Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Þjóðerni og menning Frá Þorsteini Guðjónssyni: í Morgunblaðinu 19. mars er grein eftir Jóhann Hauksson um þjóð- ernisstefnu og telur hann hana vonda. Þetta er reyndar misskiln- ingur. Jóhann heldur að metnaður eins hljóti að vera fjandskapur við annan, en þetta er ekki annað en hugarfar öfundarinnar. Þjóðernisstefna er góð, vegna þess að hún skapar þá samheldni, sem nauðsynleg er. Hún er stefna Eyfirðingur Frá John Towrie: ÉG er að rannsaka skipstapa er íslenskt skip sökk við Orkneyjar 11. febrúar 1952. Skipið hét Ey- firðingur og flutti brotamálm. Skipið strandaði á skeri í miklu brimi og fórust allir sem á því voru. Mér skilst að brotamálmur- inn sem skipið flutti hafi komið frá herstöðvum Bandaríkjamanna á íslandi, sem þá höfðu verið yfir- gefnar. Skipið mun hafa verið á leið frá Reykjavík til Antverpen. Ég bið þá sem geta veitt upplýs- ingar að senda mér línu. Rasmusar Rasks, Jónasar Hall- grímssonar og Jóns Sigurðssonar, Snorra Sturlusonar og Jóns Arasonar, Steinunnar Refsdóttur og Málfríðar skáldkonu (sú síðar- nefnda kenndi mér). Þjóðernisstefna hvetur til dáða, en andþjóðernisstefna dregur nið- ur í sukk ómenningar, sinnuleysis, glæpa, eiturlyfja, fegurðarsam- keppni og þess að sýna sig á útsíð- um Plagboga. Þjóðernisstefna er góð, því að það var hún sem steypti harðstjór- um árið 1989, en 89-hreyfingin spratt síst af öllu af fylgi við al- þjóðaauðmagnsstefnuna, sem nú ætlar að læsa klóm sínum í það sem eftir lifir af þjóðum. Sá misskilningur, að þjóðernis- stefna sé vond, stafar af þeirri ímyndun, að hún sé sama sem hernaðarstefna. En ef vel er skoð- að þá er þessu þveröfugt farið. Sjá til dæmis það, að engin þjóð hefur verið jafn þjóðernissinnuð og íslendingar, sem aldrei hafa farið með ófriði á hendur nokkurri þjóð. Hin rétta samstilling mann- kynsins, sem leiðir til heimssam- bands, byggist á því að hver þjóð haldi sínum sérkennum og leggi rækt við þau, en ekki á því að eyða þeim. Þjóðir eru eins og ein- stök líffæri í líkama, gagnlegar hver í sínu lagi. Þeir einir sem leggja rækt við uppruna sinn munu lifa af, hinir allir farast. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON Rauðalæk 14 Reykjavík Pennavinir Bandarískur fangi sem á þýska langfeðga vill eignast pennavini á höfuðborgarsvæðinu: Jack Leck, Spring Creek Correcl ional Centre, 5 Mile Nash Road, Seward, Alaska 99664, U.S.A. Þrettán ára franskur piltur sem talar og skrifar á ensku, frönsku eða þýsku og hefur m.a. áhuga á frímerkjum: Regis Schlagdenliauffen, 9a Rue Sellnick, 67000 Strasbourg, France. Danskur karlmaður, 28 ára, með áhuga á umhverfismálum, dýrum, tónlist og kvikmyndum: Niels Mathiasen, Hoffdingsvej 7, 1 th., 2500 Valby, Danmark. Bandarískur karlmaður, frí- merkjasafnari, sem getur ekki um aldur en vill skrifast á við fólk á öllum aldri: Thomas Lewis, Box 2882, St. Petersburg, Florida, 33731 U.S.A. Nítján ára Nígeríupiltur með áhuga á kvikmyndum, tónlist, dansi, ferðalögum o.fl.: Uboh Chijioke Leonard, 11 Temidire Street, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. LEIÐRÉTTING Rangt nafn ALMAR Grímsson apótekari í Hafnarfirði varð fimmtugur á skír- dag. í afmælisklausu hér í blaðinu þann dag var farið ranglega með nafn hahs. Er hann beðinn afsökun- ar á þeim mistökum. Vinnlngstölur laugardaginn (ío)(rT) 18. apríl 1992 (r7)f88r ’[Í3) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPH/EÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.919.705 ; W 5 196.922 3. 