Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 19
Mikill snjór í Kerlingafjöllum Kerlingafjöll skartá sínu fegursta um þessar mundir. Þar hafa að- stæður verið með besta móti í sumar og víst er að ekki vantar snjóinn. Það var að minnsta kosti álit Valdimars Ömólfssonar Kerl- ingafjallabónda. Að sögn hans em ferðir reglulega famar á Snækoll með troðara í því skyni að bæta skíðafærið enn frekar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Fáskrúðsfjörður: Franski kirkju- garðurinn girtur Fáskrúðsfírði. FRANSKI kirkjugarðurinn á Fáskrúðsfirði hefur nú fengið andlits- lyftingu. Eigendur útgerðarfélagsins Sólborgar hf. á Fáskrúðsfirði, sem gert höfðu áheit á grafreitinn, hafa sett upp nýja girðingu í kringum hann, sem er svipuð girðingunni sem upprunalega var í kringum garðinn. í þessum kirkjugarði, sem settur var á laggimar þegar franskir sjó- menn höfðu hér aðstöðu, eru grafnir 49 franskir fiskimenn. Kirkjugarðurinn er töluvert heims- óttur af ferðamönnum, sérstak- lega Frökkum, sem fara hér í gegn og skipta þeir þúsundum sem skoða garðinn, en fyrir nokkrum árum var lagður göngustígur niður að honum. - Albert Morgunblaðið/Albert Kemp Hermann Steinsson, annar eig- andi Sólborgar hf. og Jens Krist- jánsson unnu við að girða kirkju- garðinn. Morgunblaðið/R. Schmidt Með yrð- língaí Breiðuvík Eigendur gistiheimilisins í Breiðuvík í Barðastrandasýslu hafa á hveiju ári bryddað upp á ýmsu til að gleðja börnin sem þangað koma yfir sumartímann. I fyrra var það spakur bæjar- hrafn og máfur en núna eru á hlað- inu tveir tófuyrðlingar, einn hvítur og annar brúnn. Yrðlingamir em úr refabúi og fengnir að láni. Böm- in sækja mikið í litlu skinnin enda em þeir mjög fallegir. Stúlkan sem heldur á yrðlingnum heitir Berg- lind Róbertsdóttir. R. Schmidt. ----» ♦ «- Austurlands- kjördæmi: Kaupfélagið á Höfn greiðir hæstu gjöldin. Kaupfélag Austur-Skaftafells- sýslu á Höfn greiðir hæstu opin- ber gjöld lögaðila og Kristinn Aðalsteinsson Eskifirði hæstu opinber gjöld einstaklinga í Aust- urlandskjördæmi álagningaráríð 1992. Einstaklingar: Hæstu greiðendur álagðra opinberra gjalda í Austurlandsumdæmi 1992: 1. Kristinn Aðalsteinsson, Eskifirði.... 3.215.373 2. HjálmarJ6elsson,Egilsstöðum. 2.509.085 3. Kristín Guttormsson, Neskaupstað 2.437.843 4. JörundurRagnarsson,Egilsstöðum 2.289.214 5. SigurðurB.Gunnarsson.Egilsstöðum 2.268.792 Lögaðilar: Hæstu greiðendur álagðra opinberra gjalda í Austurlandsumdæmi 1992: 1. Kaupfétag Austur-Skaftatellssýslu, Höfn 33.051.419 2. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað... 32.857.883 3. KaupfélagHéraðsbúa,Egilsstöðum 26.330.551 4. Hraðfrystihús FáskrúðsQarðar hf. 26.171.640 5. HraðfrystihúsEskiijarðarhf.. 