Morgunblaðið - 05.08.1992, Side 60

Morgunblaðið - 05.08.1992, Side 60
Gæfan fylgi þér íumferðinni SIÓVÁnWALMENNAR JHtfgtniÞltifrifr «HH SINDRI - sterkur í verki MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI85 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Með hass og landa: Skírteinið kom upp um hann LÖGREGLAN lagði um helgina hald á fíkniefni og heimabrugg, sem fannst í bifreið. Ökumaður bifreiðarinnar hafði óafvitandi vísað lögreglumönnum á vímu- efnin. Lögreglumenn voru við eftirlit á Snorrabraut þegar þeir stöðvuðu bifreið til þess að kanna réttindi ökumannsins. Hann rétti þeim skráningarskírteini bifreiðarinnar. Þegar lögreglumenn fóru að at- huga skírteinið, reyndist inni í því vera samanbrotið bréf. Því var flett í sundur og kom í ljós að það innihélt hass. Við nánari leit í bílnum fannst meira af hassi og einnig eitthvað af landabruggi. Galtalækur: Áfengií appelsínum BINDINDISMÓTIÐ í Galta- lækjarskógi var meðal ann- ars vettvangur frumleika í áfengissmygli er safinn var kreistur úr appelsínum og áfengi sett í staðinn. Ýmsar aðferðir voru notaðar við að smygla áfengi inn á móts- svæðið, og meðal annars voru veigamar faldar í stuð- umm bíla, rúðupisskútum og sætum, auk þess sem víni var dælt í nyólkurfemur. Hinar áfengu appelsínur uppgötvuðust þegar gæslu- menn gengu fram á hóp ungl- inga sem voru vel við skál og sugu appelsínur af áfergju, þannig að það vakti grun- semdir hjá gæslumönnunum. Alls voru um tvö þúsund lítrar af áfengi gerðir upptæk- ir á bindindismótinu í Galta- læk um verslunarmannahelg- ma. Sjá fréttir af atburðum helgarinnar á bls. 33, 34, 58 og 59. Flug'vélin sveif rétt yfir bílinn GUÐRÚN Sölvadóttir og Óttar Bjarnason á Sauðárkróki urðu fyrir þeirri reynslu á mánudag, að á móti bíl þeirra á veginum kom flugvél, sem rétt náði að taka sig á loft áður en til árekstrar kom. Guðrún og Óttar óku á 70 til 80 km hraða upp brekku á móts við bæinn Laugaland í Fljótum. Á brekkubrúninni kom flugvélin á móti þeim á fullri ferð eftir veginum. Guðrún segist vart hafa trúað eigin augum og ekki hafa áttað sig á því hvað var að gerast fyrr en flugvélin sveif yfir bílinn. Hún segir uppátæki flugmannsins_ vera óskiljanlegt, og hyggist þau Óttar kæra tiltækið. ------»--»-■♦- Ottó dregimi til hafnar VÉLARBILUN varð í Reykjavík- urtogaranum Ottó N. Þorlákssyni síðdegis á mánudag þar sem hann var að veiðum 70 til 80 mílur suð- vestur af landinu. Bilunin var ekki alvarleg og töldu skipverjar sig jafnvel geta gert við hana sjálfír. I öryggisskyni var samt fengin aðstoð frá togaranum Sveini Jónssyni úr Keflavík og dró hann Ottó til hafnar í Reykjavík í gær. Hlutfallslega fleiri börn látast af slysförum hér en á hinum Norðurlöndunum Aðgæslulejrsi og ónógt eft- irlit fullorðinna oft orsökin * Islendingar leika um verðlaunasæti Morgunblaðið/RAX íslenska landsliðið í handknattleik leikur gegn liði Samveldisins í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Barcelona annað kvöld, en Svíar, sem unnu Islendinga 25:18 í gærkvöldi, mæta Frökkum. Sigurvegaramir leika um gullið á laugardag, en tapliðin um bronsið. Á myndinni nær Einar Gunnar Sigurðsson að skjóta framhjá Svíanum Staffan Oisson._ Sjá nánar í íþróttablaðinu. ÍSLENSK börn eru að meðaltali bæði stærri og þyngri við fæðingu en börn á öðrum Norðurlöndum og ungbamadauði er hér jafnframt með því lægsta sem gerist. Á hinn bóginn látast hlutfallslega fleiri börn og unglingar af slysförum hér á landi en á nokkru hinna land- anna og önnur slys á börnum eru hlutfallslega mun fleiri hér en með- al annarra Norðurlandaþjóða. Þetta kom fram í erindi sem Pétur Lúð- víksson, barnalæknir, hélt á norrænni ráðstefnu um börn og baraa- verad í Háskólabíói