Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 j 38 Ólafur Kjartan Guð- jónsson - Minning Fæddur 3. október 1913 Dáinn 13. apríl 1992 Leiðir okkar Ólafs K. Guðjóns- sonar frá Hnífsdal lágu fyrst saman í héraðsskólanum á Laugarvatni haustið 1932. Ég var að hefja þar nám en hann var á öðrum vetri. Síðan hefur samband okkar aldrei rofnað til lengdar. Þá voru nemend- ur á Laugarvatni 150 í tveimur deildum. Stofnun héraðsskólanna jjm 1930 voru merk tímamót í lífi æskufólks á íslandi. Guðmundur Daníelsson skáld frá Guttorms- haga, sem var nemandi á Laugar- vatni ári á undan Ólafí og samtíma honum einn vetur, kvaddi skólann með löngu og snjöllu kvæði vorið 1932. Næst síðasta erindið er þann- Sumarið kveður. Hver suðrænn gestur er svifinn um þöglan geim. Þá kallar skólinn á byggðarbömin, hann býður þeim ölhim heim. Hann faðmar þau eins og faðir, svo fær hann þeim verk í hönd og bendir þeim inn í eigin sálar ónumin gróðurlönd. * Á öðrum stað segir Guðmundur í sama kvæði: Hver lyftir ei höfði með leiftur í aupm, sem Laugarvatnsskólann sér? Kvæði þetta túlkar hugarfar æskunnar um gjörvallt landið gagn- vart héraðsskólanum. Fögnuð yfir þeim tækifærum sem skólamir gáfu ungu fóki, sem annars hefði orðið án allrar menntunar eftir að bama- skólanámi lauk. Unga fólkið lét heldur ekki á sér standa að sækja ~ Tiéraðsskólann og þá sérstaklega Laugarvatnsskólann, sem hafði ein- | stakt aðdráttarafl vegna fegurðar staðarins og fjölbreyttrar kennslu 4 sem þar fór fram. Þangað sótti ungt fólk úr öllum byggðum lands- j ins á ýmsum aldri. Vestfirðingar f áttu þar glæsilega sveit ungra ■ manna. Meðalaldur nemenda mun hafa verið 17-19 ár. Að stærstum hluta þroskað fók sem vissi hvað það vildi. Auk almennrar bóknáms- kennslu bauð Laugarvatnsskólinn upp á íjölþætt íþróttanám, afburða söngkennslu, smíðar, bókband og handavinnu fyrir stúlkur. Mikil áhersla var lögð á félagslífið og allt sem varðar mannrækt. Ólafur K. Guðjónsson kemur 18 ára inn í þetta umhverfi. Hann hafði áður unnið erfiðisvinnu á sjó og landi. Tveggja vetra nám á Laugarvatni varð mikill hamingju- tími í lífi hans og veganestið þaðan mat hann mikils. Hann hafði líka öll skilyrði til að nýta sér vel þá aðstöðu sem skólinn bauð upp á. Hann var afbragðs námsmaður, kappsamur og skyldurækinn. Skar- aði fram úr í íþróttum, einkum leik- fimi, svo athygli vakti. Glaðlyndur og skemmtilegur félagi, sem öllum þótti gott að umgangast. Hann var einarður í framkomu en háttvís og drengilegur. Skoðanir sínar sagði hann alveg umbúðalaust ef því var að skipta. Kennarar skólans mátu hann mikils og átti hann fullt traust þeirra. Ólafur var fríður sýnum, beinvaxinn, spengilegur með fallegt ljóst hár. Hann var snöggur í öllum hreyfingum en stutt í hlýlegt bros- ið. Hann reyndist allra manna dug- legastur að hafa samband við gamla skólafélaga og fylgjast með þeim víðsvegar um landið, sem bar vott um trygglyndi hans. Minningar hans frá Laugarvatni voru bjartar og á þær sló aldrei neinn fölva. Þaðan átti hann einnig róman- tískar æskuminningar um ástir og framtíðardrauma. Þar kynntist hann lífsförunaut sínum, Filippíu Jónsdóttur frá Jarðbrú í Svarfaðar- dal, sem hefur í nær 60 ár staðið við hlið hans - traust og örugg - eins og íslenskar konur hafa best gert. Filippía er ákaflega vel gerð kona - bæði andlega og líkamlega - og var mikilsmetin í skólanum. Bjami skólastjóri hafði alltaf áhyggjur af samdrætti unga fólks- ins og sagðist bera ábyrgð á því gagnvart foreldrunum, sem hefðu trúað sér fyrir unglingunum. Þegar talið barst að væntanlegu hjóna- bandi Ólafs og Filippíu brosti hann kankvíslega og virtist dtjúgur yfir því að samband þeirra hefði byijað á Laugarvatni. Þetta væri gæfulegt par. Þau kynnu áreiðanlega fótum sínum forráð. Það reyndist líka rétt. Með þeim var fullt jafnræði og heimili þeirra bar vitni um sam- heldni og myndaskap í hvívetna. börn þeirra tvö - Guðjón B. og Ásgerður - hafa verið þeim miklir sólargeislar og síðar barnabörnin, sem vel hafa kunnað að meta um- hyggjusemi og ástríki afa og ömmu. Ölafur og Filippía áttu heimili sitt í Hnífsdal þar til haustið 1963 að þau fluttu á Akranes. Þar var Ólafur við verslunarstörf í tæp 30 ár eða fram undir síðustu áramót. Strax eftir komuna til Akraness kom hann í blakklúbb, sem við nokkrir félagar höfðum haldið uppi í all mörg ár. Þar gerðumst við liðs- oddar, þ.e. skiptum liðinu á hverri æfingu í tvo hópa. Við lékum því alltaf sem andstæðingar. Hlutverki þessu gegndum við í 18-20 ár. Þótt hart væri barist og báðir vildu ganga með sigur af hólmi var keppnin háð í hinum sanna Laugar- vatnsanda. Þar áttum við Ólafur saman margar glaðar stundir, sem enn efldu vináttuna. Þrátt fyrir 78 árin sá ég engin ellimörk á Ólafí. Þvert á móti fannst mér að hann hlyti að eiga eftir mörg góð ár er löngu ævistarfi var að ljúka. Snemma á þessu ári tók hinsvegsar að syrta í álinn. Hel- greipar dauðans gáfu síðan engin grið þar til yfir lauk. Allir þeir sem þekktu Ójaf K. Guðjónsson og nutu vináttu hans og samskipta lengri eða skemmri tíma fínna djúpan söknuð við þá frétt að hann skuli horfinn jafn snögglega af vettvangi lífsins. Svo mikil ítök átti hann í samtíðarmönn- um sínum. Það tekur langan tíma að sannfærast um þá staðreynd að þessi glaðværi og góði félagi sé horfinn sjónum okkar. Við þökkum samfylgdina og blessum minningu góðs vinar. Þær tekur enginn frá okkur. Á kveðjustund beinum við hugum okkar til Filipgíu, barnanna og allra vandamanna Ólafs og sendum þeim einlægar samúðarkveðjur. Þar er sorg í raun. En lögmáli lífsins verð- ur vart breytt: Og dagar, ár og aldir koma og dvína, en aldrei hættir dauðans stjama að skína. (D. St.) Dan. Ágústínusson. Móðurbróðir minn, Ólafur Kjart- an- Guðjónsson, lést á sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 13. apríl eftir fremur stutt en þungbær veikindi. Óli frændi, eins og við systkinin kölluðum hann ætíð, var fæddur 3. október 1913 í Hnífsdal. Foreldr- ar hans voru Guðjón Ólafson og Ásgerður Jensdóttir. Eftirlifandi systir hans er móðir mín, Sæunn Guðjónsdóttir. Samband þeirra var ávallt náið og gott, og kveður hún nú kæran bróður með söknuði. Þegar horft er um öxl, þá koma einungis góðar og hlýjar minningar upp í hugann um þennan elskulega frænda. Hann og eftirlifandi eigin- kona hans, Filippa Jónsdóttir, bjuggu í Hnífsdal til ársins 1963, að þau fluttu til Akraness. Börn þeirra ÓJa og Píu eru Guðjón Bald- vin og Ásgerður. Þegar ég var lítil telpa í