Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sameinuð sigrum við Amorgni aldarinnar, árin 1902 og 1903, var sam- þykkt mikilvæg stjórnarskrár- breyting. Breytingin fól í sér heimastjóm 1904; stofnun Stjómarráðs íslands með ís- lenzkum ráðherra. Þar með var þingræði komið á í landinu, þar sem gert var ráð fyrir því að ráðherra, sem hefði á hendi inn- lent framkvæmdavald, nyti stuðnings meirihluta Alþingis. Annað veigamikið skref til sjálfstæðis var stigið með sam- bandslögunum árið 1918, þegar fullveldi landsins var í höfn. Þjóðin steig síðan þriðja og loka- skrefið í maímánuði 1944, þegar hún samþykkti með 97,35% at- kvæða niðurfellingu dansk- íslenzka sambandslagasamn- ingsins og stofnun Lýðveldisins íslands. Stjórnarskrá fyrir lýð- veldið var og samþykkt með 95,04% atkvæða. Stofnun hins íslenzka lýðveldis var síðan formlega lýst yfir á fundi Alþing- is að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þá og þar var og fyrsti forseti lýðveldisins kjörinn, Sveinn Bjömsson, sem gegnt hafði embætti ríkisstjóra. Að tveimur árum liðnum, 1994, eru því níutíu ár síðan íslendingar unnu heimastjórn úr höndum Dana og fimmtíy ár frá stofnun íslenzka lýðveldisins. Á þessu bráðum níutíu ára heima- stjórnar-, fullveldis- og lýðveldis- tímabili hefur þjóðin lifað tímana tvenna, meðal annars tvær heimsstyrjaldir. Skin og skúrir hafa gengið yfir land og lýð. Á heildina litið hefur þjóðin gengið í gegnum mikið efnahagslegt og menningarlegt framfaraskeið. Á tíma sem svarar til meðalævi íslendings á okkar dögum höfum við sem heild og einstaklingar færzt frá einhæfni og fátækt frumstæðs bandasamfélags til auðlegðar og fjölbreytileika nú- tíma samfélagshátta. Þessi um flest jákvæða þróun hefur þó engan veginn gengið sársaukalaust fyrir sig. Hún hef- ur gjörbreytt bæði atvinnuhátt- um og byggð í landinu. Þegar heimastjórn vannst, árið 1904, bjuggu langleiðina þrír af hverj- um fjórum Islendingum í strjál- býli. í dag búa hins vegar níu af hveijum tíu landsmönnum í þéttbýli og rúmlega sex af hverj- um tíu á Reykjavíkur- Reykja- nessvæðinu. Ávinningurinn blasir þó hvar- vetna við; í aðbúnaði fólks, menntun þess, lífsmáta, hús- næði, bifreiðum, vinnuaðstöðu, heilsufari og meðalævi. Kappi þjóðarinnar á hraðferð til vel- megunar hefur þó ekki fylgt nægileg forsjá. Það sést meðal annars á hallarekstri og skulda- stöðu ríkis- og þjóðarbús. Það sést jafnframt í hruni Norður- landssíldarinnar og rýrnun þorskstofnsins. Það sést í gróð- ureyðingu, sem er veruleg. Og það sést í ónógri varðstöðu okk- ar um ýmis menningarleg gildi og verðmæti, móðurmálið, listir, vísindi, fjölskylduna og kristin- dóminn. Á heildina litið hefur okkur gengið flest í haginn á fullveld- is- og lýðveldistímanum. Við höfum siglt hraðbyri frá fátækt- arþjóðfélagi fyrri tíðar til vel- megunarsamfélags nútímans. Það eru ekki margar þjóðir sem búa við jafngóðar eða betri að- stæður en við í lífskjörum, menntunaraðstöðu, heilbrigðis- málum eða almannatryggingum, svo nokkrir veigamiklir samfé- lagsþættir séu nefndir. En það er stundum meiri vandi „að gæta fengis íjár en afla hans“. Það er kannski brýnasta verk- efni landsmanna á þessum þjóð- hátíðardegi að slá skjaldborg um meginstoð efnahagslegs full- veldis og eigin lífskjara, það er atvinnulífið, vermætasköpunina. Með öðrum orðum hina kostnað- arlegu undirstöðu velferðar