Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Borgarráð: Malbik frá Esso í Frakk- landi fyrir 55,8 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka Ryk truflaði reykskynjara SIGDÍSI, einni af nýju Fokker vélum Flugleiða, var snúið aftur að flugstöðvarbyggingunni á Reykjavíkurflugvelli í gær rétt fyrir flugtak, þegar aðvörunar- Ijós frá reykskynjara kviknaði um borð í vélinni. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, var ekki um reyk að ræða heldur geti ryk úr farangursgeymslu hafa orsakað þessa aðvörun. „Þessi tæki í vélunum eru afar næm, sem er betra heldur en hitt,“ segir Einar. 55,8 milljóna króna tilboði Esso í Frakklandi, umboðsaðili Ol- íufélagið hf., í 8.500 tonn af malbiki fyrir Malbikunarstöðina. Átta tilboð bárust í malbik til stöðvarinnar og voru sjö tilboðanna miðuð við mismunandi listaverð og eru því háð breytingum á olíumörk- uðum. í bréfi Malbikunarstöðvar- innar kemur fram, að ástæða hafi verið til að kanna tvö tilboðanna, þar sem þau þóttu áberandi hag- stæðust. Annað var frá Klöckner, Hollandi, fyrir hönd Petroleum del Norte frá Spáni og hitt frá Olíufé- laginu hf., fyrir hönd Esso í Frakk- landi. Borið er saman listaverð til- boðanna síðustu 27 mánuði og kemur þar fram að tilboðin eru mjög svipuð miðað við verð daginn fyrir opnun tilboðanna. Klöckner veitir 10 daga greiðslufrest en Esso um 30 daga frest að meðaltali. í bréfinu segir ennfremur: „As- falt fyrir árið 1991 var keypt af Esso í Frakklandi, en Klöckner og Petroleum del Norte hafa ekki áður verið þátttakendur í asfaltútboði frá okkur, en samkvæmt gögnum, sem við höfum fengið, má telja, að þeir uppfylli þær kröfur, sem gera þarf til afhendingar- og fram- leiðsluaðila. Hins vegar verður að teljast æskilegt, að umboðsmaður sé til staðar hérlendis, þó að það hafi ekki verið skilyrt í útboðinu. Munur á tilboðunum er ekki mikill og framvindan ekki augljós, en lagt er til að tilboði frá Olíufélaginu hf. fyrir hönd Esso í Frakklandi verði . tekið og pantað verði lágmarks- magn 8.500 tonn samkvæmt út- boði, sem gerir samtals miðað við listaverð 1. apríl um 55,8 milljónir króna.“ VEÐUR I/EÐURHORFUR I DAG, 22. APRIL YFIRLIT: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð 990 mb lægð. Um 1.300 km suðsuövestur í hafi er vaxandi 1.000 mb lægð á hreyfingu norður og síðar norðvestur. Hiti breytist lítið í fyrstu, en ó morgun hlýn- ar dálítið. SPÁ: Allhvöss eða hvöss austanátt og rigning syðst á landinu en gola og nokkuð bjart veður á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Skúrir austan- lands. Hiti á bilinu 4-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austanátt, nokkuð hvöss um sunnan- og vestanvert landið. Rigning víða um land, einkum suð- austantil. Hiti á bilinu 3-8 stig. Svarsimi Veöurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. •D ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V V V Skúrir Slydduél Él $ Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: <k 17so.gær, Góð færð á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Einnig um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Vegir á Suðurlandi eru yfirleitt þokkalega færir og fært er með suðurströndinni austur á Austfirði. Á Austfjörðum er vlðast greiðfært og búið að moka heiðar sem urðu ófær- ar í hretinu um páskana. Greiðfært er fyrír Hvalfjörð um vegi f Borgar- firði, á Snæfellsnesi, um Dalasýslu og vestur í Reykhólasveit og Bratta- brekka er fær. Frá Brjánslæk er fært til Patreksfjarðar og þaöan til Bíldu- dals. Fært er um vegi á millí Þingeyrar og ísafjarðar og þaðan um Isa- fjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og Drangsness. Greiðfært um alla aðalvegi á Norður- landi, og Lágheiði var mokuð i dag. Frá Akureyri er fært um Þingeyjar- sýslur, f Mývatnssveit og með ströndinni til Vopnafjarðar. Möörudalsör- æfí og Vopnafjarðarheiði voru mokuð í dag. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA U 12.00 í gær hltl UM HEIM að ísl. tíma veður Akureyri 10 skýjað Reykjavik 4 slydduél Bergen 8 alskýjað Helsinki snjóél Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq +10 léttskýjað Nuuk +8 skýjað Ósló 8 skýjað Stokkhólmur 4 hálfskýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 23 heiðskírt Amsterdam 14 skýjað Barcelona 17 heiðskfrt Berifn 11 skýjað Chieago vantar Feneyjar 16 heiðskírt Frankfurt 14 skýjað Glasgow ð skýjað Hamborg 10 skýjað London 15 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 14 skýjað Madríd 25 léttskýjað Malaga vantar Mallorca 22 heiðskírt Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 18 heiðsklrt Madeira 23 léttskýjað Róm 17 heiðskirt Vln 10 léttskýjað Washlngton vantar Winnlpeg vantar I DAG kl. 12.00 Heimiid: Veðurstofa (siands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) STEKKJARBAKKI BREIÐHOLT SELJAHVERFI Hafin verður lagning áfram halds Breiðholtsbrautar í átt að Suðurlandsvegi í ár Vatnsenda- hvarf Elliðavatn Breiðholtsbrautin tengd Suðurlandsvegi Ný brú verður smíðuð yfir Elliðaárnar Á VEGAÁÆTLUN þessa árs er gert ráð fyrir að bjóða út lagningu vegar er tengir Breiðholtsbraut við Suðurlandsveg við Rauðavatn. Jafnframt er gert ráð fyrir nýrri brú yfir Elliðaár ofan við skeiðvöll- inn í Víðidal. Áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er um 200 milljónir, þar af er gert ráð fyrir 20 milljóna króna fjárveit- ingu á þessu ári. Um er að ræða tæplega tveggja km veg frá Rauðavatni yfir Elliðaár að Breiðholtsbraut, til móts við Yrsufell og Völvufell en þar verður hringtorg. Gert er ráð fyrir undir- göngum undir veginn á tveimur stöðum fyrir hestamenn og göngu- fólk. Undirbúningur er þegar hafinn og verður verkið boðið út í haust, að sögn Rögnvaldar Jónssonar, umdæmisverkfræðings Reykjanes- umdæmis. „Við höfum eingöngu fjárveitingu til byijunarframkvæmda á þessu ári en gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári,“ sagði hann. „Byggð verður ný 50 metra brú yfir Elliðaá og verður gert ráð fyrir tveimur akreinum, einni í hvora átt í þessum áfanga en í framtíðinni er gert ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt. Þegar þessi tenging er komin er gert ráð fyrir að þeir sem koma akandi úr Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Breiðholti velji þessa leið þegar farið er um Suðurland. Þetta styttir leiðina töluvert." Verkið er boðið út í einum áfanga og er gert ráð fyrir að framkvæmd- ir heijist í haust. i \ i i Brotist inn í Búnaðarbankann: Tveir teknir með kúbein og sleggju TVEIR MENN voru handteknir að morgni föstudagsins langa eftir að þeir höfðu brotist inn í útibú Búnaðarbankans á Vesturgötu. í fórum mannanna fundust tvö kúbein og sleggja sem notuð höfðu verið við innbrotið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni fór sjálfvirkt þjófavarnar- kerfi í gang í bankanum eftir að mönnunum tveimur hafði tekist að komast inn í útibúið um glugga á bakhlið þess. Þar brutu þeir upp millihurð og rótuðu til á einni skrif- stofunni en höfðu ekkert upp úr krafsinu og raunar munu þeir hafa flúið af vettvangi skömmu eftir að þeim tókst að bijóta sér leið inn í bankann. Glöggur vegfarandi veitti athygli rauðri bifreið sem ekið var frá bank- anum og lét lögregluna vita af henni. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð á Hringbrautinni. Við leit í bifreiðinni fundust kúbeinin og sleggjan og munstur á íþróttaskóm j annars mannsins passaði við fótspor sem fundust í mold bakvið bank- ann. Að sögn lögreglu hafa menn- irnir báðir komið við sögu hennar áður. Trilla og bátur dregin í land vegna vélarbilana BÁTURINN Katrín GK 98 lenti í vandræðum snemma í gærmorgun þar sem hann var staddur um 6 sjómílur útaf Svörtuloftum á Snæ- fellsnesi. Sjór hafði komið í vélarrúm og drepist á vélinni. Báturinn þurfti því aðstoð við að komast í land. Þá varð trillan Sær KO 35 fyrir vélarbilun og var dregin í Iand í gær. Engin hætta var á ferðum í þessum tilfellum. Haft var samband við Björgun- arsveit Slysavarnafélagsins á Hellissandi sem fékk bátinn Esjar SH 75 til aðstoðar Katrínu GK 98. Esjar var með öll sín net um borð og mátti ekki leggja þau fyrr en kl. 10 í gærmorgun. Er Esjar hafði lagt netin tók hann Katrínu í tog og dró hana inn á Rif. Þangað var komið um kl. 16 í gærdag. Lítil tveggja tonna trilla, Sær KO 35, varð fyrir vélarbilun á Syðra-Hrauni vestur af Hvalfirði í gær. Óskað var eftir bát til að draga trilluna í land, en engin hætta var á ferðum. Slysavarnafélagið bauðst til að aðstoða trilluna, en áhöfnin vildi enga fyrirhöfn heldur beið eft- ir báti á landleið. Aðalbjörg II. RE 236 dró trilluna síðan að Gróttu þar sem annar bátur frá Kópavogi dró hana til heimahafnar. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.