Bolung- arvík vissi ég fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr inn í Hnífsdal svo ég tali nú ekki um þegar ég fékk að gista. Heimili þeirra Óla og Píu stóð manni ætíð opið, og þar var öllum tekið sem höfðingjar væru á ferð, sama hvort um var að ræða börn eða fullorðna. Gestrisni þeirra var einstök, og glaðværð og góðvild voru ætíð í fyrirrúmi. Þessum ein- stöku hjónum eigum ég og fjöl- skylda margt að þakka í gegnum tíðina. Með virðingu og söknuði kveð ég nú frænda minn, og bið góðan Guð að styrkja þig, elsku Pía mín. Hrönn Kristjánsdóttir. Hann afi minn, Ólafur K. Guð- jónsson, er dáinn. Enn er það svo óraunverulegt því stutt er síðan í i 1 i i I * iVý gerö bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hllð, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - fnausít Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Jónína Þorfinns- dóttir - Minning Fædd 16. september 1921 Dáin 10. apríl 1992 Föstudaginn 10. apríl var ég og fjölskyldan mín á leið til Reykjavík- ur. Við búum vestur á fjörðum, nán- ar tiltekið á Bolungarvík. Tilefni þessarar heimsóknar okkar til höfuð- borgarinnar var að heimsækja vini og vandamenn. Fyrirhugað var að fara í fermingarveislu, hitta fjöl- skylduna og treysta ættarböndin sem ósjálfrátt vilja rofna þegar mað- ur býr langt frá fjölskyldunni. En ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum heima hjá mömmu en mér var tjáð að amma Ninna væri dáin, hún hafði látist um nóttina. Amma Ninna, það gat ekki veríð. Síðast þegar ég talaði við hana í síma virtist hún svo hress og bar sig svo vel. Auðvitað vissu allir að hún var ekki frísk en engan grunaði að hlutimir væru þetta alvarlegir, jafnvel ekki hún sjálf. Það tók nokkum tíma að átta sig á því hvað hafði gerst. Amma var dáin og hana myndi ég ekki hitta framar. Þó svo að dauðinn sé það eina sem við vitum með vissu að bíður okkar allra kemur hann okkur alltaf í opna skjöldu. Við erum alltaf jafn varnarlaus gagnvart honum og reiðumst honum alltaf jafn mikið. Ég varð líka reið, ég var ekki undir- búin. Ég hafði ætlað að segja ömmu svo margt og láta hana finna að mér þætti vænt um hana. En ég hafði ekki tækifæri til að segja henni það. Þess vegna skrifa ég það og vona að hún sé hjá mér og geti les- ið það sem hér er. Ámma var að mörgu leyti sérstök kona. Hún var ekki eins og þær ömmur sem vinkonur mínar áttu. Amma var metnaðarfull kona og vildi láta að sér kveða. Hún lauk verslunarprófi ung en giftist og eign- aðist sex börn. Hugur hennar stóð til frekara náms en það var ekki fyrr en hægjast fór um að hún lét draum sinn um frekari menntun rætast. Hún settist á skólabekk í Kennaraskólanum með syni sínum JÓA BOLIRNIR KOMNIR HAGKAUP hann var í fullu fjöri, dálítið þreytt- ur eftir langt og árangursríkt ævi- starf, loksins sestur í helgan stein til að eyða ævikvöldinu með ömmu. Fáir gerðu sér fyllilega grein fyr- ir aldri afa. Hann stundaði sína vinnu af samviskusemi og dugnaði allt þar til síðastliðið haust, og svo léttur var hann í fasi, unglegur og síbrosandi að erfitt var að trúa því að einungis tvö ár væru í áttrætt. Ég hef átt því láni að fagna að vera oft og lengi hjá afa og ömmu á akra, í raun hef ég átt hjá þeim mitt annað