Morgunblaðið - 17.06.1992, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
Róið á sömu mið
*
eftir Ragnar Arnason
Þann 23. apríl sl. ritaði Kristinn
Pétursson atvinnurekandi og fyrr-
verandi þingmaður grein í Morgun-
blaðið. Inntak greinar þessarar var
að miklu leyti skammir og svívirð-
ingar um mig og aðra vísindamenn.
Að öðru leyti snerist greinin um
fískveiðistjómun og kenningar
Kristins í því efni.
í þeirri trú, að Kristinn hefði
þrátt fyrir óvandaðan munnsöfnuð
raunverulegan áhuga á staðreynd-
um málsins gerði ég í grein í Morg-
unblaðinu þann 8. maí sl. tilraun
til að leiðrétta ýmsar af hæpnustu
fullyrðingum hans. Meginatriðin í
málflutningi mínum voru eftirfar-
andi:
1) Hið neikvæða samhengi, sem
Kristinn telur sig fínna á milli
veiðistofns og nýliðunar þorsks
kemur ekki heim og saman við
fyrirliggjandi mælingar.
2) Jafnvel þótt fyrir hendi væri það
neikvæða samhengi á milli veiði-
stofns þorsks og nýiiðunar, sem
Kristinn telur, er sú fullyrðing
hans, að þar með sé ekki unnt
að byggja upp þorskstofninn
röng.
3) Jafnvel þótt ekki væri unnt að
byggja upp þorskstofninn væri
samt sem áður fyllsta ástæða
til að halda fast við núverandi
stjómkerfí fískveiða.
Samhengi veiðistofns og
nýliðunar þorsks
Fyrir liggja mælingar á veiði-
stofni og nýliðun þorsks frá 1955-
1989. Kristinn kýs engu að síður
að einskorða athugun sina við tíma-
bilið frá 1972. Gögnin á því tíma-
bili fela í sér vissa vísbendingu um
neikvætt samhengi á milli veiði-
stofns og nýliðunar. Þegar að er
gáð, kemur hins vegar í ljós, að
tölfræðilegur grundvöllur þeirrar
vísbendingar er hins vegar fjarska
veikur og hið neikvæða samhengi
Kristins í raun ekki marktækt.
Þetta kemur skýrt fram, þegar öll
fyrirliggjandi gögn eru athuguð. Á
tímabilinu 1955-1989 er nefnilega
ekki finnanlegt neitt tölfræðilega
marktækt samhengi á milli veiði-
stofns og nýliðunar þorsks. Sama
niðurstaða fæst þótt hafísámm
Kristins (1965—71) sé sleppt. Úr
því að Kristinn spyr, er rétt að fram
komi, að orðalagið „tölfræðilega
ómarktækt" þýðir í þessu sam-
hengi, að stærð veiðistofns hefur
ekkert forspárgildi um nýliðun.
Niðurstaðan getur því ekki orðið
önnur en sú, að kenning Kristins
komi ekki heim og saman við þekkt-
ar staðreyndir. Þar með er á hinn
bóginn ekki sagt, að hún sé ömgg-
lega ósönn.
Uppbygging þorskstofnsins
Kristinn telur, að vegna hins
neikvæða samhengis á milli nýlið-
unar og veiðistofns, sem hann þyk-
ist greina, sé ekki unnt að byggja
upp þorskstofninn. Þetta er mis-
skilningur. Vöxtur þorskstofnsins
ræðst ekki af nýliðuninni einni sam-
an. Hann ræðst jafnframt af dánar-
tíðni og þyngdaraukningu físks eft-
ir aldri. Mikil sókn þýðir, að fáir
fískar komast á fullorðinsár. Því
verður meðalþyngd hvers físks
minni. Lítil sókn þýðir hið gagn-
stæða. Af þessu má sjá að unnt
væri að byggja upp þorskstofninn
með því að draga úr sókn jafnvel
þótt samhengi Kristins væri fyrir
hendi. Það sem til þarf í því efni
er einungis það, að þyngdaraukning
með aldri sé veigameiri en lækkun
nýliðunar samkvæmt mati Kristins.
