Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 56
SINDRI terkur hlekkur í íslensku iðnverki Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVA LMENNAR MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK — slMBRÉPaumm' — SlMI 691100, Sll 691181, PÓSTHÖLF 1561 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Formaður félags ferðaskrifstofa: Höfum í þrjú ár viljað setja upp ábyrgðarsjóð Ábyrgðarsjóður fæli í sér meiri vernd fyrir neytendur en núgildandi reglur HELGI Jóhannsson, formaður Félags ferðaskrifstofa, segir að í þijú ár hafi félagið reynt að fá það í gegn að stofnaður yrði ábyrgð- arsjóður ferðaskrifstofa sem fæli I sér miklu meiri vernd fyrir neyt- endur heldur en núgildandi reglur hafa í för með sér. í gær ákvað samgönguráðuneytið að fara fram á það við ríkissaksóknara að hann standi fyrir opinberri rannsókn á starfsháttum ferðaskrifstof- ^unnar Flugferða-Sólarflugs. '' Helgi sagði að frumvarp um þessi efni hafi tvívegis verið lagt fram á Alþingi. í fyrra skiptið í ráðherratíð Steingríms Sigfússon- ar, en það frumvarp hefði dagað uppi. Síðan hefði Halldór Blöndal lagt fram framvarp á Alþingi í vetur, sem ekki hefði verið afgreitt í vor. Ef frumvarpið hefði farið í gegn hefðu menn að líkindum ekki borið skaða af því að Flugferðir- Sólarflug lokuðu, að sögn Helga, **~pví ábyrgðarsjóðurinn hefði ekki bara tryggt mönnum það að kom- ast heim heldur einnig innborganir á ferðir og að þeir sem þyrftu að stytta dvöl sína vegna gjaldþrots fengju bætur. „Skipulag eins og þama var lagt til er mjög víða erlendis og eykur til muna neytendavemd. Með þessu væri verið að auka álögur á ferða- skrifstofur, en það er jafnframt verið að tryggja neytandann þann- ig að hann geti skipt við alla innan félagsins án þess að eiga á hættu að missa stórfé ef illa fer,“ sagði Helgi. Hann sagði að lokun Flugferða- ----Sólarflugs og gjaldþrot Veraldar hefðu haft slæm áhrif á þeim stöð- um sem þeir hefðu verið í viðskipt- um og skaðað ísfenskar ferðaskrif- stofur erlendis. Það tæki nokkra mánuði eða ár að ná jafnvægi aftur því það væri tilhneiging til þess að setja alla í einn hóp og dæma allar skrifstofur hér út frá þessu. Þórhallur Jósepsson, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, sagði að ákvörðun um að óska eft- ir rannsókn á starfsháttum ferða- skrifstofunnar Flugferða-Sólar- flugs hefði verið tekin í framhaldi af erindi Neytendasamtakanna þar að lútandi og einnig vegna þess að í fiölmiðlum hefðu birst fréttir sem gæfu fullt tilefni til þess að ásakan- ir á hendur ferðaskrifstofunnar um að óeðlilega hefði verið staðið að verki við innheimtu yrðu rannsak- aðar. Hann sagði að ákveðið hefði verið að binda ekki beiðnina við síðustu klukkutímana sem ferða- skrifstofan starfaði heldur leggja það í hendur rannsóknaraðila hversu langt tímabil þeir skoðuðu. Varað við hættum í umferðinni Morgunblaðið/Bjarni Árleg umferðarfræðsla 5 og 6 ára bama stendur nú yflr í skólum landsins. í Reykjavík er það lögregian og umferðamefnd borgarinnar, í samvinnu við Umferðarráð, sem standa að fræðslunni, en lögreglumenn og fóstrur sjá um hana. Bömin fá almenna fræðslu um umferðina og hættumar, sem í henni leynast. Á mánudag var hópur áhugasamra bama saman kominn í Ártúnsskóla. Börnin teiknuðu táknrænar myndir úr umferðinni og fengu viðurkenningu fyrir þær. Þá fengu þau límmiða og bréf, sem þau færðu foreldrun- um. Umferðarfræðslan stendur til 25. júní. Á myndinni er Ema Sigfúsdóttir, lögregluþjónn, að afhenda bömunum nytsamar upplýsingar. Tekjutap þjóðarbúsins um 10 milljarðar verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar; Þorskafli næsta fiskveiðiár fari ekki yfir 190.000 tonn Lögð til aukning veiða af öðrum botnfiski og skeldýrum Hafrannsóknastofnun leggur nú til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði ekki meiri en 190.000 tonn og 175.000 tonn tvö næstu fiskveiðiár þar á eftir. Þetta svarar til 28-34% skerðingar frá þeim 265.000 tonn- um af þorski, sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi fiskveiðiári. Krislján Ragnarsson, formaður Landssambands útvegsmanna, segir að þetta þýði tiu milljarða króna tekjutap fyrir þjóðarbúið. Hvað varðar komandi fískveiðiár, leggur Hafrannsóknastofnun tii 60.000 tonnum minni þorskafla, en hún lagði til að tekinn yrði á þessu ári og 75.000 tonnum minna en kvót- inn er nú. Á hinn bóginn leggur stofnunin til að veitt verði 25.000 tonnum meira af öðrum kvótabundn- um botnfisktegundum, ýsu, ufsa og grálúðu, en hún lagði