Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Reuter Afganskir skæruliðar undir stjórn Ahmads Shah Mosoods á verði við herstöð skammt norðan við Kabúl í gær. Gulbuddin Hekmatyar Ættbálkaeijur skapa hættu á að Afganistan leysist upp Lundúnum. The Daily Telegraph. HÆTTA er á að stríðandi fylkingar skæruiiða og ættbálkahöfðingj- ar skipti Afganistan á milli sín takist embættismönnum Sameinuðu þjóðanna ekki að tryggja myndun samsteypustjórnar á allra næstu dögum. Afganistan hefur smám saman verið að liðast í sundur frá þvi síðustu sovésku hermennirnir voru fluttir þaðan í febrúar 1989. Dagar leppstjórnar Najibullahs forseta voru í raun taldir þegar hún varð af hernaðar- og matvælaaðstoð Sovétmanna, sem nam um 177 milljörðum ÍSK á ári. Nú virðist enginn leiðtogi hafa nægan herafla og njóta nægilegs stuðnings á meðal landsmanna til að geta haldið landinu saman. Stjórnin í Kabúl og leiðtogar Vesturlanda vonast til þess að Ahmad Shah Masood, einn af hóf- íslending- arnir áfram í Kabúl ÞRIR íslenskir hjúkrunar- fræðingar starfa á vegum Rauða krossins í Kabúl í Afg- anistan og engin áform eru um að kalla þá heim þar sem þeir eru ekki taldir í hættu. Hjúkrunarfræðingarnir heita Elín Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Maríanna Csillag. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma þeim úr landinu ef bardagar blossa upp í Kabúl. Þau halda þó áfram störfum sínum enn um sinn þar sem allt er með kyrrum kjörum í borginni. Lockerbie-málið: sömustu leiðtogum mujahideen- skæruliða í Afganistan, veiti nýrri stjórn forystu. Hann hefur myndað bandalag með skæruliðahreyfíng- um sem hafa náð stórum hluta Norður-Afganistans á sitt vald. Masood nam verkfræði við háskól- ann í Kabúl og þykir hafa sýnt mikla herkænsku í stríðinu. Hann hefur einnig komið á vísi að borg- aralegri stjórn á yfirráðasvæði sínu. Masood fékk viðurnefnið „Ljónið frá Panjsher“ vegna skæruhernaðar síns gegn Rauða hernum. Sovéski hershöfðinginn Borís Gromov, sem stjórnaði brottflutningi sovésku hermannanna, reyndi hvað eftir annað að semja um vopnahlé við Masood til að tryggja að hægt yrði flytja birgðir frá sovésku landa- mærunum til Kabúl. Masood léði aldrei máls á slíku og Gromov brást þannig við að hann fyrirskipaði að um hundrað þorp í norðurhluta landsins yrðu lögð í rúst. Ólíklegt er talið að Masood takist að mynda starfhæfa stjórn þar sem hann er úr röðum Tadsjika, manna Mubarak vongóður um farsæl málalok Sidi Barani, Egyptaiandi. Reuter. HOSNI Mubarak forseti Egyptalands sagði að enn væri einhver von um að samk’omulag tækist í deilu Líbýumanna og Vesturlanda vegna sprengjutilræðis í tveimur farþegaþotum sem kostuðu 441 mann lífið á sínum tíma. Mubarak lét svo um mælt eftir viðræður við Muammar Gaddafí Líbýuleiðtoga í egypskri herstöð skammt frá líbýsku landamærunum. Fyrir viku komu refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Líbýu til framkvæmda þar sem Líbý- umenn urðu ekki við tilmælum um að framselja tvo leyniþjónustumenn sem sannað þykir að hafi orðið vald- ir að sprengingu um borð í breiðþotu sem sprakk á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi