Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 Gagnrýni á meðferð dómsmála, fyrningu þeirra og skipan ungra dómara: Gagiirýnin er stundum rétt- mæt en ástandið fer batnandi - segir Valtýr Sigurðsson, formaður Dómarafélags íslands VALTÝR Sig'urðsson, formaður Dómarafélags íslands, segir að gagnrýni almennings á störf dómstóla eigi í sumum tilfellum fylli- lega rétt á sér. Dráttur á meðferð dómsmála l\já dómara sé oft ekki afsakanlegur og óverjandi sé ef mál fyrnist vegna aðgerðar- leysis dómara. Þá sé eftirlit dómsmálayfirvalda og yfirmanna dómstóla með störfum dómara fremur handahófskennt. Ástandið hafi hins vegar mikið batnað í heild á síðasta áratug og dómarar bindi miklar vonir við breytingar, sem verða á stöðu dómstólanna þegar lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 (0 j Undanfarnar vikur hefur borið nokkuð á gagnrýni á dómstólana. Þar má nefna mál vegna innheimtu áskriftargjalda tímaritsins Þjóðlífs. Undirskriftalistar liggja víða frammi, þar sem meðferð bæjarfóg- etaembættisins á Akureyri á slíku innheimtumáli er mótmælt, Skipan ungra og óreyndra dómara í dóm- arastörf á landsbyggðinni hefur verið gagnrýnd og skýrt hefur ver- ið frá ómerkingu Hæstaréttar á málum ákveðins dómara, auk þess sem hann var víttur fyrir málsmeð- ferðina. Þá hefur komið fram, að stórt sakamál hafi fyrnst í höndum þessa dómara. Valtýr Sigurðsson, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gagnrýni sem þessi ætti í sumum tilfellum rétt á sér. Stjóm Dómarafélagsins fylgdist með þessari gagnrýni sem gagnrýni á dómstólakerfið í heild, en hefði ekki tekið neitt einstakt þessara mála til skoðunar. „Mitt álit er hins vegar, að aðgerðir gegn embættinu á Akureyri séu ekki rétt- mætar,“ saðgi hann. „Það er til dæmis röng ályktun hjá formanni Neytendafélags Akureyrar, að dómari hefði ekki átt að árita aðfar- arstefnur hjá þeim aðilum, sem ekki mættu fyrir bæjarþingið, vegna þess að aðilar í öðnm hlið- stæðum innheimtumálum sýndu greiðslukvittanir. Ef engin gögn lágu fyrir í þeim málum, um að kröfur stefnanda væru greiddar, hvíldi sú lagaskylda á dómara, að fullnægðum . ákveðnum form- og efnisskilyrðum, að árita stefnurnar. Fulltrúi fógeta hafði svo við aðför enga lagaheimild til að breyta áskorunardómnum, þrátt fyrir að skuldari sýndi þá kvittun fyrir að krafan væri greidd. Þá reyndi hins vegar á leiðbeiningarskyldu hans um möguleika á áfrýjun til Hæsta- réttar og ekki hefur verið sýnt fram, á að hennar hafí ekki verið gætt.“ Valtýr sagði, að svo undarlegt, sem það kynni að virðast í þessu samhengi, þá væri það til trygging- ar fyrir þegnana að dómari verður að fara að lögum og hans persónu- legu sjónarmið geta ekki að jafnaði ráðið niðurstöðu máls. Hann sagði að það sem væri alvarlegast í þessu máli væri hins vegar það, að lög- maður skyldi kreljast greiðslu á kröfu, ef hann vissi að hún hefði þegar verið greidd. „Slíkt er fá- heyrt og ef svo reynist vera rétt þá snýr þessi vandi fyrst og fremst að stjórn Lögmannafélagsins. Kröf- ur um úrbætur hefði því að mínu mati átt að beina að því félagi, en ekki embætti bæjarfógetans