Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 55

Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 55 Árbók Ferðafélagsins; Norðan byggða milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda ÚT ER komin árbók Ferðafélags íslands fyrir árið 1992: Norðan byggða milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eftir Björn Hróarsson jarð- fræðing. í fréttatilkynningu Ferðafélags- ins segir m.a.: „Aðalefni árbókar- innar er að vanda land- og leiðalýs- ing ásamt náttúrufræðilegu og sögulegu efni sem tengist viðkom- andi landsvæði. Að þessu sinni er farið í eyðibyggðir norður í Suður- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Uppskeruannir í gróðurhúsum Selfossi. Vortíminn með uppskeruönn- um er runninn upp í gróðurhús- unum. Paprikuuppskeran er komin á fulla ferð hjá bændum á Flúðum. Fyrstu sendingar frá þeim komu á markað fyrir nokkru. Uppskeran er fyrr á ferðinni en áður og ánægjan því meiri. Á myndinni sýna hjónin Georg Ottósson og Guðbjörg Runólfsdóttir, garðyrkjubændur á Jörfa, Kolbeini Runólfssyni sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna vænar paprikur. - Sig. Jóns. Þingeyjarsýslu: um Látraströnd og Keflavíkurdal, um Pjörður og Flat- eyjardal og Flateyjardalsheiði, um Náttfaravíkur svo og um aðliggj- andi ljallendi. Lesandi fylgir höf- undi á gönguferð um svæðið þar sem komið er við á hvetjum bæ og margir nefndir til sögunnar sem þar eiga spor í djúpi aldanna. Farnir eru fjallvegir milli byggða, svo sem um Leirdalsheiði þar sem ökufært er um hásumardag og um Uxa- skarð þar sem göngumenn verða að treysta á eigin fætur. Á leiðinni kveða í eyrum margar af vísum Látra-Bjargar bæði þær sem al- kunnar eru og ýmsar sem lesendur fá að kynnast í fyrsta sinn í þess- ari bók. Litið er á handverk geng- inna kynslóða, þau sem varðveist hafa, vísað á morgunverk árrisullar húsmóður þar sem er söðulsessa mætisgóð í nálægu byggðasafni og bent á nostursamlega gerð útihús niðri á sjávarkambi sem Ægir brýt- ur smám saman og fer þar dijúgur hluti ævistarfs mikilhæfs manns. Þannig vakir þjóðsagan í þessari bók. Höfundur gerir glögga grein fyrir jarðfræðilegri byggingu svæð- isins, hvemig það hefur hlaðist af jarðeldi, fergst af jöklum, brotnað af tog- og höggkröftum, skorist af vatnsrennsli, svarfast af vindum. Gróðurfari er gerð skil svo og dýr- um láðs, lagar og lofts. Bókina prýða 130 myndir og hefur höfund- ur tekið meginhluta þeirra. Guð- mundur Ó. Ingvarsson hefur teikn- að staðfræðilega uppdrætti og skýr- ingamyndir í bókina. I bókinni er gerð grein fyrir starf- semi Ferðafélagsins á árinu 1990 og því sem framundan er. Þetta er 65. árbókin í ritröð Ferðafélagsins en á þessu ári eru einmitt 65 ár síðan félagið var stofnað. Á skrif- stofu félagsins fást árbækur frá upphafí á um 48 þúsund krónur. Árgjald þessa árs er þijú þúsund krónur og er árbókin innifalin." Ferðafélagið er enn til húsa að Öldugötu 3, en í maímánuði flyst aðsetrið í nýja félagsheimilið að Mörkinni 6 í Reykjavík. VANN MN FJðLSKYLM? Heildarvinningsupphæöin : 132.712.148 kr. Röðin : 121-XX1-2XX-1X21 13 réttir: 12 raðir á 2.986.020 - kr. 12 réttir: 285 raðir á 79.160 - kr. 11 réttir: 3.759 raöir á 6.350 - kr. 10 réttir: 31.232 raöir á 1.610 - kr. Þaö kom engin rööfram meö 13 réttum hérlendis um helgina. Viö trúum því aö Svíar hafi andaö léttar þvl viö höfum veriö betri tipparar en þeir margar undanfamar vikur. Vinnings- hlutfalliö er um 65% hérlendis frá því samstarfiö hófst. BETRA VERÐ GENERAL SP0RTIVA dekkin eru frönsk-þýsk gæðavara á hreint frábæru verði. Þú getur treyst á mýkt, rásfestu og góða endingu - og ekki spillir verðið sumarskapinu. STÆRÐ: VERÐ: 155 R 13 3.810.