Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 15.-21. apríl 1992. Umferðin gekk stóráfallalaust fyrir sig um páskana. í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík var til- kynnt um 33 umferðaróhöpp. Þar af urðu meiðsli á fólki í tveimur tilvikum og tveir ökumannanna eni grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Þá voru 12 ökumenn aðrir stöðvaðir grunaðir um að hafa verið ölvað- ir. Alls voru 43 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum há- markshraðamörkum, en þar af var fjórðungur þeirra á öðru hundraðinu þegar þeir voru stöðvaðir. 18 voru staðnir að því að hunsa rautt ljós og stöðvunar- skyldu. Tilkynnt var um 33 innbrot og 15 þjófnaði um páskahátíðina, 12 skemmdarverk og 18 rúðu- brot. Allmargir voru handteknir vegna þessara mála, en þjófamir munu almennt hafa haft mjög lítið upp úr krafsinu. Hins vegar má segja að fólk virtist almennt friðsamt hvert í annars garð þrátt fyrir talsverða ölvun aðfaranætur skírdags og páskadags því „að- eins“ var tilkynnt um tvær lík- amsmeiðingar þessa 6 daga, en þess meira kvartað frá nágrönn- um yfir hávaða og ónæði í heima- húsum vegna heimasamkvæma eða gleðskapar, eða 40 sinnum. Allmikil ölvun virtist hafa verið á skemmtistöðunum aðfaranótt skírdags. Flestir voru í fangageymslun- um á páskadagsmorgun (15), en færri aðra daga. Að morgni föstudagsins langa kom sjálfvirk innbrotstilkynning frá Búnaðar- bankanum við Vesturgötu. Inn- brotsþjófarnir urðu frá að hverfa eftir að hafa komist með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn, en glöggur vegfarandi veitti athygli að rauðri fólksbifreið var ekið brott frá húsinu. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð á Hring- brautinni og voru tveir menn sem í henni voru vistaðir í fangag- eymslunum. í bifreiðinni fundust ýmis verkfæri, en grunur er um að þau hafi verið notuð við inn- brotið í bankann. Talsverð ölvun var meðal nokkurra unglinga í Breiðholti og Grafarvogi aðfaranótt páska- dags. Handtaka þurfti ungling- ana í Breiðholti eftir að í ljós kom að þeir höfðu brotið rúður og farið inn í nokkrar verslanir í hverfinu. Á laugardagskvöld hafði öku- maður samband við lögregluna og taldi sig hafa ekið yfir dýr í Kögurseli. Sagði hann dýrið hafa skreiðst í burtu eftir óhappið, en sjálfur kysi hann að koma ekki nálægt því. í ljós kom að þarna var um særðan mink að ræða og varð að aflífa kvikindið. Eigendum tveggja söluturna var gert að loka eftir miðnætti á páskadag. Annan í páskum kom hestur með reiðtygjum en án knapa að hesthúsi við Norðlingabraut. Aðra ístaðsólina vantaði á hnakk- inn og hafði fólk áhyggjur af því að knapinn hefði dottið af baki. Leitað var í nágrenninu að hugs- anlegum knapa, en sú leit bar ekki árangur. Hesturinn er í vörslu tilkynnanda. Á mánudag sást til fjögurra drengja í garði í Högunum. Þeir voru þar að burðast með kassa á milli sín og virtust flóttalegir. Við athugun fundust drengirnir þar sem þeir hímdu í garðinum. I kassanum voru gosdrykkir, sem drengirnir viðurkenndu að hafa „fundið“ í bílskúr í nágrenninu. Drengirnir voru færðir á lög- reglustöðina og síðan sóttir af foreldrum sínum. Fimm piltar um tvítugt voru handteknir í Sólheimum að morgni sunnudags. Þeir höfðu farið þar inn í bíl og reynt að rífa úr honum útvarpstæki. Bíll þeirra var skammt frá en við leit í honum fannst hugsanlegt fíkni- efni ásamt áhöldum til neyslu slíkra efna. Aðfaranótt laugardags þurfti lögreglan að hafa afskipti af mjög ölvaðri 15 ára gamalli stúlku þar sem hún ráfaði um Laugaveg. Ástæða þótti að færa stúlkuna heim en þegar þangað var komið brást móðirin hin versta við og taldi það ekki í verkahring lögreglumanna að hafa afskipti