í landinu. Á þjóðhátíð mega handhafar íjármuna í landinu gjarnan minnast nýstofnaðs málræktar- sjóðs , sem leitar eftir 100 m.kr. stofnframlagi á þessu ári, til sveitarfélaga, fyrirtækja, sam- taka og einstaklinga. Þjóðin má og gjarnan stíga á stokk og strengja þess heit að stórefla gróðurvernd og gróðurrækt. Sem og að laga veiðar og vinnslu að veiðiþoli helztu nytjafiska sjávar, sem efnahagsleg fram- tíðarvelferð byggist öðru fremur á. Á þessum degi þurfum við að setja okkur það mark að búa atvinnuvegum okkar eðlileg samkeppniskilyrði við umheim- inn; aðlaga rekstrarumhverfi þeirra að því hagkerfi, sem bezt hefur reynzt og flestar þjóðir keppa nú að. Og jafnframt að tryggja viðskiptastöðu okkar í samstarfi við þær þjóðir sem mynda þýðingarmestu markaði okkar. Vandinn sem við er að etja er ærinn. En hann er viðráðan- legur ef við róum til sömu áttar og forðumst innbyrðis átök með- an þjóðarskútan siglir inn á lygn- ari sæ. Sameinuð vinnum við okkur upp úr öldudalnum. Gleðilega þjóðhátíð! Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla helztu nytjafiska Þróun þorskstofnsins mótast af lélegri nýliðun síðustu árín Veiðistofninn í sögulegu lágmarki FISKIFRÆÐINGAR leggja nú til að þorskafli næsta fiskveiðiár verði ekki meiri en 190.000 tonn. Það er 60.000 tonnum minna en þeir Iögðu til fyrir yfirstandandi fiskveiðiár og 75.000 minna en leyfilegur kvóti. Næstu tvö fiskveiðiár þar á eftir telja þeir nauðsynlegt að takmarka aflann við 175.000 tonn með það markmið í huga að byggja hrygningar- stofninn upp, enda sé styrkur hrygningarstofn forsenda góðrar nýliðun- ar. Á hinn bóginn leggja þeir til að veiða megi alls 25.000 meira af ýsu, ufsa og grálúðu en þeir lögðu til fyrir þetta ár og 20.000 meira en kvótinn er nú. Þá leggja þeir til aukna veiði á humri, rækju og skel. Loks er þess að geta að Hafrannsóknastofnun metur stöðu úthafskarfa- stofnsins svo, að þar megi auka sóknina og aflann verulega. Alþjóðahaf- rannsóknaráðið telur að takmarka beri veiði úr þeim stofni við 50.000 tonn, en heildarveiði á úthafskarfa var í fyrra um 24.000 tonn og tóku íslendingar af því um 10.000 tonn. Hér fer á eftir útdráttur úr tillögum Hafrannsóknastofnunar um heppilega veiði helztu nytjategunda á næsta fiskveiðiári. Morgunblaðið/Bjami Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, kynnir tillögnr stofnunarinnar um hámarksafla af helztu nytjategundum okk- ar. Jakob Magnússon, starfandi forsljóri stofnunarinnar, hlýðir á. Árferði í sjónum við ísland hefur einkum verið metið af gögnum sem safnað er í vorleiðangri ár hvert. í heild sýna niðurstöður vorleiðangurs 1992 gott árferði í sjónum við landið. Eins og kunnugt er ríkti góðæri á miðunum árin 1984-1987 með inn- streymi hlýsjávar á Norðurmið. Kalt ástand hélst síðan allt tímabilið frá 1988 og fram á mitt ár 1990 en þá rikti þar kaldur pólsjór og svalsjór. Frá haustinu 1990 hefur innstreymi hlýsjávar á Norðurmið hins vegar ver- ið nær óslitið og var með mesta móti vorið 1992. I vor var gróður mikiil fyrir Norðurlandi og þar v_ar mikil áta miðað við næstliðin ár. Áhrif fersk- vatns í strandstraumnum fyrir Vestur- landi voru mun meiri en undanfarin ár en hins vegar gætti þeirra aðeins næst ströndinni sunnanlands. Hélst það í hendur við voraukningu gróðurs og átu sem mest var um næst landi. Sóknin í þorskinn langt umfram hámarksnýtingu