Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 35 Sveit Landsbréfa varði Islandsmeistaratitilinn Morgunblaðið/Arnór Islandsmcistararnir í sveitakeppni 1992: Matthías Þorvaldsson, Björn Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson, Jón Baldursson og Magnús Ólafsson. Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðs- son og Bragi Hauksson spila í síðustu umferðinni. _________Brids_______________ GuðmundurSv. Hermannsson SVEIT Landsbréfa varði ís- landsmeistaratitilinn í sveita- keppni í brids um páskana í annars jöfnu og spennandi móti. Fyrir síðustu umferð áttu fjórar sveitir fræðilegan möguleika á sigri en sveit Landsbréfa hafði bestu stöðuna og tryggði sér titilinn með sigri í síðasta leikn- um. I sigursveitinni voru Aðal- steinn Jörgensen, Jón Baldurs- son, Björn Eysteinsson, Magnús Ólafsson, Matthías Þorvaldsson og Sverrir Ármannsson. Þetta var þriðji íslandsmeistaratitill Magnúsar í röð en aðeins einn annar spilari, Stefán Guðjohn- sen, hefur náð þeim áfanga í 43 ára sögu þessa móts. Sverrir og Matthías voru hins vegar að vinna sinn fyrsta íslandsmeist- aratitil í sveitakeppni en þeir eru núverandi Islandsmeistarar í tvímenningi. Það varð snemma ljóst að bar- áttan um Islandsmeistaratitilinn myndi aðallega standa milli sveita Landsbréfa og Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka. Landsbréfamenn náðu mikilvægum áfanga þegar í annarri umferð með því að vinna sveit Tryggingarmiðstöðvarinnar 23-7 og tók síðan forustuna í þeirri þriðju þegar VÍB tapaði fyrsta og eina leik sínum á mótinu, 13-17 fyrir sveit Rauða Ijónsins. Tvær efstu sveitirnar mættust í 6. umferð og VÍB fór með naum- an sigur af hólmi, 16-14, og var þetta eina tap Landsbréfa. Og fyr- ir síðustu umferð voru Landsbréf með 121 stig, VÍB með 109, Tryggingamiðstöðin með 108 og Hjalti Elíasson með 98. í lokaum- ferðinni spiluðu saman Hjalti og Landsbréf og VIB og Trygging- amiðstöðin og hver þessara sveita hefði getað unnið mótið miðað við hagstæð úrslit í hinum leiknum. I hálfleik var enn allt óljóst þar sem Hjalti hafði 12 IMP-stiga for- skot á Landsbréf og VÍB hafði 12 stiga forskot á Tryggingamiðstöð- ina. Fyrmefndi leikurinn var sýnd- ur á sýningartöflu og úrslit spila í hinum leiknum voru birt þar jafn- óðum en sömu spil voru spiluð í öllum leikjum. Staðan breyttist lít- ið lengi vel í síðasta hálfleiknum og eftir því sem spilunum fækkaði styrktist staða Landsbréfa. Og í síðustu spilunum sneru Lands- bréfamenn leiknum sér í hag og unnu að lokum 18-12 og tryggðu sér titilinn. Lokastaðan á íslandsmótinu varð þessi: 1. Landsbréf 139 2. VÍB 127 3. Tryggingamiðstöðin 118 4. Rauða ljónið 111 5. Hj alti Elíasson 110 6. S. Ármann Magnússon 101 7. Gunnlaugur Kristjánsson 71 8. Sigfús Þórðarson 49 Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlák- ur Jónsson, Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson. í sveit Tryggingamiðstöðvarinnar spiluðu Hrólfur Hjaltason, Sigurður Vil- hy'álmsson, Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon, Bragi Hauks- son og Sigtryggur Sigurðsson. Eins og áður sagði voru spiluð sömu spil í öllum leikjum og var jafnframt reiknuð út frammistaða einstakra para. Þar fengu Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson hæsta meðalskorið, eða 18,23 stig, Hjalti Elíasson og Oddur Hjaltason komu næstir með 17,9 stig og Matthías Þorvaldsson og Sverrir Ármannsson voru í 3. sæti með 17,72 stig. íslandsmótið var sérstaklega styrkt af íslandsbanka og afhenti Ragnar Önundarson framkvæmd- astjóri bankans verðlaun í mótslok. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og Kristján Hauksson spil- aði á sýningartölvuna. Um móts- blaðið sáu Guðmundur Pétursson, Elín Bjarnadóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Námstefna í heilsusál- fræði ÍSLENSKA félagið um atferlis- og hugræna meðferð mun standa fyrir námstefnu 23.