Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 25 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðhús Reykjavíkur var opið almenningi um páskana. Þarna var fólk á öllum aldri og eins og þessi hnáta reyndu margir nýju stól- ana í borgarstjórnarsalnum. 40 þúsund gestir skoðuðu Ráðhúsið RÚMLEGA 40 þúsund manns skoðuðu Ráðhús Reykjavíkur dagana þijá um páskana, sem húsið var til sýnis almenningi, að sögn Ólafs Jónssonar upp- lýsingafulltrúa. Flestir litu við á annan í páskum þegar húsið fylltist og varð að takmarka aðgang um tíma. Mesta athygli gestanna vakti borgarstjórnar- salurinn, Islandskortið í Tjarn- arsal og skrifstofa borgar- stjóra. „Ég á erfitt með að meta hvað margir komu,“ sagði Markús Örn Markús Örn Antonsson borgarstjóri og Steinunn Ármannsdóttir tóku á móti gestum í Ráðhúsinu um helgina. Antonsson borgarstjóri. „Við hjónin tókum á móti þeim, sem komu á skrifstofu borgarstjóra þann tíma, sem opið var, þessa þijá daga. Það var greinilegt að fólki fannst ánægjulegt að hitta fyrir húsráðendur og óska okkur til hamingju. Neðsta hæð hússins verður áfram opin, það er göngu- leiðin og aðgangur að veitingasal og íslandskorti. Hins vegar verður ekki alveg hægt að fara hér um allar byggingamar og inn í fund- arherbergin með sama hætti og var yfir páskana. Það yrði truflun af því eftir að menn eru teknir til starfa. Það var í alla staði mjög ánægjulegt og gaman að fá tækifæri til að óska mönnum til hamingju á móti með hvernig til hefur tekist með hús okkar allra.“ Fegurðardrottning Is- lands 1992 valin í kvöld Fegurðardrottning íslands 1992 verður krýnd á Hótel íslandi í kvöld, síðasta vetrardag. í ár taka 18 stúlkur þátt í keppninni og koma þær alls staðar að af landinu. Þær hafa verið í ströngum æfingum yfir páskana. Krýningin verður á miðnætti og verður hún sýnd beint á Stöð 2. Stúlkurnar 18 eru: Elínrós Líndal, fegurðardrottning Suðurnesja, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, Seltjarnarnesi, Fjóla Hermannsdóttir, Reykjavík, Hanna Valdís Garðarsdóttir, fegurð- ardrottning Suðurlands, Heiðrún Anna Björnsdóttir, Seltjarnarnesi, Helga Rún Guðmundsdóttir, Vestur- landi, Hrefna Björk Gylfadóttir, feg- urðardrottning Vesturlands, Hrönn Róbertsdóttir, fegurðardrottning Vestmannaeyja, Jóhanna Dögg Stef- ánsdóttir, Garðabæ, Linda Karen Kettler, Reykjavík, Lovísa Ruth Ól- afsdóttir, Suðurnesjum, Malen Dögg Þorsteinsdóttir, fegurðardrottning Austurlands, María Rún Hafliðadótt- ir, ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur, Margrét Knútsdóttir, Suðurnesjum, Pálína Halldórsdóttir, fegurðar- drottning Norðurlands, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Reykjavík, Ragn- hildur Sif Reynisdóttir, fegurðar- drottning Reykjavíkur og Þórunn Lárusdóttir, Mosfellsbæ. Á krýningarkvöldinu verður boðið 20 ára stúd- entar úr MR til Dublin Tuttugu ára stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík ætla að halda upp á stúdents- afmælið með því að fara sól- arhringsferð til Dublinar á írlandi í maílok. Leigð hefur verið 170 sæta flugvél í þessu skyni og er hún fullbókuð. „Við fórum í 6 daga rútuferð um írland á vegum skólans þegar við vorum í 5. bekk. Þess vegna þótti tilhlýðilegt að stefna á lrland á þessum tima- mótum og riíja upp það sem menn sáu ekki á þeim tíma,“ sagði Bjarni Bærings sem stað- ið hefur fyrir afmælisferðinni. Bjarni sagði að 1972 hefðu um 300 manns útskrifast úr MR og væri það stærsti stúd- entahópur í sögu skólans. Það hefði því verið talið of umfangs- mikið að fara í lengri Irlands- ferð að þessu sinni; sólarhring- urinn yrði látinn nægja. upp á fjórrétta matseðil og margvís- leg skemmtiatriði. Stúlkurnar koma þrisvar fram, fyrst í pelsum frá Egg- ert feldskera, síðan í sundbolum og loks í síðkjólum. Allar stúlkurnar fá gjafir og sú stúlka, sem valin verður Fegurðardrottning Islands, fær m.a. loðfeld frá Eggert feldskera, Raym- ond Weil armbandsúr frá Meba í Kringlunni, dragt frá CM, samkvæmiskjól frá Maríu Lovísu, Canon myndavél frá Hans Petersen og Mont Blanc pennasett. Gróa Ásgeirsdóttir er fram- kvæmdastjóri keppninnar nú sem fyrr, Esther Finnbogadóttir hefur séð um gönguæfingar og Katrín Haf- steinsdóttir hefur æft stúlkurnar í líkamsrækt. Ágústa Kristjánsdóttir sér um förðun stúlknanna með Chanel snyrtivörum og landsliðið í hárgreiðslu greiðir stúlkunum með Wella hársnyrtivörum. Ljósmyndarar útnefna Ljós- myndafyrirsætu ársins, stúlkurnar velja vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi og sjö manna dómnefnd velur 5 stúlkur í sæti 1-5 og útnefnir Feg- urðardrottningu íslands 1992. Dóm- nefndina skipa: Sigtryggur Sig- tryggsson fréttastjóri, formaður, Kristjana Geirsdóttir veitingamaður, Matthildur Guðmundsdóttir fyrrv. Ungfrú ísland, Bryndís Ólafsdóttir fyrirsæta, Stefán Hilmarsson söngv- ari, Sigurður Kolbeinsson fram- kvæmdastjóri og Þórarinn J. Magn- ússon ritstjóri. ------♦ ♦ ♦----- Höfn í Hornafirði: Mótorhjóla- slys við höfnina MAÐUR á mótorhjóli slasaðist töluvert er hann kastaðist af hjóli sínu á hafnarsvæðinu á Höfn í Hornafirði á annan í páskum. Að sögn lögreglunnar mun ökumað- ur hjólsins hafa slasast töluvert en grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Tildrög slyssins voru þau að hjól- inu var ekið á miklum hraða um hafnarsvæðið. Er ökumaður þess reyndi að beygja frá aðvífandi bíl missti hann stjórn á hjólinu og kast- aðist af því. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina á Höfn. paamm Barnaskór st. 24-34 •“atíís Barnaleðurskór st. 24-35 Barnaskór st. 24-32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.