Þorskaflinn á árinu 1991 var 313 þús. tonn borið saman við 335 þús. tonn árið 1990. Eins og gert hafði verið ráð fyrir var uppistaðan í aflan- um 4-7 ára þorskur. Árgangurinn frá 1987 skilaði sér hins vegar betur en búist var við en göngur frá Græn- landi urðu minni. Því bar meira á 4ra ára físki og minna á'7 ára fiski held- ur en reiknað hafði verið með. Nú er sókn í þorskstofninn langt umfram hámarksnýtingu. Gert er ráð fyrir að árið 1992 verði þorskaflinn um 250 þús. tonn og munu árgangamir frá 1987 og 1988 verða um helmingur aflans miðað við flölda. Ennfremur er gert ráð fyrir að hlutdeild 6-8 ára fisks verði nokkuð jöfn eða um 12% hver árgangur af heildarfjölda fiska. í aflanum árið 1991 var meðalþyngd 4-6 ára þorsks 4-11% meiri en 1990 en meðalþyngd 8-10 ára þorsks var hins vegar 8-18% minni. Kynþroska- hlutfall árið 1991 var mun hærra á yngri fiski en verið hefur á undanförn- um árum og gert er ráð fyrir að svo verði einnig 1992. Síðan 1985 eða samfellt í 7 ár hafa árgangar þorsks verið lélegir. Á næstu árum mun þróun þorskstofnsins því mótast af þessari lélegu nýliðun. Engin ganga kom frá Grænlandi Samkvæmt nýrri úttekt er stærð veiðistofns þorsks 1992 áætluð um 640 þúsund tonn, þar af er hrygning- arstofninn talinn um 250 þús. tonn. I síðustu skýrslu var veiðistofn hins vegar áætlaður um 850 þús. tonn og hrygningarstofn um 410 þús. tonn. Munurinn skýrist að miklu leyti að því að ekki virðist hafa komið ganga frá Grænlandi 1991 heldur aðeins 1990 og var því hlutdeild 1984 ár- gangsins ofmetin. Auk þess var sókn- in á árinu 1991 harðari en áætlað var fyrir ári síðan. Athuga ber einnig að hér miðast útreikningar á stærð hrygningarstofns við hrygningartíma (apríl) en ekki upphaf árs eins og í fyrri skýrslum. Ef veidd verða 250 þús. tonn árin 1993 og 1994 munu veiðistofn, sem nú er í sögulegu lágmarki, svo og hrygningarstofn minnka mikið. Við 225 þús. tonna ársafla munu veiði- stofn og hrygningarstofn nánast standa í stað næstu tvö árin. Verði afli 1993 og 1994 takmarkaður við 200 þús. tonn mun veiðistofn nánast standa í stað en hrygningarstofn vaxa talsvert. Verði afli 1993 og 1994 tak- markaður við 175 þús. tonn mun hrygningarstofn vaxa verulega og veiðistofn dálítið. Við 150 þús. tonna afla munu bæði veiði- og hrygningar- stofn stækka verulega á næstu árum. Fiskveiðinefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins ályktaði á fundi sínum í maí 1992 að vegna of lítils hrygning- arstofns og lélegrar nýliðunar bæri að stórminnka sóknina í íslenska þorskstofninn árin 1993-1995. Til- laga Fiskveiðinefndarinnar er að afli verði 150 þús. tonn árið 1993 en auk- ist síðan og verði 200 þús. tonn árið 1995. Hafrannsóknastofnunin bendir á tvær aðrar leiðir að sama marki, þ.e. að takmarka afla við 175 þús. tonn á ári á sama tímabili, eða að 200 þús. tonn yrðu veidd 1993 sem myndi síð- an lækka niður í 150 þús. tonn í lok tímabilsins. Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskaflinn verði tak- markaður við 175 þús. tonn á ári 1993 og 1994 en það svarar til um 190 þús. tonna afla á fiskVeiðiárinu 1992-93. Stórir ýsuárgangar að koma inn í veiðina Ýsuaflinn á árinu 1991 varð um 54 þús. tonn eða um 4 þús. tonnum meiri en lagt hafði verið til. Veiðistofn- inn, sem miðaður er við þriggja ára fisk og eldri, er talinn hafa verið 185 þús. tonn og hrygningarstofninn 95 þús. tonn í ársbyrjun 1992. Stóru ár- gangarnir frá 1984 og 1985 hafa verið uppistaðan í ýsustofninum að undanförnu og er hinn síðamefndi mjög áberandi. Tveir stórir árgangar frá 1989 og 1990 eru nú að koma inn í veiðistofninn. Árið 1992 og 1993 mun þriggja ára ýsa því óhjákvæmi- Iega verða verulegur hluti aflans. Framreikningar á stærð ýsustofnsins benda til þess að veiðistofninn muni stækka mikið strax á árinu 1993 og hrygningarstofninn í takt við það fram til 1995. í Ijósi þess að á árinu 1993 mun stór hluti veiðistofnsins verða ungur fiskur er lagt til að á fisk- veiðiárinu 1992-93 fari ýsuafli ekki yfir 60 þús. tonn. Ufsaganga frá Noregi Ufsaafli árið 1991 var tæplega 102 þús. tonn en var um 98 þús. tonn árið 1990. í nýrri úttekt er veiðistofn ufsa áætlaður um 95 þús. tonnum stærri í ársbyrjun 1992 en fram kom í síðustu skýrslu. Munurinn felst í því að árgangarnir frá 1984-1986 eru nú metnir allmiklu sterkari heldur en fyrir ári. Þetta virðist mega rekja að hluta til ufsagangna frá Noregi. Há- marksafrakstur ufsa til lengri tíma er um 70-80 þús. tonn. Hafrann- sóknastofnunin leggur til að ufsaafl- inn á fiskveiðiárinu 1992-93 fari ekki yfir 80 þús. tonn. Stofn úthafskarfa mældur Nafngiftir karfategunda og stofna hafa stundum verið nokkuð óljósar og því hefur verið ákveðið að nota heitið gullkarfi um venjulegan karfa (Sebastes marinus) til aðgreiningar frá hinum tveimur tegundunum sem nýttar eru, þ.e. djúpkarfa (Sebastes mentella) og úthafskarfa (sebastes mentella, oceanic type). Á íslandsmið- um var samanlagður afli gullkarfa og djúpkarfa á bilinu 89-97 þús. tonn á árunum 1987-1991. Þar sem afli gullkarfa og djúpkarfa á togtíma hef- ur einnig verið nokkuð jafn undanfar- in ár bendir það til þess að stofnstærð sé tiltölulega stöðug. Því leggur Haf- rannsóknastofnunin til að hámarksafli af gullkarfa og djúpkarfa á Islands- miðum fískveiðiárið 1992-93 verði 90 þús. tonn. Þessi tillaga byggist m.a. á meðalafla síðustu ára svo og sóknargögnum og er í samræmi við aðferðir Fiskveiðinefndar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, sem lagt hefur til að hámarksafli þessara karfategunda verði 120 þús. tonn á öllu veiðisvæð- inu Austur-Grænland/ísland/Færeyj- ar. Þá leggur Alþjóðahafrannsókna- ráðið til að afli af úthafskarfa verði takmarkaður við 50 þús. tonn uns frekari vitneskja fæst um útbreiðslu- svæðið og viðbrögð stofnsins við þeim veiðum. Nú standa yfir tilraunir til að mæla stærð úthafskarfastofnsins með bergmálsaðferð. Auka má grálúðuveiði Grálúða við Austur-Grænland, Is- land og Færeyjar er talin vera sami stofninn. Á Islandsmiðum jókst sóknin í grálúðu hratt á árunum 1986 til 1989 og aflinn einnig úr 31 þús. tonn- um í 59 þús. tonn. Árið 1991 veidd- ust rúmlega 40 þús. tonn af grálúðu við ísland. Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarafli grálúðu físk- veiðiárið 1992-93 miðist við kjörsókn og verði um 30 þús. tonn. Á seinni árum hefur skráður lúðu- afli íslendinga verið á bilinu 1.300- 1.700 tonn. Ekki eru gerðar tillögur um hámarksafla af lúðu. Steinbítsstofninn þolir aukna sókn Á árunum 1985-1988 jókst stein- bítsaflinn úr tæplega 10 þús. tonnum í um 14.500 tonn og hefur sl. þrjú ár verið á bilinu 14.100-14.600 tonn. Aldurs- og lengdardreifing steinbíts í afla hefur lengi verið svipuð og vísi- tala hans í stofnmælingu botnfíska