Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 27 Heimssýning opnuð með viðhöfn Reuter Heimssýningin í Sevilla á Spáni var sett með fjöl- skrúðugri viðhöfn í fyrradag og var myndin tekin að kvöldi fyrsta sýningardags sem lauk með gríðar- legri flugeldasýningu. Jóhann Karl Spánarkonungur opnaði sýninguna sem stendur yfir til 12. október. 110 ríki taka þátt í sýningunni sem þekur 215 hekt- ara svæði á eynni Cartuja í ánni Guadalquivir. Unglingamorðingi tekinn af lífi í Kalifomíu: 11 mínútna dauða- stríð í gasklefanum Andstæðingar aftökunnar segja hana brjóta í bága við stjórnarskrána San Francisco. Reuter. ROBERT Alton Harris, sem lilaut líflátsdóm fyrir morð á tveim- ur táningum, var tekinn af lífi í gasklefa San Quentin fangelsisins í Kaliforníu í gær. Er hann fyrsti sakamaðurinn sem tekinn er af lífi í Kaliforníu síðan 1967. Harris var tvívegis leiddur í gas- klefann í gær en er fangaverðir höfðu reyrt hann niður í stól í fyrra skiptið komu fyrirmæli frá áfrýjun- ardómstól um að aftökunni skyldi frestað. Sex klukkustundum síðar hafði Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilt öll fjögur atriði áfrýjunarúrskurðarins og aftakan fór fram. Dó Harris, sem var 39 ára, klukkan 6:21 að staðartíma í gærmorgun, klukkan 13:21 að íslenskum tíma í gær. Ellefu mínútunum eftir að blásýru- gufu vara hleypt á klefann var hann úrskurðaður látinn. Blásýru- gufa veldur fyrst vöðvakrampa, síðar uppsölum og loks köfnun. Margaret Thatcher snuprar breska íhaldsmenn: Það sem ég hef fengið áork- að verður ekki aftur tekið Harris var fundinn sekur árið 1979 um morð á tveimur táningum í San Diego. Bandarísk mannrétt- indasamtök höfðu reynt að fá af- tökunni aflýst á þeirri forsendu að líflát í gasklefa bryti í bága við það ákvæði stjórnarskrár Bandaríkj- anna er legði bann við „miskunnar- lausri og óvenjulegri” refsingu. Sömuleiðis hafði Móðir Teresa beitt sér fyrir því að lífi hns yrði þyrmt en hún hitti Harris í heimsókn í fangelsið 1987. Ættingjar fórnar- lamba hans höfðu hins vegar kraf- ist aftökunnar og sögðu aðferðina einu gilda. Þeir myndu ekki una sér hvíldar fyrr en Harris væri all- ur. Andstæðingar aftökunnar héldu því fram að uppeldi Harris hefði verið ábótavant. Foreldrar hans hefðu verið alkóhólistar og faðir hans hefði beitt börn sín níu and- legu og líkamlegu ofbeldi. Lög- menn Harris sögðu að líklega hefði hann hlotið heilaskaða af völdum barsmíða föðursins er hann var tveggja ára. Lundúnum, New York. The Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi íhaldsmanna, segir í grein er birtist í nýjasta hefti tímaritsins Newswe- ek að arftaki hennar John Major, geti ekki hafnað „Thatcherismanum“ þótt hann hafi leitt breska íhaldsflokkinn til sigurs í þingkosningnnum á dögunum. í greininni kemur fram það sjónarmið Thatcher og stuðn- ingsmanna hennar að það hafi verið árangur stjórnar hennar er tryggði íhaldsmönnum sigur. „Ríkisstjórnin þarf að gæta þess að völd stjórn- valda verði ekki aukin og að ekki verði aftur tekið það sem ég hef áorkað." ir um sjálfa sig í þriðju persónu í því viðfangi: „Thatcherisminn mun lifa. Hann mun lifa löngu eftir að Thatcher hefur gengið á fund feðra- sinna, vegna þess að við höfðum hugrekki til að endurvekja hin merku grundvallarsjónarmið og hrinda þeim í framkvæmd í samræmi við vilja fólksins og stöðu þessa lands í heimi hér.