Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992 43 sem vinna, fyrirtæki og heimili voru undir sama þaki og öllum kemur allt við í henni Keflavík, landinu og miðunum. Mikið var um heim- sóknir á þeim tíma til Laugu og Bjössa, barnabörn Sigurbjörns voru barnabörn hennar, bæði í hennar augum og þeirra. Það var eins og hún hefði meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart börnum en aðrir og mátti margt af henni læra. Þau löðuðust að henni, hún nýtti sér öll tækifæri í samskiptum við þau til að kenna þeim, hafði óþijótandi þolinmæði og kom kímnigáfan hennar að góð- um notum. Þau gengu alltaf fyrir öllu börnin, voru þá húsverkin geymd um sinn eða unnin þegar aðrir voru sofnaðir. Því var það þegar fór að halla undan fæti og hún gat ekki lengur gefið af gnægtarbrunni sínum varð hún ósátt. Hún hafði alltaf veitt, endalaust, hún kunni ekki annað, hún fann vanmátt sinn og við vorum ekki þess megnug að geta dreift huga hennar eða bera með henni sárustu hugsanirnar. Seinustu átta árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði og á sjúkradeild þar sl. 6 ár. Þegar Lauga flutti á Hrafnistu kom hún í nýtt samfélag sem mis- munandi auðvelt er að aðlagast og var það ekkert auðvelt fyrir hana til að byrja með. Hún hafði aldrei verið fyrir stór félög eða klúbba, fann sig ekki í þannig félagsskap. Heimilið var hennar félag. En á sjúkradeild Hrafnistu var auðfundið að henni leið eins vel og hægt var. Hjúkrunarliðið þar var með ein- dæmum hlýtt við hana og gott. Það var það sem hún þurfti. I vetur gat hún ekkert tjáð sig en hugsunin var skýr, það gerði hana daprari og okkur vanmáttugri. Lauga gat grátið með öðru aug- anu og hlegið með hinu í sömu andrá og sagði ekki spámaðurinn Gibran að sorgin og gleðin héldust í hendur? Og ennfremur þessa speki: „Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Þess vegna grátum við í dag, Lauga var gleði okkar, hlýja og kærleikur. Þess vegna gleðjumst við í dag vegna þess að gleðin og sorgin eru systur og erfitt að vera sorgmædd- ur án þess að hugsa um gleðistund- irnar með Laugu sem voru svo margar. Hvíl hún í friði. Sóheig. öræfin. Þar átti að láta drauminn rætast og ferðast um. Síðastliðið sumar fór Magnús norður til Hvannár til fundar við skyldfólk konu sinnar, Elínar, þar sem haldið var ættarmót. Þar fór hann með frænda Elínar upp í fjöllin, þar sem hreinleikinn ríkir og það var honum ógleymanleg ferð. Að henni lokinni lét hann draum sinn um að eignast bíl sem hann gæti ferðast inn á fjöll- in rætast og þangað stefndi hugur- inn í sumar, en það var ferðin sem aldrei var farin. Önnur og lengri ferð var á undan, ferð sem enginn ræður sjálfur, en allir fara að lok- um. Soffía Vilhjálmsdóttir. Vetrarstarf Kirkjumið- stöðvar Austurlands í ÁGÚST á liðnu sumri var Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Kirkjumiðstöð Austurlands er sjálfseignarstofnun í eigu prófastsdæmanna hér á Austurlandi. Markmiðið með byggingu þessa húsnæðis var að reka miðstöð safn- aðar- og annars menningarstarfs gæti bæði ungum og öldnum. Síðastliðið haust hófust ferming- arbúðir á staðnum. Ekki hefur fyrr gefist tækifæri til þess að reka slík- ar búðir hér á Austurlandi þar eð húsnæði hefur skort. En nú hefur öllum söfnuðum i Austfirðingafjórð- ungi boðist að senda fermingar- börnin sín í fermingarbúðir og margir hafa nýtt sér þessa þjón- ustu. Fermingarbúðirnar hafa farið þannig fram að hver hópur hefur komið um hádegisbil í miðstöðina og dvalið þar í einn sólarhring, 25-40 krakkar í einu. Með hópunum hafa komið viðkomandi prestar, enda markmið fermingarbúðanna ekki hvað síst fólgið í því að gefa prestum og börnum tækifæri til þess að kynnast. Framkvæmd þessa „fermingar- sólarhrings" hefur verið í höndum fræðslufulltrúa þjóðkirkjunnar en honum til aðstoðar hefur verið öflugt starfslið úr fermingarbúðum þjóðkirkjunnar í Skálholti í Biskups- tungum. Ohætt er að fullyrða að náin kynni tókust inilli