Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 21 stjórnvöld að láta stjórnarskrána njóta vafans. Möguleikarnir eru þá þessir: 1) að knýja fram breytingar á samningnum samanber afstöðu Dana til Maastricht-samkomulags- ins 2) hafna samningnum 3) breyta stjórnarskránni. d) utanríkisráðuneytið viðurkennir að forúrskurðirnir krefjist stjórnar- skrárbreytingar. Það er ekíd gert ráð fyrir því að sú lagaheim- ild/stjórnarskrárbreyting verði gerð strax. Engu að síður eru forúr- skurðirnir hluti samkomulagsins. Þeir eru bindandi forsenda af hálfu Evrópubandalagsins. Það er því frá- leitt sýnist mér að taka samninginn fyrir með 107. greininni. í raun viðurkennir utanríkisráðuneytið að 107. greinina sé ekki hægt að sam- þykkja án breyttrar stjómarskrár. Rökrétt niðurstaða af þessu er sú að alþingi neiti að taka samninginn fyrir af því að úrslitaatriði hans af hálfu hins samningsaðilans, Evr- ópubandalagsins, stríðir gegn stjórnarskránni. Siðferðijegur réttur hvers Islendings Við alþýðubandalagsmenn höf- um að undanförnu efnt til funda með félögum okkar í nær öllum kjördæmum landsins þar sem við höfum svo til eingöngu fjallað um Evrópskt efnahagssvæði. Til þessa höfum við haldið tólf slíka fundi. Það er alveg ljóst að þessi stjórnar- skráratriði sem hér hafa verið rakin vega þungt. Og það er ennfremur ljóst að allir þeir sem um málið fjalla gagnrýna utanríkisráðuneytið fyrir að hafa leynt að reynt að leyna þessum aðalatriðum í litprentuðum bæklingum og auglýsingum fyrir tugi milljóna króna að undanförnu. Krafan um þjóðaratkvæði hlýtur því að verða aðalatriði umræðunnar á næstu vikum og mánuðum. Það er siðferðilegur réttur hvers einasta Islendings að fá að greiða atkvæði um þennan samning. Þann siðferði- lega rétt eiga stjórnvöld að virða. Ella eru hátíðaræður þeirra á þjóð- hátíðinni innihaldslaust hjóm, leikur að orðum sem engu skipta og enga merkingu hafa í raun fyrir þjóðina. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. Ráðstefna um kýlaveiki í villtum fisk- um og í eldi HALDIN var í nýju Fiskrannsókn- arhúsi á Keldum, ráðstefna nor- rænna sérfræðinga um kýlaveiki í fiskum, dagana 5. og 6. júní. Kýlaveiki hefur verið eitt aðal- sjúkdómsvandamái í eldi laxfiska hér á landi og hefur einnig greinst hér í þorski. Vitað er að lúða og fleiri tegundir geta tekið sýkina. Alls héldu 13 sérfræðingar erindi, 5 íslenskir og 8 erlendis, þar af einn gestafyrirlesari frá Skotlandi. Erind- in fjölluðu um m.a. um faraldsfræði, sjúkdómsmynd, meinvirkni sýkilsins og sjúkdómsvarnir en þar bar einna hæst umræða um bólusetningu gegn veikinni. Að loknum erindum voru niður- stöður dregnar saman og brýnustu rannsóknarsviðin afmörkuð. Þar má m.a. nefna faraldsfræðilegar rann- sóknir sem taka til samanburðar á bakteríustofnum úr ýmsum fiskteg- undum og af mismunandi landsvæð- um; athuganir á hýsilsérhæfingu bakteríunnar og áhrifum umhverfis á þróun sjúkdómsins; svo og rann- sóknir er lúta að þróun bóluefna gegn sýkinni. A ráðstefnunni kom fram að nið- urstöður rannsókna lofa góðu um framleiðslu á virkum bóluefnum gegn kýlaveiki. Stefnt er að því að önnur sambærileg ráðstefna verði haldin eftir nokkra mánuði. Ráð- stefnan var styrkt af norrænu vís- indaendurmenntunarstofnuninni (NorFA), norrænu ráðherranefndinni (norrænni samvinnu um ónæm- isfræði fiska) og Tilraunastöð Há- skóla íslands í Meinafræði, Keldum. OPEL ASTRA. Háþróuð þýsk tækni frá minnsta smáatriði til fallegrar heildarmyndar. Hárrétt blanda af þægindum, öryggi og góðum aksturseiginleikum. HINN NÝI OPEL ASTRA ER KYNSLÓÐ Á UNDAN KEPPINAUTUNUM. OPEL ASTRA er fyrsti bíllinn í sínum stærðarflokki með nýtt öryggiskerfi sem verndar þig og þína; tvöfaldir styrktarbitar eru í hverri hurð og að auki ný tegund öryggisbelta sem draga 2 verulega úr hættu á w höfuðáverkum við árekstur. ASTRA er hljóðlátur bíll, afar rúmgóður og útsýnið er frábært. Sætin eru sérlega þægileg og öll stjórntæki eins og þau gerast best. I ASTRA er einnig nýtt og fullkomið miðstöðvarkerfi með lofthreinsibúnaði sem eykur enn á þægindin. Nýju vélarnar frá OPEL ASTRA auka orkunýtingu verulega og draga úr mengun. ASTRA hefur engu að síður þann kraft og snerpu sem þarf, til að það sé skemmtilegt að vera úti að aka. Líttu inn. Reynsluakstur segir meira en mörg orð. UmboSsaöili General Motors ó íslondi. Höfðabakka 9. Sími 91-63 40 00 & 63 40 50 Hjá okkur gerirðu bestu bílakaupin: Opel Astra 3 dr. GL 1,4L Kr. 996.000. Opel Astra 5 dr. GL 1,4L Kr. 1.195.000. Opel Astra 5 dr. GT 1,8L Kr. 1.495.000. Opel Astra 3 dr. GSi 2,0L Kr. 1.855.000. Opel Astra 5 dr. GL 2,0L skutb. Kr. 1.485.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.