um jólaleytið 1988. Þá sprakk frönsk breiðþota ári seinna yfir Níger og hefur franskur rann- sóknardómur gefið út handtökutil- skipun á hendur fjórum líbýskum embættismönnum sem sannað þykir að hafi staðið að tilræðinu. SKÆRULIÐAR SITJA UM KABUL Abdul Rahim Hatif starfandi for- seti Afganistan, seair að stjórn sín sé reiðubúin ao afsala sér völdum til mujahideen- skæru- liða sem hafa umkringt Kabúl. Nýtt bandalag skæruliðasveita undir stjórn Ahmads Shah Masood, er norðan við höfuðborgina IRAN j '• Sveitir heittrúaðra 200km i skæruliða, undir stjóm .... 7 Gulbuddins Hekmatvar, undirbúa árás á höfuð- iNDi-AND j borgina af írönskum ættum, en annar ætt- bálkur, Pashtun, hefur lengi ráðið lögum og lofum í Afganistan. Tadsj- ikar eru í minnihluta innan hersins og í afganska stjórnkerfinu. Þrettán ára hernám og borgar- styrjöld hafa þó raskað mjög jafn- væginu á milli ættbálkanna. Um sjö milljónir Afgana hafa flúið til Pakistans á þessum tíma og Pash- tun-menn eru þar í meirihluta. Því er ólíklegt að aðrir ættbálkar fallist á að Pashtun-menn hafi óvefengj- anlegan rétt til að veita nýrri stjórn forystu. Súnní-múslimar eru í meirihluti í Afganistan en þar búa einnig hindúar, síkhar og gyðingar. Stjórnmálin í Afganistan hafa lengi minnt á prúttviðskipti á afg- önskum teppabasar. Yfirmenn stjórnarhersins í mikilvægum vígj- um, svo sem Kandahar og Herat, hafa gert samninga upp á eigin spýtur við staðbundnar skæruliða- hreyfingar frá því Rauði herinn fór úr landinu. Foringjar skæruliða og ættbálkahöfðingjar vítt og breytt um landið ráða því nú meiru um framtíð þess en stjórnarandstöðu- Ieiðtogar í útlegð. Hekmatyar sakaður um trúarofstæki Skæruliðaforingjar eins og Mas- ood og bandamenn hans eru nú að reyna að koma í veg fyrir að Gulbuddin Hekmatyar, leiðtogi Hezb-i-Islami (Flokks íslam), kom- ist til valda. Hekmatyar er atkvæða- mesti skæruliðaforinginn úr röðum Pashtun-manna og andstæðingar hans saka hann um trúarofstæki. Hann gaf um helgina út yfirlýsingu þar sem hann hótaði að gera árás á Kabúl ef stjórnin gæfist ekki upp án skilyrða fyrir sunnudag. Hann skoraði jafnframt á íbúa höfuð- borgarinnar að festa græna borða á húsþökin og söngla „Allah Ak- bar“ (Guð er mikill) á meðan árásin stæði. Tvær skæruliðahreyfingar til við- bótar gætu gegnt mikilvægu hlut- verki á næstu dögum. Önnur þeirra er undir stjórn Abduls Haqs í Sorobi og hin Jalaluddin Haqqani í Paktía- héraði í austurhluta landsins. Báðar eru þær skipaðar heittrúuðum Pas- htun-mönnum. Abdul Haq sagði í gær að hreyf- ing hans myndi ekki ráðast á Kab- úl og kvaðst ekki hrifinn af hug- myndinni um að skæruliðahreyfing- arnar mynduðu stjórn vegna ágreinings þeirra. Stjórn landsins yrði að njóta almenns stuðnings í landinu og Sameinuðu þjóðanna. Haqqani er hins vegar talinn hafa samið við Masood og stjórnina í Kabúl. Hungursneyð yfirvofandi Hernám Sovétmanna og einræði leppa þeirra, svo sem Najibuilah, hafa valdið miklum breytingum á afganska þjóðfélaginu, sem tor- velda mjög friðarumleitanir og endurreisnarstarf í landinu. Afgan- istan hefur breyst úr landbúnaðar- samfélagi í borgar- og flóttamanna- samfélag. 