Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Jón Stefánsson stjórnar æfingu á Mattheusarpassíunni. Mattheusar- passían ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson „Á þetta að vera einhver ópera,“ mun hafa hrotið af munni ónafn- greinds kirkjugests, þegar verkið var frumflutt í Leipzig undir stjórn höfundar. Það er ekki fjarri sanni, að margt í gerð verksins ber merki óperugerðar og um svipað leyti höfðu þýsk tónskáld gert tilraunir til að friða Lútherstrúaða óperugesti með því að semja trúarlegar óperur. Þarna verða skilip á milli órator- íunnar og óperunnar nokkuð óljós, þótt efni flestra óperuverka væru sem næst án undantekn- inga sótt til grískrar goðafræði. Johann Sebastian Bach notfærði sér ýmislegt er tengdist óperu- tónlesinu og gerð aríunnar en kórarnir voru aftur á móti byggðir á þeirri hefð, sem-Schiitz færði Þjóðverjum frá Feneyjum og í sálmaútsetningunum skap- aði Bach þýska hljómfræði, svo vitnað sé til ummæla Beetho- vens. Mattheusarpassían er því eins konar kristöllun á því sem var að gerast í Evrópu í kringum 1729, þegar verkið var frum- flutt. Ástæðan fýrir þögninni um verk Bachs í heila öld er að miklu leyti sú, að fyrir og eftir 1750 verða miklar breytingar á flutningstækni, t.d. með píanó- inu, almennri notkun „litlu fíðl- unnar" og stöðlun sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem aftur hafði mikil áhrif á gerð tónverka, er síðar blómstraði í verkum klass- ísku meistaranna. Verk Bachs voru einfaldlega gamaldags við- upphaf klassíska tímabilsins en þegar rómantíkin hafði með sama hætti afneitað klassíkinni varð barokkið áhugavert og endurlifun þess í eðli sínu róman- tísk athöfn og það sem fýrr hafði verið kallaður þurr skólalær- dómdur varð rómantískt tákn um snilld og mikilleik Johanns Se- bastians. Snilld Bachs er óumdeilanieg og það vissu tónskáld eins og Mozart og Beethoven, þótt þeir teldu tónverk hans eiga meira erindi til tónlistarmanna en al- mennings. Það var í raun þrá- hyggja (eða vissa um ágæti verksins), sem knúði Mend- elssohn, gegn öllum hugmyndum manna, að uppfæra Mattheus- arpassíuna. Það væri erfítt að hugsa sér tónlistina í dag án tónverka Bachs og sömuleiðis íslenska kórsögu, sem um pásk- ana blómstraði í flutningi tveggja stórverka þessa mikla snillings. Kór Langholtskirkju, barnakór, kammersveit og hópur einsöngvara undir stjórn Jóns Stefánssonar fluttu Mattheusar- passíuna fyrir páska og hafði Jóhannesarpassían þá nokkrum dögum áður verið flutt af Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Flutningur Mattheusarpass- íunnar var glæsilegur og ber ekki hvað síst að þakka eindæma góðri iframmistöðu kórsins og barnakórsins í fyrri hlutanum. Til að nefna dæmi var lokakór 1. þáttar og tvíkóra niðurlag verksins mjög áhrifamikið. Mic- hael Goldthorpe, sem söng guð- spjallamanninn, og Kristinn Sigmundsson, er fór með hlut- verk Krists, sungu meistaralega vel og auk þess var leikræn túlk- un þeirra áhrifamikil og sann- færandi án þess þó að vera á nokkurn hátt yfirdrifín. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Björk Jónsdóttir og Bergþór Pálsson sungu nokkrar aríur, sem sumar hverjar eru mjög erfíðar og voru þær ágætlega sungnar. Bergþór söng hlutverk Pílatusar og var samsöngur hans og Kristins (Kristur) vel útfærður. Tónlesið og aríuna Komm, sússes Kreuz fluttu Kristinn Sigmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir af glæsibrag og var þessi flutningur og samspil listamannanna einn af hápunktum tónleikanna. Aðrir sem sungu einsöngstóf- ur voru Bjarni Gunnarsson (Pét- ur), Harpa Harðardóttir og Stef- anía Valgeirsdóttir, sem sungu saman einn dúett, Jón Rúnar Arason og Eiríkur Hreinn Helga- son og að lokum Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, er hljóp í skarðið fyrir forfallaðan félaga sinn. Vortónleikar • Karlakórsins Stefnis voru haldnir í Bústaða- kirkju stuttu fyrir páska, undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Ein- söngvari var Sigrún Hjálmtýs- dóttir og píanóleikari Guðrún Guðmundsdóttir. Á efnisskránni voru íslensk og erlend lög. Is- lensku lögin voru Vögguljóð á hörpu, eftir Jón Þórarinsson, Sjá dagar koma, eftir Sigurð Þórð- arsson, en í þessum lögum söng Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng, Syrpa af lögum eftir Þórarinn Guðmundsson og sungu tveir kórfélagar einsöng, þeir Björn Ó. Björgvinsson og Þórður Guð- mundsson, og Lífíð hún sá í ljóma þeim, eftir Inga T. Lárusson. Islensku lögin voru sungin af þokka og einsöngvararnir skil- uðu sínu ágætlega. Af erlendu lögunum, sem þó Frammistaða allra var hin ágæt- asta, dúettinn fallega sunginn en sérstaka athygli vakti Eiríkur Hreinn Helgason, sem meðal annars söng hlutverk Júdasar. Hljómsveitin var mjög góð og var konsertmeistari Júlíana Elín Kjartansdóttir. Júlíana, Nora Kornblueh, Kristján Þ. Stephen- sen, Daði Kolbeinsson, Þórhallur Birgisson, Bryndís Halla Gylfa- eiga sér sögu í íslensku söngva- safni, má nefna Við göngum svo léttir í lundu, Vorvindar glaðir, Sævar að sölum og Úr Þeli þráð að spinna, en undirleikinn í síð- astnefnda laginu önnuðust málmblásararnir úr Mosfellsbæ og gerðu það mjög vel. Öll þessi lög voru ágætlega sungin, sér- staklega lag Bellmanns en auk þess léku málmblásararnir undir í Veiðmannakórnum úr Töfra- skyttunum eftir Weber, sem heppnaðist ekki sem skyldi hjá kórnum. Vér göngum og Vor- vindarnir voru einum of hryn- skörp fyrir söng en líðandi tón- myndun kom fallega fram í Sæv- ar að sölum. Af öðrum erlendum lögum voru sálmalagið úr Finnlandiu eftir Sibelíus, bænin til ísis og Ósiris úr Töfraflautunni eftir dóttir, Peter Thompkins og Hólmfríður Þóroddsdóttir léku einleik í ýmsum aríum og var leikur þeirra allra frábærlega vel af hendi leystur. Samspil hljóm- sveitar, kórs og einsöngvara var gott og hefur Jón Stefánsson bætt á sig enn einni skrautfjöðr- inni og ekki þeirri minnstu, með þessum eftirminnilegu tónleik- Mozart og Old man River best og í rauninni vel sungin. Auk þess sem fyrr hefur verið greint frá söng Sigrún Hjálmtýsdóttur „sóló“ í Vókalísu, sem einhver Chenoweth hefur stælt eftir Rakhmaninov, Agnus Dei, eftir Bizet og sló botninn í tónleikana með því að syngja ein La danza, sem hún reyndar söng af glæsi- brag fyrir nokkru á tónleikum í íslensku óperunni. Það er nokkuð langt síðan undirritaður hefur heyrt Karla- kórinn Stefni en miðað við það sem rétt verður munað, hefur kórnum farið fram varðandi söngtækni, sem best kom fram í veikum söng og þar hafa