Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 20
20_______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992_ Island o g umhverfisráð- stefna Sameinuðu þjóðanna eftir Gunnar G. Schram Fyrir þremur árum ákváðu Sam- einuðu þjóðirnar að hefja undirbún- ing að víðtæku samstarfi þjóða heims til þess að vernda umhverfi mannsins á jörðinni. Það er flestum ljóst, ekki sist okkur íslendingum, hve brýn nauðsyn það er að stemma stigu við hinum sívaxandi umhverf- isspjöllum sem eiga sér stað víðs- vegar um heim, mengun hafs og andrúmslofts og eyðingu gróðurs jarðar. Þau vandamál getur engin þjóð leyst upp á eigin spýtur heldur aðeins með samvinnu við aðrar þjóðir. Þessar eru ástæðurnar fyrir því að ráðstefna SÞ um umhverfi og þróun mun verða haldin í Brasilíu 3.-14. júní í sumar. Til þess að undirstrika mikilvægi þessa áfanga á leið til betra mannlífs á jörðinni er þangað boðið þjóðhöfðingjum og leiðtogum 160 ríkja samtakanna sem munu með undirskriftum sín- um staðfesta þær samþykktir og alþjóðsamninga sem vonir standa til að þar verði gerðir. íslenskir fjölmiðlar hafa verið ólatir við að fjalla um Ríóráðstefn- una að undanfömu en fyrir ofan garð og neðan hefur þó að mestu farið hvert er hlutverk ráðstefnunn- ar og hver þáttur íslands hefur venð í undirbúningi hennar. • í fyrsta lagi mun ráðstefnan sam- þykkja yfirlýsingu um grundvallar- reglur í umhverfísmálum, rétt og skyldur allra ríkja gagnvart um- hverfínu og verndun þess. Hér er um hina svonefndu Ríóyfírlýsingu að ræða sem byggir á grunni Stokk- hólmsyfirlýsingarinnar í umhverfis- málum sem samþykkt var 1972. í öðru lagi verður þar gengið frá ítarlegri framkvæmdaáætlun sem ætlað er að vísa þjóðum heims veg- inn í umhverfismálum næstu ára- tugina, einkum að því er varðar löggjöf og framkvæmdir. Hefur þessi áætlun hlotið nafnið Agenda 21. I þriðja lagi standa vonir til þess að unnt verði að undirrita tvo skuld- bindandi alþjóðsamninga á ráð- stefnunni. Annar þeirra fjallar um verndun andrúmsloftsins og varnir gegn eyðingu ósonlagsins og gróð- urhúsaáhrifum. Hinn fjallar um vemdun og viðhald fjölbreytileika lífs á jörðu, en árlega er hundruðum tegunda útrýmt. Þáttur íslands Síðasti undirbúningsfundur Ríó- ráðstefnunnar var haldinn í New York nú í marsmánuði. Á þeim fundi lögðu íslendingar megin- áherslu á þá þætti framkvæmda- áætlunarinnar sem varða verndun hafsins gegn mengun og öðrum umhverfísspjöllum, á skynsamlega nýtingu lifandi auðlinda hafsins og á vemdun andrúmsloftsins og stefnuna í orkumálum. Margar tillögur íslands voru teknar til greina en öðrum hafnað eða frestað til lokaafgreiðslu á Ríó- fundinum. Verður hér í mjög stuttu máli sagt frá þeim tillögum íslands sem náðu fram að ganga á New York-fundinum, og munu því vænt- anlega fá brautargengi í lokasam- þykktum ráðstefnunnar. Verndun hafsins Varðandi tillögur íslendinga um verndun hafsins var fallist á að boða til fundar um varnir gegn mengun sjávar frá landi svo fljótt sem unnt er. Hér er um mikilvægt mál að ræða þar sem 70% af meng- un hafsins eiga uppsprettu sína á landi. Þá var samþykkt íslensk tillaga um að ríki hættu allri losun þrá- virkra lífrænna efna sem safnast saman í lífríki hafsins. Þetta ákvæði var samþykkt en endanleg tíma- setning bíður frekari ákvörðunar. Þá var samþykkt íslensk tillaga um að skora á Alþjóðasiglingamála- stofnunina og Álþjóðakjarnorku- málastofnunina að