á Ak- ureyri." Valtýr sagði að frá 1. júlí yrði auðveldara að fást við mál sem þessi, því þá tæki gildi lagaákvæði um heimild til að endurupptaka útivistarmál fyrir sama dómstóli. „Þetta kemur í veg fyrir að leita þurfi til Hæstaréttar, ef leiðrétta þarf augljós mistök, sem verða þeg- ar stefndi mætir ekki. í þessu felst mikil framför og réttaröryggi og það hefði nýst í þessu tilfelli. Þetta gerir það einnig að verkum, að störfum léttir af Hæstarétti við sh'k einföld mál. Málmeðferð fýrir Hæstarétti tekur nú langan tíma og álag á dómara þar er gífurlegt. Sem dæmi um það má nefna, að um síðustu áramót biðu yfír 260 mál flutnings hjá réttinum. Þessi biðtími er áhyggjuefni dómarastétt- arinnar allrar." Eftirlit með störfum dómara handahófskennt Valtýr sagði að gagnrýni á dóm- stóla út af töfum á málarekstri væri oft réttmæt. „Ég hef sjálfur gagnrýnt í riti of lítið eftirlit dóms- málayfírvalda og forstöðumanna dómstóla með störfum dómara. Dómarar njóta mikils sjálfstæðis við dómstörf og þeim má ekki víkja úr starfi nema með dómi. Þetta eykur réttaröryggi þegnanna, þar sem dómarar þurfa ekki að óttast starfsmissi, þó þeir dæmi t.d. yfír- völdum í óhag. Hins vegar mega dómarar alls ekki misskilja þetta sem sérréttindi dómarastéttinni sem slíkri til handa.“ Fyrirsvarsmenn dómstólanna, svo sem bæjarfógetar og sýslu- menn, hafa nú eftirlitshlutverkið með höndum og geta veitt dómara áminningu. Dugi áminning ekki getur ráðherra vikið dómara úr starfí. Engar reglur eru hins vegar til um meðferð þessa áminningar- valds og meðferðin því mismunandi milli embætta og því miður handa- hófskennd, að sögn Valtýs. „Von- andi verður breyting þarna á eftir gildistöku aðskilnaðarlaga 1. júlí, en þá verða dómstólarnir aðeins 8 í stað 29 og ætti það að leiða til samræmingar þessára mála. Auk þess fara dómstjórar hinna nýju dómstóla ekki með önnur störf en dómstörf og umsjón með þeim og bera á þeim ábyrgð." Valtýr sagði að almenningur gæti kvartað til dómsmálaráðuneyt- isins eða forstöðumanna dómstóla, ef tilefni væri til. Umboðsmaður Alþingis færi hins vegar ekki með eftirlitshlutverk gagnvart dómstól- unum, en það mætti hins vegar vel spyija, hvort dómstólarnir ættu að vera undanskildir slíku eftirliti. Valtýr benti á, að ekki væri hægt að segja að allir væru jafnir fyrir lögunum, ef mál fyrntust í höndum dómara. „Það er ótækt ef menn geta jafnvel losnað undan refsingu í málum bara við það eitt að mál þeirra lenda hjá tilteknum dómurum og fyrnast þar. Ekki eru miklar líkur á því, nema í algjörum undantekningartilvikum, að of mik- ið vinnuálag dómara sé orsökin. Þar kemur oftast eitthvað annað til. Dómarar binda almennt vonir við að nýju dómstólarnir standi sig bet- ur að þessu leyti. Þá er vert að benda á, að hvað sem allri gagn- rýni líður, þá eigum við marga góða dómara og umfram allt heiðarlega." Borið hefur á gagnrýni vegna þess, að ungir og óreyndir menn hafa verið ráðnir í dómarastörf á landsbyggðinni. Valtýr sagði, að í nokkrum lögsagnarumdæmum starfaði aðeins einn dómari. „Aug- ljóst er að reynsluleysi getur háð dómurum og vissulega