í gær. Hann sagði þessar staðreyndir vera okkur verulegt áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að orsakir þeirra mætti í mörgum tilfellum rekja til aðgæsluleysis og ónógs eftirlits hinna fullorðnu. Pétur sagði að þótt ýmislegt hefði verið gert til að bæta stöðu bama á Islandi á undanfömum árum þyrfti margt enn að breytast áður en ís- lendingar gætu sagt að þeir sinntu þörfum bama sinna sem skyldi. Það væru hins vegar ekki aðeins ráða- menn sem þyrftu að taka við sér og veita meira fé til málefna barna og bamafjölskyldna, viðhorf almenn- ings þyrfti að breytast. Hér væri það allt of algengt viðhorf að böm hefðu gott af því að bera ábyrgð á sjálfum sér og hér tíðkaðist að 7 til 10 ára böm væm látin passa yngri böm, jafnvel allan daginn meðan foreldr- amir væru í vinnu. „Meðan þetta er ríkjandi viðhorf þá er ekki að vænta neinna breytinga til batnaðar," sagði Pétur. Hann sagði að lífsafkoma foreldra byggðist í flestum tilfellum á mikilli vinnu og fjarvistum beggja foreldra frá heimilinu. Dagvistarrými væm víðast of fá og skólakerfíð einkennd- ist af því að skólinn væri margsetinn og börn þyrftu oft að sækja aukatíma utan venjulegs skólatíma. Mörg börn þyrftu að sjá um sig sjálf þegar þau væm ekki í skólanum og nærðust gjaman á gosdrykkjum og sælgæti þar til foreldrarnir kæmu heim. Kveikt í húsum SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út tvisvar sinnum í gær- morgun, í fyrra skiptið að Bílapörtum á Smiðjuvegi og I síðara skiptíð að Artúnsskóla. Talið er að í báðum tilvikum hafi verið brotizt inn og kveikt í húsunum. Rannsóknarlögreglan kannar bæði málin, en grunur hefur ekki beinzt að neinum. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út um klukkan fímm í gær- morgun að Bflapörtum á Smiðju- vegi í Kópavogi. Þar logaði tals- verður eldur, en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Að sögn lög- reglu var greinilegt að brotizt hafði verið inn í húsið og kveikt í á mörgum stöðum. Eigendur fyr- irtækisins segja að miklar skemmdir hafí orðið á húsnæðinu, aðallega af völdum reyks og vatns. Um hálfátta í gærmorgun var slökkviliðið kallað að nýbyggingu Ártúnsskóla við Árkvörn. Þar hafði verið farið inn og kveikt í byggingarefni. Talsvert tjón hlauzt af. Að sögn Rannsóknarlögreglu er ekki útilokað að tengsl séu á milli íkveikjanna, en húsin eru sitt hvoru megin við Elliðaárdal. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn að loknum slökkvistörfum í Bílapörtum. Pétur sagði að ofbeldi og einelti væru vaxandi hluti af daglegu lífí skólabarna á íslandi og í sumum skólum væru dæmi um að börn þyrðu ekki í skólann vegna þess. Hann sagði að oft væri hins vegar gripið til rangra aðgerða, með því að reka ofbeldisseggina eða tala við foreldra þeirra, þar sem ofbeldisseggirnir væru í flestum tilvikum börn sem ættu við mikil félagsleg- og tilfínn- ingaleg vandamál að stríða. Þessi böm þörfnðuðust því ekki síður hjálp- ar en fórnarlömb þeirra. „Meðan slys og dauðsföll af völd- um aðgæsluleysis em jafn tíð og raun ber vitni, stoðar lítið að stæra sig af lágum ungbarnadauða og meðan bömum með félagsleg og til- fínningaleg vandamál er ekki sinnt sem skyldi, þá getum við ekki talist menningarþjóð,“ sagði Pétur. Sjá einnig á miðopnu. -------♦ ♦ ♦ Verðhrun á gúrkum VERÐ á gúrkum hefur lækkað verulega upp á síðkastið vegna mikillar og góðrar uppskeru. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna kost- ar kilóið út úr búð nú á bilinu 70-100 kr., en heildsöluverðið var um 300 kr. þegar það var hæst. Kolbeinn sagði að jafn lágt verð á gúrkum hefði ekki sést í lengri tíma og væntanlega héldist það í þessu lágmarki næstu dagana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.