75-90% allra Afgana höfðu lífs- viðurværi af landbúnaði fyrir tutt- ugu árum. íbúum Kabúl hefur fjölg- að úr tæpri milljón í liðlega þrjár milljónir á tíu árum. Hungursneyð vofir yfir og 300 af hverjum þúsund börnum sem fæðast ná ekki þriggja ára aldri. Reynt hefur verið að fá bændur til að snúa aftur til jarða sinna. Það hefur gengið illa, nema í suð- urhéruðunum, enda hafa jarð- sprengjur og stórskotavopn valdið miklu tjóni á ökrum og áveitukerfi Iandsins. Hefjast verður handa við að gróðursetja á næstu dögum til að tryggja einhverja uppskeru í ár. Viðbúið er að þrengingarnar sem Afganir ganga í gegnum kyndi undir ættbálkaeijunum í landinu. Það eru því miklar líkur á að Afgan- istan verði enn eitt ríkið sem leysist upp og heyri sögunni til. Benny Hill látinn BRESKI grínistinn Benny Hill lést úr hjarta- slagi um páskana þar sem hann sat fyrir framan sjónvarp á heimili sínu. Hann var 67 ára og hafði átt við hjartveiki að stríða. Lögregla braust inn á heimili hans á mánudag og kom þar að honum látnum. Nágrannar hans höfðu ekkert séð til Hill um páskana og til- kynntu lögreglu um að hugs- anlega væri ekki allt með felldu. Læknar sögðu að lík- lega hefði hann dáið á laugar- dag. Benny Hill var frumkvöð- ull grínþáttagerðar í sjónvarpi en fyrsta þátt sinn fyrir breska sjónvarpið vann hann í byijun fimmta áratugarins og hafa þættir hans verið sýndir og endursýndir við miklar vin- sældir í á annað hundrað lönd- um. Vaino Linna látinn FINNSKI rithöfundurinn Vaino Linna lést í gær á 72. aldursári. Ritverk hans, Óþekkti hermaðurinn, um stríð Finna og Sovétmanna á árunum 1939-44 hlaut alþjóð- lega viðurkenningu og tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni. Er það mat finn- skra bókmenntafræðinga að Óþekkti hermaðurinn svo og trílógía hans um finnska borg- arastríðið hafi skapað honum varanlegan sess í bókmennta- sögu landsins. Stjórnleys- ingjar í ham SVARTKLÆDDIR þýskir stjórnleysingjar gengu ber- serksgang í miðborg Berlínar eftir mótmælagöngu á annan dag páska. Brutu þeir rúður í verslunum og öðrum bygging- \im og létu gijóti rigna yfir 'sveit lögreglumanna sem reyndi að hemja lætin. Var 21 maður handtekinn áður en yfir lauk og særðust 12 lög- reglumenn í látunum. í mót- mælagöngunni var kynþátta- hatri og fasisma mótmælt en þar var skírskotað til nýnas- isma sem fer vaxandi í Þýska- landi og fordóma í garð út- lendinga. Um 60 nýnasistar voru handteknir í Dresden á mánudag þar sem fjöldi þeirra kom saman í tilefni fæðingar- dags atrúnaðargoðs síns, Adolfs Hitlers. Létu þeir ófrið- lega og hrópuðu nasistakveðj- una í sífellu er þeir gengu fylktu liði um miðborgina. Efnahagsbati í Póllandi EFNAHAGSBATI á sér nú stað í Póllandi, samkvæmt hagtölum sem birtar voru þar í landi í gær. Iðnaðarfram- leiðsla hefur aukist með hveij- um mánuðinum það sem af er árinu og dregið hefur úr atvinnuleysi í fyrsta sinn frá því gripið var til umbóta í anda markaðsbúskapar í jan- úar 1990. Þá var fjárlagahall- inn minni og verðbólga lægri en spár höfðu sagt til um. Mælist verðbólga síðustu 12 mánaða til marsloka 38,1%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.