-kr. 165 R 13 3.985.- kr. 175/70 R 13 4.410,- kr. 185/70 R13 4.790,- kr. 185/70 R14 5.190,- kr. PANTAÐU TÍMA! Hjá Sólningu getur þú sparað þér tíma og peninga með því að hringja og panta tíma - og við skiptum um dekk um leið og þú mætir. SÓLMNG SMIÐJUVEGI 32-34 / SÍMI 4 48 80 Fáksmenn sigurveg’arar Um leið og verðlaun voru afhent í einstaklingskepninni voru einnig afhent verðlaunum fyrir stiga- keppnina. Lengst til vinstri Magnea Rós Axelsdóttir Herði, á Drottningu, Sara Ósk Weeley Gusti, á Stíganda, Guðmar Þór Pétursson Herði, á Mána, Marta Jónsdóttir Mána, á Sóta og Lilja Jónsdótt- ir Fáki, sem sigraði í tölti bama, á Geisla. Þau Sara, Guðmar og Lilja hampa verðlaunum fyrir árangur félaga þeirra í stigakeppninni. Bikarmótið í Reiðhöllinni: Hestar Valdimar Kristinsson EINS OG oftast áður vom það Fáksmenn sem vora í aðalhlut- verkum bikarmótsins sem um árabil hefur verið haldið í Reið- höllinni. Illutu þeir 1726.17 stig, ríflega sextíu stigum meira en Gustsmenn sem urðu í öðra sæti með 1661,92 stig. Sörli í Hafnar- firði varð í þriðja sæti með 1606,17 stig. Fákur varð stigahæstur í fullorð- insflokki og unglingaflokki, Gustur stigahæstur í ungmennaflokki og Hörður í bamaflokki og er það annað árið í röð sem Hörður sigrar í bamaflokki. Auk bikarkeppninnar var um að ræða einstaklingskeppni þar sem hart var barist. Breyting varð á röð fimm efstu í úrslitum í flestum ef ekki öllum greinum. Þeir Sigur- bjöm Bárðarson Fáki og Halldór Viktorsson Gusti báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur en þeir sigmðu í þeim þremur greinum sem þeir kepptu í. Sigurbjörn í fullorð- insflokki og Halldór í ungmenna- flokki. Sigurbjöm Bárðarson vann gott afrek í fimmgangi en þar þurfti hann að heyja bráðabana til að tryggja sér sæti í úrslitum og þegar þangað kom gerði hann sér lítið fyrir og sigraði ömgglega. Margt góðra hesta kom fram á þessu móti sem hófst á skírdag en hlé var gert föstudaginn langa og síðan haldið áfram laugardag og lauk mótinu um kvöldið. Það voru hestaíþróttafélögin á suðvestur- hominu sem þátt tóku í mótinu, Máni, Sörli, Gustur, Andvari, Fák- ur og Hörður, og völdu liðstjórar félaganna athyglisverðasta liðið sem var lið Harðar. Nöfn hestanna komu ekki fram í skrám á þessu móti og er því ekki getið um þau hér sem er óneitanlega bragðdauf- ara en ella. Er því rétt að hvetja þá sem standa munu fyrir næsta móti að ári að gera þar bragarbót. Eins og gefur að skilja er þáttur hestanna í svona keppni ekki svo lítill og hestamenn vilja jú vita nöfn hrossanna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gunnar Þorsteinsson sigraði í tölti unglinga á hryssunni Perlu, auk þess varð hann annar í fjórgangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.