Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992
Mikill snjór í Bláfjöllum
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Veður hamlaði nokkuð aðsókn skíðafólks í Bláfjöll um
bænadaganna og var frekar fámennt í fjöllunum fram
á páskadag þegar birti loks til. Að sögn Þorsteins
Hjaltasonar fólkvangsvarðar, voru tæplega 6.000
manns á skíðum þann dag fram eftir degi þegar tók
að snjóa. Stytti þó upp um tíma þegar Pálmi Matthías-
son prestur í Bústaðasókn messaði, og á myndinni
sést skíðafólk hlýða á messuna. Loka varð svæðinu
um miðjan dag og einnig daginn eftir vegna éljagangs
og dimmviðris. „Þetta var ekki eins gott og við hefð-
um kosið,“ sagði Þorsteinn. „Nú er svo mikill snjór
að við getum ekki sett lyfturnar í gang. Það hefur
aldrei verið jafn mikill snjór í vetur. í morgun var
svarta þoka en þegar létti til sást ekki dökkur díll í
fjallinu. Spáin er að vísu ekki góð, austan átt og rign-
ing en það er aldrei að vita nema snjói hér hjá okk-
ur. Vonandi verður næturfrost og bjartviðri, þá fyllist
hér alit af fólki.“
Doktor í sagnfræði
ANDRÉS Eiríksson varði doktorsritgerð sína í sagnfræði við Trinity
College, Dublin, 23. mars sl. Ritgerðin nefnist „Crime and popular
protest in County Clare, 1815-1852“. Hún byggir á ítarlegri rann-
sókn á glæpum í sýslunni Clare á vesturströnd Irlands á fyrri hluta
19. aldar.
Athyglin beinist fyrst og fremst
að þeim afbrotum sem tengdust
hagsmunaárekstrum í sveitarsam-
félaginu og stéttabaráttu sem náði
hámarki með uppreisn landbúnað-
arverkafólks og smábænda árið
1831. I ritgerðinni er m.a. fjallað
um tengsl hagsveiflna, glæpa og
þjóðfélagsóróa; áhrif þjóðernis-
hyggju og trúarbragða á hagsmun-
arbaráttu sveitaalþýðu; baráttu leig-
uliða um jarðnæði með tilliti til stétt-
arsamstöðu og einstaklingshyggju;
skipulagningu alþýðu í leynifélög;
tilraunir verkafólks til að stjóma
verðlagi á matvælum í samræmi við
hugmyndir um réttlátt verð og sið-
ræn viðskipti (moral economy); og
tilraunir alþýðu til áð hafa áhrif á
stefnu stjórnarinnar í fátækramál-
um og hjálparstarfi-á tíma Hungu-
sneyðarinnar miklu 1846-1851.
Leiðbeinandi með rannsókninni
var dr. David Fitzpatrick. Andmæl-
endur voru dr. David Dickson, Trin-
ity College Dublin og prófessor Tom
Bartlett, University College Galway.
Höfundur er fæddur árið 1957.
Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anum við
Tjöm og lauk
BA-prófi frá
Háskóla ís-
lands 1984.
Hann starfar
nú að sagn-
fræðirann-
sóknum og
er stunda-
kennari við
Háskóla ís-
lands. Andr-
és er sonur
Eiríks Ól-
afssonar og
Sigurlaugar
Straumland.
Eiginkona Andrésar er Deborah
Spence, lögfræðingur.
-------» ♦ ♦--------
Dr. Andrés Eiríksson.
Uppsagnirnar á Landakoti:
Á þriðja tug starfsmanna hef-
ur ekki tekist að fá atvinnu
UM 25 starfsmönnum á Landakoti sem sagt var upp störfum um
mánaðamótin janúar/febrúar hefur ekki tekist að fá aðra atvinnu
en uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót. Hér er nær
eingöngu um að ræða Sóknarstarfsmenn og skrifstofufólk í Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana. Þetta kemur fram í skýrslu um atvinnu-
vanda starfsfólks vegna uppsagnanna á Landakoti sem félagsmála-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag fyrir viku.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lagði til á ríkis-
stjórnarfundinum að þessir starfsmenn fengju forgang að störfum
hjá ríkinu og að veitt verði fé til endurmenntunar og til að halda
námskeið um aðlögun starfsloka fyrir þá starfsmenn sem hafa
kosið að fara á eftirlaun.
