Morgunblaðið - 17.06.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
25
Hja Konovalov og Olga Pushetschnikova spila af innlifun.
Snillingar á fiskveiðum
Rússnesku undrabörnin með aflann, frá vinstri: ílja Konovalov,
fiðluleikari, Irina Kossenko, túlkur, Alexander Kobrin, píanóleik-
ari, Grígiríj Goriatsjov, gítarleikari, Vladímír Pushetschnikov,
trompetleikari, og Olga Pushetschnikova, píanóleikari.
Ísafirði.
RÚSSNESKU undrabörnin
fimm létu sér ekki nægja að
halda tónleika á Vestfjörðun-
um sl. helgi heldur héldu þau
einnig til fiskjar út á Djúpið.
011 veiddu undrabörnin þorsk
nema fiðluleikarinn, ílja
Konovalov, er fékk stærðar
steinbít.
Rússnesku undrabömin höfðu
aldrei áður dregið fisk úr sjó og
þótti þeim bitkraftur steinbítsins
stórmerkilegur. Af miðunum var
haldið í skoðunarferð til Bolung-
arvíkur þar sem þau nutu veit-
inga hjá skólastjóra tónlistar-
skólans, Guðrúnu Bjarnveigu
Magnúsdóttur.
Rússnesku undrabörnin héldu
síðan fyrstu tónleikana í Grunu-
skólanum á ísafirði sl. laugar-
dag og var þeim mjög vel tekið.
Ungu tónlistarmennirnir spiluðu
jafnframt um kvöldið á sam-
komu aflaskipanna Guðbjargar
og Hafdísar er haldin var í til-
efni sjómannadagsins en slíkar
óvæntar uppákomur eru nánast
óþekktar hjá ungu snillingunum.
Ivetta N. Voronova, fram-
kvæmdastjóri, sagði þetta vera
gert í virðingarskyni við afla-
mennina í tilefni hátíðardags
þeirra.
Úlfar
Samtök evrópskra verktakasambanda:
Umhverfísmál aðalefm
ársfundar samtakanna
ÁRSFUNDUR Samtaka evrópskra verktakasambanda, FIEC, fyrir árið
1992 verður haldinn í Reykjavík dagana 18. til 20. júní nk. Á milli 400
og 500 erlendir gestir koma til fundarins, úr öllum heimsálfum. Meðal
þeirra eru margir aðaleigendur og stjórnendur stærstu verktakafyrir-
tækja Evrópu og alls heimsins. Meginefni fundarins í Reykjavík verða
umhverfismál og hlutur verktaka í endurnýjun og verndun umhverfis-
ins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd opnun-
arhatið arsfundarms í Haskolabíói.
samband íslands, sem er aðili að
banda.
Umhverfisvernd og verkefni henni
tengd verða sífellt stærri þáttur í
starfsemi verktaka í Evrópu og víðar
í heiminum og láta verktakafyrirtæki
þau málefni _til sín taka í stöðugt
ríkari mæli. í Þýskalandi, svo dæmi
sé tekið, er umhverfisvemd stærsti
vaxtarbroddurinn hjá verktakafyrir-
tækjum, svo sem við mótun og end-
urnýjun umhverfis, sorphirðu og
hreinsun, auk þróunar margvíslegrar
byggingartækni sem gerir mönnum
kleift að ráðast í stórvirki án þess
að valda umhverfisspjöllum. Á árs-
fundinum munu þekktir fyrirlesarar
halda erindi um umhverfismál, auk
þess sem fundurinn mun afgreiða
ályktanir um fundarefnið.
Önnur mál sem rísa munu hátt á
ársfundinum í Reykjavík eru málefni
tengd innri markaði Evrópuríkjanna,
þróunin í Austur-Evrópu og mögu-
íeikar evrópskra verktakafyrirtækja
í tengslum við hana.
Samtök evrópskra verktakasam-
banda, FIEC, voru stofnuð árið 1905.
Aðild að samtökunum eiga sambönd
átján þjóðlanda Evrópu, þ.e. frá tólf
aðildarlöndum Evrópubandalagsins
og EFTA-ríkjunum sex. Á fundinum
í Reykjavík munu Tékkar og Ung-
veijar gerast aðilar að FIEC. Auk
Gestgjafi ársfundarins er Verktaka-
Samtökum evrópskra verktakasam-
fulltrúa frá aðildarsamtökum FIEC,
munu fulltrúar systursamtaka úr öll-
um heimsálfum koma til fundarins
sem áheymarfulltrúar.
Verktakasamband íslands á veg
og vanda að ársfundinum í Reykja-
vík og hefur falið ferðaskrifstofunni
Samvinnuferðum - Landsýn umsjón
með undirbúningi og framkvæmd
einstakra þátta er snerta fundarhöld-
in og þjónustu við þátttakendur.