af dóttur hennar. Þeir hlytu að hafa eitthvað þarf- ara að gera. Aðfaranótt annars í páskum var tilkynnt um slasaða önd á Skothúsvegi. Henni var komið í andheima. Vitað er af tveimur „einkanæt- urklúbbum" í borginni og var fylgst sérstaklega með þeim um páskana. Vegna skorts á skýrum lögum og reglum hefur verið erf- itt að bregðast skilyrðislaust við starfsemi þessara klúbba, en lög- reglan hefur þó lokað á öðrum tug þeirra slr misseri. Flestir þeirra höfðu einungis haft opið eitt kvöld áður en þeim var lokað og rekstraraðilum gert að svara til saka fyrir athæfið. Þrátt fyrir fullyrðingar hefur starfsemi þessara „einkaklúbba" ekki verið meiri undanfarið en oft áður. Söngfélag Skaftfellinga. Árlegir tónleikar Söng- félags Skaftfellinga haldnir SÖNGFÉLAG Skaftfellinga held- Söngskráin er með fjölbreyttara ur sína árlegu vortónleika á sum- móti, íslensk og erlend kór- og ein- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn söngslög. Stjórnandi kórsins er sem 23. apríl, í Breiðholtskirkju kl. fyrr Violeta Smid. Undirleikari er 16.00. Pavel Smid. Garðyrkjuskóli ríkisins: Nemendur með opið hús á sumardaginn fyrsta NEMENDUR Garðyrkjuskóla ríkisins verða með opið hús í skólanum sumardaginn fyrsta, en skólinn er eins og flestir vita á Reykjum Ölfusi, rétt ofan við Hveragerði. Þar verða öll húsakynni skólans opin, þ. á m. pottaplöntuhúsið, ban- anahúsið, skúrðgarðyrkjuhúsið, ásamt skólahúsinu sjálfu þar sem stór gróðurskáli er með á þriðja hundrað tegunda af garðskála- plöntum. Á opna húsinu verður starfsemi skólans kynnt, svo og þær náms- brautir sem í boði eru, en þær eru ylræktarbraut, garðplöntubraut, skrúðgarðyrkjubraut, umhverfís- braut og blómaskreytinga- og markaðsbraut. í tengslum við opna húsið verða 14 fyrirtæki með kynningu á vörum og þjónustu er tengjast garðyrkj- unni og má segja að hér sé ekki bara um opið hús að ræða heldur er þetta einnig garðyrkjusýning. Kaffi og kökusala verður á staðn- um og einnig verður selt græn- meti, blóm og blómaskreytingar að ógleymdri tombólunni sem var mjög vinsæl hjá yngri kynslóðinni í fyrra. Opna húsið stendur yfir frá kl. 10-18 á sumardaginn fýrsta. AFM/CLISDAGAR BILANAUSTS 21. TIL 30. APRÍL Vááááááá r *Orðatiltæki sem fólk notar gjaman um eitthvað athyglisvert KJARAPALLAR Samkvœmtkönnun Gallups eru varahlutirhjá Bílanausti oð meðal- tali20% ódýrarien ínágrannalöndunum. Afmœlisdagana bjóðum við þérsérstakt afmœlistilboð á eftirfarandi vörum: Verð áður Tilboð 1. Barnabílstólar 8.944,- 5.998,- 2. Verkfœrasett m/85 hlutum 8.359,- 5.851,- 3. Hella 12vloftdœla 3.790,- 2.653,- 4. Hemlaljós í afturqluqga 1.683,- 1.178,- 5. Þokuljósasett í sporttösku 6.048,- 4.234,- ó. Þvottakústur 652,- 456,- 7. Vandaðbón 996,- 598,- 8. Monroe höaadevfar f. Lödu 1.465,- 1.000,- Þú finnur þessar vörur ( og fleiri) á sérstökum kjarapöllum í verslun okkar að Borgartúni 26, svo lengi sem þœr seljast ekki upp á tímabilinu. GLÆSILEGIR VINNINGAR í LÉTTRIGETRAUN Eina sem þú þarft að gera er að giska á sem nœst réttri tölu, og senda okkur í pósti, á myndriti eða koma við í verslun okkar að Borgartúni 26, fyrir 30,'apríl ncestkomandi. í VERÐLAUN ERU: 1. Gelhard hljómtœki í bilinn fyrir allt að kr. 100.000. 2. Vöruúttekt í Bílanaust fyrir allt að 50 þúsund. 3. Kvöldverðurf. tvo í Perlunni tyrir allt að 15 þúsund. Getraunaseðlar fást einnig í verslun okkar. Spurt er: Hvað eru mörg vörunúmer á lager hjá Bílanaust h/f? Nefnið einhverja tölu á bilinu 40000 til 50000, og sá/sú sem kemst nœst réttri tölu vinnurfsileg verðlaun. r ■■ 10“ it. !I z 5 'oo '< I I I I I I l'< ■ oc □ □ CL < 1 S Afmœlistilboð sem enginn œtti að aka framhjá!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.