Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 23 Valtýr Sigurðsson Sumri heilsað með tón- leikum í Oddakirkju Hellu SEM kunnugt er var nýtt 10 radda orgel tekið í notkun í Oddakirkju í janúar sl. Nokkrir áhugainenn um tónleikahald í kirkjunni standa fyrir tónlistarkvöldi á sumardaginn fyrsta kl. 21.00. Á tónleikunum mun Halldór Ósk- arsson frá Miðtúni í Hvolhrepp leika á orgelið verk eftir J.S. Bach, en Halldór stundar orgelnám við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Aðrir flytj- endur verða m.a. Kvennakórinn Ljósbrá úr Fljótshlíð sem áður kall- aði sig Slaufurnar, stjórnandi Mar- grét Runólfsson, R.Á. kvartettinn og kór Fjölbrautaskóia Suðurlands, stjórnandi Jón Ingi Sigurmundsson. Með kórnum syngja einsöng Ás- mundur Sverrir Pálsson, Kristjana Stefánsdóttir, Sigurður Oddgeir Sigurðarson og Sölvi Rafn Rafns- son. Aðrir einsöngvarar á tónleik- unum verða Sigurður Sigmundsson og Magnús Ástvaldsson. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og mun væntanlegur ágóði skiptast á milli orgelsjóðs Odda- kirkju og ferðasjóðs kórs Fjölbraut- askóla Suðurlands en kórinn hyggst fara til Þýskalands í júnímánuði nk. - A.H. Oddakirkja á Rangárvöllum. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir arastarfa fengjust menn með reynslu og þekkingu á dómstörfum. Skipan ungra manna í þessi emb- ætti nú er hins vegar ekki eins mikil breyting í raun og ætla mætti, þar sem hingað til hafa mál á lands- byggðinni að hluta til verið dæmd af fulltrúum sýslumanna og bæjar- fógeta, sem oft hafa verið nýkomn- ir frá prófborðinu. Að ýmsu leyti getur það verið kostur að fá ungt og óþreytt fólk til starfa, þó eitt- hvað skorti á reynsluna. Það má hins vegar hvorki leiða til þess, að lögmenn semji í ríkari mæli um varnarþing í fjölmennari lögsagnar- umdæmum, né hins að lögmenn líti svo á að málareksturinn byiji fyrst fyrir alvöru fyrir Hæstarétti." Léleg launakjör Valtýr sagði, að dómarar mættu ekki sinna öðrum launuðum störf- um, sem væru ósamrýmanleg dóm- arastarfinu. Miðað við þetta og þá ábyrgð og álag, sem starfinu fylgdi, væru laun þeirra engan veginn nógu góð. Sérstaklega væru starfs- kjör Hæstaréttardómara gagnrýn- isverð. Um það væru allir sammála, svo ekki væri nú talað um starfsað- stöðu réttarins, sem væri þjóðinni til skammar. ísafjörður; Hasssending með flugpósti LÖGREGLAN á Ísafirði náði hasssendingu sem send var með flugpósti á skírdag frá Reykja- vík. í sendingunni reyndust vera 10 grömm af hassi og eitt gramm af amfetamíni. Eftir að sendingin var komin vestur beið lögreglan átekta á flugvellinum og síðan var sá er sótti hassið handtekinn. Málið er upplýst. KÚPLINGS -LEGUR -DISKAR, -PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR • .1; V.5«r'*.> * V- r f:»t’- • ,Vv;r»-V •' V í;V> ‘i* ’« V-'-l ■-* M <3 vjV', * iV-fSi • ■ >;••.;• .'V- • ES íiTfíi [tlulj1 ímTÍTjl ‘WlT TiT yi] TTTi 111 ÍT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.