Óhætt mun að fullyrða að sjaldan
eða aldrei áður hafí komið hingað
tii lands hópur einstaklinga sem býr
yfir jafn miklum auðæfum og völdum
og fulltrúar á ársfundi Samtaka
Evrópskra vektakasambandsins í
Reykjavík.
Merki ársfundarins að þessu sinni
er mynd af íslenskum hestum. Gestg-
jöfum fundarins þótti íslenski hestur-
inn táknrænn fyrir umhverfismál og
verndun náttúrunnar.
Þriggja manna undirbúningsnefnd
hefur unnið að undirbúningi ársfund-
arins í Reykjavík. Hana skipa Ár-
mann Öm Ármannsson, formaður,
Öm Kjæmested og Jón Ingi Gísla-
son. Með nefndinni starfar Pálmi
Kristinsson, framkvæmdastjóri
Verktakasambands íslands.
(Fréttatilkynning)
Félag um nýja sjávarútvegsstefnu:
Landsfundur og framhalds-
stofnfundur á laugardag
LANDSFUNDUR og framhalds-
stofnfundur Félags um nýja sjáv-
arútvegsstefnu verður settur
næstkomandi laugardag, 20. júní,
kl. 20.30 í fundarsal íþróttasam-
bands Islands (við hlið Laug-
ardalshallar) og lýkur síðdegis á
sunnudag.
Á laugardeginum frá kl. 16.15-
19.00 gengst félagið fyrir ráðstefnu
á sama stað um málefni sjávarút-
vegsins undir fyrirsögninni Mistök í
fiskveiðistjórnun. Frummælendur
verða Guðfinnur Sigurvinsson, sem
ræðir um áhrif kvótakerfisins í Kefla-
vík, Óskar Þór Karlsson, en hans
erindi nefnist Núverandi fiskveiðilög
— markmið þeirra og framkvæmd,
Kristinn Pétursson, erindi hans nefn-
ist Nýting fískistofna og tillögur
Hafrannsóknarstofnunar, og Guð-
mundur J. Guðmundsson, sem flytur
erindið Atvinnuleysi og fiskvinnsla
úti á sjó. Að loknum framsöguerind-
um verða fyrirspurnir og fijálsar
umræður. Ráðstefnunni lýkur kl.
19.00 og er hún öllum opin. Dagskrá
fundarins í heild er nánar auglýst í
dagblöðunum. Skrifstofa félagsins
er á Suðurlandsbraut 12, Reykjavík.
íslenskt tónlistarsum-
ar hafið í annað sinn
ÍSLENSKT tónlistarsumar ’92 var sett í gær, þriðjudaginn 16.
júní, með sérstakri dagskrá á útvarpsstöðvunum jafnframt sem
hljómleikarnir Bíórokk voru haldnir í gærkvöldi í Laugardalshöll.
Tónleikarnir tengjast gerð kvikmyndarinnar Stuttur frakki, sem
byggist á íslenskri tónlist, segir
enda, flyijenda og höfunda.
í fréttinni segir jafnframt að
útgáfa á ísienskri tónlist verði
eðlilega mikil á íslensku tónlistars-
umri ’92. Flestir af þekktustu flytj-
endum íslenskrar tónlistar verði
með nýtt efni á boðstólum, mikið
verði um að tónlist sem áður hefur
komið út á hljómplötum verði gef-
in út á geisladiskum og margar
Arekstur bif-
hjóls og bíls
BIFHJÓL og bifreið skullu sam-
an á mótum Álfabakka og Arnar-
bakka um kl. 22 á mánudags-
kvöld.
Ökumaður bifhjólsins hlaut minni
háttar skrokkskjóður og var fluttur
á slysadeild.
í frétt frá samstarfshópi útgef-
nýjar hljómsveitir og flytjendur
verði með frumraun sína í útgáfu
á sumrinu.
íslenskt tónlistarsumar ’92
verður einnig helgað réttindabar-
áttu þeirra sem standa að ís-
lenskri tónlistarsköpun, flutningi
og útgáfu hennar.
Sumarið 1991 var fyrsta ís-
lenskra tónlistarsumarið. Þá tóku
sig saman helstu samtök þeirra
er tengjast íslenskri tónlist, Félag
íslenskra hljómlistarmanna (FÍH),
Samband tónskálda og eigenda
flutningsréttar (STEF), Samband
hljómplötuframleiðenda (SHF) og
Félag tónskálda og textahöfunda
(FTT), til að standa að öflugri
útgáfu og umfjöllun á íslenskri
tónlist. í fréttinni segir að það
hafi verið vel heppnað og því hafi
verið ákveðið að stofna til samkon-
ar átaks aftur.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hannesdóttir
í síma 35060 milli kl. 9 og 12 á morgnana.
Kær kveðja,
Sigrún Olsen Þórir Barðdal ^