18.972.002 MEIMSKLUBBUR 1NGQLF.S. KYNNIR SERSTAKA NYJUNG ÞAÐ BESTA SEM HEIMURINN HEFUR AÐ BJÓÐA Á FERÐ ALÖGUM FILIÞPSEYJAR - litrík jar&nesk paradís. Þar hefst veislan með „fíestu44 á einu besta hóteii Asíu, WESTIN PHILIPPINE PLAZA - gisting 4 nœtur. Fegurð eyjanna og ljúf- mennska íbúanna láta engan ósnortinn. JAPAN - ferö inn í framtíóina. Japan er tæknivæddasta samfélag nútímans og mesta efnahagsundur. Þar býr kurteisasta þjóð heimsins, sem kann betur að þjóna gestum en nokkur önnur. Ferð um Japan er ævin- týri, þar sem fortfð og nútíð, austrænt og vestrænt blandast á alveg sérstakan hátt, sem ekki fínnst annars staðar. TÓKÝÓ er heims- borgin í dag, þar sem hátæknin er fullnýtt í þjónustu lífsgæða og menningar, borg hrað- ans, þar sem enginn flýtir sér, hljóðlátari, hreinni og öruggari en stórborgir Vestur- landa, en sikvik, þróttmikil og spennandi. Kynnisferðir um borgina og til NIKKO, DISNEYLANDS, KAMAKURA, HAKONE og FUJIFJALLS - hins heilaga fjalls. Gisting 4 nætur á AKASAKA PRINCE, einu best búna hóteli heims. Ferð til OSAKA með „shink- ansenu-hraðlestinni (250 km á klst). Gist á NANKAI SOUTH TOWER, nýjasta lúxushót- eli Japans, 5 nætur. Kynnisferðir til KYOTO, höfuðborgar keisaranna i 1000 ár, til menn- ingar- og listahöfuðborgarinnar NARA og HIROSIMA. FORMOSA (TAIwAn), „eyjan fagra , hefur varðveitt kinverska menningu og hefðir mörg þúsund ára. TAPEI, höfuðborgin, er ótrúleg með vöruúrval og gott verð, sem ber af flestu öðru er þekkist, og frægustu matreiðslumeist- ara Austurlanda, að ógieymdum lystisemdum næturlifsins. Kynnisferð um borgina og ná- grenni. Gisting; GRAND HYATT, opnað 1990, af þeim sem til þekkja talið fegursta hótel heimsins og ný viðmiðun í hótelþjónustu - 3 nætur. THAILAND - J0MTIEN - vikadvöl á stsrsta og fullkomaasta straadkóteli Asío. Thailand með hagstæðu verðlagi og margs- konar lystisemdum kallar á fleiri ferðamenn frá Evrópu en önnur lönd Asíu. JOMTIEN- ströndin við Síamsflóann er að verða mesti tískubaðstaður Thailands. Þar er kjörinn staður til að hvilast í ferðalok á AMBASSAD- OR CITY hótelinu þar sem eru glæsilegar .vistarverur, 3 risasundlaugar við blóms- krýdda ströndina, 20 Qölþjóða-veitingasali, fullkomna hvfldar- og heisluræktaraðstöðu, tennis, badminton, golf - allt, sem fólk getur óskað sér til að njóta lífsins í frii. Dagsferð býðst til Bangkok, en þangað er aðens 2>/* stundar akstur, einnig í orkídeu-þorpið yndis- lega í 10 km fjariægð. Mörg hundruð íslend- inga hafa notfært sér heimsreis- urnar til að uppgötva heiminn, m.a. ! Thailandi, en þetta er draumaferðin sem margir hafa beðið eftir. Þessi ferð er ógleymanlegt ævintýri, full af nýrri reynslu, fegurð og töfrum Austurlanda, toppurinn á ferðavali Heimsklúbbsins, en hún verður ekki endurtekin á næstunni. *ftGríptu því tækifæríð núna, að fá slíka lúxusferð í dýrasta land Æá heimsins á jafn frábærum kjömm. Síðustu forvöð að panta! „Þitttaka f Austurtandaferðinni miklu til Filippseyja, Japans, Taiwan og Thailands f fyrrahaust opnaði okkur hjónunum nýjan heim og sannaðist þar, að sjón er sögu ríkari. Ingólfur hafði þaulskipulagt ferðina af mikilli útsjónarsemi, svo að hvergi skeikaði, og erum við honum mjög þakklát fyrir framtakið, svo og einstaka nærgætni og umhyggju fyrir okkur farþegunum". Matthías Ingibergsson, apótekan. HEIMSKLÚBBUR INCÓLFS susnissnan 17.«. 101 reykuvik.sími mosowm t2tSM Kynnist mesta ævintýri nútímans íheimsreisu til Austurlanda fjær 6.-27. sept. '92 UMSOGN FARÞEGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.