væri æski- legt að sérstaklega til þessara dóm- (X^mstrong Traust einangrunarefni fyrir vatns og hitalagnir, svo og kœlikerfi. Við þessir með reyr mœlum með Arms Gott að vinna me ■ níðsterkt. Heildsala Smásalo i < PALLHÚS HLAEHN LUXUS Erum að fá nýja sendingu SHADOW CRUISER pallhúsa. Þau hafa nú þegar slegið rækilega f gegn fyrir hönnun og einstakan frágang. Verð frá 487 til 730 þúsund krónur. Höfum mikið úrval 7, 8 og 1 O feta húsa, með ýmsum sérpöntuðum aukabúnaði sem við álítum nenta íslenskum aðstæðum. □ Springdýna í hjónarúmi. □ Niðurfellanleg ur toppur. □ Slökkvitæki. □ 9 kg. gaskútur. □ Klósett. □ Viöarinnréttingar. □ ísskápur fyrir gas eða 12v. □ Rafdrifin vatnsdæla. □ Sjálfvirk miðstöð fyrir gas og 1 2v sem blæs inn heitu loftíT □ 3ja gashellu eldavéi. . Sýningarhús við Borgartún 22 hjá^Radíó- virkjanum og við Bifreiöabyggingar, Ármúla 34. Upplýsingar í síma 37730 og 610450. © So/ffartii/i JJS//7I/6/0450 Lítill bátur vélarvana út af Eyrarbakka LÍTILL plastbátur, Ása HF-154, varð vélarvana rétt vestur af Eyrar- bakka í fyrradag. Báturinn var dreginn til Þorlákshafnar. Tveir menn voru um borð og amaði ekkert að þeim. Mennirnir voru að fara með Asu frá Stokkseyri til Þorlákshafnar annan dag páska þegar vél bátsins stöðaðist vestur af Eyrarbakka, helst er talið að sjór hafi komist í olíu. Hafnarvörður í Þorlákshöfn heyrði hjálparbeiðni mannanna í talstöðinni klukkan 11.15 um morg- uninn og lét björgunarsveitina Mannbjörg í Þorlákshöfn vita og Tilkynningaskyldan bað bátinn Særúnu, sem var við Knarrarósvita, að fara til aðstoðar. Björgunarsveit- armennirnir úr Þorlákshöfn voru komnir af stað á björgunarbátnum Draupni innan við tíu mínútum eft- ir að hjálparbeiðni barst en þegar þeir komu á staðinn var Særún búin að koma taug í Ásu. Særún átti í erfiðleikum með að draga bátinn vegna þess hvað það reyndi á litla bátinn. Tók þá Draupnir við og dró Ásu til Þorlákshafnar. Þang- að var komið um klukkan 13. Kristján Friðgeirsson hjá Slysa- varnafélagi íslands sagði að menn- irnir hefðu verið heldur illa búnir til sjóferðar og þeir orðnir kaldir þegar þeim var bjargað, en jafnað sig fljótt. Stórhríð í Almannaskarði: Um 25 bílar aðstoðaðir SÍÐDEGIS á annan í páskum gerði stórhríð í Almannaskarði rétt hjá Höfn í Hornafirði. Mikil umferð var um skarðið á þessum tíma og þurftu lögregla, björgunarsveit og Vegagerðin að aðstoða um 25 fólksbíla niður úr skarðinu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Höfn í Hornafirði hófst veðrið um klukkan 3 um daginn. Gekk á með snjókomu og 10-12 vindstigum. Veginum til og frá skarðinu var lokað í fjóra tíma og beið fjöldi bíla beggja megin skarðs- ins eftir að komast leiðar sinnar. Björgunarsveit SVFÍ var kölluð út og héldu menn úr henni ásamt lögreglu og vegagerðarmönnum, samtals um 20 manns, upp í skarð- ið þar sem bílarnir sátu fastir. Gekk greiðlega að koma bílunum niður skarðið og til Hafnar. Er veðrið gekk niður um kvöldmatarleytið var jarðýta fengin til að ryðja skarðið og var það opnað fyrir umferð aftur um klukkan 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.