lítið breyst. Því virðist steinbítsstofn- inn þola vel þá auknu sókn sem í hann hefur orðið. í varúðarskyni legg- ur Hafrannsóknastofnun þó til að steinbítsaflinn á fiskveiðiárinu 1992-93 fari ekki yfir 16.000 tonn. Skarkolaaflinn árið 1991 var tæp 11 þús. tonn en það er næstum sami afli og árin 1990 og 1989. Skarkola- afli dragnótabáta á sóknareiningu fór minnkandi í Faxaflóa úr um 600 kg árið 1979 í um 250 kg árið 1990 en jókst aftur 1991 í um 500 kg í kasti. Afli á sóknareiningu hefur verið til- tölulega jafn á öðrum miðum en Faxa- flóa og bendir flest til þess að sókn í skarkola sé í nokkru samræmi við afrakstursgetu stofnsins þegar á heildina er litið. Því er lagt til að sókn- in verði ekki aukin og leyfilegur há- marksafli af skarkola fískveiðiárið 1992-93 verði 10 þús. tonn. Lítið veitt af blálöngu Langlúruaflinn minnkaði úr rúm- lega 4.500 tonnum árið 1987 í tæp- lega 1.300 tonn árið 1990 en jókst aftur í 1.800 tonn 1991. Afli á sóknar- einingu fór einnig minnkandi á árun- um 1987-1989 en hefur verið svipað- ur síðan. í ljósi þessa er lagt til að sókn verði ekki aukin í stofninn, fjöldi veiðileyfa takmarkaður og veiðar bannaðar á tímabilinu 1. maí-1. sept- ember eins og verið hefur. Blálanga fæst aðallega sem auka- afli í botnvörpu. Árið 1991 varð blá- lönguafli Islendinga aðeins 1.400 tonn en var á bilinu 1.700-2.100 tonn á árunum 1986-1990. Árið 1991 veiddu íslendingar um 5.300 tonn af löngu, mest sem auka- afla við aðrar veiðar og hafði lönguafl- inn þá aukist um tæp 80% frá 1986. Þessi aukning stendur í sambandi við auknar línuveiðar almennt, en yfir 90% lönguaflans fæst í það veiðarfæri. Keiluafli íslendinga var um 6.200 tonn árið 1991 og hefur því tvöfald- ast á tveimur árum. Þetta stafar af því að farið var að sækjast eftir þess- ari fisktegund en áður fékkst keila aðallega sem aukaafli við aðrar veið- ar. Hafrannsóknastofnun leggur til að keiluafli á fískveiðiárinu 1992-93 fari ekki yfir 10.000 tonn. Saga grásleppuveiða einkennist af miklum sveiflum í heildarafla. Þó er álitið að veiðarnar eins og þær eru stundaðar valdi ekki sveiflum í stofn- stærð heldur orsakist þær fyrst og fremst af breytilegri nýliðun í hrygn- ingarstofn á hveiju svæði. Hafrann- sóknastofnun gerir ekki tillögur um hámarksafla af grásleppu. Hrygningarstofn síldarinnar fer vaxandi Á vertíðinni 1991-92 var alls land- að um 100 þús. tonnum af síld en leyfðar höfðu verið veiðar á 110 þús. tonnum. Mikið var um smásíldarköst sem var sleppt. Vegna hins sterka árgangs frá 1988 er gert ráð fyrir að hrygningarstofninn vaxi í 490 þús. tonn miðað við 1. júlí 1992. Árgangur- inn frá 1989 virðist einnig sterkur og mun því áfram verða mikið um smá- síld á miðunum. Hafrannsóknastofn- unin leggur til að síldveiðin miðist við kjörsókn og aflinn á vertíðunum 1992-93 og 1993-94 verði því 90 og 110 þús. tonn. Loðnukvótinn náðist ekki Heildaraflinn á loðnuvertíðinni 1991-92 var rúm 680 þús. tonn en leyfðar höfðu verið veiðar á 740 þús. tonnum. Þetta stafaði fyrst og fremst Stærð þorskstofnsins 1980-1992 og áhrif mismunandi aflahámarks á áætlaða stærð hans 1993-1995 <þúS tonn) o 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 1992-93 (þús. tonn) Tegund Afla- hám. ’92-93 Afla- hám. '91-92 Kvóti '91-92 Þorskur 190 250 ' 265 Ýsa 60 50 50 Ufsi 80 70 75 Karfí 90 90 90 Grálúða 30 25 25 Steinbítur 16 — Skarkoli 