Að sögn Braga Guðbrandssonar,
aðstoðarmanns félagsmálaráð-
herra, er atvinnuvandi vegna
fjöldauppsagnanna á Landakoti
mun minni en við var búist. Allir
starfsmenn spítalans, eða rúmlega
600 manns, fengu uppsagnarbréf
þegar gripið var til aðgerðanna en
meirihluta þeirra var síðar boðin
endurráðning. Alls var fækkað um
100 stöðugildi á sjúkrahúsinu með
þessum aðgerðum.
Flestir þeirra starfsmanna sem
ekki fengu endurráðningu hafa
fengið vinnu á öðrum sjúkrastofn-
unum og í nokkrum tilvikum hafa
starfsmenn farið á eftirlaun, að
sögn Braga.
Ríkisstjórnin ákvað að tillögu
félagsmálaráðherra í kjölfar upp-
sagnanna í vetur áð setja þrjá að-
stoðarmenn ráðherra í það verkefni
að kanna leiðir til að bregðast við
þeim atvinnuvanda sem skapaðist
vegna uppsagnanna og hafa þeir
skilað af sér skýrslu þeirri sem
ráðherra kynnti á ríkisstjórnar-
fundinum.
Bragi segir að könnun þeirra á
atvinnuvanda einstakra starfs-
stétta hafi leitt í ljós að með upp-
sögnunum hafi verið fækkað um
samtals 50 stöðugildi hjúkrunar-
fræðinga á Landakoti. Hins vegar
virtist það þó ekki hafa skapað
atvinnuleysi meðal hjúkrunarfræð-
inga. Sömu sögu væri að segja um
sjúkraliða en þar var fækkað um
13 stöðugildi. Flestir sjúkraliðar
fengu endurráðningu eða hafa út-
vegað sér vinnu á öðrum sjúkra-
stofnunum, að sögn Braga.
Alls var fækkað um 30 stöðu-
gildi starfsmanna í Sókn. Nokkrir
þeirra eru komnir á eftirlaunaaldur
og láta því af störfum en að sögn
Braga virðast 15 starfsmenn ekki
hafa fengið atvinnu að nýju. Bragi
sagði einnig að tíu eða tólf starfs-
menn á skrifstofu hefðu ekki feng-
ið atvinnu.
Doktorsvörn
á laugardag
POUL Joensen læknir frá Færeyj-
um mun næstkomandi laugardag,
25. apríl, veija doktorsritgerð sína
við læknadeild Háskóla íslands,
en ritgerðin hefur verið metin hæf
til doktorsprófs. Hún fjallar um
faraldsfræðilegar rannsóknir á
helstu vefrænum taugasjúkdóm-
um í Færeyjum.
Heiti ritgerðarinnar er „Parts of
Faroese Neuroepidemilogy". And-
mælendur af hálfu læknadeildar
verða Charles M. Poser, MD frá
læknadeild Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum og dr. Vilhjálmur
Rafnsson dósent. Dr. Gunnar Gunn-
arsson prófessor, deildarforseti
læknadeildar stjómar athöfninni,
sem er öllum opin og fer fram í
Odda, stofu 101 og hefst klukkan 14.
Lagnafélag íslands:
Fræðslufundur um loftræstikerfi
Lagnafélag íslands heldur
fræðslufund á Hótel Loftleiðum á
morgun, föstudaginn 24. apríl, um
loftræstibúnað í samvinnu við fyr-
irtækið Svenska Flakt og umboðs-
aðila þess hér á landi.
Á dagskrá fundarins er þróun og
uppbygging loftræstikerfa, kynning
á tölvuhönnun slíkra kerfa og kynn-
ing á drögum að nýjum sænskum
reglum um stillingar og eftirlit loft-
ræstikerfa.
