Morgunblaðið - 22.04.1992, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992
t
JÓHANNA ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Vestra-Fíflholti,
andaðist i Sjúkrahúsi Suðurlands 20. apríl.
Aðstandendur.
t
Bróðir okkar,
VIGFÚS SCHEVING JÓNSSON
frá Vatnsskarðshólum íMýrdal,
lést á Hrafnistu að kvöldi páskadags.
Ólafia Jónsdóttir,
Guðný J. Scheving.
t
Hjartkær móðir mín og dóttir,
ERNA SÆMUNDSDÓTTIR,
Sjafnargötu 2,
lést í Landskotsspítala 16. apríl.
Elísabeth Jónsdóttir,
Vigdís Þórðardóttir.
t
ELÍSABET JÚLÍUSDÓTTIR,
Hafnarbúðum,
áður til heimilis Tjarnargötu 5B,
lést 16. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóninna Þálsdóttir,
Franz Pálsson.
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faðir okkar og sonur,
HANNES NORDAL MAGNÚSSON,
lést á hjartadeild Royal Infirmary í Edinborg að morgni 20. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ásta Valdimarsdóttir,
Guðrún Margrét Hannesdóttir,
Valdimar Kristinn Hannesson,
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
MATTHÍAS GUÐMUNDSSON
fyrrv. bankaútibússtjóri,
Þórunnarstræti 91,
Akureyri,
lést 20. apríl sl.
Fyrir hönd aðstandenda.
Helga Torfadóttir.
t
Ástkær sambýliskona min og móðir okkar,
INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR,
Grýtubakka 28,
Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala mánudaginn 20. apríl.
Bjarni Sigurbjörnsson,
Ásta S. Eyjólfsdóttir,
Ólöf Þ. Eyjólfsdóttir,
Gróa V. Eyjólfsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma,
LÁRA B. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Miðvangi 3,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum að morgni 18. apríl sl.
Útförin veröur auglýst síðar.
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn St. Einarsdóttir,
Hjálmar Þröstur Pétursson,
Þorsteinn Auðunsson, Lili Hjördís Auðunsson,
Róbert Einar Pétursson,
Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson.
Guðmundur Stein-
dórsson - Minning*
Fæddur 6. ágúst 1911
Dáinn 14. apríl 1992
Tengdafaðir minn, Guðmundur
Steindórsson, er látinn. Hann fædd-
ist 6. ágúst 1911 í Ási í Hruna-
mannahreppi en dó að morgni 14.
apríl 1992 á Landspítalanum eftir
rúmlega 10 daga legu.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðbjörg Jörg-
ensdóttir, fædd 29. janúar 1913,
dáin 26. desember 1952. Þeim varð
þriggja bama auðið: Anna húsmóð-
ir, fædd 16. janúar 1948; Steindór
bifreiðarstjóri, fæddur 21. mars
1949; og Guðrún húsmóðir, fædd
5. júlí 1950.
Guðmundur og Guðbjörg giftu
sig 8. nóvember 1947 en hún dó á
jólum 1952 aðeins fímm árum
seinna frá manni og þremur ungum
börnum. Guðmundur reyndi að
basla með bömin sín þijú og naut
aðstoðar frá tengdafólki og foreldr-
um sínum. Elskuleg mágkona hans,
Ragna Jörgensdóttir, og hennar
maður, Sigurður, tóku þó til sín
yngsta bamið, Guðrúnu, og gengu
því í foreldra stað og má þá með
sanni segja að Guðrún hafi verið
rík því hún átti tvo pabba. Foreldr-
ar Guðmundar, þau Steindór og
Guðrún í Ási, tóku drenginn til sín
um fímm ára aldur og fram á skóla-
aldur og svo öll sumur fram til 16
ára aldurs en á vetuma var hann
hjá föður sínum og seinna stjúpu
sem reyndist honum mjög vel.
En Önnu reyndi Guðmundur eftir
bestu getu að hafa sem mest hjá
sér en þó með aðstoð skyldra og
óskyldra. Þetta voru erfiðir tímar
og einhvern veginn held ég að Guð-
mundur hafí aldrei alveg getað
unnið fullkomlega úr sinni sorg, en
reynt að gleyma með gegndarlausri
vinnu og alla ævi vom jólin honum
erfið.
