Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ EYJÓLFSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 4. ágúst. Kristján Þorvaldsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON stýrimaður, Grenimel 40, lést sunnudaginn 2. ágúst. Dagmar Hannesdóttir. t Elskuleg frænka mín-, RAGNA HELGADÓTTIR JÓNSSONAR, fráTungu, búsett i Kaupmannahöfn, andaöist að morgni 3. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðbjörg Theodórsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR KARLSSON málarameistari, Stigahlíð 20, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 2. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Guðnadóttir. + Elskulegureiginmaðurminn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir JÓN HJÖRLEIFSSON, Brekkustfg 35A, Ytri-Njarðvík sem andaðist í Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl.13:30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Hjartavernd. Edda Hafsteinsdóttir, Þórdis Þorleifsdóttir, Lilja Björg Jónsdóttir, Dala Boumediene, Nadia Dala, Kamilla Dala og systkini hins látna. Minning: * Aðalheiður Ag. Axelsdóttir, Keflavík Fædd 24. október 1931 Dáin 27. júlí 1992 „Hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Svo mörg eru þau orð — og sönn, sem koma sífellt upp í huga minn, er ég sest niður, til þess að minnast í fáum orðum kærrar vinkonu minnar, sem svo alltof fljótt hefur verið burt frá okkur tekin. Enn á ný erum við svo átakanlega minnt á það, hvað við fáum litlu ráðið um lífsins gang. Sá einn ræður sem hefur nú kallað Öllu okkar til æðri + Móðir okkar, GUÐRÍÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, andaöist á elliheimilinu Grund í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. ágúst nk. kl. 15.00. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Halla Gunnlaugsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Hátúni 10A, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélag íslands. Pálfna Kjartansdóttir, Haraldur Hermannsson, Edda Kjartansdóttir, Jónas Hólmsteinsson, Sjöfn Kjartansdóttir, Guðmundur J. Óskarsson, Hrönn Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR G. ÍSÓLFSSON úrsmíðameistari og fyrrum organisti við Frfkirkjuna í Reykjavfk, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 31. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Rósa Ingimarsdóttir, ísólfur Sigurðsson, Áslaug Guðbjörnsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sigrún Guðnadóttir, Halldór Sigurðsson, Jónína Þ. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, PÁLL LÍNDAL ráðuneytisstjóri, sem lést á heimli sínu laugardaginn 25. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. ágúst nk. kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson, Björn Lfndal, Sólveig Guðmundsdóttir, Jón Úlfar Lfndal, Páll Jakob Líndal, Hulda S. Jeppesen, Anna Salka Jeppesen, Stefán Jk. Jeppesen, Bára Magnúsdóttir og barnabörn. + Hjartkær sonur minn, unnusti og bróðir, BJÖRN ÍVAR BJÖRNSSON, Tryggvagötu 6, Reykjavík, sem lést 26. júlí, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á geðdeild Landspítalans og björgunarsveitina Ársól. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Halldórsdóttir, Kristfn Pétursdóttir og systkini. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN EGGERTSSON, Fremri-Langey, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15.00 Júlíana Einarsdóttir, Svafa Kjartansdóttir, Reynir Guðmundsson, Selma Kjartansdóttir, Baldur Getsson, Ólöf Ágústsdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Eggert Kjartansson, Hólmfrfður Gísladóttir, Kópur Kjartansson, Alda Þórarinsdóttir, Elsa Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ' + Litli sonur okkar og bróðir, ÁRNIGARÐAR HJALTASON, Helgafellsbraut 20, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 14.30. Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Trausti og Tryggvi Hjaltasynir. starfa guðs um geim. Það var fyrir tólf árum að ég var á leið til vinnu eldsnemma morguns og sé að við biðstöðina stendur kona, sem ég átti ekki von á. „Góð- an dag,“ segir hún glaðlega, „þá er stóri dagurinn" og átti þá við fyrsta daginn hennar í nýrri vinnu. Síðar er ég hugleiddi þessi orð hennar, komst ég að raun um að þessi dagur var hinn stóri í mínu lífi, þegar ég var þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þessari ein- stæðu konu, því fljótlega myndaðist með okkur sú vinátta sem aldrei bar skugga á. Alla var ákaflega glæsileg kona, samt var það einkum hennar innri maður sem geislaði þar í gegn og gaf henni þann persónuleika og kraft sem hafði áhrif á alla sem umgengust hana. Kom það ekki síst fram á fjöl- mennum vinnustað, þaðan sem aliir minnast hennar með þakklátum huga. Þar fór alltaf með friði. Það er svo margs að minnast, og allt er það af hinu góða. „Góðar eru gjafir þínar, en meira virði er mér vinátta þín“, var einu sinni sagt, og það á sannarlega við um sam- band okkar Öllu. Alltaf var hún gefandinn, að mér fannst, en mest virði var það sem hún gaf mér af sjálfri sér. í blíðu og stríðu var hún ávallt tilbúin til þess að hlusta og skilja. í návist hennar var alltaf svo gott að vera, hvort sem við töluðum saman, þögðum, hlógum eða grét- um. Þetta náði ekki einungis til mín, heldur einnig til bama minna, sem aldrei fá henni fullþakkað. Alla giftist Brynleifi Jóhannes- syni, miklum ágætismanni, og eign- uðust þau fimm mannvænleg böm, sem öll bera þess vitni hversu góð- um jarðvegi þau uxu upp í. Samheldni þeirra hjóna var mjög mikil og bar heimili þeirra þess glöggt vitni, bæði hvað snyrti- mennsku, höfðingsskap og góðan anda frá þeim sjálfum snerti. Ófáar voru þær stundimar sem setið var þar yfir alskyns kræsing- um, góðri tónlist og uppbyggjandi og skemmtilegum samræðum. Gat okkur þá allt eins líka dottið í hug að fara í bílferð út í náttúmna eða góða skemmtun, og var þá oft glatt á hjalla. Já, minningamar koma hver af annarri, of dýrmætar til þess að hægt sé að festa þær allar á blað, en þær munu ávallt geymast sem fjársjóður í huga mínum. Allt til hinstu stundar sýndi Alla mín okkur hversu mikil hetja hún Islandsdeild um kanadísk fræði stofnuð STOFNFUNDUR íslandsdeild- ar Norræna félagsins um kana- dísk fræði verður haldinn í stofu 205 í Odda 7. ágúst nk. kl. 13.50-15.00. Jern Carlen, formaður NACS/ANEC og fulltrúi Dan- merkur, ásamt Bengt Streijffert, fulltrúa Svíþjóðar í stjóm félags- ins, mun reifa stöðu kanadískra fræða á Norðurlöndum og stýra stofnun íslandsdeildarinnar. Tilgangur félaganna um kana- dísk fræði er að efla áhuga og fræðilegt samstarf um kanadísk málefni og menningu. Norræna deildin leggur áherslu á tengsl Kanada og norrænu þjóðanna og leitast við að leggja gmndvöll að fræðslu og rannsóknarstarfsemi þessara þjóða um kanadísk mál- efni og sammenningarleg tengsl með ráðstefnuhaldi 3. hvert ár og styrkveitingum. Þeir sem hafa búið, starfað, stundað nám í Kanada eða hafa á einhvern hátt áhuga á að efla eða mynda tengsl við þá sem hafa áhuga á kanadískum fræðum em velkomnir. Guðrún Guðsteinsdótt- ir, lektor við enskuskor Háskóla íslands, veitir nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.