presta, ferming- arbarna og leiðbeinenda, kynni er fylgdu öllum heim og lifa lengi. AIIs tóku 120 fermingarbörn frá 9 prestaköllum þátt í þessum ferm- á Austurlandi, miðstöð er nýst ingarbúðum. I vetur hafa auk þessa ófáir skól- akrakkar gist búðirnar með kennut'- um sínum af hinu margbreytileg- asta tilefni. Kirkjumiðstöðin hefur einnig verið leigð út sem hvert ann- að safnaðarheimili. í miðstöðinni er frábær aðstaða fyrir hvers konar félagsstarf. Brátt munu berast bæklingar inn á hvert heimili fjórðungsins er greina frá sumarstarfi Kirkjumið- stöðvarinnar. Sumarbúðir kirkjunn- ar flytjast nú í hið nýja húsnæði, einnig orlofsbúðir aldraðra og dval- ardagar þroskaheftra. Auk þess hafa lúðrasveitir, félög eldri borg- ara, stjórnmálaflokkar og fleiri og fleiri leigt húsnæði þá fáu daga sem lausir eru í sumar. Kirkjumiðstöðin er að verða að raunverulegri miðstöð alls safnað- arstarfs á Austurlandi. Ætlunin er að hún verði aflstoð hvers konar menningarstarfs í fjórðungnum og af því tilefni verður haldið upp á árs afmæli miðstöðvarinnar með opnu þingi þar sem fjallað verður um stöðu menningar og framtíð á Austurlandi. Dagskrá og fram- kvæmd þingsins verður auglýst er nær dregur. (Fréttatilkynning) BOURJOIS KYNNING á nýju vor- og sumarlitunum: Kaupstaður í Mjódd, ....miðvikud. 22. apríl Hagkaup Skeifunni, .......föstud. 24. apríl Ársól, Grímsbæ, ........fimmtud. 30. apríl Hagkaup, Kringlunni, ......mánud. 4. maí Mikligarður v/Holtaveg, .fimmtud. 7. maí Sigurboginn, Laugav. 80....föstud. 8. maí frá kl. 15-18 Gréta Boða, förðunarfræðingur veitirfaglega ráð- gjöf um förðun og liti. Verið velkomin að líta inn. Nýjasta námskeið Stjórnunarfélagsins - ætlað stjórnendum - starfsmönnum - fjölskyldufólki og einstaklingum, sem vilja tileinka sér aðferðir til þess að ná hámarksárangri í starfi og einkalífi. PHOENIX námskeiðiö er meðal bestu námskeiða sem ég hef sótt. Á því lærir hver og einn jákvæða sjálfsgagnrýni og að meta sjálfan sig og aðra að verðleikum. Þetta námskeið er fyrir alla sem þora að skoða hlutina eins og þeir eru í raunveruleikanum og vilja finna bestu hugsanlegu leið til að auka lifsánægju í starfi og leik. Námsgögnin sem fylgja tryggja áframhaldandi nám og tryggja betri árangur en ég hef áður kynnst". Friþjófur Ó. Johnson, O.Johnson & Kaaber. Mérerþaðsönnánægja.aðgefa PHOENIX námskeiðinu mín bestu meðmæii. Kenningar Brian Tracy eru mjög athyglisverðar og aðferðir hans öflugar. Ég hef tileinkað mér margt af því sem ég lærði á námskeiðinu og hefur það reynst mér ótáilega vel, jafnt í einkalífi sem og í starfi mínu. Námsgögnin eru fyrsta flokks og hafa gert mér kleift að halda áfram gð læra og tileinka mér allt það besta eftir að námskeiðinu lauk". Ólafur Vigfússon, Hagkaup Námskeiðið er eitt það besta sem ég hef farið á. Brian Tracy miðlar boðskap sínum á einfaldan og áhrifarikan hátt og skilur eftir hugmyndir og ábendingar sem allir geta nýtt sér í vinnu jafnt sem einkalífi. Mjög gott námskeið. Þórður Sverrisson, forstöðumaður markaðsdeildar íslandsbanka. Nánari upplýsingar um námskeiðíð fást hjá S tjó rnunarfélagi íslantís i s/ma 621066 Nárrtsketðið byggir á fyrirlestrurrt Brtan Tracy, myndböndum á ensku. vtnnubók og umræðum. Hijóðsnældur til upprifjunar á öllu námsefni fylgja. PHOENIX fjallar um: Leiðir til árangurs á öllum sviðum lífs þíns, samband sjálfstæðis og ábyrgðar, ógnir neikvæðra hugsana, útrýmingu sektarkenndar og streitu, æskilegt hugarfæði", hraðnámstækni, markmiðasetningu og hagnýtustu aðferðir til þess að ná markmiðum, mikilvægi tímastjórnunar, áhrif hugsana á veikindi, leiöir til betri samskipta við fólk og leiðir til þess að börnin þín verði hæfari einstaklingar. Tímí næstu námskeiða: 4., 5., 6. maí mán. (13—19), þri. (13—19), mið. (13—19). 7., 8., 9. maí fim. (16—21), föst. (16—21), lau. (9—17). 18., 19., 20. maí mán. (13—19), þri. (13—19), mið. (13—19). INNRITUN HAFIN! Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.