Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 39 í dag, miðvikudaginn 22. apríl, verður gerð frá Akraneskirkju útför Ólafs Kjartans Guðjónssonar, en hann lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi mánudags 13. þ.m. Ólafur fæddist í Hnífsdal 3. októ- ber 1913. Foreldrar hans voru Guð- jón Ólafsson sjómaður og kona hans Ásgerður Jensdóttir. Ölafur ólst upp í Hnífsdal og snemma fór hann að stunda ýmsa vinnu eins og þá var títt um unga menn. Hugur hans stóð til þess að afla sér menntunar, en það var ekki auðvelt á þessum árum fyrir fólk úr alþýðustétt. En þá voru héraðsskólarnir að koma til sögunn- ar og þeir leystu menntunarþrá margra ungmenna. Ólafur fór í Héraðsskólann á Laugarvatni haustið 1931 og var þar í tvo vetur. Eftir að skólagöngu lauk hélt hann aftur heim í Hnífsdal og stundaði þar ýmsa vinnu, en þó aðallega sjómennsku. Hann var landamaður á bátum á vertíðum og á síldveiðum á sumrin. Árið 1945 gerðist hann útibússtjóri kaupfé- lags ísfirðinga í Hnífsdal og gegndi því starfi þar til í október 1963, er hann flutti til Akraness. Ólafur tók mikinn þátt í ýmsum félags- og framfaramálum er snertu Hnífsdal, enda var hann ósérhlífinn og áhugasamur um það að gera hlut Hnífsdælinga sem bestan. Hann var einn af forystumönnum Ungmennafélagsins. Var um árabil ritari verkalýðsfélagsins. Formaður Byggingafélags verkamannabú- staða frá stofnun þess árið 1949 til 1963. Hann var einnig formaður sjúkrasamlagsins í fjölda ára. Fleira mætti telja; en þetta sýnir það traust sem Ólafur naut hjá félögum sínum þar vestra. Á Laugarvatni kynntist Ólafur glæsilegri stúlku, Filippíu Jónsdótt- ur frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Þau ákváðu að halda saman út. í lífið og giftu sig 8. júní 1935 og hafa átt farsæit hjónaband í tæp 57 ár. Þau eignuðust tvö böm: Guðjón Baldvin, forstjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, hann er kvæntur Guðlaugu Brynju Guðjóns- dóttur og eiga þau fímm böm og tvö barnabörn. Ásgerði, sérkenn- ara, hún er gift Sigurði Rúnari Jónssyni hljómlistarmanni. Þau eiga einn son og eitt barnabam. Bæði eru þau Guðjón og Ásgerður búsett í Reykjavík. Haustið 1963 fluttu þau Ólafur og Filippía til Akraness ásamt dótt- ur sinni. Ólafur gerðist þá verslun- arstjóri við útibú Kaupfélags Suður- Borgfírðinga, sem var við Stillholt á Akranesi. Þar starfaði hann til haustsins 1966, en þá stofnaði hann eigin verslun er hann nefndi Vala- fell og verslaði þar aðallega með búsáhöld og rafmagnsvömr í versl- un Axels Sveinbjörnssonar hf. og MIKIÐ ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ SKÚTUVOGI12C SÍMI687550 starfaði þar fram í september 1991. Eftir að Ólafur og Filippía fluttu hingað til Akraness myndaðist fljót- lega kunningsskapur á milli heimila okkar. Ástæða þess var sú að dæt- ur okkar, Ásgerður og Ása María, urðu miklar vinkonur og heima- gangar hvor hjá annarri. Þessi kunningsskapur þróaðist svo í vin- áttu milli okkar Ingibjargar og Ólafs og Filippíu og hefur hún hald- ist fram á þennan dag og aldrei borið skugga á. Við ferðuðumst allmikið saman hér innanlands og ógleymanlegar minningar rifjast upp nú á kveðju- stund og ekki hvað síst síðasta ferð- in sem við fómm til Vestijarða sl. sumar. Þá fannst mér ég verða þess var að Ólafur væri að kveðja sínar æskustöðvar í hinsta sinn. Einn daginn sagði hann við mig þegar við gengum tveir saman. „Mikið