ljúka gerð reglna um flutning á notuðu kjam- orkueldsneyti með skipum, en haf- inu stafar veruleg hætta af slíkum flutningum. Þá var loks ákveðið að skora á ríki Lundúnasamningsins að hraða ákvarðanatöku um varp geislavirks úrgangs í hafið með það fyrir augum að breyta tímabundnu banni í algert bann á árinu 1993. Hvalamálin Á fundinum náðist viðunandi samkomulag um að nýta beri sjáv- arspéndýr á sama hátt og aðrar líf- verur hafsins. Ríki sem ekki aðhyllast nýtingu hvala geta látið það vera í eigin lögsögu. Áttu íslendingar sinn þátt í því að þetta samkomulag náðist, en það byggir á m.a. ákvæðum Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Hefur hér mikilvægum Gunnar G. Schram „íslenskir fjölmiðlar hafa verið ólatir við að fjalla um Ríóráðstefn- una að undanförnu en fyrir ofan garð og neð- an hefur þó að mestu farið hvert er hlutverk ráðstefnunnar. “ áfanga verið náð í þessu erfiða deilumáli. Verndun andrúmsloftsins og orkumál í orkumálum var m.a. samþykkt tillaga íslands sem miðar að því að fá þjóðir heims til að draga úr notk- un olíu og kjarnorku við orkufram- leiðslu, en auka þess í stað notkun á nýjum og endurnýjanlegum orku- gjöfum. Meðal þeirra orkugjafa er vatnsorkan. Tillaga Íslands, um að þjóðir heims ættu að leggja áherslu á að dreifa slíkri orku frá löndum sem yfir henni ráða til þeirra ríkja sem háð eru olíu og kolum við orku- framleiðslu var samþykkt. Þá báru íslendingar einnig fram tillögu um að þjóðir heims ættu að stuðla að því að orkufrekur iðnaður yrði fyrst og fremst byggður upp á svæðum (eins og íslandi) sem búa yfir meng- unarlausum og endurnýjanlegum orkugjöfum, með það fyrir augum að draga úr mengun á heimsvísu. Þá bentu íslendingar á að fólks- fjölgun í heiminum, lifnaðarhættir og neysluvenjur væru megin rætur þess umhverfisvanda sem við væri að glíma. Tillága í þeim efnum sem liður í verndun andrúmsloftsins fékk þó ekki hljómgrunn. Enn er ósamið um mörg mikilvæg atriði varðandi vemd andrúmsloftsins, ráðstafanir til að draga úr eyðingu ósonlagsins og gróðurhúsaáhrifa. Sama er að segja um verndun skóga. Loks skal hér getið tillögu ís- lands sem var samþykkt um að SÞ hefjist handa við gerð alþjóðasátt- mála um réttindi og skyldur ríkja á sviði umhverfís- og þróunarmála. Því máli var fyrst hreyft af hálfu utanríkisráðherra á allsheijarþingi SÞ árið 1989. Hlutverk Ríóráðstefnunnar Sá misskilningur hefur verið á ferli í blöðum og öðrum fjölmiðlum að undanförnu að allur ágreiningur þjóða heims í umhverfis- og þróun- armálum sé nú leystur og ekki ann- að eftir en samþykkja formlega stefnu framtíðar í atkvæðagreiðslu. Erfíðustu ágreiningsmálunum, sem ekki tókst að semja um á New York-fundinum, var vísað til ráð- stefnunnar í Ríó þar sem lokatilraun verður gerð til samkomulags. Um- fangsmiklir samningafundir munu því standa þar allt frá upphafi til lokadags og þar ræðst loks hvort ríkjum heims tekst að móta virka og viturlega stefnu um verndun umhverfisins sem í gildi verður fram yfir aldamót. Meðal þeirra mála sem enn á eftir að ná samkomulagi um eru ýmis mál sem varða mjög hags- muni íslendinga. Tillaga Islands og fleiri þjóða um bann við að kjarn- orkuúrgangi sé komið fyrir í neðan- sjávarbyrgjum mætti mótspyrnu og kemur til lokaafgreiðslu á Ríófund- inum. Sama er að segja um tillögu íslands um aðgerðir til að tryggja umhverfisvernd á höfunum gagn- vart hernaðarumsvifum, m.a. vegna