En öll él birtir upp um síðir því
1958 gekk Guðmundur að eiga
elskulega eiginkonu sína, Þuríði
Kristínu Hjálmtýsdóttur, fædda 5.
október 1920, ættaða úr Haukadal
í Dalasýslu og eignuðust þau fimm
mannvænleg börn: Elstur er Guð-
mundur bifreiðastóri, fæddur 1955,
þá Guðbjörg sjúkraliði, fædd 1957,
Áslaug matráðskona, fædd 1958,
Elín hjúkrunarfræðingur, fædd
1959, og síðust er Ólöf húsmóðir,
fædd 1961, og átti Guðmundur átta
börn og 22 barnabörn á lífi þegar
hann lést. Einnig tók hann að sér
að vera afi dóttur minnar af fyrra
hjónabandi frá því ég kom í hans
fjölskyldu en hún hafði misst föður
sinn og var bara þriggja ára, enda
voru þau hjónin í hennar huga aldr-
ei annað en afi og amma á Lang-
holtsveginum og hefur hún nú gert
þau að langafa og langömmu.
Oft heyrði ég talað um vinnusemi
Guðmundar og greiðvikni enda leit-
uðu margir til hans um aðstoð sem
hann var alltaf fús að veita. Hús
þeirra hjóna ber líka merki um þann
kraft og þá atorku sem Guðmundur
hafði, hús upp á þijár hæðir, ein
íbúð á hæð. Sumir hafa átt fullt í
fangi með eina íbúð, hvað þá meira.
Tengdafaðir minn var alltaf mik-
ill harmonikkuunnandi. Hann spil-
aði fyrir dansleikjum í hreppunum
þegar hann var ungur maður. Hann
átti alla tíð harmonikku og þegar
hann var kominn á efri ár keypti
hann sér nýja nikku og fór að æfa
sig og rifja upp nóturnar. Mér
fannst aðdáunarvert að horfa á
þessar vinnulúnu hendur á gömlum
manni svona liprar á harmonikk-
unni fyrir utan hvað konan hans
naut þess að hafa hann heima og
hlusta á hann æfa sig.
Ég gæti endalaust haldið áfram
að skrifa um þenna mikilhæfa mann
en það væri þá bara spurning um
ævisögu. Guðmundur eignaðist 11
systkini og átti 8 hörkudugleg börn
sem öll hafa fetað í fótspor föður
síns hvað dugnað snertir og tvær
yndislegar konur. Getum við þá
ekki sagt að hann hafi verið ríkur,
því þó að lífið hafi kannski ekki
alltaf leikið við hann held ég samt
að hann hafi verið hamingjusamur
gamall maður og sáttur við tilver-
una, og ætla ég hér með að þakka
honum samfylgdina og það sem
hann gerði fyrir mig.
Ég bið guð að styrkja konuna
hans og alla afkomendur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alit og allt.
(V. Br.)
Margrét Guðrún
Brynjólfsdóttir.
Sárt er að gráta góðan vin,
sem grafar myrkrin hylja köid.
Æ kemur eftir skúrir skin,
er skýja dimmu rofna tjöld.
Því vér síðar sjáum þá,
sem hér skildust okkur frá.
(E.B.)
í dag er Vetur konungur að
kveðja og sumarið tekur við, árstíð
lífs og gróanda, sumarkomunni
fylgir birta og ylur. En þá erum
við minnt á fallvaltieika lífsins, er
við í dag fylgjum tengdaföður mín-
um, Guðmundi Steindórssyni, til
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
simi 620200
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
INGIBJÖRG ÍSLEIF HALLDÓRSDÓTTIR
frá Gaddstöðum,
Faxabraut 32c,
Keflavík,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 19. apríl.
Helgi G. Eyjólfsson og synir.
t
Móðir okkar,
ÞÓRA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Fornhaga 13,
andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 16. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda.
Helga Sigurðardóttir Neuffer,
Jón Sigurðsson.
t
Útför sonar míns,
GESTS GUÐNA ÁRNASONAR
prentara,
Kleppsvegi 134,
verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00.
Gyða Árnadóttir.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Stórholti 25,
Reykjavik,
lést á Droplaugarstöðum 20. apríl. Jarðarförin fer fram miðviku-
daginn 29. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja,
, Haukur Guðmundsson,
Erna Sampsted og börn.
t
Ástkær faöir minn, bróðir og mágur,
EINAR HÁLFDÁN KRISTJÁNSSON
frá Bolungarvík,
Flókagötu 2,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn
22. apríl kl. 15.00.
Jónína Margrét Einarsdóttir,
Kristján Fr. Kristjánsson, Jónína Elíasdóttir,
Jónatan Kristjánsson,
Guðjón Kristjánsson,
Sigurlína Kristjánsdóttir,
Jóhanna Kristjánsdóttir.
Kolbrún Matthfasdóttir,
Hulda Einarsdóttir,
Christa Vilhjálmsdóttir,
Ásgeir Vilhjálmsson,