heimili. Það eru því margar góðar minningar sem nú sækja hugann., Afi kenndi mér margt um lífið og tilveruna. í öllu því sem hann sagði mér og sýndi skein í gegn það sem honum var mikilvægast í lífinu, umhyggja, kærleikur og trygglyndi. Það sýndi sig einna best i sambúð hans og ömmu. Þau batt saman mikil ást og traiíst vinátta allt frá fystu kynnum. Hann bar mikla umhyggju fyrir börnum sín- um tveimur, Asgerði móður minni og Guðjóni Baldvin. Ósjaldan sagði hann mér hve stoltur hann var af þeim og þeirra verkum. Margar mína ljúfustu minningar eru tengdar afa og ömmu á Skagan- um. Þegar kúrt var í afabóli fram eftir morgni og spjallað um heima og geima. Allar þær ótal dorgferðir sem farnar voru niður á bryggju, sem og „alvarlegri" veiðiferðir þeg- ar afi batt silung á kústskaft svo ekki yrði ég minni veiðimaður. Ferðimar okkar á völlinn, sitjandi undir teppinu góða og regnhlífinni, skákeinvígin sem við háðum af kappi. Svona mætti lengi telja. Afi var alltaf heilsuhraustur og varla féll úr dagur alla starfsævina. Það var honum, sem og öllum, því mikið áfall þegar hann veiktist al- varlega fyrir aðeins tveimur mánuð- um. Hann vissi strax hvert stefndi og tók því af æðruleysi og stakri ró, sem honum var tamt. Það var mér mikils virði að fá að sitja við hlið hans þessar síðustu stundir og halda í vinnulúnar hendur sem svo oft umluku mig og struku mér um vangann. Ég bið þess að góður Guð veiti ömmu minni, mömmu og Badda styrk á erfiðri stundu, sem og öllum þeim sem nú syrgja góðan mann. Hér kveður lítill afastrákur, dálít- ið aumur, en þakklátur fyrir allan þann tíma sem lífið gaf yndislegan afa. Guð blessi minningu hans. Ólafur Kjartan Sigurðarson. og útskrifaðist sem kennari rúmlega fertug. Á þeim tíma þótti þetta óvenjulegt og alls ekki viðeigandi. Einnig var hún mikil félagsmála- manneskja, starfaði í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt og var formað- ur þess um tíma, einnig var hún formaður í kvennadeild Iamaðra og fatlaðra. Þar birtist hún af krafti fyrir málefnum fatlaðra. Ég man sem barn og unglingur að vinkonum mínum þótti ég eiga skrýtna ömmu. Hún var alltaf vel til fara og hugsaði vel um útlit sitt. Stundum skammaðist ég mín og óskaði mér að ég ætti ömmu sem væri eins og ömmurnar í bókunum sem ég las, sæti í ruggustól, hvít fyrir hærum, ptjónaði og kynni hafsjó af allskyns sögum. I dag brosi ég að því og hefði alls ekki viljað hafa hana öðruvísi. Eftir að ég eltist náðum við amma vel saman. Kannski var það vegna þess að við áttum sameiginleg áhugamál, fé- lagsmál og kennslu. Ég er kennari og hef auk þess starfað að félags- málum í nokkur ár, er bæjarfulltrúi á Bolungarvík. Amma hringdi oft í mig og þá ræddum við fram og til baka þessi mál og yfirleitt vorum við mjög sammála. Hún gaf mér oft góð ráð og það var gott að geta talað við einhvern sem hafði reynslu á þessu sviði. En nú er þeim kapítula í lífi mínu lokið. Nú á ég ekki lengur von á því að amma hringi til að spjalla. Hún er farin og hennar bíða sjálfsagt önnur verkefni þar sem hún er núna. En ég veit að við munum hittast aftur og þá höfum við um margt að spjalla. Þangað til lifa minning- arnar um hana í huga mér. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.