Fyrirlestra halda Per Erik Risberg
yfirmaður Svenska Flakt í Umeá,
Hácan Áström sérfræðingur um tölv-
umál og Guðni A. Jóhannesson pró-
fessor við KTH í Stokkhólmi.
Fundurinn hefst kl. 14.
Vantaði hluta úr mynd
Með grein um Skálholtsbók,
sem birtist í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 16. apríl, átti að
birtast mynd af leifum bríkarinnar
miklu, svonefndrar Ogmundar-
bríkar. Ekki tókst betur til en svo
að í meðförunum hvarf efri hluti
myndarinnar. Þar má sjá Jóhannes
skírara, Heilaga Katrínu frá
Alexandríu, helga konu, rúmstuð-
ul, landslag. Það eina sem eftir
er af bríkinni sem hefði getað oyð-
ið dýrasta gersemi ef vel hefði
verið á haldið, eins og kom fram
í greininni.
Þremur ölvuðum mönnum á vélarvana báti bjargað:
Útkall á bj örgunars veit-
arbingóinu á Eyrarbakka
Eyrarbakka.
BJÓRGUNARSVEITIN Björg heldur árlega bingó á skírdag, til
fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Þannig var það einnig nú, síðast-
liðinn skírdag, en þó bar hér nýrra við því um klukkan 22, þeg-
ar spennan í leiknum stóð sem hæst, góður vinningur í boði og
bingó á næsta Ieiti, kallaði stjórnandinn: Gunnar 54 ... en í stað
sigurópsins Bingó! kom Útkall! Bátur var strandaður í brimgarðin-
um austan við þorpið og ekki til setunnar boðið fyrir björgunar-
sveitarmenn.
Hjálparbeiðnin kom frá Loft-
skeytastöðinni í Vestmannaeyjum
og var á þá leið að Sigurveig
ÁR-195, 6 tonna Sómabátur með
þrjá menn um borð, væri vélar-
vana rétt austan við Eyrarbakka
og ræki að landi. Samkvæmt upj>-
lýsingum Slysavarnafélags Is-
lands voru kallaðar úr björgunar-
sveitir SVFÍ í Þorlákshöfn, á Eyr-
arbakka og Stokkseyri.
Tæpast voru liðnar nema tíu
mínútur þegar björgunarsveitar-
menn voru komnir á staðinn.
Þarna er skerjagarðurinn mjög
breiður og langt út til bátsins að
fara, lágsjávað og öll sker á þurru.
Varð því að ráði að kalla út þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, og
kom hún klukkan 23.45. Þá höfðu
björgunarsveitarmenn þegar fyrir
um stundarfjórðungi haft það af
að sigla og draga slöngubáta sína
alla leið að hinum strandaða báti.
Draupnir, bátur björgunarsveitar-
innar í Þorlákshöfn, lónaði rétt
utar, en komst ekki að strandaða
bátnum vegna brimhroðans. Varð
að ráði að þyrlan tæki mennina
og tókst björgun þeirra giftusam-
lega.
Ládautt hafði verið þegar bát-
urinn strandaði, en nú var farið
að brima í aðfallið og lítt fýsilegt
að vera þarna á skerjunum. Bjarg-
armenn hinkruðu þó við og tókst
að losa Sigurveigu-þegar aðeins
hækkaði í og eftir miklar króka-
leiðir sem sigldar voru eftir lónum
innan brimgarðs, komust menn
klukkan 5.30 um morguninn að
bryggju á Eyrarbakka. Báturinn
er lítið skemmdur.
Bátsveijar höfðu ætlað á fugla-
veiðar og voru skotvopn með í
för. Samkvæmt upplýsingum yfir-
lögregluþjónsins á Selfossi eru
þeir grunaðir um ölvun. Þeir gistu
fangageymslur lögreglunnar á
meðan rannsókn málsins stóð yfir
en það var fram eftir föstudegin-
um. Að sögn lögreglunnar eru
tveir mannanna einnig grunaðir
um að hafa siglt ölvaðir á öðrum
báti fyrr á skírdag, en þá komust
þeir heilir í höfn.
Óskar