kjarnorkukafbáta, sem mætti mik- illi andstöðu og var vísað til áfram- haldandi sáttaumleitana á Ríófund- inum. Ekki náðist heldur samkomu- lag um tillögu Kanada, íslands og fleiri ríkja um neikvæð áhrif úthafs- veiða á veiðar ríkja innan efnahags- lögsögu sinnar, né um réttindi út- hafsveiðiþjóða til aðgangs að van- nýttum eða ónýttum fiskistofnum innan efnahagslögsögunnar. Búast má við mjög aukinni ásókn erlendra ríkja í stofna sem ganga út úr íslensku efnahagslögsögunni og því skiptir miklu að samkomulag náist um þessi mál á Ríóráðstefn- unni en þangað var deilunni vísað. Loks er eitt mikilsverðasta atriði í umhverfísvernd framtíðar enn óleyst. Það er hvernig ríki hyggjast fjármagna hina víðtæku fram- kvæmdaáætlun í umhverfis- og þró- unarmálum. Án nýrrar fjármögnun- ar verður hún ekki annað en áhrifa- laust pappírsgagn. Þeim málum verður að ráða til lykta á Ríó-fund- inum og vonir standa til að það muni takast. Um öll þessi óleystu vandamál verður reynt að ná samkomulagi án atkvæðagreiðslu, svo sem verið hefur hingað til, og því er hér mik- ið og erfitt verk fyrir höndum þá 11 daga sem ráðstefnan stendur. Hvað er í húfi? Verndun náttúruauðlinda, skyn- samleg nýting þeirra og hreint haf skiptir þjóð, sem byggir afkomu sína að verulegu lejdi á matvæla- framleiðslu, meira máli en flestar aðrar. Nýjustu fréttir um hættuna á verulegri eyðingu ósonlagsins yfir íslandi og ófullnægjandi hömlur á losun kjarnorkuúrgangs í Áafið sýn- ir hve mikilvægt það er að fyrir okkur Íslendinga að tilraun Samein- uðu þjóðanna til nýrrar skipunar í umhverfismálum takist. Það mun ráðast í hinni erfiðu og umfangsmiklu samningalotu á fundinum í Ríó, þar sem Islendingar munu leggja sitt lóð á vogaskálarn- ar. Fyrr komast þessi mál ekki í örugga höfn. Höfundur er prófessor í þjóðarrétti og annar formaður undirbúningsnefndar umhverfisráðstefnu SÞ. -----♦ ♦ ♦----- Útflutnings- verðlaun for- setans veitt á morgun UTFLUTNINGSVERÐLAUN for- seta íslands verða veitt á morgun, sumardaginn fyrsta við athöfn; sem fram fer á Bessastöðum. I fyrra hlutu þessi verðlaun Flug- leiðir hf., en einnig hafa Marel hf og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hlotið þessi verðlaun. Verðlaunin eru veitt fyrir mark- vert famlag til eflingar útflutnings- verzlunar og gjaldeyrisöflunar ís- lenszku þjóðarinnar. Uthlutunarregl- ur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum íslenzkum eða erlendum fyrir árang- ursríkt starf að útflutningi á íslenzk- um vörum og þjónustu til annarra landa. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutn- ings, hlutdeild útflutnings í heildar- sölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru. Úthiutunarnefnd skipa; Brynjólfur Sigurðsson prófessor, formaður, Ólafur B. Thors frá landsnefnd Al- þjóða verzlunarráðsins,, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá ASÍ, Sveinn Bjömsson frá embætti forseta ís- lands og Ingjaldur Hannibalsson framkvæmdastjóri útflutnihgsráðs Islands. VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ t5 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 TIL LEIGU fi HEKLUHÚSINU LÆ • * * 0 -0- Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson í síma 695500. Laugavegur 170 -172, 3. hæð 973 m . Glæsilegt útsýni. Nýbygging, súlulaus. 11111111111 m 1111 iTm tt HH B11l.fl.PUifil.Hi 11111 rrrmi HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.