til fyrir yflr- standandi ár og 20.000 tonnum meira en kvóti fyrir þessar tegundir er. Hafrannsóknastofnun leggur til óbreyttan afla hefðbundins karfa milli fiskveiðiára en bendir á, að Úttekt á húsnæði fæðingardeildar og Fæðingarheimilis: -■> Odýrara að fæðingar verði áfram á Fæðingarheimilinu ÚTTEKT sem tæknideild ríkisspítalanna hefur gert á húsnæði fæð- ingardeildar Landspítalans og Fæðingarheimilis Reykjavíkur bendir til þess að hagkvæmara sé að reka áfram fæðingargang á Fæðingar- heimilinu og bjóða þar upp á svipaða þjónustu og gert hefur verið undanfarna áratugi í stað þess að innrétta sérstakan heirnilislegan fæðingargang á Landspítala eins og hugmyndir hafa verið um að undanförnu. Arni Gunnarsson, formaður stjórnarnefndar ríkisspítal- anna, segir að enn séu báðir valkostir til skoðunar en hann segist vonast til að endanleg niðurstaða liggi fyrir innan tíðar. „Úttektin leiðir í ljós að það yrði nokkuð dýr kostur að innrétta gang á fæðingardeildinni til að taka þar inn annað fæðingarform," segir Ámi. ■» Hann segir að á Fæðingarheimil- inu hafi náðst mjög góður árangur undanfama mánuði í að skera kostnað niður. Matarkostnaður hafí lækkað mjög mikið auk þess sem starfsmannahaldi hafí verið haldið í lágmarki með góðum árangri en samt sem áður verið veitt fullkomin þjónusta. Rekstrarlega sé heimilið því í miklu betra ástandi en það var. „Auk þess er nýbúið að taka húsnæði Fæðingarheimilisins í gegn og það er því vel undir það búið að taka við þessu en þá á eftir að leysa vandann með bakvaktir lækna,“ segir Ámi. Hann segir að valkostimir séu enn í skoðun. „Það em allir sammála um og fullir vilja til að fínna þá lausn sem á að vera fyrir hendi, það er að segja að kon- ur hafí val um hvar þær fæði böm sín,“ segir hann. miklir möguleikar séu á aukningu á afla af úthafskarfa. í fyrra veiddum við 10.000 tonn og aðrar þjóðir um 14.000, en talið er óhætt að auka veiðina í að minnsta kosti 50.000 tonn. Stofnunin leggur til aukna veiði á humri, rækju og skel, byrjunark- vóti á loðnu er 500.000 tonn, en var enginn í fyrra. Loks er lagt til að veidd verði 90.000 tonn af síld, sem er 10.000 meira en lagt var til að tekið yrði á síðustu vertíð, en þá var kvótinn ákveðinn 110.000 tonn. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, segir að miðað við þessar tillögur Hafrannsóknastofnunar sé heildarskerðing botnfískkvóta um 13,5%. Tekjutapið fyrir þjóðarbúið verði um 10 milljarðar króna. Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnir svipaðar tölur. Tillögur Hafrannsóknastofnunar voru kynntar fyrir sjávarútvegsnefnd Alþingis og hagsmunaaðilum í gær. Þær vom einnig ræddar á ríkisstjóm- arfundi og sagði Davíð Oddsson eftir fundinn að ráðherrar væm sammála um að erfítt væri að fara ekki eftir þessum tillögum. Hins vegar yrði að fara mjög vel yfír málið og krefjast skýringa frá fískifræðingum um for- sendur tillagnanna og að hvaða leyti þær væri breyttar frá síðasta ári. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra leggur áherzlu á að við endanlega ákvörðun afla fyrir næsta ár verði uppbygging þorskstofnsins höfð í huga. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra segir að kanna verði hvemig hægt sé að mæta skerðingu þorskaflans með sókn í nýjar tegundir og hvernig nýta megi þau tækifæri til betri nýtingar afl- ans, sem samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði gefi. Sjá miðopnu og bls. 32. Mikil verð- mæti í út- hafskarfa MÖGULEGT útflutningsverðmæti úthafskarfa gæti orðið 2,5 millj- arðar innan tveggja ára, en sókn í þennan fiskistofn fer stöðugt vaxandi. Þetta kemur fram í sér- riti Morgunblaðsins um sjávarút- veg, Úr verinu, í dag. Haft er eft- ir Sigurbimi Svavarssyni útgerð- arsljóra Granda hf. að skerðing á þorskkvótanum verði trúlega til þess að íslendingar veiði meira af vannýttum tegundum en áður. Einnig er greint frá því í Verinu, að tvö íslensk fískiskip séu nú að fara til veiða á síld og makríl við Færeyjar. íslensk skip hafa heimild- ir til að veiða 2.000 tonn af síld og 1.000 tonn af makríl innan lögsögu Færeyja. Aukin sókn er nú í útgerð frysti- skipa til að auka aflaverðmæti og mögulega afkomu útgerðarinnar. Nú eru gerð út 32 flakafrystiskip en þau verða hugsanlega orðin 40 á næsta ári. Skrifað hefur verið undir samn- ing um kaup á frystiskipi frá Noregi I stað Ottós Wathne NS frá Seyðis- firði að sögn Trausta Magnússonar, sem gerir út Ottó Wathne. Sjá Úr Verinu, bls. B1 og B2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.