4al5 167 ' “ 5.244 S 4. 3af 5 5.072 402 f Heildarvinnirtgsupphæð þessa viku: 6.819.007 kr. i UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91-681511 LUKKUUNA991002 JOHN TOWRIE Flat 4 53 Victoria street Kirkwall Orkney Scotland Brúðguminn Steini ÞorvaldsSon, brúðurin Ásta Baldvinsdóttir og Edda Símonardóttir fulltrúi sýslumanns. Hjónavígsla í Hreðavatnsskála Frá Höliu Höskuldsdóttur: LAUGARDAGINN 4. apríl sl. fór fram borgaraleg hjónavígsla í Hreðavatnsskála, í fyrsta sinn í sögu skálans. Ilann var stofnaður 1933 af Vigfúsi Guðmundssyni. Vigfús kallaði staðinn sinn Hreða- vatnsskáli, staður ungra elskenda. Núverandi rekstraraðilar hafa hinsvegar kallað staðinn Hreða- vatnsskáli, staður elskenda. Má segja að það sé réttnefni eftir atburð sem þennan. Gefin voru saman Ásta Bald- vinsdóttir og Steini Þoi-valdsson af Eddu Simonardóttur, fulltrúa sýslumanns í Mýrar- og Borgar- fjarðarsýslum. Eins og öll brúðkaup var þetta einstakt. Edda, fulltrúi sýslu- manns, er fyrrverandi lektor í Samvinnuháskólanum á Bifröst og því fyrrverandi kennari Steina, brúðgumans, sem stundað hefur nám í skólanum undanfarin þijú ár, og er því að útskrifast á vori komandi. Ennfremur var þetta fytsta hjónavígsla Eddu. Svara- mennirnir, Ásdís Leifsdóttir og Blædís Guðjónsdóttir, eru skóla- systur Steina og útskrifast þær einnig í vor. Hjónin hafa undanfarin þijú ár búið í sumarbústað í nágrenni skólans eins og fjölmargir aðrir nemendur Samvinnuháskólans. HALLA HÖSKULDSDÓTTIR Hreðavatnsskála 311 Borgarnes I I I I I I I I L Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum -Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn- 7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar , ferðalög, sund, kvöldvökur ofl. Tímabil: 31 maí-6júní 14júní-20júní 28júnf-4júli 12júlí-18júlí 26júlf-1 ágúst 7 júnf-13 júní 21 júní-27 júní 5 júlí-11 júlí 19 júlí-25 júlí 3 ágúst-9 ágúst Sama verð og í fyrra kr. 15.800.- Systkinaafsláttur Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar I I I I I I I I Ji ÍAIKÍARAN Skrifstofubúnc&ur SlÐUMÚLA 14 « SIMI (91) 813022 Þessi drengur þarfnast hjálpar þinnar. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum. <GlT HJÁlPARSTOfNUH KIRKJUHNAR Mínúta til stefnu! Minolta til taks! Minolta er harðsnúið lið Ijósritunarvéla og í þeim hópi finnur þú örugglega eina tegund sem þér hentar. Hraði, hleðsla, heftun og flokkun - allt eftir þínu höfði. Ljósritunarvéiamar eru jafn fljótar með einföld tveggja og þriggja lita afrit og einlit. Innbyggt minni sparar bæði tima og fyrirhöfn. Með því að geyma allt að 10 algengar skipanir er Ijósritunarvélin alltaf tilbúin. Það tekur tæpa minútu að sannfærast um yfirburöi Minolta! liinlold. Klár.- Einfaldlcga klár! MINOLTA LEIÐRÉTTING Ath. að hjá Pennanum er opið dagana 21., 22. og 24. apríl. Þar sem annað mátti skilja í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 16. apríl er þessari leiðréttingu komið á framfæri og viðkomandi beðnir afsökunar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.