Stjórn flskveiða
Jafnvei þótt við tryðum því, að
ekki væri unnt að byggja upp þorsk-
stofninn væri engu að síður fyllsta
ástæða til að halda fast við núver-
andi stjórnkerfí fískveiða, þ.e.
kvótakerfíð. Ástæðan er í sem allra
stystu máli eftirfarandi:
Fiskistofnamir em takmarkaðir
að stærð. Veiðar minnka stofnana,
a.m.k. þar til næsta nýliðun á sér
stað. Við þessar aðstæður veiðir
hver físk frá öðmm, a.m.k. að vissu
marki. Samkeppni útgerðaraðila
um afla leiðir til fjárfestinga í físki-
skipum, sem hafa það eina gildi að
auka aflahlutdeild einnar útgerðar
á kostnað annarrar en eykur ekki
varanlegan heildarafla. Otakmark-
aður aðgangur að fískveiðunum
leiðir því til sóunar verðmæta. Kerfí
varanlegra framseljanlegra afla-
kvóta breytir þessari stöðu. Það
veitir útgerðum vissa tryggingu
fyrir aflahlutdeildum, og skapar þar
með forsendur fyrir því að ná leyfí-
legum afla með minnsta tilkostnaði.
Svör Kristins
í grein sinni í Mbl. 19. maí sl.
situr Kristinn sem fastast við sinn
keip. Hann endurtekur fullyrðingar
sínar um neikvætt samhengi nýlið-
unar og veiðistofns þorsks og þyk-
ist ekki skilja, hvað átt er við með
tölfræðilega marktæku samhengi.
Hann bætir við nýjum línuritum,
þar sem hann þykist fínna svipað
samhengi fyrir samanlagða stofn-
stærðir þorsks, ýsu, ufsa, síldar,
loðnu og kolmunna. Þó er þetta
samhengi sýnu verra en það, sem
Kristinn hefur áður gert fyrir þorsk,
því það byggist einungis á 13 at-
hugunum. Þá er sérkennilegt, að
Kristinn sleppir af einhveijum
ástæðum karfa og spærlingi, sem
eru stórir fiskstofnar og skipta
miklu meira máli í íslensku sjávar-
lífríki og fískveiðum en kolmunni.
Ragnar Árnason
„Vöxtur þorskstofnsins
ræðst ekki af nýliðun-
inni einni saman. Hann
ræðst jafnframt af dán-
artíðni og þyngdar-
aukningu fisks eftir
aldri. Mikil sókn þýðir,
að fáir fiskar komast á
fullórðinsár. Því verður
meðalþyngd hvers fisks
minni. Lítil sókn þýðir
hið gagnstæða.“
Hvað mögulega uppbyggingu
þorsístofnsins snertir reynir Krist-
inn að klóra í bakkann með því að
tala um að stærri stofnar leiði til
lækkaðrar meðalþyngdar eftir aldri.
Þetta er auðvitað alþekkt og hef
ég raunar sjálfur mælt samhengi
af þessu tagi og gert grein fyrir
niðurstöðunum opinberlega (sjá t.d.
Ragnar Árnason: Efficient Harvest-
ing ofFish Stocks: The Case ofthe
Icelandic Demersal Fisheries,
1984). Þetta samhengi þýðir ein-
ungis, að náttúran setur stærð físki-
stofna viss efri mörk. Það breytir
engu um það, að unnt er að byggja
upp þorskstofninn frá núverandi
stærð.
Þriðja atriðinu í málflutningi
mínum — að hvað sem nýliðun og
uppbyggingu þorskstofnsins líði sé
stjórn fískveiða nauðsynleg í hag-
kvæmnisskyni — svarar Kristinn
hins vegar engu.
Róið á sömu mið
Hvað málflutning snertir rær
Kristinn enn á sömu mið. Svargrein
hans frá 19. maí snýst aðeins að
litlu leyti um efnisatriði málsins.
Uppistaða greinarinnar er annars
eðiis. Hann gerir mér t.d. upp kenn-
ingar um uppboðsmarkað á veiði-
kvótum, sem ég hef aldrei haft.
Þvert á móti liggja fyrir skrif mín
gegn slíku kerfi (sjá t.d. grein mína
í Fiskveiðiarðurinn og Skipting
Hans, Sjávarútvegsstofnun 1992).
Hann kallar mig fískfriðunarsinna
og telur mig andvígan svokölluðum
grisjunarkenningum í fískifræði,
sem einnig er þvert ofan í skrif
mín (sjá t.d. hér að ofan). Hann
telur mig skulda sér betri rökstuðn-
ing og krefst þess að ég láti endur-
prenta í Morgunblaðinu ýmsar rit-
gerðir mínar og skýrslur, sem þegar
eru opinberar og öllum aðgengileg-
ar.
Ég hef sem betur fer ýmislegt
þarfara að sýsla en taka þátt í svona
orðaskaki. Hafí Kristinn raunveru-
legan áhuga á þeim gögnum, sem
hann óskar eftir að ég láti Morgun-
blaðið birta, skal ég með mestu
ánægju afhenda honum þau per-
sónulega. Ég er jafnvel fús til þess
að ræða málin við hann augliti til
auglitis. Hann fær mig hins vegar
ekki til að munnhöggvast við sig á
síðum Morgunblaðsins.
