Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992
23
Valtýr Sigurðsson
Sumri heilsað með tón-
leikum í Oddakirkju
Hellu
SEM kunnugt er var nýtt 10 radda orgel tekið í notkun í Oddakirkju
í janúar sl. Nokkrir áhugainenn um tónleikahald í kirkjunni standa
fyrir tónlistarkvöldi á sumardaginn fyrsta kl. 21.00.
Á tónleikunum mun Halldór Ósk-
arsson frá Miðtúni í Hvolhrepp leika
á orgelið verk eftir J.S. Bach, en
Halldór stundar orgelnám við Tón-
skóla Þjóðkirkjunnar. Aðrir flytj-
endur verða m.a. Kvennakórinn
Ljósbrá úr Fljótshlíð sem áður kall-
aði sig Slaufurnar, stjórnandi Mar-
grét Runólfsson, R.Á. kvartettinn
og kór Fjölbrautaskóia Suðurlands,
stjórnandi Jón Ingi Sigurmundsson.
Með kórnum syngja einsöng Ás-
mundur Sverrir Pálsson, Kristjana
Stefánsdóttir, Sigurður Oddgeir
Sigurðarson og Sölvi Rafn Rafns-
son. Aðrir einsöngvarar á tónleik-
unum verða Sigurður Sigmundsson
og Magnús Ástvaldsson.
Aðgangseyrir að tónleikunum er
500 kr. og mun væntanlegur ágóði
skiptast á milli orgelsjóðs Odda-
kirkju og ferðasjóðs kórs Fjölbraut-
askóla Suðurlands en kórinn hyggst
fara til Þýskalands í júnímánuði nk.
- A.H.
Oddakirkja á Rangárvöllum.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
arastarfa fengjust menn með
reynslu og þekkingu á dómstörfum.
Skipan ungra manna í þessi emb-
ætti nú er hins vegar ekki eins
mikil breyting í raun og ætla mætti,
þar sem hingað til hafa mál á lands-
byggðinni að hluta til verið dæmd
af fulltrúum sýslumanna og bæjar-
fógeta, sem oft hafa verið nýkomn-
ir frá prófborðinu. Að ýmsu leyti
getur það verið kostur að fá ungt
og óþreytt fólk til starfa, þó eitt-
hvað skorti á reynsluna. Það má
hins vegar hvorki leiða til þess, að
lögmenn semji í ríkari mæli um
varnarþing í fjölmennari lögsagnar-
umdæmum, né hins að lögmenn líti
svo á að málareksturinn byiji fyrst
fyrir alvöru fyrir Hæstarétti."
Léleg launakjör
Valtýr sagði, að dómarar mættu
ekki sinna öðrum launuðum störf-
um, sem væru ósamrýmanleg dóm-
arastarfinu. Miðað við þetta og þá
ábyrgð og álag, sem starfinu fylgdi,
væru laun þeirra engan veginn
nógu góð. Sérstaklega væru starfs-
kjör Hæstaréttardómara gagnrýn-
isverð. Um það væru allir sammála,
svo ekki væri nú talað um starfsað-
stöðu réttarins, sem væri þjóðinni
til skammar.
ísafjörður;
Hasssending
með flugpósti
LÖGREGLAN á Ísafirði náði
hasssendingu sem send var með
flugpósti á skírdag frá Reykja-
vík. í sendingunni reyndust
vera 10 grömm af hassi og eitt
gramm af amfetamíni.
Eftir að sendingin var komin
vestur beið lögreglan átekta á
flugvellinum og síðan var sá er
sótti hassið handtekinn. Málið er
upplýst.
KÚPLINGS -LEGUR
-DISKAR, -PRESSUR,
SVINGHJÓLSLEGUR
• .1; V.5«r'*.> * V- r f:»t’-
• ,Vv;r»-V •' V í;V>
‘i* ’« V-'-l ■-* M <3 vjV', * iV-fSi • ■
>;••.;• .'V- •
ES íiTfíi
[tlulj1 ímTÍTjl
‘WlT
TiT yi] TTTi
111 ÍT