“ ERLENT í greininni hafnar Margaret Thatcher því sjónarmiði að Major „standi nú á eigin fótum“ eftir að hafa tryggt sigur íhaldsmanna í þingkosningunum. Hann hafi hlotið í arf sigra íhaldsmanna í stjórnartíð Thatcher sem hafi gjörbreytt Bret- landi og losað landsmenn úr viðjum sósíalismans. John Major forsætis- ráðherra hafi enn sem komið er ekki lagt fram afgerandi stefnu og mark- mið. „Majorismi er óþekkt hugtak. Nú um stundir er það óhugsandi að það hugtak geti öðlast merkingu. Ég og samstarfsmenn mínir, við breyttum merkingu hugtaksins „rík- isstjórn". Virðing og styrkur Bret- lands jókst á ný undir okkar stjórn. Þetta gerðum við í nafni ákveðinna grundvallarviðhorfa. Þau eru kennd við mig en þau eru mun eldri en ég. Herra Major hefur tekið undir þessi sjónarmið og sett þau í stefnuskrá sína, haldið henni á lofti og sagt: „Sjá, þetta er ég.“ Það sem hann á við er að hann hefur af fúsum og ftjálsum vilja gert þessi sjónarmið að sínum eigin. Því tel ég að hann muni áfram starfa á grundvelli þess- arar arfleifðar." Thatcher víkur að yfirlýsingum Johns Majors er úrslit kosninganna lágu fyrir og forsætisráðherrann kvað það markmið íhaldsmanna að vinna að myndun hins stéttlausa þjóðfélags. Þetta segir Thatcher að sé í eðli sínu sósíalísk hugmynda- fræði og því röng. „Af þessum sökum tók ég að ræða um frelsið. Því meira sem menn tala um stéttir eða stétt- leysi því frekar festist þetta hugtak í sessi.“ Hún lætur einnig í ljós áhyggjur af því að íhaldsmenn undir stjórn Majors muni víkja frá þeim kenningum sem voru allsráðandi á vettvangi efnahagsmála í stjórnartíð hennar og kváðu einkum á um tak- mörkuð útgjöld af hálfu hins opin- bera, skattalækkanir og takmarkað- ar lántökur ríkissjóðs. Heseltine sem blaktandi strá í vindi í greininni varar Thatcher einnig við óhóflegum afskiptum ríkisvalds- ins á sviði iðnaðar og virðist þeim orðum einkum beint að Michael He- seltine, sem nú fer með viðskipti og iðnaðarmál í ríkisstjórn Johns Majors en það var einmitt Heseltine sem stuðlaði að falli Thatcher fyrir tæpu einu og hálfu ári er hann bauð sig fram gegn henni í leiðtogakjöri íhaldsmanna. „Eitt eða tvö strá blakta þarna í vindinum og með þeim þurfum við að fylgjast," segir Thatc- her í grein sinni. „Ætli nýir herrar sér að auka afskipti ríkissvaldsins á þessu sviði og haldi þeir að tveir eða þrír þeirra beri betra skynbragð á hagsmuni iðnaðarins en allur sá fjöldi fólks sem starfar á þessu sviði, mun efnahagsástandið versna á ný. Thatcher kveðst ekki efast um að hugmyndir hennar muni lifa og ræð- i lorgmi® imfath | Meimenþúgeturímyndadþér! *>, * BESTTEL: Símkerfi fyrir heimili og smærri fyrirtæki á verði sem allir ráða við SV S\WVTÆ-W 3A2 TILBOÐ Tekur á móti 3 bæjarlínum. Hægt er aö hafa 12 símtæki viö stöðina. Símtæki eru með hátalara. Kallkerfi innanhúss. Langlínulás á hverju tæki. Hentar vel til símafunda. Tónlist meðan beðið er. kr.stg* W/VSK. Kerfið er einfalt og ódýrt í uppsetningu. Símtækin eru sérbyggð hátalaratæki með 18númeraminni. Við bjóðum svo sannarlega betur - Símkerfi á verði fyrir alla og þjónusta sem hægt er að treysta. © Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00 . í samtutyuM/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.