Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 17 Norrænt gigtarár 1992: Reiterssj úkdómur Á langri, rólegri fjallgöngu gefst jafnan næði til að láta hug- ann reika, vera einn með sjálfum sér. Þá er gott að geyma í hug- skoti nokkrar góðar, stuðlaðar hendingar. Við upprifjun þeirra léttist gangan. Hér eru nokkrar, sem eiga vel við göngu sem þessa: Þórbergur Þórðarson orti eitt sinn þetta: Esjan er yndisfógur utanúr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík. Gestur Guðfinnsson sló glettnis- lega á aðra strengi. Mikil lifandis ósköp er Esjan Ijót að aftan jafnt sem framan; að skakklappast þar um skriður og gijót er skelfing leiðinlegt gaman. En Einar Benediktsson var há- stemmdur er hann kvað: Sviptipa Esja með ennið hátt, við elskum þig, börn þín, fjallið blátt. Þú dregur oss heim. - Engin dásemd er til - sem dýrð þín á norðurvegpum. Útsýnið af Kerhólakambi er mikið og frítt, einkum yfir Sundin, höfuðborgina og Reykjanesskaga norðanverðan. Norðan við Kerhólakamb er Bleikdalur (sem einnig er kallaður Blikdalur) mikill og djúpur. Sumir munu bregða sér strax ofan í dal- inn og ganga niður með ánni, er rennur eftir honum miðjum, en aðrir kjósa að ganga eftir syðri brún hans og njóta um leið útsýnis- ins yfír Kjalarnesið, sem blasir við augum og ekkert skyggir á. Við veginn neðan við dalsmynn- ið, hjá eyðibýlinu Ártúni, sem er m.a. þekkt úr kvikmyndinni um Sölku Völku, bíður bíllinn. Höfundur er kennari. eftir Jóhann Gunnar Þorbergsson Árið 1916 greindi þýski læknir- inn Hans Reiter frá ákveðnum sjúk- dómseinkennum sem komu í ljós hjá liðþjálfa nokkrum sem hafði haft blóðugan niðurgang. Einkenni sjúklingsins voru þrenns konar: lið- bólga, þvagrásarbólga og hvarma- bólga (tárubólga). Allt frá árinu 1672 má finna lýsingu á svipuðum tilfellum í gömlum sögnum. Nafn sjúkdómsins festist þó við Hans Reiter og sjúkdómseinkennin nefn- ast Reiterssjúkdómur. Orsakir Sjúkdómurinn kemur oft í kjölfar- sýkinga og því flokkaður sem fylgi- gigt. Bakteríur finnast þó ekki í lið- vökva bólgins liðar. Bakteríur eða sýking t.d. af völdum Chlamydia trachomatis sýkils geta verið ann- ars staðar í líkmanum, t.d. í þvag- rás eða í blöðruhálskirtli karla. Þarmasýking af völdum ýmissa sýkla og veira getur verið undan- fari Reiterssjúkdóms. Sýkingin hef- ur áhrif á varnarkerfi líkamans sem bregst við með bólgumyndun í lið- um. Ekki fá þó allir Reiterssjúkdóm sem sýkjast af þvagrásar- eða þarmabólgum. Sem dæmi má nefna að árið 1966 fengu 600 sjómenn af 1.200 manna áhöfn bandarísks herskips alvarlegan þarmasjúkdóm eftir gleðskap í landi. Aðeins 9 menn fengu Reiterssjúkdóm. Rann- sókn á ættingjum sjúklinga með Reiterssjúkdóm hafa sýnt að marg- ir hafa haft langvarandi liðbólgur og jafnvel hrygg- ikt. Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að 90% sjúklinga með Reiterssjúkdóm eru í vefjaflokkn- um HLA-B 27. Arfgengni hefur því sitt að segja og einstaklingar með þessa vefjagrein- ingu eru næmari fyrir Reiterssjúkdómi en aðrir. Einkenni Sjúkdómurinn er mun algengari hjá körlum en konum. Síimir sjúkl- ingar fá ekki samtímis öll einkenn- in þijú, það er liðbólgur, þvagrásar- bólgu og hvarmabólgu. Þeir geta einungis haft tvö einkenni, t.d. lið- bólgur og þvagrásarbólgu. Byij- unareinkenni