10 10 11 Keila 10 — sna 90 80 110 Loðna 500 0 740 Humar 2,2 2,0 2,1 Rækja-grunnslóð 7,3 6,5 6,5 Rækja-djúpslóð 35 35 35 Hörpudiskur 11,5 11,2 11,2 af því að lítið fékkst frá því vertíðin byrjaði seint í október og þar til hrygn- ingargangan var komin upp að Suð- austurlandi. Auk þess voru gæftir á vetrarvertíðinni 1992 afar stirðar. Mælingar á stærð 1990 árgangsins og hins ókynþroska hluta árgangsins frá 1989, sem gerðar voru haustið og veturinn 1991, bendatil þess að vænta megi a.m.k. 800 þús. tonna loðnuafla á vertíðinni 1992-93. í varúðarskyni leggur Hafrannsóknastofnun þó til að loðnuveiðar á tímabilinu júlí-nóvem- ber 1992 verði takmarkaðar við 500 þús. tonn en leyfilegur hámarksafli á vertíðinni allri ákveðinn eftir að stærð veiðistofnsins hefur verið mæld haust- ið 1992 og veturinn 1993.. Til að koma í veg fyrir smáloðnudráp er einnig lagt til að fram til 1. nóvember 1992 verði allar loðnuveiðar bannaðar sunn- an 67°45’ n.br. Veiðistofn kolmunna vaxandi íslendingar hafa ekki stundað kol- munnaveiðar síðan 1984. Árið 1990 var kolmunnaaflinn í Norðaustur Atl- antshafi samtals um 530 þús. tonn og virðist hafa orðið enn minni árið 1991. Mjög stór árgangur frá'T989 mun væntanlega bætast í kolmunna- stofninn árið 1993. Gert er ráð fyrir að veiðistofninn muni aukast mikið þegar þar að kemur. Alþjóðahafrann- sóknaráðið leggur til að kolmunna- veiðar verði miðaðar við kjörsókn en það er talið samsvara um 500 þús. tonna afla árið 1992. Auka má veiði á skeldýrum Árið 1991 var heildarafli humars tæp 2.200 tonn miðað við tæp 1.700 tonn árið 1990. Vegna góðrar nýliðun- ar (árgangar 1984 og 1985) jókst bæði afli og afli á togtíma verulega á Suðausturmiðum á tímabilinu 1989-1991. Hins vegar hefur nýliðun yfirleitt verið lakari á Suðvesturmið- um á sama tímabili. Enda þótt veiði- stofninn virðist vera á uppleið byggist hann enn sem komið er á tiltölulega ungum humri. Hlutfall stórhumars verður því áfram lágt eins og á undan- förnum árum. Tillögur um hámarks- afla af humri hafa yfirleitt miðast við kjörsókn sem samsvarar 2.200 tonna afla á fískveiðiárinu 1992-93. Rækjuafli á grunnslóð jókst veru- lega árið 1991 og varð um 6.900 tonn. Þessi aukna veiði er m.a. til komin vegna sterkra rækjuárganga frá 1987 og 1988 auk notkunar leggpoka á rækjuvörpum frá 1989. Almennt lítur vel út með rækjuveiðí innfjarða á næstunni. Hafrannsóknastofnun legg- ur því til að hámarksafli rækju á grunnslóð á fískveiðiárinu 1992-93 verði 7.300 tonn samtals. Rækjuafli á djúpslóð jókst úr um 25 þús. tonnum árið 1990 í rúm 31 þús. tonn 1991. Afli á sóknareiningu, sem talin er vísbending um stofn- stærð, hefur aukist á langflestum veiðisvæðum úthafsrækju, enda hafa sterkir rækjuárgangar frá 1987 og 1988 komið fram á nær öllum miðum. Stofnmæling úthafsrækju, sem gerð hefur verið á sambærilegan hátt ár- lega síðan 1988, bendir ennfremur til mikillar aukningar úthafsrækju á því tímabili sem þær spanna. Þá er ný- mæli í rækjurannsóknum að þróað hefur verið líkan sem lýsir áhrifum veiða og nýliðunar rækju og mismun- andi þorskgengdar á stærð rækju- stofnsins. Með tilliti til ofangreindra niðurstaðna leggur Hafrannsókna- stofnun til að heildarafli úthafsrækju af öðrum miðum en Dohrnbanka verði takmarkaður við 35 þús. tonn fiskveið- iárið 1992-93. Heildarafli hörpudisks árið 1991 varð um 10.300 tonn en árið 1990 