Höfundur er prófessor í fiskifræði
við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Islands.
Finnur Ingólfsson
„Það var þessi lagalegi
rammi sem tryggði
jafnrétti til náms.“
menntun aftur gerð að forréttindum
hinna ríku. Það ótrúlega gerðist að
Alþýðuflokkurinn sem kallar sig
jafnaðarmannaflokk íslands stóð
heill og óskiptur að þessum breyting-
um.
Ofugmæli
Gjör rétt, þol ei órétt, hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn einu sinni á orði,
en það var áður en hugsjónirnar
brunnu upp á báli peningahyggjunn-
ar. Þennan órétt þurfa íslenskir
námsmenn nú að þola, þrátt fyrir að
í 1. gr. laganna standi og Birni
Bjamasyni finnst svo afskaplega
merkilegt: . „Hlutverk Lánasjós ís-
lenskra námsmanna er að tryggja
þeim sem falla undir lög þessi tæki-
færi til náms án tillits til efnahags."
Hér er um hreint öfugmæli að ræða
einfaldlega vegna þess að allt ann-
að, allur lagaramminn gerði ráð fyr-
ir hinu gagnstæða.
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokksins í Rcykjavík.
Misrétti og ólögin um lánasjóðinn
eftirFinn
Ingólfsson
í grein í Morgunblaðinu miðviku-
daginn 20. maí sl. gerir Bjöm Bjam-
ason alþingismaðurjafnrétti oglögin
um Lánasjóð íslenskra námsmanna
að umflöllunarefni. Ástæðan er ekki
sú að hann sé að réttlæta gerðir rík-
isstjómarinnar í málefnum lána-
sjóðsins né efnislega að fjalla um
hina nýju löggjöf um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, sem ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar fékk samþykkta
á Alþingi eftir mikið þref föstudag-
inn 15. maí sl. Heldur gerir hann
viðhorf einstakra þingmanna að
umfjöllunarefni þegar þeir gerðu
grein fyrir atkvæði sínu við af-
greiðslu málsins á þingi. Bjöm telur
að einstökum þingmönnum hafí orð-
ið á í messunni þegar þeir voru að
gera grein fyrir atkvæði sínu og
fullyrt að í lögunum um námslán
og námsstyrki frá 1982 hafi staðið
skýrt og afdráttarlaust að sjóðurinn
ætti að tryggja jafnrétti til náms.
Bjöm segir að í lögunum frá 1982
sé ekki minnst á jafnrétti til náms
þegar rætt sé um hlutverk LIN. Því
hafi stjómarandstæðingar farið með
rangt mál vísvitandi eða vegna
þekkingarskorts er þeir réðust sér-
staklega á Alþýðuflokkinn fyrir að
afnema ákváeði um jafnrétti til náms
úr lögunum.
s
Umgjörðin skiptir máli
Það er rétt hjá Bimi að í lögunum
frá 1982 koma orðin jafnrétti til
náms ekki fram, enda skiptir það
ekki höfuðmáli heldur hitt hvaða
umgjörð lögin um námslán og náms-
styrki frá 1982 sköpuðu. Hvaða
kröfur lögin gerðu til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna og hvaða kröfur
þau gerðu til námsmanna. Hvers
námsmenn gátu vænst af lánasjóðn-
um og til hvaða atriða stjórn lána-
sjóðsins ætti að líta þegar hún
ákvæði úthlutunarreglur námslána.
Það var þessi lagalegi rammi sem
tryggði jafnrétti til náms. Það var
þessi lagalegi rammi sem meiri hluti
Alþingis hefur nú breytt þannig að
lögin um LÍN tryggja ekki lengur
jafrétti til náms. Orðið eitt ,jafn-
rétti til náms“ er lítils megnugt ef
það stendur einhvers staðar eitt og
sér í lögum ef lögin í heild hafa það
ekki að markmiði, að tryggja jafn-
rétti til náms. Það hefði t.d. verið í
hróplegu ósamræmi við allt sem felst
í þeim lögum er nú hafa verið sam-
þykkt um Lánasjóð íslenskra náms-
manna ef í þeim stæði einhvers stað-
ar, að hlutverk lánasjóðsins væri að
tryggja jafnrétti til náms. Það væri
sama öfugmælið eins og að Alþýðu-
flokkurinn skuli heitajafnaðarmann-
aflokkur íslands eða að Sjálfstæðis-
flokkurinn segði nú, gjör rétt þol ei
órétt, eins og hann sagði einu sinni.
Á að leyfa brask?
Hlutverk laganna um námslán og
námsstyrki frá 1982 var að taka
tillit til aðstæðna námsmanna á
meðan á námi stóð, svo sem fjöl-
skyldgstærðar, húsnæðisaðstöðu,
tekna, framfærslukostnaðar á náms-
stað og þannig mætti iengi telja.