-25. apríl næstkomandi. Sálfræðingar og geðlæknar, sem margir eru heimsþekktir fyrir rannsóknir sínar og meðferð, koma þá hingað til lands og kynna störf sín, segir í frétt frá félaginu. Heilsusálfræði er þema námstefn- unnar, en þessi grein sálfræðinnar leggur áherslu á að bæta heilsu manna og fyrirbyggja sjúkdóma sem tengjast lífsháttum okkar. Vitað er að margvíslegir sjúkdómar manna tengjast lífstíl þeirra. Á námstefn- unni verður m.a. sérstaklega fjallað um fíkn ýmiss konar, truflanir á matarvenjum og sálræn einkenni um streitu. Lögð er áhersla á mikilvægi sálfræðinnar í heilsuvernd. Námstefnan fer fram í formi eins dags námskeiða um eftirtalin efni: Fimmtudagur: Nr. 1. Heilsusál- fræði: próf. K. Gunnar Götestam. Nr. 2. Sjúkdómsótti: Dr. P. Salkovskis. Nr. 3. Stjórn áfengis- neyslu: Dr. F. Duckert. Föstudagur: Nr. 1. Meðferð offitu^C lotugræðgi og lystarstols: próf. L. Craighead. Nr. 2. Ónæmiskerfið og viðbrögð við álagi: Dr. A. Stone og Dr. Heiðdís Valdimarsdóttir. Nr. 3. Hugræn meðferð á ofsakvíða: Dr. D. Clark. Laugardagur: Nr. 1. Atferlis- og hugræn meðferð á þunglyndi og depurð: Próf. E. Craighead. Nr. 2. Dáleiðsla: Dr. Jakob Jónasson. Alla dagana verða auk þessa fyrir- lestrar um efni námskeiðanna. Nám- stefnan sem fer fram á ensku, er _ haldin í kennslustofum geðdeilda Landspítalans og er einkum ætluð fagfólki heilbrigðisstétta. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunar Háskóla íslands. w AUGLYSINGAR Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1992 verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fundarstaðurverðurá Háaleitisbraut 11-13. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. NC VERSUJNARMANNAFÉIAG )) SUÐURNESJA ' ) I IAFNARGÖTU 18 - 230 KEFLWIK - SÍMI 92-12570 ^ kt. 690269-0669 Tennisáhugafólk Aðalfundur Tennisfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 í Kópavogsskóla. Venjuleg aðalfundárstörf. Stjórnin. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Verslunarmannafélags Suður- nesja verður haldinn í Hafnargötu 28, Keflavík, miðvikudaginn 29. apríl nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Xq/ Valur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 1992, kl. 20 í gamla félagsheimilinu að Hlíðarenda. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 7. gr. sam- þykkta félagsins. Stjórnin. Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl í Ár- mannsheimilinu kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. SUMtauglýsingar HELGAFELL 59924227 VI 2 □ GLITNIR 599204227 - Frl. I.O.O.F. 9 = 1734228’A M.A. I.O.O.F. 7 = 1734226'h. A.H.* Kripalujóga Byrjendanámskeift hefst 27. apríl. Kennt verftur á mánudögum og miftvikudögum kl. 20.00-21.30. Upplýsingar i síma 679181 milli kl. 17.00 og 18.00. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla ,22.4. - SAR - MT Barnauppeldi - samskipti Markvisst, skemmtilegt nám- skeið í árangursríkum uppeldis- aftferftum. Hentar öllum. Kennt 1 kvöld I viku, 5 vikur. Hefst miftvikud. 29. apríl kl. 20.00. Takmarkaöurfjöldiþátttakenda. Upplýsingar og skráning í sima Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Munift fjölskyldusamveruna á morgun sumardaginn fyrsta kl. 18. Allir hjartanlega velkomnir. Qútivist Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferð sumardaginn fyrsta þann 23. apríl Kl. 13.00; Eldvörp-útilegu- mannakofarnir. Sjáumst! Útivist. Seltjarnarneskirkja Kvöldmessa í kvöld, miftviku- dagskvöld, kl. 20.30. Sönghóp- urinn Án skilyrfta, leiðir sönginn. Prestur séra Solveig Lára Guft- mundsdóttir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Árbók 1992 er komin út! Árbók Ferftafélagsins 1992 er komin út. Aöalefni árbókarinnar er aft vanda land- og leiöalýsing. Að þessu sinni er fariö í eyfti- byggftir norður í Suftur-Þing- eyjarsýslu (sjé grein i Lesbók Mbl.) Félagar geta náft I bókina á skrifstofu FL Árgjaldið er kr. 3.000,- (bókin innifalin). Gerist félagar - árbækurnar eru ein besta Islandslýsing sem völ er á. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélagsins: 23. apríl - kl. 13. Sumri fagnað á Keili Keilir er eitt mest áberandi fjall á Reykjanesskaga 379 m y.s., auftvelt uppgöngu og góöur út- sýnisstaftur. Verft kr. 1.100,-. 26. apríl - kl. 13. Esja-vest- urbrúnir/R-1a og Kjalar- nestangar-Saurbær/R 1-b Fyrstu áfangar í raftgöngu til Borgarness og sú nýjung er tek- in upp að nú getur fólk valift um tvo kosti: a) fjallahring Hvalfjarft- ar og b) strönd og láglendi Hval- fjarftar. Gengift veröur i 10 áföngum til Borgarness og þar lýkur göngunni 19. sept. r Helgarferð til Þórsmerkur 1.-3. mai. Brottför kl. 08.00 Gist i Skagfjörftsskála og farnar gönguferftir meft fararstjóra. Upplýsingar og farmiftasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.