappsfullum manni og háttvirtir kjósendur og skattgreiðendur hafa síðan með vaxandi forundran fylgst með um- brotum ráðherrans á sviði sparnað- ar. Öll virðast þau á sömu bókina lærð og gæfuleysi ráðherrans með eindæmum. Engu er líkara en að sjálfur Sölvi Helgason sé upprisinn á meðal vor. Má einu gilda hvort um er að ræða lyfjakostnað, sam- mna Landakots og Borgarspítala, sérpantaða útreikninga ráðherra upp á dýrasta heilbrigðiskerfí í heimi eða réttargeðdeild. Allt snýst þetta í höndum hans og fram- kvæmdir með þeim endemum að fjöldi manns hefur orðð að líða fyr- ir en spamaður sést ekki svo langt sem augað eygir. Þessi verkefni ráðherrans eru hvert um sig efni í sætsúrar ritsmíð- ar en ég ætla í grein þessari að halda mig við réttargæstudeildina að Sogni í Ölfusi. Sá farsi hefur nú staðið í tæpt ár og sér ekki fyr- ir enda á honum enn. Atburðarásin er dæmigerð og virðist í fyllsta máta tilviljanakennd. Eitt fyrsta embættisverk ráðherra var að stilla til friðar á kærleiksheimili NLFÍ í Hveragerði. NLFÍ átti Sogn og um þær mundir vildi svo skemmtijega til að Sogn var laust úr leigu. Áður en ráðherra vissi af var hann búinn að leigja Sogn af NLFÍ og nærri samstundis búinn að ráða forstjóra að Sogni (vin og flokksbróður að vestan). Ekki er ljóst hvar í atburða- rásinni ráðherra fékk þá hugljómun að Sogn væri rétti staðurinn fyrir réttargeðdeild. Hitt er ljóst að sam- stundis snerist hreppsnefnd Ölfus- hrepps öndverð gegn hugmyndinni og beit ekki á agnið fyrr en nafni stofnunarinnar hafði verið breytt í meðferðarheimili. Starfsemi átti þó ekki að breytast, eingöngu nafnið. Að fengnu samþykki hreppsnefnd- arinnar liggur næst fyrir að gera nauðsynlegar breytingar á hús- næðinu og síðan að útvega hæft fólk til að annast hina sjúku. Slíkt fólk yrði annað tveggja að búa fyr- ir austan eða vera á þönum yfir heiðina. Þegar og ef allt þetta kemst í kring er og verður kostnaður við þessa endaleysu svo gengdarlaus að hann getur engan veginn sam- ræmst áætlun ráðherrans um fjög- urra milljarða sparnað. Þegar ræða skal kostnað við réttargæsludeild verður sífellt að hafa í huga að hér er um að ræða deild fyrir 5-10 sjúkl- inga. I marslok sl. sagði ráðherra að Sognvandamálið væri leyst, hann hefði keypt húsið fyrir rúmar 30 milljónir, eftir að hafa haft það á leigu á fjórðung úr milljón mánaðar- lega í tæpt ár. Forstjóralaunin góð- vinarins að vestan voru ekki nefnd. Trúlega höfðu fáir heyrt Sogn nefnt, hvað þá Sognvandamál áður en það varð til fyrir atbeina Sig- hvats og mikið hlýtur það að vera dásamlegt að geta leyst heimatilbú- in vandamál með almannafé. Hitt er miklu verra, að vandamálið er engan veginn leyst, heldur á það eftir að hlaða utan á sig um ókom- in ár nema hætt verði við Sognævin- týrið og það strax. Fyrirsjáanlegur kostnaður við uppbyggingu og rekstur Sogns í nútíð og framtíð er úr öllu samræmi við kostnað annarra þátta heilbrigð- iskerfisins og skal enn og aftur á það bent að hér er átt við umönnun 5-10 sjúklinga. í framhaldi af „lausn Sognvandamálsins“ stendur til að senda 30 manns í þjálfun til Svíþjóðar og trúlega verður sá hóp- ur á launum upp frá því. Síðan þarf að breyta húsakynnum. Sjálfur nefndi ráðherra 30-40 milljónir í byijunarkostnað. í upphafi umræðu um Sogn var talið að árlegur rekstr- arkostnaður gæti orðið 150 milljón- ir. Allar eru tölur þessar dásamleg- ar úr munni ráðherra sem ætlaði að spara fjóra milljarða. Þetta ger- ist á sama tima og verið er að loka sjúkradeildum og. draga úr allri starfsemi í heilbrigðiskerfínu vegna þess að heilbrigðisráðherra á ekki fé nema í gæluverkefni sín. Nái réttargeðdeild að Sogni fram að ganga er ráðherra að mínu viti þar með búinn að velja faglega vitlaus- ustu lausnina samhliða þeirri dýr- ustu. Til að gera sér betur grein fyrir upphæðinni 150 milljónum, má bera hana saman við þann hluta umsam- inna