eru oft sviði og sær- indi við þvaglát og geta líka verið vægur niðurgangur. Eftir eina til þijár vikur koma síðan einkenni frá liðum. Liðbólgur byija oft skyndilega og geta komið í einn eða fleiri liði, stóra sem smáa. Oftast eru það hné- og ökklaliðir sem bólgna en einnig fingur- og táliðir. Vökvi safn- ast í liðinn, liðhreyfíng verður sárs- aukafull og bólga getur komið í sinafestur t.d. undir hælbeini. Þar sest svo kalk í bólginn vef og mynd- ar svokallaðan hælspora. Sjúklingur fær þá verki undir hæl við gang, fer að ganga haltur og ekki bætir það úr ef jafnframt er til staðar bólga í ökkla- og hnélið. Margir sjúklingar með Reiterssjúkdóm fá bakverki og röntgenmyndir af baki þeirra geta verið líkar myndum af hrygg-iktarsjúklingum. Þvagrásareinkenni geta verið væg en einnig geta verið til staðar mikil særindi og sviði við þvaglát. Augneinkenni eru oftast væg, sviði og roði kemur í augu. í einstaka tilfellum getur bólgan orðið verri. Einstaka sjúklingar fá útbrot á húð. Þessi útbrot koma sem smá blæðingar og/eða þykkildi til dæm- is í lófa og neðan á iljar. Oft getur verið erfitt að greina þau frá sóraút- brotum (psoriasis). Eins og áður er tekið fram er sjúkdómurinn aðal- lega hjá karlmönnum á aldrinum 10 til 40 ára. Venjulega hverfa ein- kennin eftir 1 til 3 mánuði en u.þ.b. 50% sjúklinga geta fengið sjúkdóm- inn aftur. Getur liðið allt frá nokkr- um mánuðum upp í 10 ár á milli einkenna en þau eru mjög einstakl- ingsbundin. Sumir fá svæsin ein- kenni en aðrir sleppa betur. Meðferð og horfur Engin sérhæfð meðferð er til sem kemur í veg fyrir sjúkdóminn. Með- ferð er fólgin í því að draga úr lið- verkjum og liðbólgum og að lækna þá sýkingu sem kann að vera til staðar. Gigtarlyf sem eru bæði bólgu- og verkjastillandi eru notuð gegn liðbólgum. Gegn hælspora má reyna staðbundna sprautumeð- ferð ásamt sérstöku innleggi í skó. Ekki er ráðlagt að sprauta í sjálfa sinina þar sem slíkt getur' veikt hana og hún þá slitnað í sundur. Ef t.d. hnéliður er mjög bólginn má tappa úr honum vökva og gefa staðbundna deyfíngu og bólgueyð- andi lyf. Sama gildir um aðra bólgna liði. Sjúklingur með mjög bólgna liði getur þurft á rúmlegu Jóhann Gunnar Þorbergsson „Sjúkdómurinn er mun algengari hjá körlum en konum. Sumir sjúkl- ingar fá ekki samtímis öll einkennin þrjú, það er liðbólgur, þvagrás- arbólgu og hvarma- bólgu. Þeir geta ein- ungis haft tvö einkenni, t.d. liðbólgur og þvag- rásarbólgu.“ að halda og koma verður í veg fyr- ir að liðir kreppist og vöðvar rýrni. Sjúkra- og iðjuþjálfun kemur því hér að góðu gagni og þjálfun í sund- laug er æskileg. Batahorfur eru yfirleitt góðar og fáir verða óvinnu- færir um lengri tíma. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningvm og gigtsjúkdómum á Grensásdeild Borgarspítalans. Beinþynniu tapa meira en * H viðkvæm. Bein konum en körlu eldri bendi • ík im g stafar af því að beinin 40% af kalki og verða stökk og in rýrna helmingi hraðar hjá og er talið að níu af hverjum tíu . Fjórða ára er með hann á háu stigi. meginorsakir hormónabreytingar, skortur it kyrrsetu og lítilli legri áreynslu. Ostur er kalkríkai beint við að konur ;ta fæða sem völ er á. Því liggur ungar sem aldnar - borði ost á hverjum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.