stjórnandinn, Lárus Sveinsson, og raddþjálfari kórsins, Margrét Pálmadóttir, unnið vel saman. um. Karlakórinn Stefnir Olíumálverk Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Jóhannes Jóhannes- son opnað sýningu í Galleríi Borg 9. apríl og stendur sýningin til 28. apríl. Listamanninn er óþarft að kynna, því að hann hefur haldið Qölda sýninga um dagana og verið í fylkingarbijósti ís- lenzkra núlistamanna í nær hálfa öld. Að þessu sinni sýnir Jóhannes einvörðungu olíumálverk, sem öll eru máluð á léreft og eru gerð á tímabilinu 1991-’92, að einu undanskildu og hinu viða- mesta, en það er frá árunum 1989 og ’90. List Jóhannesar er löngu kom- in í beinan farveg, enda er hann einn traustasti málari okkar og myndir hans að öllum jafnaði áberandi jafngóðar. Jóhannes er fyrst og fremst abstraktmálari fimmta og sjötta áratugsins og er viðgangur listar hans í góðu samræmi við þróun margra ágætra málara frá því tíma- skeiði. Einkennandi fyrir þá er einmitt að rækta í rólegheitum sinn garð er þeir höfðu fast und- ir fótum í listrænu tilliti, en þróa myndmálið í ýmsar áttir og kanna innri lífæðar myndflatar- ins, en slíkt er verkefni sem dug- ir í áratugi. Við lifum einmitt í tímum hraðans, þegar fólk vill sjá eitt- hvað nýtt í listinni með stuttu millibili. Ekkert skal rannsakað og krufíð til mergjar heldur ein- ungis skoðað og melt með hraði, og eiga fjölmiðlar nútímans stór- an þátt í þessu og þá einkum sjónvarpið og myndbandaiðnað- urinn. Listamenn hafa látið ber- ast með straumnum og er stefna róttækustu núlistamanna með reglulegu millibili að úrelda mál- verkið, en í stað þess á að koma hugmyndafræði hvers konar. En ekki mun takast að úrelda mál- verkið frekar en að úrelda frum- formin eða litakerfíð, já jafnvel sjálft sólkerfið, því að málverkið blífur. En þetta brambolt, ásamt há- vaðasamri og óbilgjarnri mark- aðsetningu, hefur gert það að verkum að það koma tímabil er málverkið á erfitt uppdráttar, m.a. vegna þess að hér er um ómengaða tjáningu að ræða en ekki matreiðslu, og menn þurfa að leggja dálítið á sig til að heim- ur þess opnist. Heimur málverksins er marg- ræður og það sjáum við einmitt á sýningu Jóhannesar, því að þótt hann hafí kosið sér eitt meginstef, þá fléttar hann það á ýmsa vegu svo úr verður mynd- rænn galdur. Aðalformið hefur næstum því trúarlegt tákngildi, þótt það sé vafalítið ómeðvitað, en það minnir ekki svo lítið á dómkirkjuskip á flugi í himin- hvolfinu. Þetta form bindur hann þó og jarðtengir með litrænum listbrögðum ásamt því að hvítar línur skera myndflötinn, styrkja formin og tengjast honum enn frekar. Þetta kemur mjög vel fram í þríleiknum „Þrjár systur" (4-6), en þar er miðmyndin meðal þess margslungnasta, sem frá hendi Jóhannesar hefur kom- ið um langt skeið, og athygli- svert er hver heildarmyndin er fersk þrátt fyrir allt nostrið á myndfletinum. En þetta eru nú einmitt töfrar allrar góðrar list- ar. Af öðrum toga og skilmerki- legri er myndin „Flug“ (2), en mett og markviss litameðferðin í þeirri mynd leiðir hugann að meistara Magnelli. Hin lauflétta og litfagra mynd „Í bláu“ (12) er svo andstæða hinna og hér slær Jóhannes á nýja strengi, en þó vel innan marka myndheims síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.