veiddust rúm 12 þús. tonn. Á árunum 1983 til 1987 var aflinn hins vegar á bilinu 13 til 17 þús. tonn. Samkvæmt niðurstöðum stofnmælinga í Breiða- firði er talið að hörpudiskstofninn hafí minnkað um 30% frá því að hann mældist stærstur í upphafi níunda áratugarins og fram til 1990. Við stofnmælingar 1991-1992 mældist hins vegar meira af ungum hörpudiski en hlutdeild eldri hörpudisks virðist fara áfram minnkandi. Þess vegna er lagt til að leyfilegur hámarksafli af hörpudiski fari ekki fram úr 8.500 tonnum í Breiðafirði fiskveiðiárið 1992-93. TOögur um hámarksafla af öðrum svæðum eru samtals um 3.000 tonn (Arnarfjörður, ísafjarðar- djúp, Húnaflói o.fl.). Þorsteinn Pálsson sj ávarútvegsráðherra: Uppbygging stofnsins í huga við ákvörðun þorskafla ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að stjórnvöld muni hafa uppbyggingu þorsk- stofnsins í huga við ákvörðun um fiskafla á næsta ári. Hún kunni að verða erfið, en muni skila sér. „Fram til þessa hefur ráðgjöfín miðað að því að halda stofninum í jafnvægi. Síðan höf- um við farið veru- lega framúr þessari ráðgjöf, bæði í ákvörðunum um heildarafla og í veið- ireynslu, sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. „Nú er stofninn kom- inn í lágmark, og þá sýnist mér að við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort ekki sé nauðsynlegt að setja ný markmið, sem miða að því að byggja stofninn upp. Frá mín- um bæjardyrum séð eru fyrir því mjög gild rök og við munum við undir- búning endanlegrar ákvörðunar hafa þetta í huga.“ Þorsteinn sagðist ekki eiga von á öðru en að pólitísk samstaða yrði um þá ákvörðun, sem tekin yrði. „Það kæmi mér mjög á óvart ef svo væri ekki. Við verðum að hafa í huga að uppbygging stofnsins mun skila okk- ur meiru en aðrar leiðir, þótt við horf- um aðeins nokkur ár fram í tímann," sagði hann. „Það eru þeir hagsmunir, sem við verðum að horfa á.“ Ráðherra sagði að reyna myndi á mörg sjávarútvegsfyrirtæki og byggðarlög á landsbyggðinni að kom- ast í gegnum það tímabil, sem þyrfti til að byggja þorskstofninn upp. Að- spurður hvort til greina kæmi að ríkis- valdið styddi við bakið á fyrirtækjum og byggðarlögum meðan á því tíma- bili stæði, sagði Þorsteinn að veruleg- ur aflasamdráttur væri áfall þjóðar- innar allrar. „Þjóðin byggir afkomu sína á fiskveiðunum og áfall í físk- veiðunum hlýtur að vera áfall þjóðar- innar allrar. Út frá því grundvallarat- riði hljóta menn að taka ákvarðanir,“ sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra var spurður hvort tekizt hefði að tryggja fjármagn til hafrannsókna á djúpslóð næsta haust til þess að rannsaka vannýttar fisktegundir. Hann sagði það mál ekki frágengið, en hann væri vongóð- ur um að það tækist. „Ég tel allar líkur á að við getum farið í þær rann- sóknir í haust,“ sagði hann. Hafrann- sóknastofnun þarf um 30 milljónir króna til þess að sinna djúprannsókn- um og sagði Þorsteinn að reynt yrði að fá þá peninga með hagræðingu hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Erfitt að fara ekki eftir þessum ráð- leggingum „ÞAÐ er samstaða um það innan ríkissljórnarinnar að það sé mjög erfitt að fara ekki eftir ráðlegging- um, sem fram koma, en jafnframt hljóta menn að gera mjög miklar kröfur til þess að þær forsendur, sem vísindamennirnir kynna okk- ur, standist,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. - „Við