launa spítala- og heilsugæslu- lækna, sem er skilyrtur við náms- ferðir. Þessi launahluti er þessa dagana til sérstakrar rannsóknar í hneykslunardeild ráðherrans og skiptir að því er best verður skilið, sköpum varðandi framtíð heilbrigð- iskerfisins. Og hver skyldi svo þessi hræðilega upphæð vera? Hún er, að því er ráðherra segir, samanlagt 145 milljónir á ári og nær þannig ekki fyrirhuguðum umönnunar- kostnaði fyrir 5 ráðherrasjúklinga að Sogni. Ég tel það ekki einasta borgara- lega skyldu mína að segja hvað megi betur fara í störfum ráðherra heldur og benda á lausn. Mín lausn er ódýrari og eðlilegri án þess að ég fari fram á að hún sé sú eina rétta. Áður en lengra er haldið skal reynt að gera sér grein fyrir því hvers konar sjúklinga hér er um að ræða. Hér er um að ræða geð- sjúklinga sem að dómi geðlækna hafa vegna sjúkdóms síns brotið af sér og eru því ósakhæfir, þ.e. skulu ekki dæmast til fangelsisvist- ar sem afbrotamenn heldur til spít- alavistar sem sjúklingar. Hver heil- brigðisráðherrann á fætur öðrum hefur hrist vandamál þessara sjúk- linga fram af sér. Þó má geta þess að fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðmundur Bjarnason hafði ráðið Láru Höllu Maack réttargeðlækni til að undirbúa stofnun slíkrar deild- ar. Það kom þó fljótlega í Ijós að hugmyndir hennar fóru engan veg- inn saman við hugmyndir núverandi ráðherra og skildu leiðir eftir mikið þjark á sl. sumri. Nú væri ekki úr vegi að athuga aðeins hvernig aðrar þjóðir taka á þessum málum. Hvernig skyldu t.d frændur okkar á Norðurlöndunum leysa þessi mál, en þeir hafa í mörgu um árabil verið okkur fyrirmynd í heilbrigðis- málum? í Fréttabréfi lækna nr. 10, 1990 segir landlæknir eftirfarandi: „í Noregi, Danmörku og Svíþjóð eru geðsjúkir afplánunarfangar oft- ast vistaðir í venjulegum geðsjúkra- húsum, þ.e. á fylkis-, léns- og amt- sjúkrahúsum. I Noregi er geðsjúk- um öryggisföngum vísað heim til viðkomandi fylkis, en þau hafa í allflestuní tilfellum einungis upp á venjuleg geðsjúkrahús að bjóða til vistunar slíkra manna. Sömu sögu er að segja frá Svíþjóð og Dan- mörku. Oryggisgæslufangar eru margir hveijir taldir hæfir til vist- unar á venjulegum geðsjúkrahús- um. Nokkur venjuleg geðsjúkrahús hafa öryggisdeildir. Þeir verst settu eru síðan á sérstökum geðsjúkra- húsum eins og í Vástervik, en þar eru lokaðar og opnar deildir.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna er hvergi minnst á vitleysisgang og íjárglæfra á borð við ævintýrið að Sogni. Væri óhugsandi að við leys- um mál þessi á svipuðum nótum og frændur vorir? Þeir notast með öðrum orðum við venjuleg geð- sjúkrahús e.t.v. með öryggisdeild. Þeir eru þekktir af mannúðlegri meðferð á bæði sjúkum og föngum. Hvað er þá að? Eigum við ekkert geðsjúkrahús? Er ekki gamli Kleppsspítalinn enn á sínum stað? Jú, vissulega er spítalinn á sínum stað bæði hátt til lofts og vítt til Öll tilefni n.. Leigjum út sali fyrir brúðkaup, stúdents- afmæli, stúdentsveislur, stórafmæli, erfi- drykkjur, kaffisamsæti, fundahöld o.fl., o.fl. Allar nánari upplýsingar veittar á Hótel Borg í síma 11440 Leifur Jónsson „Illýtur að vakna sú spurning hvort engrim hafi dottið í hug að vista þessa geðsjúkl- inga á geðsjúkrahúsi svo sem aðrar þjóðir virðast gera. Því hefur þessi hugmynd ekki verið viðruð eða standa kannski einhver ljón í veginum?“ veggja. Sökum nýrra lyfja eru nú margir þeir er áður dvöldust á Kleppi orðnir nýtir þjóðfélagsþegn- ar og fjöldi sá er nú dvelur á Kleppi ekki nema brot af því sem áður var. Húsnæði er því fyrir hendi. Sú spurning knýr nú á hvort ekki sé hugsanlegt, með tilheyrandi breyt- ingum á húsakynnum og mann- haldi, að vista þessa 5-10 sjúklinga á Kleppsspítala. Obbinn af nauðsyn- legum læknum, fræðingum og öðru starfsfólki er þegar til á staðnum og fjarlægðarvandamál eru ekki fyrir hendi. Hafa ber í huga að rétt- argæslusjúklingar eru öðrum geð- sjúklingum veikari af sínum sjúk- dómi. Sjúkustu geðsjúklingarnir eiga að sjálfsögðu að vera á geð- sjúkrahúsum undir umsjón geð- lækna og annars starfsfólks sem menntað er í umönnun geðsjúkra. Undarlegt háttarlag þætti það t.d. að taka veikustu hjartasjúkling- ana út af hjartadeildunum og senda þá upp í sveit. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort engum hafi dottið í hug að vista þessa geðsjúklinga á geð- sjúkrahúsi svo sem aðrar þjóðir virðast gera. Því hefur þessi hug- mynd ekki verið viðruð eða standa kannski einhver ljón í veginum? Til sögunnar er nefndur maður að nafni Tómas Helgason. Sá er prófessor í geðlækningum við Há- skóla íslands svo og yfirlæknir geð- deildar Jjandspítalans og Klepps- spítala. í allri umræðunni um rétt- argeðdeild, hefur í fjölmiðlum hvergi heyrst til hans stuna né hósti. Það eitt út af fyrir sig virðist allrar athygli vert. Skyldi prófessor- inn þá enga skoðun eða áhuga hafa á málinu? í fljótu bragði mætti ætla það, en svo er aldeilis ekki. Skoðun hefur hann en áhuga ekki, væri að öðrum kosti löngu búinn að leysa vandann, enda ýtinn í góðu meðallagi, þá það hentar honum. Sl. vetur rakst ég þó af tilviljun á tvær örstuttar athugasemdir eftir prófessorinn í Fréttabréfi lækna nr. 11, 1990, og nr. 1, 1991. Hvernig sem lesið var kom ekki fram hvern- ig hann hygðist leysa vanda réttar- geðdeildar. Hitt var ljóst að hann vildi hvergi nærri koma þessum sjúklingum sjálfur eða hafa þá í sínum húsum. Síðan er það spurn- ingin hversu duttlungar og yfir- gangur einstakra opinberra starfs- manna svo sem Tómasar Helgason- ar svo og vingulsháttur Sighvats Björgvinssonar mega kosta þjóðina áður en t.d. fjármálaráðherra eða jafnvel forsætisráðherra tekur í taumana. Allt bendir til þess að við skatt- borgarar þessa lands eigum eftir að upplifa hér enn eitt fjárfestingar- ævintýrið sem byggir á hinum sérís- lensku aðstæðum, þar sem heilbrigð skynsemi opinberra aðila er með öllu útilokuð. Svo sem sagt var hér áður taldi ég það borgaralega skyldu að benda háttvirtum ráð- herra á ódýrari og eðlilegri lausn þessa vandamáls. Llkur eru nú á því að ráðherra ætli öðru sinni á einu ári að „keyra réttargeðdeildina í gegnum kerfið" og má ekki minna vera ef vitleysan skal hámarkast. í þeirri von að enn sé hægt að koma í veg fyrir óhæfuverkið er grein þessi skrifuð og ekki seinna vænna að fleiri láti til sín heyra, einkum þó áhugafólk um ráðherraspamað og vitræn vinnubrögð. Höfundur er læknir á slysadeild Borgarspítalans. Eitt atriði úr leikriti Sólheima, Risanum eigingjarna: Risinn: Sigurð- ur Gíslason. Burðarkarl: Berta Stefánsdóttir. Tré: Dísa Sigurðardótt- ir. Blóm: Rut Hjaltadóttir. Frumsýning á Sólheimum SUMARDAGURINN fyrsti hefur jafnnan verið nokkur merkisdagur á Sólheimum í Grímsnesi. Þann dag er aðstandendum lieimilisfólks sér- staklega boðið .í heimsókn og dagskrá með heimagerðu efni. Kaffi og meðlæti er einnig haft á boðstólum. Foreldra- og vinafélag Sólheima heldur árlegan vorfund sinn, segir í fréttatilkynningu frá Sólheimum. Að þessu sinni verður Leikfélag Sólheima með frumsýningu á leikrit- inu „Ævintýrið um risann eigin- gjarna“ eftir sögu Oscars Wilde. Yfir 20 manns taka þátt í sjálfu leik- ritinu auk Sólheimakórsins en á ári söngsins þótti tilhlýðilegt að hafa söng með í sýningunni. Með aðalhlut- verk fara Sigurður Gíslason, sem leikur risann, Haukur Þorsteinsson, sem leikur norðanvindinn, Þorbjörg Sigurðardóttir sem, leikur haglélið, og Geir Siguijónsson, sem fer með alls fjögur hlutverk. Leikstjóri, bún- ingahönnuður og sviðsmyndarhönn- uður er Alexandra Kjuregej Argúnova en hún hefur áður leik- stýrt hjá Leikfélagi Sólheima. Sýningin hefst kl. 14.30 á sumar- daginn fyrsta en fyrirhuguð er önnur sýning íaugardaginn 25. apríl kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.