Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 36

Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 ATVINNIIA UGL YSINGAR Véltæknifræðingur Véltæknifræðingur óskar eftir vinnu. Er útlærður vélvirki, vélfræðingur og nýút skrifaður véltæknifræðingur á suðulínu. Hef 10 ára starfsreynslu sem vélstjóri og verkstjóri. Margvísleg störf koma til greina. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 671422. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Forstöðumaður vistunarsviðs Laus er staða forstöðumanns vistunarsviðs í fjölskyldudeild. í starfinu felst yífirumsjón með stuðningsúr- ræðum fyrir fjölskyldur, svo sem sumardvöl- um, stuðningsfjölskyldum og tímabundnu fóstri barna. Umsækjandi skal vera félagsráðgjafi og hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í meðferð barna- verndarmála og/eða fjölskyldumeðferð. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Upplýsingar gefa Regína Ásvaldsdóttir, for- stöðumaður, og Erla Þórðardóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar, í síma 678500. # Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um hlutastörf getur verið að ræða. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir lausartil umsóknar eftirtaldar stöður: Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Klappir, frá 1. september nk. og staða yfir- fóstru við sama leikskóla frá 1. október. Klappir eru til húsa í Brekkugötu 34 og verð- ur þar starfræktur leikskóli með sveigjanleg- um vistunartíma fyrir 36 börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Leikskólinn mun taka til starfa þann 1. nóvember 1992. Fóstrumenntun og góð reynsla af leikskóla- starfi er áskilin í báðar þessar stöur. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri dagvistardeildar í síma 96-24600 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða launanefnd sveitar- félaga og Fóstrufélags íslands. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Deildarstjóri dagvistardeildar. SJJÓSEFSSPtTAUSB HAFNARFIRÐI auglýsir lausar eftirtaldar stöður við ieikskóla spítalans: ★ Leikskólastjóri í 100% starf. ★ Fóstra í 100% starf eða hlutastarf. ★ Annað starfsfólk í 100% störf eða hlutastörf. Stöður þessar eru lausar frá og með 1.9. nk. Leikskólinn er 2ja deilda. Nánari upplýsingar í síma 50188. Umsóknir berist fyrir 10. ágúst nk. Læknaritari Einnig er laus afleysingastaða læknaritara. Óskað er eftir löggiltum læknaritara til starfs- ins sem allra fyrst. 100% starf, en hluta- starf kemur til greina. Starfstímabil er til 15. febrúar 1993. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 50188. Framkvæmdastjóri. Frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki Sérkennarar Vegna stofnunar sérdeildar við skólann vant- ar sérkennara til að taka að sér umsjónar- kennarastarf í deildinni. Einnig vantar sérkennara til kennslu í sér- deildinni. Almenn kennsla Kennara vantar til almennrar kennslu í 6. og 7. bekk. Húsnæði í boði Upplýsingar gefa Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri, í síma 95-36622 og Óskar Björns- son, aðstoðarskólastjóri, í síma 95-35745. Sími í skólanum 95-35385. Laus störf Ágúst - september ★ Fjármálafyrirtæki (214). Ritarastarf á for- stjóraskrifstofu. Starfsreynsla skilyrði. Kunnátta í ensku og einu Norðurlanda- máli nauðsynleg. Góð laun. ★ Opinber fyrirtæki. Fjölbreytt heils- og hálfsdagsstörf. Góð tölvu- og tungumála- kunnátta. ★ Útgáfufyrirtæki (192). Símavarsla og létt skrifstofustörf. Enskukunnátta nauðsynleg. ★ Innflutningsfyrirtæki (258). Afgreiðsla og vinna við létt bókhald. Vinnutími 10-14. Annar hver laugardagur. Góð laun. ★ Framleiðslufyrirtæki (263). Bókhald og alhliða störf á skrifstofu. Sjálfstætt starf. ★ Þjónustufyrirtæki (167). Afgreiðslu- og sölustarf í tölvudeild. Aldur 25-40 ára. ★ Innflutningsfyrirtæki (259). Sjálfstætt og krefjandi sölustarf. Aldur 25-30 ára. Góð laun. ★ Verslunarfyrirtæki (246). Afgreiðslu- og lagerstarf í fallegri verslun í Reykjavík. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar númeri viðkomandi starfs. Afgreiðslustörf Viljum ráða afgreiðslufólk til starfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum hjá Páli, verkstjóra. Vöruflutningamiðstöðin, Borgartúni21. Verkstjóri á vélaverkstæði Verkstjóri á vélaverkstæði óskast. Þarf að geta hafið störf 1. september. Svör sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „V - 1238". Hárgreiðslusveinn Okkur vantar hressan og dugmikinn hár- greiðslusvein hið fyrsta. Hafirðu áhuga þá sendu inn upplýsingar um nafn og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 10332“ fyrir 8. ágúst. HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöldvaktir á hjúkrunardeild frá 1. september. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Ragnheiður, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 54288. Hótel Valaskjálf Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Hótels Valaskjálfar hf. á Egilsstöðum er laust til umsóknar. Um er að ræða mjög fjölþættan rekstur: Gistingu og umfangsmikla veitingastarfsemi, félagsheimili og kvikmyndasýningar, auk rekstrar sumarhótels í heimavist Mennta- skólans á Egilsstöðum. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu og/eða menntun á sviði hótelrekstrar og jafn- framt einhverja þekkingu á ferðaþjónustu. Umsóknir sendist til Hótels Valaskjálfar, pósthólf 61, 700 Egilsstaðir, merktar stjórn- arformanni, Guðmundi Guðlaugssyni, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í síma 97-11480. Einnig veitir framkvæmdastjóri, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, upplýsingar í síma 97-11500. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Framkvæmdastjóri Öflugt útgerðarfyrirtæki á Norðurlandi ósk- ar að ráða framkvæmdastjóra til starfa sem fyrst. Fyrirtækið gerir út einn togara. Nýtt íbúðarhúsnæði er til staðar. Starfssvið framkvæmdastjóra: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. Við leitum að manni með reynslu af stjórnun- arstörfum; einnig er góð fjármála- og bók- haldsþekking nauðsynleg. Æskileg reynsla á sviði fiskvinnslu og/eða útgerðar. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 14. ágúst nk. merktar: „260". Hagvaneur hf Hagvangur hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.