þurfum að fá góðar skýringar á því hvers vegna þessar tölur lágu ekki fyrir í þessum mæli við ákvörðun fyrir ári, þegar tillögum fiskifræðinga var mjög fylgt," sagði Davíð. Hann sagði að nauðsyn- legt væri að fara ýtarlega yfír málin áður en ákvörðun væri tekin. Fiski- fræðin væri ekki óskeikul vísindi, þar væri mikið um ályktanir og ágizkanir. „Ég er viss um að þjóðin vill vera mjög viss í sinni sök áður en hún tekur á sig þær þrengingar, sem svona tillögum fylgja,“ sagði hann. Davíð sagði að ef þjóðarbúið tap- aði 10-12 milljörðum á samdrætti þorskveiða væru litlir peningar til þess að bæta einstökum byggðarlög- um tjónið og það yrði ekki gert nema með erlendum lántökum. Ekki þyrfti aðeins að brúa bilið fyrir eitt ár, held- ur þijú. Hann sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um efnahagsaðgerðir til að bregðast við væntanlegum samdrætti. „Fyrst þurfum við að fara yfir þessar tillög- ur. Þetta eru jú tillögur og þær byggj- ast á ákveðinni varfærni þessara sér- fræðinga, sem bera ekki ábyrgð á endanlegum ákvörðunum," sagði for- sætisráðherra. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra: Skoða þarf þau tæki- færi sem EES gefur JÓN BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, segir að skoða- þurfi hvernig nýta megi þau tæki- færi, sem samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði gefi, til að vega á móti skerðingu þorskafla. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að nú vöknuðu til dæmis upp spurningar um það hvort hægt væri að auka veiðiheim- ildir í öðrum stofn- um bolfisks innan kvóta, sem virtust sæmilega staddir, hvort raunhæfir möguleikar væru á að nýta betur vannýtta stofna á djúpslóð og hversu miklum loðnuafla væri unnt að gera ráð fyrir. Einnig þyrfti að spyija hvort raunhæft væri að fiskiskip, sem ella yrðu verkefnalaus, gætu sótt á fjar- lægari slóðir. Jón Baldvin sagði að skoða þyrfti hvernig hægt væri að auka verðmæti minnkandi afla. „Þar er efst á blaði að skoða hvernig við getum nýtt þau tækifæri, sem EES-samningurinn færir okkur upp í hendurnar. Um þau mál þurfum við að ræða rækilega, ekki sízt við forsvarsmenn í fiskiðn- aði og sölusamtökin. Þau tækifæri eru veruleg, ef skjótt er brugðizt við,“ sagði Jón Baldvin. „Með þessu er ég að benda á að jafnvel þótt ákvörðun yrði tekin um að vera réttu megin varðandi áhættumat hvað varðar þorskinn, er sennilega hægt að gera hvort tveggja, að bæta það að nokkru leyti upp með öðrum stofnum og að auka verðmæti þess afla sem á annað borð verður leyfður, þannig að skað- inn verður sem minnstur." Jón Baldvin var spurður álits á hugmyndum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um að breyta um stefnu í fiskveiðistjórnun og reyna að stækka þorskstofninn. Hann sagði það vera skynsamlegt markmið, en ýmis sjónarmið væru á lofti um sam- band hrygningarstofns og stofn- stærðar. „Ég hef vissulega mínar efa- semdir um nákvæmni þessara vísinda og reyni af fremsta megni að leggja við hlustir þegar reyndir sjómenn leggja fram sitt mat. Enginn getur þó breytt' því að áhættan við slíka ákvörðun er mikil og röng ákvörðun verður ekki aftur tekin. Hygginna manna háttur væri að fara varlega og vera réttu megin við strikið í þessu áhættumati, þótt það sé mikilli óvissu undirorpið," sagði utanríkisráðherra. I í I I f í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.