er ég feginn vinur, að þið skylduð gefa ykkur tíma til að skreppa vestur með okkur núna, því ég held að þetta verði mín síð- asta ferð hingað." Ég hafði uppi mótmæli og sagði enga ástæðu til þess að ætla það. En nú liggur stað- reyndin fyrir. Hann hafði rétt fyrir sér. Árið 1955 gekk Ólafur til liðs við Oddfellow-regluna og gerðist félagi í stúku nr. 6, Gesti, á ísafírði. Skömmu eftir að hann flutti til Akraness flutti hann sig í stúku nr. 8, Egil, á Akranesi. Hann var mik- ill Oddfellow og fann sig vel þar í starfí. Hann gegndi um tíma for- ystuhlutverki í stúkunni og fórst það mjög vel úr hendi. Hann var ávallt mjög áhugasamur um allt starf reglunnar. Ég vil leyfa mér fyrir hönd Oddfellowa hér á Akra- nesi og í Borgarfirði að þakka hans góðu störf. Ólafur var ljúfur maður og greið- vikinn og vildi hvers manns vanda leysa væri honum það mögulegt. Hér á Akranesi eignaðist hann marga góða vini og kunningja sem hann mat mikils. Þó að ræturnar lægju fyrir vestan þá mat hann Akranes mikils og kunni hér vel við sig. Nú er skilnaðarstundin runnin upp. Góður drengur er kvaddur og honum þökkuð samveran hér í jarð- vistinni. Ég vil trúa því að hann fái góðar móttökur handan við móðuna miklu. Elsku Filippía. Við Ingibjörg vottum þér, bömum þínum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Valdimar Indriðason. SUÐURVERI • HRAUNBERGI4 Það er fariö aö vora. Viö sjáum merki þess vföa; Jleira fólk á ferli, meö breiöara bros, upplitsdjarfara og ákveðnara í fasL Viö borfum fram til sumarsins og alts þess sem viö œtlum þá aö koma í verk. Þaö aö efla þol og þrótt lík-amans er án efa góöur undirbúningur fyrirgott sumar. Viö bjá Lfkamsrœkl JSB bjóöum uppá tfkamsrækt sem hentar konum á öllum aldri, og í bvaöa ásigkomulagi sem er. Sem fyrr er meginábersla lögö á aö veita persónulega þjónustu, byggða á langri og dýmiætri reynslu og traustum hefðum. Á VORÖNN BJÓÐUM VIÐ UPPÁ EFTIRFARANDI KERFI: RÓLEGT OG GOTT •50 ára og eldri Oft er þörf en nú er nauösyn. Hollar og góöar æfingar sem stuðla aö þvf aö viöhalda og auka hreyfigetu líkamans og auka þar meö velllöan og þol. Aldrei of seint aö byrja. TOPPI TIL TÁAR • fyrir konur á öllum aldri Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakllóin. Viö stefnum aö góöum árangri I megrun, bætri heilsu og jákvæöara llfsviöhorfi. Uppbyggilegt lokaö námskeið. •Fimm tímar I viku, auk frjáls tíma á laugardögum, fimm vikur í senn. •Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuöningi, einkaviötölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lifsvenjur. •Heilsufundir þar sem fariö er yfir föröun, klæönað, hvernig á aö bera líkamann og efla sjálfstraustið. •Sérstök llkarhsrækt sem þróuö hefur veriö I 25 ár og hefur margsannaö gildi sitt. •Lokafundúr í lok námskeiðs. •Fengnir veröa sérstakir gestir til leiöbeiningar. •Fyrir þær sem óska er boöið uppá þriggja vikna STUTT OG STRANG, sem er tilvaliö kerfi til framhalds af Toppi til táar. INNRITUN ALLA DAGA í SÍMA 813730 OG 79988 VORÖNNIN ER FIMM VIKUR OG HEFST MÁNUDAGINN 27. APRÍL. TÍMAR FRÁ KL. 9:15 TIL 21:30. Bodid uppá bamapössun frá hl. 10-16 alla daga. NÝJUNG Á SUMARÖNN! Frá l.júnt fixtm til 1. september verður ífyrsta skipti bodid uppá sérstakt sumarkort sem leyfir frjálsa mcetingu allt sumarid, auk ókeypis adgangs ad Ijósabekkjum og sauna. Nánar kynnt síbar. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.