Frá þessu er nú fallið í meginatriðum
og sjóðurinn fer að lána öllum óháð
efnahag og aðstæðum. Það mun
leiða til þess að þeir takmörkuðu
fjármunir sem sjóðurinn hefur til
ráðstöfunar munu skiptast á fleiri,
þannig að þeir sem raunverulega
þurfa á aðstoð sjóðsins að halda
munu fá minna, en þeir sem ekki
þurfa á aðstoð sjóðsins að halda
munu geta fengið lán. Þrátt fyrir
vextina, þá eru námslánin enn í
hópi hagstæðustu lána. Því munu
auðvitað allir taka lán og þeir sem
ekki þurfa að nota þau munu braska
með þau og hagnast á vaxtamunin-
um.
Meginmarkmiðið mistókst
Yfirlýstur tilgangur ríkisstjómar
með breytingu á lögunum um lána-
sjóðinn var að tiyggja að endur-
greiðslur námslána yrðu hækkaðar.
Það átti að gera með hertari endur-
greiðslureglum og því, að setja vexti
á námslánin. Þannig átti að ná til
þess fámenna hóps námsmanna sem
gat samkvæmt gömlu lögunum sjálf-
krafa tekið sér styrki. Með nýju lög-
unum tekst þetta ekki, síður en svo.
Niðustaðan er sú, að þeir lánþegar
sem greitt hafa lánin sín að fullu
samkvæmt gömlu lögunum munu
greiða meira samkvæmt nýju lögn-
um, og þeir sem tóku sérstyrki munu
halda því áfram.
Útgjöldin munu aukast
Alvarlegasta ákvæðið í nýju lög-
unum er ákvæðið í 6. gr., þar sem
gert er ráð fyrir því, að öll námslán
skuli greidd eftir á. Tilgangur ríkis-
stjórnarinnar með þesu ákvæði er,
að ná til þeirra námsmann sem fá
of há lán vegna þess að tekjur þeirra
verða hærri en þeir áætla að þær
muni verða. Allar upphæðir og sá
fyöldi námsmanna er stjórn lána-
sjóðsins sagði að þetta gilti um voru
rangar. Staðreyndin er sú að þessi
hópur námsmanna er fámennur og
upphæðir lágar. Bent var á í umræð-
um á þingi fjölmargar leiðir til þess
að koma í veg fyrir að námsmenn
vanáætluðu tekjur sínar. Leiðir sem
gerðu ráð fyrir að ekki yrði öllum
námsmönnum refsað fyrir mistök
hinna fáu. Tilgangurinn með þessu
ákvæði hjá ríkisstjórninni er hins
vegar sá, að fresta greiðslu úr rík-
isstjóði til LÍN og sýna sparnað í
útgjöldum lánasjóðsins í eitt skipti
og blekkja þannig sjálfa sig og ai-
menning.
Þegar upp er staðið og ef við yfír-
lýsingar menntamálaráðherra verð-
ur staðið um að lána skuli náms-
mönnum fyrir því vaxtatapi sem
þeir verða fyrir vegna lántöku í
bönkunum meðan beðið er eftir láni
frá lánasjóðnum má áætla að út-
gjöld lánasjóðsins aukist um a.m.k.
50 milljónir króna. Lánasjóðurinn
þarf að taka lán með rúmlega 7%
vöxtum til að lána námsmönnum
fyrir vaxtakostnaðinum sem þeir
endurgreiða síðan með 1% vöxtum.
Með þessum ákvæðum í 6. grein-
inni var ríkisstjómin í raun að kveða
upp dauðadóm yfír menntunarmögu-
leikum margra ungra manna,
margra efnismanna, sem við megum
ekki vera án. Þessi ólög um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna sem nú
hafa verið sett munu leiða til stöðn-
unar og afturfarar.
Aftur til fortíðar
Það var hlutskipti Framsóknar-
flokksins í ríkisstjómarsamstarfi
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks á ámnum 1983-1988 að
standa gegn tilraunum sjálfstæðis-
manna um að breyta í grundvailar-
atriðum lögunum um námslán og
námsstyrki frá árunum 1982. Nú
hefur það hins vegar gerst að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur náð þessum
vilja sínum fram í samstarfi við Al-
þýðuflokkinn sem kallar sig jafn-
aðarmannaflokk íslands. Hver hefði
trúað því, að það gerðist á árinu
1992, að aðstoð við námsmenn og
þá um leið þekkingarleitina sem við
ætlum að byggja okkar framtíð á
væri ferð áratug aftur í tímann og
að jafnrétti til náms væri aflagt og